Alþýðublaðið - 19.11.1960, Blaðsíða 7
^*WWW*WWrWWWWm**WWWMWWMMWIimwwWMW%WM%HWWVWWWMWWWWWW mmwwwwwWWMHWwwwmmr
STJÖRNMÁLAÁLYKTUN 18. Þ
SUJ
EnNGANGUR
UNGIR jafnaðarmenn aS-
hyllasí hugsjónir jafnaðar-
stefnunnar (sósíalismans)
um frelsi, jafnrétti og
bræðralag og vinna að því að
gera þær að veruleika á ís-
lancli. Til þess að ná því
markmiði telja þeir nauðsyn
Iegt aS afnema auðvalds-
skipulagið (kapítalismann)
og koma á hagkerfi jafnaðar-
stefnunnar í staðinn. Þeir
leggja á það áherzlu, að þær
róttæku breytingar verða að
eiga sér stað á grundvelli
l'aga og þingræðis og telja
einræðisaðferðir kommiín-
ista við framkvæmd sósíal-
isma svik við frelsishugsjón
jafnaðarstefnunnar. Þess
vegna telja ungir jafnaðar-
menn, að lýðræði verði að
rikja í þjóðskipulagi jafnað-
arstefnunnar. Ungir jafnað-
armenn eru þeirrar skoðun-
ar, að sagan hafi leitt það í
ljós, að starfsaðferðir jafnað
armanna séu réttar, en að-
ferðir kommúnjista rangar.
Kúgun alþýðunnar í A-Ev-
rópu. þar sem kommúnistar
hafi reynt að framkvæm'a
sósíalísma á grundvelli ein-
ræðis eiðir í ljós, að hugsjón
ir sósíalismans hafi verið
fótum troðnar um leið og hið
nýja þjóðskipulag hafi verið
innleitt. Hins vegar hafi sú
kenning kommúnista að ekki
værj unnt að framkvæma
sósíalisma án byltingar ver-
ið afsönnuð í ýmsum lönd-
um.
Ungir jafnaðarmenn vilja
minna á, að jafnaðarstefnan
er sprottin upp úr þeim jarð
vegi, er kúgun auðvaldsskipu
lagsins á verkalýðnum skap
aði. I fyrstu kom jafnaðar-
stefnan aðeins fram sem
gagnrýni á ríkjandi hagkcrfi,
en síðan þróaðist sú gagn-
rýni í tillögu um nýtt þjóð-
skipulag. Framltvæmd jafn-
aðarstefnunnar mun færa
þjóðinni þær kjarabætur, er
hún stefnir að.
Hér á landi hefur Alþýðu-
flokkurinn frá upphafi unnið
að framkvæmd jafnaðarstefn
unnar á lýðræðisgrundvelli.
Flokkurinn er myndaður af
verkalýðnum sjálfum og hef
ur alla tíð unnið að hættum
kjö'rum vcrkamanna og ann
arrá launþega, jafnframt því
sém hann hefur unnið að
framkvæmd jafnáðarstefn-
unnar á íslandi. Þess vegna
skipa ungir jafnaðarmenn
sér undir merki Alþýðu-
flokksins.
RÍKI3REKSTUR OG
ÁÆTLUNAMBÚSKAPUR
í fyrstu var þjóðnýting tal
in mikilvægasta úrræðið til
þess að koma á hagkerfi
jafnaðarstefnunnar. Með
þjóðnýtingu atviunutækj-
anna skyldi komið í veg fyrir
arðrán og tekjujöfnuður
tryggður. Enn er þjóðnýting
og ríkisrekstur atvinmi-
tækja eitt af úrræðum jafn-
aðarstefnunnar, en frá því að
tillagan um þjóðnýtingu
kom fyrst fram, hafa komið
fram ýmis önnur úrræði, er
náð geta hinum sömu mark
miðum og þjóðnýtingu cr
ætlað að ná. Þannig má nú
jafna tekjumar í þjóðfélag-
inu með margs konar fjár-
máiaaðgerðum ríkisvaldsins,
svo sem með stighækkandi
sköttum og almannatrygg-
ingum. Ríkisvaldið hcfur
einnig nú á tímum aðstöðu
til þess að hnfa fullkomið
eftirlit með atvinnulífi þjóð-
félagsins og getur tryggt hag
nýtingu atvinnutækjanna
enda þót þau séu ekki til
þjóðnýtt. Af þessum breyttu
aðstæðum leiðir, að þjóðnýt-
ing eða ríkisrekstur er ekki
eins ntkilvægt úrræði til
framkvæmdar jafnaðar-
stefnu og áður. En cngu að
síður telja ungir jafnaðar-
menn, að ríkisrekstur sé
nauðsynlegur við vissar að
stæður. Hér á landi telja
ungir jafnaðarmenn, að rík-
ið eigi að hafa forustu uni
framkvæmdir á sviði stór-
iðju og eiga og reka þau stór
iðjufyrirtæki, er reist vcrða.
Auk þess telja ungir jafnað-
armenn, að hin stærstti og
mikilvægustu atvinnutæki
þjóðarinnar eigi að vera rek
in af hinu opinbera.
Ungir jafnaðarmenn vilja
benda á, að annað höfuðúr-
ræði jafnaðarmanna hefur
frá upphafi verið áætlunar-
búskapur. Þingið telur, að
mikilvægi áætlunarbúskapar
hafi aukizt að sama slcapi
sem nauðsyn ríkisrelcsturs
hefur minnkað. Það er ein-
mitt enn nauðsynlegra fyrir
þjóðfélagið að hafa örugga
heildarstjórn á atvinnulífinu
og skipuleggja atvinnulífið
fram í tímann, ef atvinnú-
fyrirtækin eru flest í einka-
eign, heldur en ef þau væru
þjóðpýtt. Ungir jafrraðar-
menn telja, að einmitt i okk
ar litla og fámenna þjóðfé-
lagi sé brýn nauðsyn á áætl
unarbúskap, end'a hafi skipu
lagsleysi í íslenzkum þjóð-
arbúskap átt ríkan þátt í því
öngþveiti, er lengstum Iiafi
ríkt í efnahagskerfi okkar.
FÉLAGSMÁL
18. þing SUJ telur, að sam
fara áætlunarbúskap og tak- '
mörkuðum ríkisrekstri heri
að leggja mikla áherzu á um
bætur á syið félagsmála.
Þingið fagnar hinum miklu
endurbótum á almannntr.ygg
ingunum, er gerðar voru
undir forustu Alþýðufíokks-
ins og núverandi ríkissijórn
ar á þessu ári og telur þingið
að halda beri áfram á sömu
braut. Þingið vill íterka fyrri
samþykktir um nauðsyn úr-
bóta á sviði húsnæðismála.
Telur þingið að stuðla beri
að því, að allir eigi þess kost
að eignast eigið húsnæði, en
þó verði bæjarfélög að reisa
leiguíbúðir fyrir þá, er ekki
hafi aðstöðu til þess að kaupa
eigin íbúðir, Þingið telur, að
óviðunandii sé með öllu
hvernig nú sé komið fyrir
Byggingasjóði verkamanna.
Byggingafélagi verkamanna
sé nú gersamlega ókleift að
FYRRI
HLUTI
selja verkamönnum íbúðir
með viðráðanleum kjörum
og telur þingið að þörf sé
skójtra úrbóta eigi félagið
að geta gegnt hlutverki sínu.
Skorar 18. þing SUJ á al-
þingi og ríkisstjórn að gera
myndarlegt átak til þess að
bæta verulega hag Bygginga
sjóðs verkamapna. Einnig
skorar þingið á alþingi að
gera nú þegar ráðstafan-
ir til þess að Húsnæðismála-
stofnun ríkisins verði raun-
hæf stofnun, er beiti sér
fyrir aukinni samræmingu
(stöðlun) £ byggingu íbúðar-
husa sv!o sem tíðjk'ast um
alla Evrópu og má fullyrða,
að með raunhæfum aðgerð-
um væri hægt að stórlækka
byggingarkostnað. Þingið tel
ur. að koma ætti á fót bú-
skaparaðstoð, þannig, að hið
opinbera aðstoðaði nýgift
hjón við að stofna heimili og
eignasf húsnæði.
Þingið lýsir yfir fyllsta
stuðningi sinum við skyldu
sparnað og telur að halda
beri honum áfram. Þá telnr
þingið orlof húsmæðra vera
mál, er Alþýðuflokkuriim
eigi að berjast fyrir þar ti!
það mál sé örugglega komið
í höfn.
18. þing SUJ telur, að hið
fyrsta þurfi að endurskipu-
leggja lífeyrissjóði einstakra
starfshópa og stétta þannig
að myndaður verði einn líf-
eyrissjóður, sem allir lands-
menn verið aðílar að. Sjóð-
urinn verði í vörzlu og undir
stjórn Tryggingastofnunar
ríkisins. Þingið bendir í
þessu sambandi á, að sumar
stéttir njóta lífeyrissjóða, en
aðrar ekki. Enn fremur bend
ir þingið á fordæmi Svía,
sem nýlega hafa koniið sér
upp heildarlífeyrisjóði fyrir
alla andsmenn. Þá telur þing
ið brýna nauðsyn á verð-
fryggingu lífeyrissjóða.
ATVINNUMÁL
18. þing SUJ telur, að
nauðsynlegt sé fyrir þjóðina
að staldra við og íhuga í
hvaða atvinnugreinar hún
vilji verja fjármagni sínu
næstu árin. Undanfariðhefur
f járfesting í sjávarútvegi ver
ið gífurlega mikil og þjóð-
inni bætzt myndarlegur
fiskiskipafloti. Þingið telur,
að nú sé tímábært að beina
fjármagninu meira inn á
svið iðnaðar. Úngir jafnaðar-
menn telja, að íslendingar
hafi mikla möguleika til upp-
byggingar iðnaðar í landinu
vegna hinnar miklu vatns-
orku, en þeir vilja Ieggja á-
herzlu á það, 'að gera verði á-
ætlun um framkvæmdir á
því sviði næstu árin. íslend-
ingár verða að gera sér grcin
fyrir hvaða verksmiðjur þeir
vilja reisa við framkvæmd
fyrstu iðnaðaráætlunarinnar
og síðan þarf að hefjast
handa.
18. þing SUJ telur, að áður
en frekari f járfesting eigi sér
stað í sjávarútveginum, þurfi
að fara fram allsherjarrann-
sókn á skipulagi og hag-
kvæmni á sviði sjávarútvegs
ins. Vitað er, að mikið skipu
lagsleysi ríkir á vissum svið-
um sjávarútvegsins og því sé
nauðsynlegt að koma þar
fram úrbótum. Þingið telur
að hagnýta þurfi betur frysti
húsakost landsmanna og
fiskiskipaflota. í sambandi
við þá endurskipulagningu,
sem þar er nauðsynleg verð-
ur öllu jöfnu að beita úrræð-
um ríkisreksturs, bæjarrekst
urs, samvinnureksturs og
einkareksturs, Þingið telur,
að reynslan hafitvíjnælalaust
leitt í Ijós, að hagkvæmt sé
að refca saman fiskiskip og
fiskvinnslustöðvar og því
berj að vinna að því að koma
slíkum fyrirtækjum á sem
víðast og ættu bæjarfélögin
sem víðast að hafa forgöngu
um stofnun slíkra fyrirtækja
og sjálf að reka slík fyrir-
tæki, þar sem slíkt þykir
henta. Enn fremur telur þing
ið að rikið ætti að eiga og
reka nokkra togara til at-
vinnujöfnunar.
IÐNAÐARMÁL
1. Þing SUJ telur sjálf-
sagt, að leitað verði eftir er-
lendu fjármagni í stóriðnað
hér á landi. Tryggja vcrður
í því sambandi, að hin er-
lendu fjármagnsítök verði
ekki of sterk á hverjum tím'a.
Að ákveðnum tíma ltðnum
verði hin erlendu eignarítök
eign islenzka ríkisins. Telur
þingið það atriði höfuðskil-
yrði. — Jafnframt þessu
yerði sett upp uppbyggingar-
áætíun stóriðnaðarins. er nái
yfir nokkur ár í senn. Þingið
telur eðlilegt, að fetað vciði
í fótspor Norðmanna í þess-
um málum eftir því sem á-
síæða er til.
2, 18. þíng SUJ ályktar að
efla faeri íslenzka skipasmíði
með auknu lánsfé til cndur-
nýjunar á véLakosti og allri
aðstöðu skípasmíðastöðv-
ann'a svo og með auknu láns-
fé til nýbygginga svo skipa-
smíðastöðvunum sé mögu-
Iegt að hefja nýbyggingu án
þess að sala fari fram fyrir-
fram. E/nnig telur þingið að
lækka þurfi tolla á efniviði
til iðnaðarins. Enn íreniur á-
lyktar þingið að stefna beri
að bví að stöðva innflutning
fiskiskipa þar sem hægt er
að framleiða þá innanlands
sambærilega að gæðum og
verðmæti.
VERÐLAG SEFTIRLIT
18. þing SUJ ítrekar fyrri
samþykkúr um nauðsyn öfl-
ugs verðlagseftirlits. Þingið
fagnar því, að núverandi rík
isstjórn skyldi halda verð-
Iagseftirliti við þær ráðstaf-
anir í efnahagsmálum, er
gerðar voru á þessu ári, Tel-
ur þingið, að reynslan í sam
bandi við gengislækkunina
1950 hafi leitt í Ijós, að öfl-
ugt verðlagseftirlit er ein-
mitt nauðsynlegt þegar
genginu er breytt. Þingið tel
ur þó, að róttæk endurskofi-
un á framkvæmd verðlags-
eftirlitsins þurfi að fara
fram, þar eð mikið skorti á
að það fylgist nægilega vel
með vöruverði og verðlagn-
ingu, Þingið íelur, að ekki
komi til mála að rýmka á-
lagningu í verzluninni. Vill
þingið í því sambandi benda
strax á, að launþegar hafi
orðiS að iaka á sig nokkra
kjaraskerSingu vcgna þeirra
ráSstafana í efnahagsmálum,
er nauðsynlegt var að gera
og því sé ekki nema sann-
gjarnt að verzlun og annar
atvinnurekstur taki á sig
hluta byrðanna.
HHHtUHHHtHtMMHHMHHHHtHHHHHWHHHI HHHHMHMHtHHMMHHMMtMHWtMMM<HMWMHtHMWMtHHWtHHH<HHMMMHHMMM>l»
Alþýðublaðið — 19. nóy. 1960 ^