Alþýðublaðið - 03.11.1960, Page 14
KENNEDY
Framhald af 13. síðu.
Fergusonsund til að vera á
verði ef bátur kæmi_ Bið hans
varð líka árangurslaus.
Er Ross kom til baka, á-
kvað Kennedy að þeir skyidu
fara til eyjar þar skammt frá.
nær Fergusonsundi. Sjáifur
synti hann með McMahon í
togi, hinir níu höíðu viðar-
hjálkana sér til stuðnings.
ÍÞeir voru þrjár klukkustundir
á leiðinni. Þorstinn kvaldi þá
meira en allt annað, enda
Qröfðu þeir ekki smakkað vatns
dropa sólarhringum saman, en
drukkið drjúgum sjó á svamli
sínu um hafið. Á nýju eyjunnf
var gnægð kókospálma og þeir
Qcöstuðu sér yfir þá. Kennedy
og McMahon urðu veikir af
drykknum og hinir fóru þá
sparlegar með hann. Um nótt
ina rigndi og þeir reyndu að
drekka af laufblöðunum, en
sér til mikillar hrellingar sáu
þeir, að allur gróður var þarna
ataður fuglaldriti. Þeir skírðu
eyjuna Fuglaey.
Á fjórða degi voru menn-
irnir ærið langt niðri. McGui-
re var með talnaband og þeir
báðu hann að biðja fyrir þeim.
,,Ég skal sjá um ykkur.“ sagði
hann alvarlega.
Kennedy neitaði að gefa
upp alla von. Hann bað Ross
áð synda með sér til eyjar þar
skamrnt frá. Þeir fóru þangað,
iTundu dós með japönsku sæl-
gæti, vatnskút og eins manns
liát, sem innfæddir höfðu skil
ið eftir. Um kvöldið fór Ken-
nedy í bátnum út á Fergunson
sundið, en enginn hraðbátur
iét sjá sig, svo hann fórdil
Fuglaeyju og gaf félögum sín
'Uixi'vatnssopa úr birgðum Jap
ana. Síðan sneri hann aftur til
'ftoss. en á leiðinni hvessti og
foátnum hvolfdi. Nokkrir inn-
fæddir voru þarna á ferli og
ibjörguðu honum og fóru með
thann til Ross. Þar sýndu þeir
þeim hvar tvegga manna bát-
ur var falinn og Kennedy
sendi skilaboð skrifuð inn í
Kókoshnot og fékk þá til að.
fara með þau til Rendova, þar
sem Bandaríkjamenn höfðu
litla eftirlitsstöð. Hinir inn-
fæddu virtust skilja við hvað
hann étti og reru rösklega
tburt. Um kvöldið fóru Kenne-
dy og Röss út á Fergusonsund
ið og bátnum hvolfdi innan
nkamms undir þeim. Þeim
tókst þó að halda sér á floti
og reyndu að ná landi þrátt
fyrir ósjó. Á þessu gekk í tvo
tíma. Allt í einu heyrðu þeir
ógurlegan dyn, brimhljóð á
i ifi. Þeir gátu ekkert að gert
og þeyttust á land upp. Illa
særðir en ekki hættulega
skreiddust þeir á fætur, gengu
upp á rifið og sofnuðu strax.
Þeir vöknuðu er fjórir inn-
fæddir kölluðu til þeirra. Einn
þeirra talaði ágæta ensku: „Ég
er með bréf til yðar,“ sagði
hann. Kennedy opnaði bréfið.
Það var frá nýsjálenzkum for
ingja á Georgia-eyju og bað
hann þá að koma tii sín með
hinum innfæddu. Allir tókust
í hendur og Kennedy og Ross
fóru með þeim innfæddu til
Fuglaeyjar. McMahon var illa
haM’inn og Ross var allur bólg
inn og blár eftir strandið. Þeg
ar í stað hélt Kennedy af stað
til Georgiaeyjar með hinum
innfæddu. Þeir breiddu pálma
greinar yfir hann í stafni, ef
japanskar flugvélar kæmu
auga á þá.
Hin langa ferð til Georgia
g'ekk vel og þar komst Kenne-
dy í samband við bandaríska
eftirlitsbáta, sem fluttu hann
til Fuglaeyjar þar sem hinir
langþjáðu sjóliðar voru að ör-
magnast.
Þannig lauk þessu ævintýri
mannanna af eítirlitsbát PT
109. Þeir komust allir til beztu
'heilsu, lífsviljinn hafði sigrað.
Og nú er John F. Kennedy
stjórnandi PT 109 forsetaefni
Bandaríkjanna.
Forseta deilur
Framhald af 4. síðu.
únamarkaði i síðustu viku
þeim orðrómi, að hann hyggð
ist fella gengi dollarans ef
liann yrði kosinn forseti.
Hvorugur frambjóðanda
hefur komið fram af þeirri
ábyrgðartilfinningu, sem við
mætti búast af tilvonandi
forseta Bandaríkjanna og
hvorugum hefur tekizt að
afla sér óskoraðst trausts
þjóðarinnar, Eisenhower hef
ur á einhvern dularfullan
hátt orðið vinsælasti maður
meðal þjóðar sinnar, enda
þótt hann sé kannski einn
lítilhæfasti og úrræða-
minnsti forseti Bandaríkj-
anna. Nixon og Kennedy hef
ur ekki tekizt að ná neinum
þvílíkum sess í hugum fjöld
ans, enda þótt báðir séu
taldir langtum hæfari stjórn
endur en hinn aldni forseti.
Þannigerkosið
Framhald af 4. síðu.
tala ensku, þékkja helztu at-
riði stjórnarskrárinnar og í
Suðurríkjunum er þetta not-
að liil þess að hindra,) að
negrar geti neytt kosningar-
réttar síns. Hinir hvítu „ná
allir prófi“, en negrarnir eru
óspart felldir af hinum hvítu
prófdómurum,,
Af öllum þessum ástæðum
er þátttakan í kosningum í
Bandaríkjunum tiltölulcga
lítil. Við síðustu kosningar
voru nokkur ríki, sem náðu
70—80 prósent kosningaþátt
töku, en í mörgum var hún
aðeins 25 prósent og í Missi-
sippi aðeins 22 prósenb I
sumum ríkjum er kosninga-
aldur 18 ár, víðast 21 ár.
Kalf stríð
Framhald af 7. síðu.
vor og dró enga dul á, að
Krústjov hefði spillt honum
með ofsa sínum. En hann
hvatti til nýrra viðræðna, eink
um um afvopnun. Ásökunum
Krústjovs í garð Breta um ný
lendukúgun svaraði hann með
því að benda honum á fulltrúa
hinna mörgu, gömlu, brezku
nýlendna víðs vegar í þing-
sainum, Indlands, Pakistans,
Ceylons, Burma, Malaya og
Ghana, sem búnar væru að
fá frelsi sitt síðan Samemuðu
þjóðirnar vcru stofnaðar, og
spurði, hvort Sovétríkjunum
væri ekki sæmra, heldur en að
vera að saka aðra um nýlendu-
kúgun, að gera hreint fyrir sín
um eigin dyrum og segja, —
hvernig á því stæði, að Austur
Þýzkalandi væri neitað um
sjálfsákvörðunarrétt. Krústj-
ov missti tvisvar sinnum alla
stjórn á sér undir ræðu Mac-
millans, stökk upp úr sæti
sínu, barði í borðið, baðaði út
höndum og hrópaði fram í
fyrir ræðumanninum — á
rússnesku, sem fáir að vísu
skildu. Þótti framkoma hans
við þetta tækifæri ganga
hneyksli næst, og neyddist for
seti þingsins til þess að þagga
niður í honum og gefa honum
áminningu. Það var í fyrsta,
en ekki í síðasta sinn, sem
hann varð að gera það. — Síð-
ar um daginn hittust þeir Mac
millan og Krústjov og ræddust
við utan þings, en Eisenhow-
er fékk Krústjov aldrei að sjá
þær vikur, sem hann var hér,
og mátti þó ætla af ýmsum
ummælum, sem eftir Krústjov
voru höfð, að hann hefði ekki
verið neitt ófús til þess að
hitta Eisenhower, ef hann
sjálfur hefði mátt setja fyrir
því skilyrðin; en sem kunn-
ugt er, hafði Eisenhower þeg-
ar áður en þingið hófst neit-
að að ræða við Krústjov, nema
hann skilaði þeim flugmönn-
um, amerískum, sem skotnir
voru niður af Rússum yfir
Barentshafi í sumar, og síðan
hafa setið í fangelsi austur á
Rússlandi, saklausir af því, að
hafa flogið inn í lofthelgi Sov-
étríkjanna, að því er Banda-
ríkjamenn segja.
Kveðjuorð
Framhald af 2. síðu.
þessa eru svo barnabörnin 18
talsins. Það er fríður hópur.
Ég vil svo að endingu færa
iSveini heitnum beztu þakkir
fyrir störf hans og stuðning
við málefni íslenzkra sjó-
manna, og félags þeirra, Sjó-
mannafélags Reykjaví'kur.
Eiginkonu og börnurn og
barnabörnum bið ég blessun-
ar og sendi þeim mínar beztu
samúðarkveðjur.
Garðar Jónsson.
3.-nóv. 1960 —• Alþýðublaðið
SLYSAVARÐSTOFAN er op-
in alian sólarhringinn. —
Læknavörður fyrir vitjanir
er á sama stað kl. 18—8.
Sími 15030.
Kaup Sala
£ 107,07 107,35
US $ £8,00 38,10
Kanadadollar “9,17 39,27
Dönsk kr. 551,70 553,15
Norsk kr. 533,40 534,80
Sænsk kr. 736,60 738,50
V-þýzkt mark 911,25 913,65
---------------------1
BÆJARBÓKASAFN
REYKJAVÍKUR, sími 12308.
Aðalsafnið, Þingholtsstr. 29a:
Útlán: Opið 2-10, nema laug
ardaga 2-7 og sunnudaga
5-7. Lesstofa: Opin 10-10,
nema laugardaga 10-7 'og
sunnudaga 2-7.
Útibúið Hólmgarði 34: Opið
alla virka daga 5-7.
Útibúið Hofsvallagötu 16: —■
Opið alla virka daga 17,30-
19,30.
Félag austfirzkra kvenna í
Reykjavík heldur bazar í
Góðtemplarahúsinu 8. nóv.
Félagskonur og aðrir, sem
styrkja vilja bazarinn, vin-
samlegast komi gjöfunum
til Guðbjargar Guðmundsd.
'Nesveg 50, Valborgar Har-
aldsdóttur, Langagerði 22,
Guðrúnar Guðmundsd., Nóa
túni 30, Guðnýjar Kristj-
ánsdóttur, Hofgerði 16, Kop.
og Oddnýar Einarsdóttir,
Blönduhlíð 20.
Grænlandsfarar 1960, athugi-
ið! — Myndasýning er kl
20,30 í kvöld í Tjarnarkaffi
(uppi).
Flugfélag
íslands h..f.:
Millilandaflug:
Hrímfaxi er
væntanlegur
til Rvk kl. 16,
20 í dag frá
K;uh. og Glas-
gow. Flugvél-
in fer til Glas-
gow og Kmh.
kl. 08,30 í
fyrramálið. — Innanlandsfl.:
í dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar, (2 ferðir), Egíls-
staða, Kópaskers, Patreksfj.
Vestmannaeyja og Þórshafn-
ar. — Á morgun er áætlaö að
fljúga til Akureyrar, Fagur-
hólsmýrar, Hornafjarðar, ísa
fjarðar, Kirkjubæjarklaust-
urs og Vestmannaeyja.
Bazar heldur Kvenfélag Há-
teigssóknar 9. nóv. Félags-
konur og aðrir, sem styrkja
vilja bazarinn eru beðin að
koma munum til Ágústu
Jóhannsdóttur, Flókagótu
35, Maríu Hálfdánardóttur,
Barmahlíð 36 og Kristínar
‘Sæmundsdóttur’, Háteigs-
veg 23.
Bræðrafélag Óháða safnaðar-
ins: Félagsvist verður spil
uð í Kirkjubæ í kvöld kl.
8,30.
Æskulýðsfélag Laugarnes-
sóknar: Fundur í kirkju-
kjallaranum kl. 8,30. Guð-
finna Ragnarsdóttir sýnir
skuggamyndir úr ferð sinni
til Sviss. Séra Garðar Svav
arsson.
Spilakvöld Borgfirðingafél.
hefst kl. 21, stundvíslega í
kvöld í Skátaheimilinu. —
Húsið opnað kl. 20,15. Góð
verðlaun. Mætið vel og rétt
stundis.
Kvenfélagið Bylgjan: Fundur
í kvöld kl. 8,30 að Báru-
götu 11. Til skemmtunar:
Bingó. Mætið vel.
Félag Djúpamanna: Aðalfund
ur félagsins verður haldinn
í Breiðfirðingabúð (uppi),
sunnudaginn 6. þ. m. og
hefst kl. 8,30. Að aðalfundi
loknum verður spiluð félags
vist.
Bastnámskeið Húsmæðrafél.
Reykjavíkur byrja miðviku
daginn 9. nóv. kl. 8,30 í
Borgartúni 7. Upplýsingar
í símum 11810 og 15236.
Fimintudagur
3. nóvember:
13,00 „Áfrívakt
inni“. — 14,40
„Við, sem heima
sitjum“. 18.00
Fyrir yngstu
hlustendur na. —
(Gyða Ragnars-
dóttir og Erna
Aradóttir sjá
um tímann). —
20,00 Ungversk
tónlist: Janos
Starker leikur á
ceílo og Otto Herz á píanó. —
20,30 Kvöldvaka: a) Lestur
fornrita: Lárentíusar saga
Kálfssonar; II. (Andrés
Björnsson). b) Ólafur Sigurðs
sson bóndi á Hellulandi flyt-
ur vísnaþátt úr Skagaf. c) Tr.
Tryggvason og félagar syngja
ísl, þjóðlög. d) Inn í Lauga-
felli, ferðaþáttur (Hallgrím-
ur Jónasson kennari). 21.45
ÍAlenzkt mál (Ásgeir Bl.
Magnússon cand. mag.). 22,10
Upplestur: „Eintal við flösk-
una“, smásaga eftir Friðjón
Stefánsson (Rúrik Haraldss.,
leikari). 22,25 Kammertón-
leikar. 23.00 Dagskrárlok.
LAUSN HEILABRJÓTS: