Alþýðublaðið - 03.11.1960, Qupperneq 3
Elisabethville, 2. nóv.
(NTB—AFP—REUTER).
Fimin Afríkumenn voru
drepnir og fimmtán særðir við
óeirðir og rán í bænum Kol-
wezi, um 400 km. fyrir norð-
vestan Elisabethville, höfuð-
stað Katanga, segir AFP. —
Búðir rændar og kveikt í hús-
um. í morgun réðist þarna inn
2. nóvember 1960.
Tokíó, 2. nóv.
(NTB—REUTÉR).
Otoya Yamaguchi, drengur-
inn 17 ára, sem myrti sósíalista
foringjann Asanuma 12. októ-
ber sl. hengdi sig í fangelsinu
í kvöld, segir lögreglan. Yama-
guchi framdi sjálfsmorðið í
skrifstofum unglingaréttarins,
en þar skyldi hann koma fyrir
rétt.
lögreglulið frá Katanga, en án
þess að hefja skothríð. Síðar
kom til nýrra óeirða og voru
þrír Balubamenn drepnir í
þeim. Aðrir uppreisnarmenn
flúðu þá og gátu íbúar borgar-
innar snúið aftur til heimila
sinna í kvöld. Lögreglan stend-
ur vörð á götunum. Innanríkis-
ráðherra Katanga, Muntgo, —
heimsótti Kolwesi í dag og var
þar þá allt með kyrrum kjör-
um.
Ðayal, fulltrúi Hammar- i
skjölds í Kongó, flýgur í kvöld
eða á morgun til New York til
að vera viðstaddur, er fram-
kvæmdastjórinn leggur fram
næstu Kongó-skýrslu sína fyr-
ir öryggisráðið. Er búizt við,
að hann muni einnig ræða
spurninguna um, hvort mála-
miðlunarnefnd frá SÞ skuli
fara til Kongó. Leiðtogar Kongó
manna hafa harðlega mótmælt
skipun slíkrar nefndar og hef-
ur Mobutu ofursti hótað að
skipta sér ekkert af henni, og
Justin Bomboko, formaður
stjórnarnefndarinnar, hefur
haldið því fram, að hún muni
aðeins þjóna hagsmunum eins
manns, og er enginn vafi á, að
þar átti hann við Lumumba.
OFUM IKES
Kennedy herjar
New York og Los Angeles,
2. nóv. (NTB-Reuter).
EISENHOWER, forseti, og
Nixon, vara-forseti, sem hefur
hug á að verða eftirmaður Ikes
í Hvíta húsinu, köstuðu sér í
dag af fullum krafti út í kosn-
ingahríðina í New York í von
um að geta snúið „stemmningu“
almennings frá Kennedy. for-
setaefni demókrata.
Á 50.000 manna útifundi í
Westburi á Long Island sagði
Eisenhower, að Nixon og vara-
forsetaefnið Cabot Lodge væru
pS nPn Invti bezt til Forustu
tórflóð
Pódalnum
Rovigo, 2. nóv.
(NTB—REUTER).
Slökkviliðs- og hermenn
strituðu við það í dag að byggja
nýjar stíflur fyrir vatnið í Pó-
fljótinu, sem í gær braut gat í
hina stóru stíflu við Rovigo og
flæddi yfir eitt þéttbýlasta og
frjósamasta landssvæði á Ítalíu,
Ekki
klám
London, 2. nóv.
(NTB—REUTER).
Hin fræga bók „Elsk-
hugi lafði Chatterleys“
eftir D. H. Lawrence er
ekki klám. Þetta var niður
staða réttarins í dag eftir
eitthvert umtalaðasta-
klámmál Breta. Það tók
kviðdóminn, 9 kárla og 3
konur, þrjá tíma að kom-
ast að niðurstöðu. Fagn-
aðarlæti urðu í réttar-
salnum, er dómurinn var
upp kveðinn.
wMwmwMiwnmwwMMW
Vatnið flæddi í dag með ofsa-
hraða gegnum 15 metra breitt
gat í stíflunni.
Þúsundir bænda og fjöl-
skyldna þeirra eru á flótta und-
an flóðinu. 'Vinnukraftur frá
Rovigo, Ferrara, Bologna og
fleiri borgum hefur verið kall-
aður út og er beitt öllum ný-
tízku vinnutækjum við störfin
við að byggja nýjar stíflur yfir
fljótið, sem æðir yfir eyjuna
Ariano, sem liggur milli tveggja
kvíslna Pófljótsins.
fallnir fyrir Bandaríkjamenn,
fram, að hann hefði á síðustu
tíu dögum fundið tl þess, að
„stemmingin11 hefði snúizt
með sér og það mundi verða
mikili sigur fyrir hinn frjálsa
heim. ef það viðhorf héldist til
kjördags.
Síðar í dag ætluðu þeir Eis-
enhower og Nixon að aka upp
eftir Broadway í von um að
geta fengið eins innilegar mót-
tökur og Kennedy hlaut á þeim
stað í fyrri viku. — Engmn
efi er á því, að Kennedy er á
undan í New York-borg, en
stuðningur við hann er ekki
eins víðtækur í uppsveitum rik
isins. Flestir telja þó, að Kenn
edy nái meirihluta í ríkinu og
þess vegna alla 45 kjörmennina
— en þeir eru langflestir kjör-
manna úr ríkjunum.
Allt bendir til, að Nixon þurfi
alla þá aðstoð, sem hann getur
fengið, og ef til vill meira, ef
hann á að tryggja sér þrjú lykil
ríkin: New York. Pennsylvania
og Kalifornia, en hin síðar-
nefndu hafa 32 kjörmenn hvort.,
Sá, sem vinnur öll þessi ríki, er
svo til öruggur um sigur.
Tímaritin Time, Newesweek
og U. S. News anid1 World Re-
port spá öll Kennedy sigri á
grundvelli rannsókna ,sem tíma
rit þessi hafa sjálf gert.
AFP hendir á, að þessi hró-
un mála hafi leitt til þess, að
Nixon hafi sleppt af sér síð-
ustu hömlunum í umtali sínu
um að vera lygara. afvegaleidd
um andstæðing sinn. í gær-
kvöldi sakaði hann Kennedy
EISENHOWER
an og barnalegn ungan mann.
„Hvíta húsið á ekki að vera
barnagarður fyrir unga stjórn-
málamenn“, sagði hann.
Kennedy er nú í Kaliforniu,
f-ie,tmaríki Nlixons, iþatr sem
hann er talinn hafa mikla mögu
leika á sigri. Á þeim sex dögum,
sem eftir eru til kosninga, mun
Kemiedy halda ræður í 16 ríkj
um.
Eisenhower mun fyrir sitt
leyti halda ræður fyrir Nixon
í Ohio og Pennsylvania til að
reyna að vinna þau ríki fyrir
repúblikana.
De Gaulle
heldur tölu
París, 2. nóv.
(NTB—REUTER)
De Gaulle, forseti, tilkynnti
Debré, forsætisráðherra í dag
um aðalatriðin í útvarps- og
sjónvarpsræðu þeirri, er hann
hyggst halda á föstudag. Ekki
er talið, að hann munl koma
fram með neinar athyglisverð-
ar, nýjar tillögur. Hins vegar er
talið, að hann muni hvetja öfga
menn innan hersins og meðal
borgara til að sýna meiri hóf-
semi. .........
NIXON
m. a. gætu þeir betur en nokkr
ir aðrir varðveitt friðinn og
lyft byrðum vígbúnaðarkapp-
hlaupsins af herðum almenn-
ings. Hann kvaðst kominn til
að tala fyrir Nixon í New York,
þar eð hann hefði áhyggjur af
framtíð Bandaríkjanna,
í sinni ræðu hélt Nixon því
Mirropoulos
látinn
Milano, 2. nóv
(NTB—REUTER).
Hinn heimsfrægi hljómsveit-
arstjóri og tónskáld Dimitri
Mitropoulos lézt í dag af hjarta
slagi á æfingu með óperuhljóm
sveitinni. Hann varð 64 ára
gamall, fæddur í Grikklandi,
en dvaldist lengst af í Banda-
ríkjunum, sem stjórnandi sym-
fóníuhljómsveitarinnar i Minne
apolis frá 1937, og fílharmoní-
unnar í New York síðan 1951.
Enn einn flæktur
í njósnamálið
(NTB—AFP).
FjórSi maðurinn befur ver-
ið handtekinn í sambandi við
njósnamálið, sem jafnaðar-
mannaþingmaðurinn — Alfred
Frenzel er flæktur í, segir vest-
ur-þýzka dómsmálaráðuneytið
í dag. Auk Frenzels og tveggja
Tékka, sem handteknir voru á
flugvellinum í Bonn-Wahn, er
einnig fjórði maðurinn í haldi
hjá lögreglunni, en ekki verður
látið uppi, hver hann er, fyrr
en dómsyfirvöldunum finnst
það hentugt.
Áður hefur lögreglan borið
á móti fregnum um, að annar
Þjóðverji hafi verið handtek-
inn vegna máls þessa. Er álitið,
að lögreglan gruni enn einn,
sem hún vilji ekki enn taka til
fanga vegna rannsóknar máls-
ins.
Meðal leyndarmála, sem talið
er, að Frenzel hafi látið Tékk-
um í té, eru upplýsingar um
eldflaugamál 'Vestur-Þjóðverja,
segja heimildir, sem nærri
standa Bonnstjórninni. Sömu
heimildir telja, að Frenzel hafi
látið í té upplýsingar um flota-
mál og leynilegar viðbætur við
landvama-fjárlögin, en viðbæt-
ur þessar voru fyrst og fremst
vegna vestur-þýzka hersins og
eldflauga.
Alþýðublaðið
3. nóv. 1960 3