Alþýðublaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 4
 Vænqiaður Faraó Getið þið ekki borgað, strákar, ég er blankur. Gullið streymir til Evrópulanda 1 FI3VIMTÍU ÁR hafa Banda- ríkjamenn aðstoðað vinaþjóð- ir sínar um lallan heim við að koma éfnahagslífi þeirra á réttan kjöl. Gull hefur streymt frá Bandaríkjunum til þjóða Vesíur-Evrópu, og þá ckki sízt til Þjóðverja, hinna sigruðu í þeirri styrjöld er þeir hófu sjálfir. Nú er svo komið, að Bandaríkjamenn ciga við svipuð vandamál að stríða og Evrópuþjóðirnar. Þeir búa við greiðsluhalla, gengið hefur á gullforða þeirra og nú er hann kominn niður fyrir 18 milljarða doll- ara, en það er það takmark, sem bandarísk stjórnarvöld telja að hann megi varla fara niður fyrir. Til þess að vega móti þessum halla hefur Eis- enlio'vver fyrirskipað að fjöl- skyldur bandarískra her- manna í Evrópu verði fluttar heim í stórum stíl ef það mætti verða til að draga úr dollaraútgjöldum erlendis. Það er kaldhæðni örlaganna (eða lögmál hagfræðinnar!), að erfiðleikar Bandaríkja- manna eiga einmitt rætur að rekja til þess, að uppbygging- arstarf þeirra í Evrópu hefur heppnast .Gullið hrúgast þar upp, en Bandaríkjamenn tapa gulli. Þessi gullstraumur hef- ur aukizt vegna þess að banda- rískir auðjöfrar hafa talið gróðavænlegt að festa fé sitt í fyrirtækjum í Vestur-Ev- rópu, einkum í löndunum, sem standa að hinum sameig- inlega markáði, Ffakklandi, Ítalíu. Vestur-Þýzkalandi og Benelux-löndunum. Þá hefur dollarinn víðast leyst ster- lingspund af hólmi, sem al- þjóðlegur gjaldeyrir, miklar dollarafúlgur eru stöðugt fluttar milli landa. Undan- farna mánuði hafa dollarar streymt til . Evrópu, bæði vegna hærri vaxta þar og eins hins, að menn hafa talið, að fyrr eða seinna komi að því, að gengi dollarans verði fellt. Gullvandamálið verður fýrsta og erfiðasta vandamál Kennedys er hann tekur við forsetaembættinu í janúar næstkomandi. Hann hefur heitið því að efla efnahagsþró- unina og minnka atvinnu- leysi, auka þjóðartekjurnar til þess að standa við skuldbind- ingar Bandaríkjastjórnar heima og erlendis. Vandinn er sá að Banda- ríkjamenn eyða of miklu er- lendis, ekki sá, að bandarískar vörur séu of dýrar. Verzlun- arjöfnuðurinn við útlönd er Bandaríkjunum mjög hag- stæður. Einfaldasta lausnin væri að sjálfsögðu sú, að þau Evrópulönd, sem notið hafa efnahagsstuðnings Banda- ríkjanna undanfarin ár, — og þá fyrst og fremst Vestur- Þýzkaland, taki meiri þátt í útgjöldum hinna sameigin- Iegu varna Atlantshafsbanda- lagsins en hingað til. Það var einmitt í þessum tilgangi að Anderson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna og Dillon, að- stoðarutanríkisráðherra, fóru í fyrri viku til Bonn, og báðu stjórn Adenauers að taka þátt í kostnaði af dvöl bandar- íska herliðsins í Þýzka- landi. — En Þjóðverjar neit- uðu, eins og við var að bú- ast. Þeir hafa undanfarin ár safnað miklu fé, efnahagslíf þeirra hefur blómgast, þýzka undrið er aðalumræðuefni kaupsýslumanna og hagfræð- inga. En grunnurinn að þessu þýzka ,,kraftaverki“ er banda- rískt fé, hreinar gjafir Banda- ríkjastjórnar, sem allt vildi til vinna, að efla hina sigruðu Þjóðverja sem mest. Auk þess er Atlantshafsbandalagið engri þjóð jafnnauðsynlegt og Þjóðverjum, en samt sem áð- ur vísuðu þeir algerlega á bug að taka nokkurn þátt í kostn- aði vegna herliðs, er Banda- ríkjamenn hafa í Vestur- Þýzkalandi á vegum Atlants- hafsbandalagsins. Kostnaður herliðs samtakanna í Þýzka- landi er gífurlegur, til dæmis fer þriðjungur af útflutningi Breta til Þýzkalands í það að greiða herkostnað sinn þar. Vestur-Þjóðverjar eyða að- eins 3,2% af þjóðartekjum sín um til varnarmála, Frakkar 7% og Bretar 7,8%. Banda- ríkjamenn verja 11,2% í sama skyni. Gullvandamál Bandaríkja- Joan Grans: „Vængjaður Faraó“. Þýðandi Steinunn S. Briem. Útg:. Leiftur, Reykjavík. VÆNGJAÐUR FARAÓ eft- ir ensku konuna Joan Grant er vafalaust ein sérstæðasta bókin, sem á bókamarkaðinn kemur nú fyrir jólin. Hún ger- ist fyrir þúsundum ára meðal hinnar frægu menningarþjóð- ar, Forn-Egypta, en mönnum er það í sjálfsvald sett, hvort þeir kalla hana skáldsögu eða endurminningar, fyrir utan það er bæði fræðirit og lista- verk, sem vitur hugur hefur skapað. Vængjaður Faraó er ein þeirra bóka, sem ekkert þýðir að dæma, heldur kynna. Menn verða hver fyrir sig að fella um hana dóm, venjuleg bóka- rýni nær henni ekki. Það skilst af því, sem hér á eftir verður sagt henni til skýr- ingar. Joan Grant er lítt menntuð kona, ekkert sérstaklega fróð af skólanámi eða venjulegri fræðaleit inn Forn-Egypta, en Egyptalandssérfræðingum ber þó saman um, að bók hennar, „Vængjaðúr Faraó“ standist fyllrfega þær kröfur, sem gerðar yrðu til fróðustu . manna, ef þeir tækju að rita bók, er gerðist í hinu forna Egyptálandi. Bókin er þrung- in fróðleik og djúpum skiln- ingi á trú og lífsskoðun hinna fornu Egypta, og varpar björtu ljósi á ýmislegt í hinni agypzku dulhyggju, er hvað myrkast hefur ver.ið áhuga- mönnum í þeim efnum. Ef á hana er litið sem skáldverk verður hún tvímælalaust að teljast listaverk. Maður kemst ekki hjá að gera ráð fyrir þeim mögu- leika, að hin enska frú hafi með óvenjulega fyrirhafnar- litlum hætti öðlazt víðfeðma þekkingu á lífi og menningu Egypta á tímum fyrstu kon- ungsættarinnar, öðlazt djúp- an skilning á hugsun þeirra og trú, og þar að auki verið fær um að gæða alla frásegn- ina þeim lífsanda, sem sjaldn- ast bærir á sér, hafi frásagnar- efnið ekki verið eigin reynsla höfundar. Sú saga fylgir líka, að frúin hafi fengið söguefnið sem minningar inn í huga sinn. og ámeðan fundizt hún vera sjálf aðalsögupersóan, Sakhet-a-ra. Mörgum þykir sjálfsagt torvelt að viðurkenna slíkar skýringar. Þeir munu þá líta á bókina sem skáldsögu, ó- venjulega innblásna skáld- sögu. Því skal við þetta bætt, að í allri byggingu sögunnar og frásögn gætir framandi anda, sem er fyllilega í samræmi við hinn sérkennilega upp- runa hennar. Steinunn S. Briem hefur þýtt bókina. Það er ænð vandasamt verk. Ekki verður betur séð, en þýðingin hafi tekizt vel. Hún er mjög vand- virknisleg, og milli orðanna seitla fram lindir hinnar fornu menningar. S. H. Inn- kölluðu bókina ÞAÐ HEFUR vakið mikla athygli í Noregi, að nasjonal forlagið hefur dregið til baka úr bókabúðum, bók, eftir Wolfgang nokkurn Fsher, sem nýbúið er að gefa út. Bókin f jallar um þátttöku út lendingahersveitarinnar í stríðinu í Asíu og Afríku. í henni eru vissar upplýsing- ar, sem forlagið treystir sér ekki til að taka ábyrgð á, meðan höfundurinn getur ekki komið með beinar sann anir fyrir fullyrðingum sínum, en lýsingamar á verkum út- lendingahersveitarinnar eru' vægast sagt ófagrar. Bókin hefur fengið mjög harða gagnrýni frá tveim þekktum gagnrýnendum, sem töldu hana fulla af skáldskap og getgátum en ekki sanna og raunhæfa lýsingu, eins og höf undurinn vill vera láta. Jafn- íra-mt skoruðu þeir á forlagio að gefa nánar upp heimiidir höfundarins. Þetta er í fyrsta s :nn sem hörð gagnrýni, leiðir til þess að bókaforlag tekur bók út af markaðnum. Það er ætlun höfundar að gefa í bókinni raunsæa lýsingu af lífinu í útlendingahersveit- Framhald á 14. síðu. manna er vissulega erfitt við- fangs, en ekki er þó talið að gengi dollarans verði fellt. Meira að segja hefur þess orð- ið vart síðustu daga, að traust manna á honum hefur aukizt. Verðlag í kauphöllinni í New York hefur verið stöðugt allt frá forsetakosningunum, þar sem aftur kauphallarverð í Evrópu hefur verið óstöðugt. Margir bandarískir peninga- menn eru heldur ekki ánægðir með þá meðferð, sem fjár- málaráðherra þeirra hlaut í Bonn. 4 1. des. 1960 Alþýðublaðið V ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.