Alþýðublaðið - 15.12.1960, Side 16
41. ár. — rimmtudagur 15. desember 1960. — 286. tbl.
Tveir piltar
rjótast út
úr fangelsi
TVEIR piltar brutust út úr
! fangelsi lögregluvarðstöðvar-
innar í Keflavíkurkaupstað í
gærdag. Þeir heita Kristinn
Traustason og Agnar Hannes-
son. Þegar blaðið fór í prent
un voru þeir ófundnir.
Kristinn og Agnar notuðu
tækifærið til að brjótast út úr j
fangelsi lögregluvarðstofunnar j
í gærdag á milli klukkan 3 til
4. þegar lögregluþjónarnir sem
voru á stöðinni voru kallaðir
Þeir telja
bílana
VEGFARENDUR í Reykja
vík hafa undanfarna daga
veitt athygli ungum mönn-
um, sem staðið hafa á götu-
hornum talið bíla og ritað í
bækur. Eru þetta stúdent-
ar, sem hafa verið fengnir
til að gera yfirlit yfir um-
ferð á vissum götum og
götuhornum, þar sem ráð-
gert er að setja upp götu-
vita. Hafa þeir viss eyðu-
blöð, hvar þeir á skrá, hve
margir bílar fara yfir gatna
mótin og úr hvaða átt um-
ferðin kcmur. Er þetta gert
til að hægt verði að stilla
skiptingu Ijósanna á götu-
vitunum, þannig að hún
samræmist umferðinni sem
bezt. Myndin er af tveim
,yteljurum“, seni sátu á
járnstólum í anddyrj Al-
þýðuhússins og töldu bíla.
lEfri deild kýs í
Norðurlandaráð
EFRI deild alþingis kaus
í gær tvo fulltrúa og jafn
tmarga varafulltrúa úr hópi
þingmanna í Norðurlanda
kosningu. Kosnir voru: af A-
lista Magnús Jónsson og Ó1
afur Björnsson til vara, en
af B-lista Ásgeir Bjarnason
og Ólafur Jóhannesson til
vara. Urðu þeir sjálfkjörnir.
F J ARH AGSAÆTLUN
fyrir Reykjavíkurbæ árið
1961 verður tekin til síð
ari umræðu í bæjarstjórn
Rvíkur í dag. Verða þá
teknar fyrir breytingatil'
lögur, er borizt hafa. Magn
ús Ástmarsson bæjarfull
trúi Alþýðuflokksins hef
ur flutt nokkrar breyting
artillögur og ganga þær
fyrst og fremst í þá átt að
spara á ýmsum útgjalda-
liðum áætlunarinnar.
Breytingatillögur Magnúsar
við gjaldaliðina eru þessar:
Manntalsskrifstofa bæjarins
og hagfræðiskrifsofa verði
sameinaðar og kostnaður á-
ætlaður 350' þús. í stað 470
þús.
Innjþeimtukostr’pður verði
áætlaður 330 þús. í stað 430
þús. Kostnaður við skipulag
og mælingar verði 125 þús í
stað 150 þús., bifreiðar 500
þús. í stað 680 þús., skýxslu-
vélar 700 þús í stað 830 þús.,
bifreiðar og bifhjól 800 þús. í
stað 1 millj., liðurinn varzla
kaupstaðalandsins, 130 þús,
falli niður, liðurinn ýmislegt
(kaup nuddara, auglýsingar, á
höld lögreglu o. fl.) verði 60
þús. í stað 120 þús., bifreiða
kostnaður 6 rannsóknarlög-
reglumanna verði óætlaður 150
þús. í stað 250 þús., bifreiðá-
kostnaður, slökkviliðs (hluti)
verði 75 þús. í stað 125 þús.,
kostnaður við vinnumiðlun á-
ætlist 350 þús. í stað 400 þús.,
sjúkrasamlagsiðgjöld áætlist
200 þús. í stað 300 þús. með
lag með skilgetnum börnum á
ætlist 2.750.000 í stað 3.500.
000 kr. og meðlag með óskil-
getnum börnum áætlist 4.5
millj. í stað 5.5 millj.
'Þá leggur Magnús einnig
fram nokkrar breytingatillög-
ur við tekjulið áætlunarinn-
ar. Ganga þær allar í þá átt
að áætla tekjurnar nokkru
ihærri en gert er, en tillögur
Magnúsar um þetta byggjast
á þeirri reynslu, að tekjurnar
hafa alltaf reynst meiri en á
ætlunin, enda yísvitandi gerð
áætlun um lægri tekjur en bú
ast má við.
út í árekstur, sem hafði orðið
þar skammt frá.
Fangarnir brutu upp hurð á
klefunum og komust síðan auð
veldlega út af lögreglustöðinni.
Þegar lögreglan kom aftur,
varð hún fljótlega vör við það
sem gerzt hafði.
Ráðstafanir voru strax gerð
ar til að ná föngunum aftur
og haft samband við lögregl-
una í Reykjavík og Keflavík
urflugvelli. Skömmu áður en
blaðið fór í prentun voru
strokufangarnir enn ófundnir.
Ekki er vitað hvað hefur orð
dð af þeim, en talið er lík
legt, ■ að þeir hafi reynt að
komast til Reykjavíkur.
Piltarnir, sem eru báðir um
tvítugt, höfðu verið settir innt
daginn áður vegna gruns umi
innbi'ot og þjófnaði. Þeir eru
báðir frá Sandgerði.
KeflavíkurlÖgreglan Ihefur
slæma aðstöðu til að geyma
fanga o2 eru þeir venjulega
fluttir eftir sólarlhringinn til
Ilafnarfjarðar eða Reykjavik-
ur. Piltarnir höfðu því lík-
lega verið fluttir síðar um
daginn í annan hvorn staðinn.
Valdimar
endurkosinn
í BLAÐINU Lögberg-Heims-
kringla segir nýlega, að Vest-
ur-íslendingurinn Valdimar
Björnsson hafi verið kosinn fé-
hirðir Minnesota-ríks (fjórmála
ráðherra).
Lætur engan
þröngva sér
^ ÞJÓÐVILJINN lætur
liggja að því í gær, að
Einari Jóni Karlssyni hafi
verið þröngvað til þess að
snúast gegn lista kommún-
ista. Þeir sem þekkja Ein-
ar Jón, vita þó fullvel, að
hann er ekki slíkur maður
að hann láti ncinn þröngva
sér til eins eða neins. Virð-
ast kommúnistar þekkja
frambjóðendur sína í Sjó-
mannafélaginu illa, ef þeir
reilcna með, að unnt sé að
þröngva þeim tii þess að
snúast gegn lista þeirra.
ÍMMWtWHWMMMMMWWi