Alþýðublaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 5
Hátíðahöldin
1. desember
HASItOLASTUDENTAR
minnast fullveldisins í dag, 1.
desember, nieð fjölbreyttum há
tíðahöldum. I þett'a sinn ann-
ast sérstök nefnd, kosin af al-
mennum stúdentafundi allan
un’dirbúninginn.
málið og framtíðarlausn fisk-
veiðideilunnar. Blásarkvintett
úr Musica Nova leikur. Þórhall
ur Vilmundarson. flytur erindi
og loks mun Karlakór stúdehta
syngja nokkur lög undir stjórn
Höskuldar Ólafssonar.
Um kvöldið verður fagnaður
í Lido og hefst hann með borð
haldi klukkan 18,30. Margt verg
ur til skemmtunar, m. a. mun
Ómar Ragnarsson syngja frum
samdar gamanvísur úr stúd-
entalífinu, Guðmundur Jóns-
son og Kristinn Hallsson syngja
glúnta og dansað verður fram
eftir nóttu.
Guðmudur í. Guðmundsson
Hátíðin hefst klukkan 10,30
með guðsþjónustu í kapellu há
skólans. Ingólfur Guðmunds-
son, stud. theol, predikar, en
séra Þorsteinn Björnsson, þjén
ar fyrir altari. Karlakór stúd-
enta syngur.
Klukkan 2 síðdegis hefjast
aðalhátíðahöldin í hátíðasal há
skólans. Formaður hátíðar-
nefndar, Hörður Sigurgestsson,
f'lytur ávarp Aðalræðu dags-
:ins flytur Guðmundur í. Guð-
mundsson, utanríkisráðherra.
Fjallar ræðan um landhelgis-
Stúdenta
blaö '60
STÚDENTABLAÐIÐ 1960
kemur út í dag og verður selt
á götum úti, svo og í bókabúð-
um. Aðalgreinar blaðsins fjalla
um Iandhelgismálið og eru eft
ir Pétur Benediktsson, banka-
stjóra, og Birgi Finnsson. al-
þingismann. Þá rita í bíaðið
próf. dr. Þórir Kr. Þórðarsrn;
sr. Sigurður Einarsson í Holti;
Sveinn Einarsson phil. kand.,
Ármann Snævarr, rektor/ritar
minningargrein um próf. Þor
kel Jóhannesson, háskólarekt-
or. Birtur er kafli úr bók próf.
Einars Ól. Sveinssonar um
handritamálið, háskólaannáll,
frásagnir Hafnarstúdenta o. fl.
Blaðið er vandað að efni og
frágangi Ritstjóri er Ásmund-
ur Einarsson, stud. jur. Prent
smiðjan Hólar annaðist prent-
un. Sölubörn komi kl. 11 f.h.
í anddyri háskólans.
Æskulýðsleið-
togar á ferð
í Bretlandi
BREZKA utanríkisráðuneyt-
ið bauð hinn 30. þ. m. eftirtöld-
um æskulýðsleiðtogum til 16
daga kynningarferðar til Bret-
lands:
Séra Lárus Halldórsson,
Axel Jónsson,
Jón Pálsson,
Höskuldur Karlsson.
Þeir munu kynna sér æsku-
lýðsstarfsemi, íþróttakennslu,
notkun sjónvarps við kennslu,
starfsemi tómstundaheimila,
notkun kvi'kmynda við tóm-
rtundafrseðslu o. s. frv.
Ennfremur munu þeir ferð-
ast um írland frá 6—10 desem-
ber.
Þeim til aðstoðar { ferðinni
verður Brian D. Holt.
- vegna barna-
fræðslunnar
i Reykjavík
1 VETUR eru 8800
börn á barnafræðslualdri
í Reykjavík, miðað við
20. október 1960. Af þeim
sækja 8183 börn barna-
skóla bæjarins og 500
börn sækja viðurkennda
einkaskóla í bænum.
Kennaraþörf miðað við
þennan barnafjölda er
245 kennarar og nemur
kaup þeirra 16 millj. kr.
BÆJARSJÓÐUR skal lögum
samkvæmt endurgreiða ríkis-
sjóði 1/9 hluta af grunnlaun-
um kennara og skólastjóra en
ríkissjóður einn . skal greiða
yerðlagsuppbót. Af fráman-
greindum 16 milljónum verður
tlutur- bæjarsjóðs 1.04Ö.00 kr.
Á sama hátt greiðir bæjarsjóð-
ur einnig hiuta af ' launum
kennara við skóla fsaks Jóns-
sonar og nemur hluti bæjar-
sjóðs af þeim kr. 64 þús. Þá
greiðir bærinn éinn aukaþókn-
un til skólastjóra vegna tví- og
þrísetningar í -skólunum og nem
ur hún 10 þús. Enrifremur ber
bærinn einn kostnað af .kaupi
| 8 yfirkennar.a, kr. 178 þús. þánn
| ig að alls greiðir bærinn
j í launagreiðslur til barriakenn-
ara kr. 1.292 þús. kr.
!
Framangreindar upplýsingar
I koma fram í greinargerð með
jfrumvarpi að fjárhagsáætlun
Reykjavíkurbæjar fyrir árið
. 1961. Auk þess kemur þar fram,
að áætlað er- að veita kr. .22
millj. til skólabygginga í Rvík
i árið 1961. Af því ber ríkissjóði
j að greiða helming eða 11 millj,
kr
Á méti
VIÐ atkvæðagreiðslu uni).
j rafmagnshækkunina í bæjar-
stjórn Reykjavíkur í fyrrakvöld
j kom fram tillaga um að hækk
unin skyldi ekki ná til heiniil
isnotkunar,
Óskar Hallgrímsson, vara-
I bæjarfúiitrú Aíbýðuflokksins,
j greiddi atkvæði með tillög -
unni. Áður hafði Magnús Ást
marsson, aðalfulltrúi Alþýðu-
j flokksins, lýst sig andvígan
j því, að heimilistaxtinn yrðl
i hækkaður eins og nú væri é -
i statt.
Niðursuða
Framhald af 16. síðu.
fjarðar maður með góða kunn-
áttu í niðurlagningu á saltsíld
að sænskri fyrirmynd.
2. Sérfræðingi þessum sé
veitt aðstaða til framleiðslu á.
sýnishornum, er send verði á
erlendan markað.
3. Undirbúa verði byggingar
áætlun verksmiðju á Siglufirði
til niðurlagningar á saltsíld,
þannig að unnt verði að reisa
verksmiðjuna strax og sýnt er
orðið af framleiðslu og sölu
sýnishornanna, að varan muni
vera samkeppnisfær um verð'
og gæði á erlendum markaði.
Sjávarútvegsmálaráðherra
sagðist að lokum mundu kynna
sér þessi mál ofan í kjölinn og
hét því að fylgja málinu eftir.
ggert sjötugur
HINN SÍUNGI Og góði
vinur alls sem íslenzkt er,
Eggert Stefánsson, er sjö-
tugur í dag. Hann dvelur
nú hérlendis ásamt konu
sinni, frú Lelru Stefáns-
son.
Fyrir utan að' vera
einna fyrstur þeirra
söngvara íslenzkra, sem
fóru utan til að gera land
sitt frægt af rödd sinni,
er Eggert mikilvrrkur rit-
höfundur, málsnjall og
hrókur alls fagnaðar í
tungunni. Nú eru komin
út fjögur bindi af „Lífið
°g ég“, þar sem samtvinn-
ast hrifning hans af Iand-
inu, eldmóður út af sjálf-
. stæði: þess og Io-fsöngur
um framtfð þess. Frægast
þess sem Eggert hefur
skrifað er „Óðurinn til
ársins 1944“, innblásnasta
ættjarðarljóð, sem heyrð-
isty þegar stóð til að
kveðja kónginn og dönsk
yfirráð til fulls. Eggert
fluttí Óðinn fyrst þegar
lýðveldisárið gekk í garð,
og hefur hann eflaust orð-
ið ómetanleg hvatning til
dáða það herrans ár.
Meðan Eggert var að
syngja, var hann líka að
skrifa íslandi til lofs og
dýrðar á. erlendum vett-
vangi, en þegar hann
hætti söngnum, kvaddi
hann, sneri hann sér að
skriftum a£ því meiri
krafti.
Annað heimili Eggerts
er á Italíu, í Schio, þar
sem hann hefur setrð sem
einskonar menningarlgur
ambassador vor, árvökull
að hlaupa til liðs við ís-
lenzkan málstað, þegar á
okkur lrefur verið hallað.
A sama tíma og brezkir
togaraeigendur é keyptu
heilsíðuauglýsingar rnn í
stórblöðin á dtalíu, fyrir
tvö humlruð þúsund króu
ur greinina, til að ófrægja
málstað okkar í landhelg-
ismálinu, settist Eggert
nrður og skrifaði líka.lieil
síðugreinar, sem blöðin
birtu fyrir vináttusakir
einar. Þetta sýnir eitt með
öðru, að ítölum þykir
vænt um Eggert, og hann
á stundum í vandræðum
með blaðamenn, sem vrlja
helzt láta það. heita svro,
að hann sé æðstur maður
utan af íslandi: Minna
finnst þeim ekki hæfa
þessunx rnikla föðurlands-
vini. í þerrra augum er
hann einskonar Gari-
baldi.
Þessi hrautryðjandi í
söngnum og baráttumað-
ur í andanum er að vísu
orðinn sjötíu ára. Það
breytir ekkr miklu. En
þegar hann hættir að
standa vörðinn, veit ég
ekki hveriir verða til þess
að berja okkur upn úr flet
um vellystingar og náðugs
lífs, til að inna eftir vin-
áttunni við föðurlandið.
Eg vril nota þessi fáu
orð til að þakka Eggert
og konu hans fyrir marga
góða stund og óska þeim
báðum langra lífdaga og
starfsþreks — og vöku.
I. G.Þ.
iWWWWWHMWMMWMWWWMWWWWWMWtWMIMMMMWMMWWIMWtWWMMMWWWl
Alþýðuhlaðið
1. des. 1960