Alþýðublaðið - 30.11.1960, Síða 5
Tvær nýjar
Loga-bækur
ICennsla í sjó-
vinnubrögðum
Frystivélar
Framhald af 16. síðu.
kaupa heldur togara með slíka
möguleika til frystingar um
borð, heldur en hina stóru og
dýru verksmiðjutogara, er enn
væru á tilraunastigi, Sturlaug-
ur sagði, að ýmsar þjóðir hefðu
sett frystivélar í togara sína,
af svipaðri stærð og hina 1000
lesta togara okkar og hefði það
reynzt vel. Grikkir eiga nú 14
slíka togara og Rússar eru að
byrja að setia slíkar frystivélar
í sína togara.
Fiskurinn er heilfrystur um
borð en siðan þýddur upp í
íandi og reyktur eða frystur
aftur eftir flökun. Þykir fiskur-
inn þannig mun betra hráefni
en ísvarinn fiskur.
KOSTAR 10—12 MILLJÓNIR
Alþýðublaðið spurði Stur-
laug, hvort ætlunin væri að
setja frystivélar í Víkinginn og
aðra 1000 lesta togara hér.
Hann sagði, að ekkert hefði
verið ákveðið um það enn.
Hins vegar hefði verið gert ráð
fyrir þeim möguleika strax í
upphafi og þetta væri unnt að
gera hvenær sem fjármagn
væri fyrir hendi. Mun það kosta
10—12 milljónir að gera slíka
breytingu á togurunum. Er
mestur hluti kostnaðarins fólg-
inn í verði frystivélanna en þær
kosta um 7 millj. kr
Sturlaugur sagði, að mikil
eftirspurn væri eftir heilfryst-
um fiski í Bretlandi og mund-
um við geta selt fisk okkar þar
auðveldlega, ef farið væri út
í það að setja frystivélar í tog-
ai'ana.
SJOVINNUNEFND Æsku-
iýðsráðs Reykjavíkur hefur á-
kveðið að hefja kennslu í sjó
vinnubrögðum fyrir pilta 13
ára og eldri, n.k. mánudag
5. des., í félagsheimili Ár-
manns við Sigtún. í vetur
munu námskeiðin standa í þrjá
mánuði.
Kennt verður { byrjenda-
flokkum og framhaldsflokk-
um, en í þeim verða piltar,
sem áður hafa verið á nám
skeiðum Æ. R., og óska eftir
víðtækara námi. í byrjenda-
flokkum verður kennt m. a.
hnútar, vinna við tóg, að
þekkja á áttavita, setja upp
línu, fræðslu um meðferð og
aðgerð á fiski, hjálp í viðlög
um, kynnt helztu fiskimið,
netjabæting og hnýting, farn
ar ferðir í fiskvinnslustöðvar
og um borð í skip. Þá verða
einnig fx*æðslu og skemmti
fundir.
í framhaldsflokkum verður,
auk þess, sem farið verður yF1
ir fyrri atriði, kennd vírsplæs
ing, sýnikennsla f sambandi
við vélar og leiðbeiningar um
siglingu skipa. Kennarar í vet
xxr verða Hörður Þorsteinsson,
Ásgrímur Björnsson, Einar
Guðmundsson og Guðmundur
Pétursson.
í fyrra stunduðu nálega 100
drengir þessi námskeið, og full
ur þriðjungur þeirra sótti sjó
á s. 1. sumri með góðum ár-
angri. Innritun fer fram þessa
viku daglega að Lindargötu
RO, frá kl. 2—4 e. h. og 7,30
—9 e. h.
Þátttökugjald er kr. 50. í
vor munu svo fara fram róðr
aræfingar og nefndin mun að
stoða við ráðningar piltanna
á fiskiskip.
FRÆÐSLURAÐ barna-
skóla Hafnarfjarðar kom
saman til fundar sl. laug-
ardag, til að ræða á hvern
hátt skólinn gætr bezt
heiðrað Friðrik Bjarna-
son, tónskáld, sem varð
áttræður 27. nóvember sl.
Hann var söngkennari
barnaskólans í 37 ár og
þar urðu mörg laga hans
til.
Ákveðið var að stofnað *
ur skyldi barnakór vrð
skólann, sem bæri nafn
Friðriks. Sett verður sér-
stök reglugerð fyrir kór-
inn, sem mun æfður utan
liins lögbundna söng-
kennslutínxa skólans.
Myndin sýnir börnin,
sem heimsóttu Friðrrk og
Guðlaugu Pétursdóttur,
konu hans, að Sólvangi á
afmælisdegi tónskáldsins.
Börnin sungu fyrir Frið-
rik og þar var kórinn
formlega stofnaður.
Fremst á myndrnni eru
þau hjónin Friðrik og
Guðlaug. — Söngkennarí
barnanna, Jón Ásgeirs
son, er til hægri og Þor-
geir Ibsen, skólastjóri til
vinstri á myndinni.
(Ljósm.:Sig. S. Guðrn.).
BÓKAÚTBAFAN Logi í
Kópavogi hefúr sent frá sér
tvær nýjar bækur. Önnur
þeirra nefnist Samsæri þagn-
arinnar eftir Peter Eton og
James Leasor. Þetta er saga
af tveimur földum fjársjóðum,
stærstu fjársjóðum styrjaldar
innar. Þýzkir hermenn komu.
að júgóslavneskri bifreið. hlað
inni gullstöngum í innrásinni
1941. Þessi tilviljun breytti
lífi þeirra allra os í kjölfarið
fylgdu ofbeldisverk, ótti og
dauði. Hinn fjársjóðurinn,
sem bókin segir frá, er ráns
fengur Rommels, sem . sökkt
var í sæ í því skyni að finna
hann aftur. Báðir sjóðirnir eru
ófundnir, en Samsæri þagnar
innar segir frá mörgu dular
fullu varðandi leitina að þem.
Bókn er 213 bls. Andrés Kx*ist
jánsson íslenzkði.
Hin bókin nefnist Ðoktov
Han — Kínverski kvenlæknir
inn eftir Han Suyin í þýðingui
Ragnheiðar Árnadóttur. Hér er
um að ræða ástarsögu, eftir
höfund hinnar þekktu bókar
Destination Chung-king. Hún
gerist í Hong-kong og Kína og
bregður upp mynd af hinu
nýja ríki, þar sem byltingixx
skapar einstaklingum með ó-
lík sjónarmið og viðhorf marg
vísleg vandamál. í því um-
hverfi gerist brennandi ástar
saga kínverska kvenlæknisins,
Han Suyin, sem sjálf segir
söguna, og brezka blaðmanns
ins Mark Elliott.
Báðar þessar Loga-bækur
er.u prentaðar í Alþýðuprent-
srniðjunr.i og er frágangur
þeirra mjög snotur.
Frumvarp til
ábúðarlaga
FRUMVARP til ábúðarlaga
var lagt fram á alþingi í gær,
flutt af landbúnaðarnefnd
Neðri deildar. Frumvarp þetta
er í 10 köflum, sem skiptast
í 56 greinar.
Frumvarp þetta var flutt af
landbúnaðarnefnd á síðasta
þingi, að beiðni landbúnaðar-
ráðherra, en hlaut þá ekki full
naðarafgreiðslu. Landbúnaðax-
nefnd skilaði þá áliti og breyt
ingartillögum. Þær tillögur eru
nú felldar inn í frumvarpið,
Isem flutt er að ný að beiðni
| landbúnaðarráðherra og fylgir
því sama greinargerð og áður.
Karl Kristjánsson fiytin*
t frumvarp til laga um heimild
fyrir ríkisstjórnina til að selja
eyðijörðina Þorsteinsstaði í
Grýtubakkahreppi.
FUJ-félagar í Reykjavík og
nágrenni eru minntir á skemmtii.
kvöldið að Freyjugötu 27 í
kvöld kl. 8,15. Fjögurra kvöldax
spilakeppnin lieldur áfram, spiit
að verður bingó, teflt og margf:
fleira til skemmtunar.
Ungir jafnaðarmenn í Reykja
vík, Kópavogi og nágrenni erui
hvattir til að fjölmenna og taka
með sér gesti.
Vá fyrir dyrum
í Mögugilshelli
UNDIR þessari fyrirsögn rit
ar Guðmundur Kjartansson,
jarðfræðingur, greinarkorn í
útkomið hefti af Náttúrufræð-
ignnuin, tímariti Hins íslenzkra
náttúrufræðifélags. Óttast Guð
mundur og ekki að ástæðu-
lausu, að þessi sérkennilega
og fagra náttúrusmíði gereyði
leggist þá og þegar af völdum
aurburðar lækjarins, sem renn
ur fyrir hellismunnann.
Lækurinn hefur hlaðið í-
skjrggilega undir sig síðustu ár
in og í haust, þegar Guðmund
ur skoðaði vegsummerki, var
lækjaraurinn því sem næst
jafnhár bríkinni fyrir munnan
um eða 160 cm. hærri en í
fyrra. Fast upp við bHíkina
rennur allur lækurinn i krappri
rás, og er botn hennar aðeins
45 cm. lægri en bríkin.
Framhald á 4. síðu.
íslendingur á
unglingamóti
í New York
FYRIR nokkrum dögum fó>*
ungur ípe n n t a sk ó I an em i tii
New York í boði stórblaðsin •-
NEW YORK MIRROR. Piltu
iþessi, Gunnar Sigurðsson, vercí
ur þar einn af 15 þátttakend
um frá 15 löndum, sem taku
þátt í unglingamóti, þar seiu
um 1000 bandarískir mennta -
skólanemendur ræða efnið.
„Youth's Search for a Bettei*
World“, (Leit æskunnar at'>
betri heimi).
Gunnar er nemandi í b
bekk Menntaskólans í Reykja -
vík. Hann er sonur Sigurðar
Magnússonar og Ragnheiðai*
Einarsdóttur, Brekkugötu lfc,
Hafnarfii'ði.
Gunnar fór með flugvél frá.
Pan American flugfélaginu, og*
dvelur vikutíma í New York.
Er ætlunin að hann taki þátt i
umræðum á mótinu, og svan
fyrirspurnum um land okkax*
og þjóð. Hann mun einnig ferfc>
ast til Washington D. C. ogf
skoða borgina.
Alþýðublaðið — 30. nóv. 1960