Alþýðublaðið - 23.11.1960, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 23.11.1960, Qupperneq 9
is fjög- ur, upp um var r klefa ma fyr- . Báðir ;ttu leið ;ur kom árs af- dvald- ?að var , Þegar nnt, að ð breytt lsi, átti að trúa 11 dagar ;kur það nn tíma kkru. — ekki um ; fyrr en fréttum nú berj- því að itt. Hinn 5ingi hef na verð- [. — Eg n, sagði rýtin til- ið mann, im lífið fði ekki ið svara nönnum. sið biðu unnusta. sig, tójk unnustu arminn, ana, sem lu. Þau æða um. Spjallað við Oldu um bíó og pólitík VIÐ höfðum um skeið skriðið á fjórum fótum um víðáttur stofunnar hjá ömmu, ekið bílum upp og niður stóla, flækt okk- ur í blómunum og rispað útvarpið. Við höfðum hlegið okkur máttlaus yf- ir dásemdum þess heims, sem ekki er af þessum heimi en rúmast samt í lítilli stofu, sem er böð- uð síðdegissól í nóvember. Við höfðum líka borðað dálítið af gotti, ópalið festist í tönnunum og ilm- ur þess var stækur í vit- unum, — og sunnudagur- inn leið inn í dularfullt rökkur. — Ertu kommónisti? spurði hún og klifraði upp á hnéið á mér þar sem ég sat og var að ráða kross gátuna í Morgunblaðinu. — Ja, mér þykir þú al- deilis fróð í pólitíkinni, sagði ég. Hvar hefur þú heyrt minnst á kommún- ista? — Hann Siggi, svaraði hún og þar við sat. — Heldurðu maður þurfi að vera kommúnisti þótt maður ráði krossgátuna í Morgunblaðinu? sagði ég. Hún gafst upp á stjórn- málaviðræðum og snéri sér að krossgátunni. — Mamma gerir oft svona, hún er voðafljót. — Eg er nú líka fljót- ur, svaraði ég svolítið særður. Það er nú ekki lengi verið að ráða sunnu- dagskrossgáturnar í Mogg anum. — Mamma er voðafljót, ítrekaði hún og fékk sér meira ópal. — Eg fór í vinnuna til pabba í morgun, það er voðafínt, það er voðafínt hjá pabba, voðafínt. — Þú ert ekkert óá- naegð með familíuna, sagði ég. — Og afi á voðafínan bíltúr. — Hvað heldurðu að það sé fínn bíltúr, bara Volkswagen. — Hann er voðafínn. Lýsingarorðið „voða- fínn“ var auðheyrilega nýtilkomið í orðaforða frænku minnar. — Sótti afi þig í bíltúr- inn í morgun? spurði ég vitandi, að ekkert þótti þessari ungfrú dýrlegra umræðuefni en bílar og öll sú æsing, er þeim fylgir. —Nei, pabbi og mamma og Systa og ég komum: í voðasætum strætó ,svaraði hún með andköfum. — Hvernig var sann sætur? — Hann var góður. — Var hann með rauð- um stólum? — Já, svaraði hún fagn andi. Rauðum stólum, voðafínum. — Hvað gerðuð þið svo? Eg var úrkula vonar um að geta lokið við kross- gátuna. — Við Hrafnhildur fór- um á bíó, Systa fór með ömmu, svaraði hún hróð- ug. — Fórst þú ekki líka með ömmu? — Nei, við Hrafnhildur fórum. — Voruð þið ekki í sama bió og Systa og amma? — Jú, það þurfti eng- inn að fara með mér. — Var gaman á bíóinu? — Voðagaman, það var góð kona, sem datt í sjó- inn. Og það var snjór oní sjónum. Hún var voða- góð. — Af hverju varhún að detta í sjóinn. — Karlinn hennar kast- aði henni. — Það hefur verið ljóti karlinn. — Hann var lítill, og voða ljótur. Hann var voða vondur. Góða konan fór að gráta. — Það skal mig ekki furða, ef hann hefur kast- að henni í sjóinn; sem þar að auki var fullur af snjó. — Hann var svo voða- vondur. Og hún var voða- sæt. — Var ekki fleira á bió en þessi fjölskylduharm- leikur? — Jú, krakkarnir sungu og hoppuðu og voru voða- kát. Það var voðagaman. Karlinn var vondur. — Ösköp var það leiðin legt, Það er miklu skemmti legra á bíó ef allir eru góðir. — Á morgun verður hann góður við hana. — Heldurðu að hann verði ekki alveg jafnvond- ur við konuna sína á morgun? — Hann verður voða- góður við hana á morgun, svo hún fari ekki að gráta, sagði frænka mín af þeirri vonglöðu alvöru, sem er svo algeng á því aldurs- skeiði er mannkindin á allt undir góðleik og um- hyggju annarra. Eiginlega var ekki meira að segja, hin einfalda lausn var fundin á krossgátu mannlegra samskipta. Eg og hún frænka mín fórum að velta fyrir okkur hvort kvöldmatur væri ekki á næstu grösum. Áhugamál okkar fóru saman í und- arlega mörgum sviðum, enda þótt hennar aldur þyrfti að margfalda með tíu til að minn kæmi út, eins og segir í verðlauna- gátunum. Tannlœknar og lyfjafrœðingar Fjölbreytt úrval af hvítum sloppum. Fallegt snið. — Gott verð. Vinnufatabúðin, Laugavegi 76. Sfakar buxur mikið úrval Drengjabuxur dökkar og misl. SKYRTUR — BINDI Mifflsblussur margar teg. Vinnuföf allar teg. og stærðir SOKKAR — NÆRFÖT Verzlið tímanlega fyrir jólin ! Verzlunin Stakkur Laugavegi 99. obbbbbbbbbbbbLúbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb Amerísku kúluhúnarnir (Weslock) fást nú aftur í fjölbreyttu úrvali. vggingavörur Sími 35697 Lougaveg 178 bbb b b b b b b b b b b b __b SAMTÍNIN6UR AÐ sögn E. E. Hedblom, heilbrigðisráðunauts Ban- daríkjaflota á Suður- skautslandinu, fer helm- ingur bandarískra sjóliða á Suðurskauti þangað til þess að flýja frá kvenfólki. Hann sagði ennfremur, að hin óstýriláfu náttúru- öfl og einangrun manna á þessum slóðum gerðu það að verkum, að það reyndi sjö sinnum meir á taugar þeirra en annarra sjóliða. Kvef sagði hann vera nær óþekkt fyrirbæri þar. —■ Sérstaklega útbúnir ,snjó- speglar1 hafa svo til út- rýmt snjóblindu. (UPI). ÞARFASTI þjónn manns- ins á jörðu niðri er auð- vitað hesturinn, en í geimnum taka mýs og ap- ar að öllum líkindum við því heiðursstarfi. I Hinar margeftirspurðu veggflísar komnar. — Fjölbreytt litaúrval. Verð frá kr. 185,00 ferm. Einnig fyrirliggjandi mosaik og glerull í mottum. FALUR H.F. Afgreiðsla — Grett-isgötu 32 — Sími 36412 Alþýðublaðið — 23. nóv. 1960 ^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.