Alþýðublaðið - 04.10.1960, Blaðsíða 15
issaksóknaranum. — „Phil“,
sagði hann, „ég gef þér dreng-
skaparorð mitt fyrir því að
símahringingin kemur þessu
máli ekkert við. Ég hef ekki
séð þessa konu síðan ég sá
hana í þetta skipti sem ég
minntist á. Ég talaði hvorki
við hana persónulega eða í
símann í kvöld. Ég fór ekki
til að hitta hana, þegar ég fór
út. Ég vissi ekki hvar hún var,
hvað þá að hún væri látin“.
Phil Duncan, sagði þreyt-
lega“: Allt í lagi Sam. Þú mátt
fara“.
Barney Morden greip and-
ann á lofti: „Ætlarðu að ...“
Duncan talaði lágt og rödd
hans var blæbrigðalaus af
þreytu. „Þegiðu Barney11,
sagði hann. „Aktu S'am orða-
laust heim“.
Moraine þrýsti hendi Phil
Duncans. „Þa,kka þér fyrir
Phil, ég vil heldur taka bíl.
Barney ætti fremur að aka
þér heim, þú þarft að sofa“.
Hann gekk út.
Barney Morden tók til máls
um leið o,g dyrnar skullu aftur
að baki hans, en Moraine
heyrði ekki hvað hann sagði.
11.
Moraine ók eins hratt og
hann gat í áttina aS íbúð
Natalie Rice. Þegar hann var
kominn að götunni, nam hann
staðar, fór út úr bílnum og
leit umhverfis sig, en hann sá
þess engin ummerki að hann
væri eltur eða á neinn hátt
fylgst með honum. Það var
■enginn á ferli um þetta leyti
nætur.
Hann gekk fyrir hornið og
fram hjá nokkrum húsnm,
unz hann kom að húsinu, sem
hún bió í. Þar gekk hann að
dyrasímanum og þrýsti ákaft
og lengi á hnappinn við nafn-
spjald Natalie Rice.
■ Eftir augnablik heyrði hann
rödd hennar.
„Hver er það?“ spurði hún.
„Sam Moraine“, svaraði
hann.
„Viltu tala við mig?“
„Já“.
„Ég verð enga stund að
klæða mig, svo skal ég koma
niður“.
„Nei“, sagði hann. „Ég verð
að koma upp. Þetta er áríð-
andi. Opnaðu“.
Það varð smáhlé svo heyrði
hann suðið sem opnaði dyrn-
ar. Hann flýtti sér að opna.
Þegar hann kom upp á þriðju
hæð .sá hann að dyr hennar
voru hálfopnar.
Natalie Rice var í náttföt-
um og slopp. Á fótunum
hafði hún útsaumaða kínversk
ar töfflur.
Moraine fór inn í íbúðina.
Það var kalt þar inni og
loftið var ekki gott. Það hafði
verið búið um rúm og greini
lega sofið í því.
„Hvað er að?“ spurði hún.
Moraine skellti dyrunum.
„Seztu hér“, sagði hún og
benti á stól.
„Nei“, sagði hann“, ég setla
að sitja á sófanum“.
Hann gekk að sófanum, sett
ist og hallaði sér makinda-
lega aftur á bak.
„Það hefur margt komið fyr
ir“, sagði hann. „Ég býst við
að bezt sé að segja þér það
allt“.
„Hvað hefur skeð?“
„Ég var rekinn á fætur“.
„Hver rak þig?“
„Ríkissaksóknarinn og
Barney Morden“.
„Til hvers?“
„Til að spyrja mig hvað ég
hefði verið að gera í nágrenni
Sixth Aveneu og Maplehurst
milli ellefu og tólf“.
„Hvernig vissu þeir að þú
varst þar?“
„Þeir náðu í leigubílstjór-
ann sem ók mér þangað“.
„Svo þeir vita . . vita um..“
„Nei,“ sagði Moraine“. Það
vita þeir ekki. Þeir náðu í
mig til að sýna mér líkið af
Ann Hartweíl. Hún hefur ver
ið myrt“.
„Myrt!“ bergmálaði Natalie
Rice.
„Já, þeir fundu lík hennar
á Sixth Avenu og Maplehurst,
rétt við járnbrautarteinana.
Þeir halda að henni hafi ver
ið hent þar út, en ekki að hún
hafi verið myrt þar“.
Augu hennar voru kring-
lótt af ótta og andlit hennar
litlaust.
Það kom einkennilegur svip
ur á andlit Moraines. Hann
leit á rúmið og svo á sófann,
sem hann sat á.
„Hvað er að?“ spurði hún.
Hann lagði hendina á teppi,
sem var vafið saman við aðra
sófabríkina, síðan ofan á sóf
ann og loks á púðann.
„Þetta eer heitt“, sagði
hann.
„Hvað er heitt?“
„Engin undanbrögð11, sagði
hann, „það hefur einhver sof
ið hér".
„Hvað“, sagði hún“, við
hvað áttu?“
Moraine var hörkulegur á
svip.
„Mér kemur ekki við hvað
það er sem þú gerir þegar þú
ert ekki að vinna en ég vil
fá að vita hver það er sem
hefur hlustað á það sem ég
var að segja“.
„Ég veit ekki við hvað þú
átt“, sagði hún.
Moraine stökk á fætur og
reif uppskápdyrnar. Það var
einhver hreyfing þar inni.
Natali Rice hljóp til hans
og greip um handlegg hans.
Moraine kreppti hnefana: „Út
með þig!“ sagði hann.
Hvíthærður maður, náfölur
f andliti og áhyggjufullur á
svipinn kom út.
Moraine leit á hann og leit
svo á Natalie.
„Faðir þinn?“ spurði hann
Hún kinkaði kolli.
Gamli maðurinn gekk að
sófanum og settist niður.
„Hvenær voruð þér látinn
laus?“ spurði Moraine.
„Hann veit allt, pabbi",
sagði Natalie.
„í gær“, sagði maðurinn
hljómlausri röddu.
Moraine settist á rúmið og
leit á þau.
„Rétt“, sagð hann.“ Það
voruð þér sem hélduð að Pete
Dixon hefði falsað þær bæk-
ur, sem þér voruð dæmir fyr
ir að falsa".
Gamli maðurinn sagði ekk
ert.
„Er það ekki rétt“ sagði
Moraine og leit á Natale.
Hún leit undan.
„Allt {lagi“, sagði Moraine.
„Ég vil fá að vita það“.
Hann fékk ekkert svar.
Loks rauf Natalie Rice
þögnina.
„Ég ætla að segja honum
það pabbi“, sagði hún.
Gamli maðurinn leit á
hana. Andlit hans var grá-
myglulegt og tekið.
Natalie Rice gekk til Sam
Moranie og tók um hand-
legg hans.
„Mér hefur liðið svo illa
síðan þetta skeði“.
„Síðan hvað skeði?“
„Síðan ég laug að þér?“
„Svo þú varst að ijúga að
mér?“
Hún kinkaði kolli.
„Mér fannst þetta“, sagði
hann. „Mér fannst að þú vær
ir að hilma yfir með einhverj
um, að verja einhvern. Segðu
mér nú allt hvað skeði.
Hún sagði lágt:
„Það var allt rétt sem ég
sagði þangað til að mér hafði
verið vísað út og sagt að koma
á morgun. Þegar ég kom út
heyrði ég bíl nema staðar rétt
hjá, karlmaður sagði eitt-
hvað og kvenmannsrödd hló.
Ég faldi mig í skugga af tré
og ég sá ungu konuna sem fór
inn til Dixons".
„Sástu hana vel?“ spurði
Moraine.
„Nei, hún var með stóran
hatt og í brúnum pels. Því
spyrðu?"
„Ekki til neins“, svaraði
Moraine", haltu áfram með
söguna.
„Ég áleit að það væri rétt
ast að ég færi inn á eftir
henni en svo datt mér í hug
að hún færi fljótlega og ég
skyldi bara bíða“.
„Hvar beiðslu?"
, /Vjið jj árnbrautíarteinana“
„'Veiztu hvað klukkan var?“
„Það fór flutningarlest
framhjá og við fljótum að
geta fengið að vita hvenær
það var“.
„Sá einhver þig?“
„Nei, ég stóð í skjóli við
húsið“.
„Hvað gerðirðu svo?“
„Þegar mér var orðið kalt
fór ég að ganga um til að
halda á mér hita“.
„Hvað svo?“
„Ég gekk upp götuna".
„Frá járnbrautarteinun-
um?“ spurði hann.
„Já, hversvegna?“
„Mig langaði að vita hvern
ig þetta atvikaðist“, svaraði
hann. „Hvað svo?“
„Ég beygði fyrir hornið til
vinstri en svo datt mér í hug
að þá gæti ég ekki séð konuna,
þegar hún kæmi út, svo ég
snéri við“.
„Sá einhver þig“.
„Það ók bíll fram hjá þegar
ég fór fyrir hornið, ég reyndi
að fela mig bak við símastaur,
það var ekkert annað þar ná
lægt, sem hægt var að fela
sig bakvið. Ég held að enginn
hafi séð mig“.
„Ég beið og beið eftir að
konan kæmi út, en hún kom
ekki, svo ég ákvað að fara
inn. Dyrnar voru opnar eins
og herra Dixon hafði sagt og
svo skeði allt eins og ég var
búin að segja þér. Það var
bara að þegar ég hafði hringt
og var farin niður aftur,
þá . . .“
„Þá hvað?“ spurði Moraine
þegar hún snarþagnaði og
reyndi að halda aftur af ekk
anum sem var í rödd hennar.
„Þá sá ég pabba“, sagði
hún.
„Hvar var hann?“ spurði
Moraine.
Gamli maðurinn reis virðu
lega á fætur.
„Ég skal segja frá því“,
sagði hann.
Moraine leit á hann. Rödd
mannsins var lífvana en samt
fannst honum þetta einhvem
tímann hafa verið rödd sem
var vön að segja fyrir verk-
um%
„Ég var þar“, sagði hann.
„Hvar?“ spurði Moraine.
„í herberginu, þegar ég
heyrði einhvern koma upp
stigann. Ég fór inn í svefn-
herbergið og ég heyrði hana
vafstra um, kveikja á eld-
spýtum og hringja.
Þér hljótið að skilja hvern
ig mér varð við þegar ég
heyrði að þetta var rödd dótt
ur minnar. Ég vildi ekki að
neitt kæmi fyrir hana, það er
nóg að ég sé stimplaður sem
glæpamaður þó hún sé það
ekki. Það er nóg að ég kikni
undan því“.
Moraine kinkaði kolli. „Töl
uðuð þér við hana?“ spurði
hann.
„Ekki þar. Ég elti hana nið
ur. Ég talaði við hana í garð
inum.“
„Hvað svo?“
„Hún sagði mér að þér vær
uð á leiðinni".
„Hvers vegna myrtuð þér
hann?“ spurði Moraine.
Alton Rice leit í augu hans.
„Ég myrti hann ekki“,
sagði hann.
„Til hvers komuð þér þá?“
„Ég vildi láta hann hreinsa
mannorð mitt. Hann gat ljóstr
að því upp að ég hefði verið
saklaus, maðurinn sem vann
fyrir hann við falsanirnar er
dáinn og Dixon gat séð svo
um að það snerti hann ekki“.
„Hvernig kom yður til hug
ar að hann myndi gera slíkt
af fúsum vilja?“
„Mér kom það aldrei tii
hugar, ég ætlaði að neyða
hann til þess“.
„Hvernig?’’
„Ég hef ýmislegt f poka-
horninu“.
„Svo þér hafið ætlað hóta
honum að ljóstra upp um
hann ef hann færi ekki að
vilja yðar?“
„Þá má orða það svo“.
„Hvenær komuð þér þang-
að?“
„Rétt áður en Natalie kom
inn“.
Sam Moraine leit á Natalie
sem stóð við hlið hans.
„Þessu trúir enginn kvik-
dómur“, sagði hann.
Ilún kinkaði þegjandi kolli.
„Það fer aldrei fyrir neinn
kviðdóm“, sagði Alton Rice
virðulega. „Ég játa morðið á
mig áður en það verður".
„En þér eruð saklaus á£
því?“ spurði Moraine.
„Já, hann var látinn þegar
ég kom þangað“.
„Hvað gerðuð þér?“
Alton Rice leit undan. „Ég
stal skjölum", sagði hann.
Hvað?“
Ég stal skjölum". i-
Alþýðuþlaðið — 4. okt. 1960