Alþýðublaðið - 04.10.1960, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 04.10.1960, Blaðsíða 10
Knattspyrnan um helgina. Guðjón skorar 3ja mark Fram úr aukaspyrnu. Ljósm. J(. Vilberg. , BIKARKEPPNIN hélt áfram um helgina. Léku þá öll I. r. ' deildar liðin, að Akureyring- um undanskyldum, sem að ; þessu sinni eru ekki meðal þáítktakenda, og auk þeirra Vi Keflvíkingar,. Veður var mjög gott, logn og blíða, enda áhorf endur allmargir. Leikirnir fóru fram á Melavellinum. Á laugardaginn Iéku KR og IBH, en á sunnudiaginn fóru fram tveir leikir, sá fyrri milli Fram og Vals og sá síð ari milli ÍA og ÍBK. KR-IBH 3- Ieiknum fengu Hafnfirðingar mjög gott færi, er Bjarna Fél- ixsyni skeikaði'. Bergþór komst inn fyrir og skauíj fast, en fram hjá. Hefðu Hafnfirðingar þarna 1 náð jafntefli, er ekki ólíklegt að úrslitin hefðu orðið önnur. Á 20. mín. fá svo KR-ingar auka- spyrnu, sem Gunnar Guð- mannsson tekur, upp úr henni fær Ellert góða fyrirsendingu | og skorar með mjög föstu og beinu skoti óverjandi mark. SiÖ an á 36. mínútu bæta KR-ingar þriðja markinu við, sem Gunn- ar skorar, en Þórólfur Beck undirbjó að öllu öðru leyti. Sending hans til Gunnars var mjög góð, svo hann þurfti ekki fyrir öðru að hafa en renna knettinum inn, sem hann og gerðj refjalaust. Knattspyrnulegir yfirburðir KR í þesusm leik eru vart þriggja marka virði gegn engu, þó þau yrðu úrslitin að lokum. En það getur KR-liðið fyrst og fremst þakkað tvéim varnar- leikmönnum sínum, þeim, Bjarna og Herði Felixsonum. , Hef ðu þeirra ekki' notið við þarna, myndu hinir harðskeyttu Hafnfirðingar með Ragnar Jóns son sem miðherja hafa ruðst! um fastar við KR-markið en þeim tókst að þessu sinni^ og endalokin orðið önnur en raun varð á Dómari var Jörundur Þor- steinsson, dæmdi hann allvel á köflum, en var ekkí nógu vei á verði gagnvart bakhrinding- um og handapati eingtakra leik manna. ÞARNA áttust við fyrrverandi ríslandsmeistarar og það liðið, ■sem sigraði í II. deildinni í sumar og leikur í I. deild næsta keppnistímabil. Hafnarfjarðar- liðið er nú mikið til skipað nýj um leikmönnum írá því að það lék í I. deild fyrir tveim ár- um. Liðið í heild er skipað dug legum og harðskeyttum leik- : jr.önnum, sem ekki' látþ hlut sinn fyrr en í fulla hnefana, eins og fram kom í þessum ieik. Enn skortir liðið á, í skipu ,lagi og leikni, en aHt stendur Það til bóta, með aukinn; æf- i'ngu og haldist æfingin í hendur við þann dugnað og þol, vsem liðið sýndi í þessum leik, þarf það engu að kvíða um framtíðargengið á knattspyrnu Vellinum. Hinir keppnisvönu KR-ingar áttu oft fullt í fangi með hina snörpu Hafníirðinga, sem meo hraða sínum gáfu móiTaerjun- um vart stundargrið. (}g fyrri hálfleikurinn fór svo að KR tókst aðeins að skora eitt mark. Það var Sveinn Jónsson, sem skoraði eftir hrapallega mistök annars bakvarðarins, sem gaf Sveini opið færi á marki'ð og hina ákjósanlegustu skotað- stöðu. Þetta skeð; á 15. mínúlu leiksins. Áður hafði EUert Schram átt skot í stöng. Fimm mínútum eftir að Sveinn skor- aði markið átti hann annað skot, en það leati í þverslá. Á 30. mínútu fengu KR-i'ngar dæmda vítaspyrnu, sem Þórólfur tók mjög linlega, enda varði mark- vörður auðveldlega. Nokkrum sinnum tókst Hafnfirðingum að komast í skotfær; við KR-mark ið, en mistókst jafnan. feÉöARI HÁLFLEIKUR 2:0 Hafnfirðingar saekja fast að marki KR, en Heimir hljóp út á Er 14 mínútur voru af hálf- réttu augnabliki og kýldi knöttinn frá. Ljósm. Sveinn Þormóðss. Valur-Fram 3-3 í framlenadum leik ÞESSI leikur var mest spenn- andi þeirra þriggja leikja, sem fram fóru í bikarkeppninni að þessu sinni. Hann var ekki' ó- jafn að því er til leikgetunnar tekur. í fyrri hálíleiknum náði Yalur oft mun betri leik, en það jöfnuðu Framarar með auk inni snerpu í síðari hálfleiknum. Að aðalleiknum loknum var s^aðan 2:2, svo grípa varð til framlengingar, 15 mín. á hvort mark og að þei'm tíma liðnum var staðan aftur jöfn 1:1, svo leiknum lauk með 3:3. Verða því þessi félög að leika aftur síðar og má þá búast við snörp um átökum. Fram átti fyrstu hættulegu sóknina og bjargaði Árni Njáls- son á línu, þegar á 2. mínútu. skaUboIi.il, sern fór yfir Gunn- laug, er hann hafði hlaupið út úr markinu_ Á 6. mínútu skora svo Valsmenn. Að því marki vinna þei'r Björgvin, Berg- steinn og Bergur Guðnason, nýr leikmaður í meistaraflokki Vals, og var það Bengur, sem sendi knöttinn inn að lokum. Nokkru síðar á Halldór Lúðvígs son frekar laust skot á slá Vals marksins og Guðmundur Ósk- arsson rétt á eftir fast skoti, sem Gunnlaugur varði. Á 30. mín- útu verður B^rgsteinn að yfir- gefa vöHinn vegna meiðsla, sem tóku sig upp, er harfi missteig sig. Ægir Ferdínandsson kom inn í hans stað. Rétt fyrir leiks lok skora svo Valsmenn annað mark. Steignrímur h. útjherji brunar fram með knöttinn, með annan útvörð Fram á: hælun- um, en tekst að senda vel fyr- ir og Björgvin Daníelsson skor- | ar. Márkið er dæmt að hafa j verið skorað úr rangstöðu. Línu j vörðurinn Baldur Þórðarson, sem hafði sérlega góða aðstöðu til að íylgjast með þessum að- i gerðum, vei'faði ekki, en dóm- 1 arinn, Magnús Pétursson, dæmdi markið hins vegar af, sem ranglega skorað. Fyrri hálf leiknum lauk þannig með 1:0 fyrir Val. SEINNI HÁLFLEIKUR 2:1 Er 4 mínúfrr voru af hálf- leiknum jafnar Guðmundur Óskarsson fyrir Fram með hörkugóðu skoti. Standa svo leikar jafnir þar ti] á 31. mín. að Guðmundur skorar aftur. Skömmu síðar á Matthías (Val) ágætt skot af löngu iæri, en Geir varði' með góðu gripi uppi í öðru markhorninu Rétt fyrir leikslok fær Valur hornspyrnu, sem Mat/.iías tekur og skorar beint úr, alls óvænt. Leiknum lýkur þannig með jafntefli 2:2. FRAMLENGING, 1:1 Er nú leikurinn framlengd- ur.um 30 mín. eða 15 mín. á mark. Valsmenn sækja fast á, eiga skot í slá upp í markhorn- inu. Skömmu síðar komast þeir í gott færi, Geir hleypur út, en skot þruma.r að markinu, annar framvörður Fram fær hi'ndrað að knötturinn fari inn, með því að grípa 111 hans. Vítaspyrna er dæmd, sem Matthías fram- kvæmir og sendir knöttinn ó- verjandj inn. Leikurinn stend- ur 3:2 fyrir Val. Fram breytir um stöður manna sinna, Rúnar fer sem miðherji og Halldór Framha’d á 11- síðu. 10 4. okt. 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.