Alþýðublaðið - 12.11.1960, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 12.11.1960, Qupperneq 14
Ræða Guðmundar Framhald af 7. síðu. ismálið þá er ríkisstjórnin, að hlýða fyrirmælum Alþing- is um að reyna að vinna við- urkenningu fyrir málinu út á við. Stjórninni er líka !jós sú hætta, sem vofað hefur yfir ís- lenzkum sjómönnum á hafinu kringum ísland síðan 1. sspt. 1958, og henni er Ijóst, að þessi hætta mun halda áfram, ef ekki tekst að finna lausn á þessari deilu. Ríkisstjórnin telur þá hættu, sem sjómönn- um okkar er búin af þessari deilu og þessum árekstrum, svo mikla og svo alvarlega, að það sé bein skylda hennar að iáta einskis ófreistað ti1 að reyna að eyða þessari hættu og koma í veg fyrir það að hún haldi áfram. Ég heyrði, að Finnbogi R. Valdimarsson taldi það ekki eftir okkar íslenzku sjómönn- um að búa áfram við þessa hættu, sem þeir hafa orðið r.ð búa við nú um alllangan tíma. Ég býst við, að íslenzkir sjó- menn muni veita þessum um- mælum þessa manns nokkia athygli og telja þau ein hin kuldalegustu, sem inælt hafa verið í þeirra garð á Alþingi í síðari tíð. Ástæðan fyrir því, að ríkis- stjórnin leitar samkomulags í þessari deilu við Breta, er einnig sú, að við erum vopn- laus smáþjóð, sem eigum alla okkar tilveru undir því, að lög og réttur fái að ríkja í við skiptum þjóða í milli, en að ofbeldið verði að víkja til hlið ar„Ef við fyrir okkar leyti ger um ekki það, sem með sann- girni verður af okkur krafizt til þess að eyða deilum okkar við aðra, hvernig getum við þá krafizt af öðrum stærri þjóð- um, að þær semji um deilu- málin sín á milli og leysi þau með friðsamiegum hætti? Hermann Jónasson sagði, að það myndi verða stórfelld- ur álitshnekkur fyrir okkur út á við, að við erum að ræða málið við Breta og leita sam- komulags. Mér finnst ummæli hans benda til þess, að hann geri sér litla grein fyrir því, hvernig þetta mál okkar stend ur út á við. Það er að vísu rétt, að það er almennt við- urkennt á alþjóða vettvangi, að íslendingar eigi allt sitt undir fiskveiðum og að íslend ingar eigi bæði siðferðilega og vissan lagalegan rétt til vernd ar sinna fiskimiða. Þetta er viðurkennt og þetta er óum- deilt. En hinu verður ekki neitað, að okkar meðferð á málinu út á við og okkar við- skipti við aðrar þjóðir hefur sætt nokkru ámæli og það frá þjóðum, sem eru okkur mjög vinsamlegar og vilja okkur vel í þessu máli. Við verðum að minnast þess, að þegar við fær um út okkar fiskveiðilögsögu, þá erum við að leggja undir okkar ríki hafsvæði, sem áður var talið almenningseign. Því er haldið fram, af okkar and- stæðingum á alþjóðavettvangi að við förum þarna ekki að lögum. og okkur er boðið að bera það undir alþióðadóm, hvort við förum að lögum eða ekki. Við segjum nei. við för- um að vísu að lögum, byggj- um allt á lagalegum grund- velli, en við viljum ekkí láta alþjðlegan dóm hafa neitt um það að segja, hvort við höfum á réttu að standa eða ekki. Þegar við neitum þessu, þá er lögð á það áherzla af fjölda- mörgum þjóðum, að við reyn- um með viðræðum að finna lausn á málinu, sem við sjálfir getum við unað. Ef við segj- um nei við því líka. verð ég að segja, að vegur íslands út á við á ekki eftir að vaxa á því og hefur ekki vaxið á því, ef íslendingar ætla sér að við hafa slík vinnubrögð í mál- inu. Vegur okkar út á við vex fyrst og fremst á því. að við sýnum fram á (og það höfum við gert) að við erum að verja okkar lífshagsmuni, en höld- um þannig á málinu, að ekki verði sagt annað en að við höfum sýnt fulla sanngirni, fulla lipurð og fullan vilja til að leysa málið. Hitt er annað mál. að okkur ber engin skylda til í þessum viðræðum að ganga inn á ann að en það eitt, sem við telj- um að bezt samrýmist okkar eigin nauðsyn á vernd okkar fiskimiða. Það er enn með öllu óvíst, hver niðurstaðan verður af þeim umræðum, sem farið hafa fram á milli ríkisstjórna íslands og Breta. Ég skal engu um það spá og ekkert um það segja á þessari stundu. Það er von mín, að þær umræður megi leiða til þess, að þessi deila eyðist og það sem allra fyrst. Jafnvel þó ekki tækist svo giftusamlega til að við- Móðir okkar og fósturmóðir GRÓA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Súðavík andaðist í sjúkrahúsf ísafjarðar 10. þ. m. Börn og fósturdætur. ræðurnar leiddu til bess, að deilan eyddist, þá er betur á stað farið en heima setið vegna þess, að með þessum aðgerðum sínum hafa íslend- ingar þó sýnt. að þeir vilja ræða vandamál sín við aðrar þjóðir, en láta sér ekki nægja að berja höfðinu við steininn. Ræða Emils Framhald at 1. síðu. verða varið til útvegsins í sam ráði við forráðamenn hans. í lok ræðu sinnar fór Emil nokkrum orðum um landhelg- isdeiluna, hið nýja ferskfisk- net og fiskirannsóknir, sem hann kvað allt hin mestu hags munamál útyegsins. Gat hann þess, að ákveðið hefði verið að teikna nýtt fiskirannsóknaskip og gera útboðslýsingu á því. Um landhelgismálið sagði Emil þetta: „Það er engum íslendingi, sem aðeins hugsar um íslenzka hagsmuni, hagur í því að deil- an haldi áfram, ef hægt er að leysa hana á þann hátt, að við fáum aðalkröfum okkar og óskum fullnægt. Á það verður að reyna í þessum viðtölum, hvort þetta er hægt eða ekki. Við horfum framan í þær ó- þægilegu staðreyndir, að ef ekkert samkomulag næst, halda Bretar áfram að fiska undir herskipavernd upp að 4 mílna mörkunum, sjómenn okkar eru í stöðugri hættu, — sennilega enn meiri en verið hefur, ef meiri harka hleypur í málið, og síðast en ekki sízt erum við útilokaðir frá eðli- legum skiptum við Breta. .... Ég ætla, að menn séu mér sammála um það, að hér sé til nokkurs að vinna að samkomu lag náist til þess að forðast þessi óþægindi og hættur, ef á þennan hátt er hægt að fá sleg ið föstum þeim megin reglum, sem við erum að berjast fyrir. Hvort þetta samkomulag næst skal ég ekkert fullyrða um á þessu stigi, á þann hátt sem ég tel að við mættum við una, en eigi að síður tel ég sjálfsagt að freista þess og siá hvað hægt er að komast. Mitt skal ég líka segja, að ekki verður gengið að neinum ókjörum, og ekki öðru en því, sem sam- þykkt Alþingis fæst fyrir.“ Þjófarnir Framhald af 16. síðu. heppnaðist ekki, og urðu þeir frá að hverfa. í peningaskápnum var geymt stórfé. Hvorki meira né minna en þrjú hundruð þúsund krónur. Þjófarnir fóru ekki tóm- hentir heim, því stolið var setti af logsuðuspíssum. Þeir héldu síðan inn í rennivélaverkstæð- ið, en ekki hefur enn vitnast, hvort þeir hafi stolið þar nokkru. Íaiigardagur Ríkisskip. Hekla kom til R.- víkur í gær að austan úr hring- ferð. Esja fer frá Rvík kl. 12 á há- degi í dag austur um land í hringferð. Herðu- breið er á Akureyri á vestur- leið. Þyrill fór frá Rvík 10. þ. m. áleiðis til Rotterdam. Herjólfur fer frá Vestmanna- eyjum i dag til Rvíkur. Skipadeild SÍS. Hvassafell fór 10. þ. m. frá Valkom áleiðis til Vent- spils og Lúbeck. Arnarfell er í Gdansk. Jökulfell er í Hull. Dísarfell losar á Austfjarða- höfnum. Litlafell er í olíu- flutningum í Faxaflóa. Helga fell kemur í dag til Rostock frá Riga. Hamrafell fór 7. þ. m. frá Rvík áleiðis til Aruba. Jöklar. Langjökull er í Leningrad. Vatnajökull kom til Amster- dam í gær, fer þaðan til Lon- don og Rotterdam. Hafskip. Laxá fór 10. þ. m. frá Na- poli áleiðis til Pyreus og Pa- tras. Eimskip. Dettifoss fór frá New York 4/11, væntanlegur til Rvíkur í kvöld. Fjallfoss fór frá Great Yarmouth 10/11 til London, Rotterdam, Antwerp en og Hamborgar. Goðafoss kom til Rvíkur 10/11 frá Vest mannaeyjum og Hull. Gull- foss fer frá Khöfn -5/11 til Leith og Rvíkur. Lagarfoss fór frá Hafnarfirði í gær til Keflavíkur og vestur og norð ur um land til Hamborgar. Reykjafoss fór frá Esbjerg í gær til Hamborgar, Rotter- dam, Khafnar, Gdynia og Ro- stock. Selfoss fór frá Ham- borg 4/11 til New York. Tröllafoss kom til Rvíkur 5/11 frá Hull. Tungufoss kom til Rvíkur 7/11 frá Khöfn. Frá Kvenréttindafél. íslands. Fundur verður haldinn þriðjudaginn 15. nóv. kl. 8.30 e. h. í Félagsheimili prentara. Hverfisgötu 21. Fundarefni: Torfi Ásgrímsson hagfræð- ingur heldur erindi um þátt húsmæðra í þjóðarframleiðsl unni. Bazar Kvenfélags Óháða safnaðar ins er sunnudaginn 1.3. növ. Munum ,sé skilað á laugar- dagskvöld eftir kl. 7 og á sunnudag til kl. 12. Brzarinn er opnaður kl. 3. Fjölmenn- ið; margt ágætra muna Konur í Kvenfélagi Fríkirkjusafn aðarins í Reykjavík: Munið fundinn mánudaginn 14. nóv. kl, 8.30 í Iðnó uppi. LAUSN HEILABRJÓTS: Hann hafði verið búinn að setja sykur í kaffið. Flugfélag íslands,, Millilandaflug: ’ Hrímfaxi er |j væntanlegur til Rvíkur kl. 16.20 í dag frá Khöín va. g og Glasgow. í5:%%::::::::::?::?:::::: Flugvélin fer til Oslóar og K.- ffá’fffíÍfSffSW: hafnar kl 18 í kvöld. Væntan- leg aftur til Rvíkur kl. 15.40 á morgun. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils- st?8a, Húsavíkur, ísafjarðar, Sauðárkróas og Vestmarma- eyja. Á morgun er áæliað að fljúga til Akurcyrar og Vest- mannaeyja. Loftleiðir. Leifur Eiríksson er . væn.t- anlegur frá: Helsingfors, K - höfn og Osló, kl. 21.30, fer til New York kl. 23. MESSUR Dómkirkjan: Messa kl. 11. Séra Friðrik Friðriksson, pró fastur í Húsavík. Messa kl. 5. Séra Óskar J. Þorláksson. Barnasamkoma í Tjarnarbíó kl. 11. Séra Óskar J. Þorláks- son. Neskirkja: Barnamessa kl. 10 30 árdegis. Messa kl. 2 síð degis. Séra Jón Thorarensen. Ilallgrímskirkja: Barnasam koma kl. 10. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Messa kl. 11. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Messa kl. 2. Altarisganga. Ræðuefni „Fyrirgefning.“ Séra Jakob Jónsson. Laugarneskirkja: Messa kl. 2 e. h. Barnaguðsþjónusta kl. 10.15 f. h. Séra Garðar Svav- arsson. Bústaðasókn: Messa kl. 2 í Háagerðisskóla. Barnasam- koma kl. 10.30 árd. sama stað. Séra Gunnar Árnason. Háteigssókn: Barnasam- koma í hátíðasal Sjómanna- skólans kl. 10.30 árd. Séra Jón Þorvarðsson. Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 2. Séra Þorsteinn Jólianns son, fyrrv. prófastur. Heim- ilíspresturinn. Fríkirkjan: Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. Kaþólska kirkjan: Lág- messa kl. 8.30. Hámessa og prédikun kl. 10. 13 Óskalög sjúk linga. 14.30 Laugardagslög- in. 15.20 Skák- þáttur. 16.05 Bridgeþáttur. 16.30 Dans- kennsla. 17 Lög unga fólksins. 18 Útvarpssaga barnanna. 18.30 Tómstundaþátt- ur barna og ung ilnga. 20 Ballett- tónlist. 20.30 Leikrit: „Eigi má sköpum renna“, þríleik ur eftir Eugene O’Neill; fyrsti hluti: „Urður.“ Þýð- andi: Árni Guðnason mag- ister. Leikstjóri: Gísli Hall- dórsson. 22.10 „Úr skemmt- analífinu.“ 22.40 Danslög. 14 12. nóv. 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.