Alþýðublaðið - 31.12.1960, Page 2

Alþýðublaðið - 31.12.1960, Page 2
■ IWIteMí OlaU J. Ástþórsaon (áb.) og Benedlkt GrPndal. — FuUtrúar rlt- WtBTMi: Stgvaldl H)áliaarsson og Indriði G. torsteinsson. — Fréttastjún; . ííargvin GuBmundsson. — Simar; 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýslngaslnú: — ABsetur: AlþýðuhúsiB. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfia- |ata 8—10- — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. f lausasðlu kr. 3.00 eint. Itaafandi: AlþýOullokkurtnn. — rrunkvœxnd&stjórl: Sverrlr KJartansson. FYRSTA ÓSKIN ■ SÍÐUSTU tuttugu ár hafa verið miklir umbrota- tímar í sögu íslenzku þjóðarinnar. Á þessu stutta tímabili 'hefur þrennt gerzt, sem vert er að telja öðru fremur: fátækt íslendinga er lokið og þjóðin býr við ein beztu lífskjör veraldar; ánauð íslend- inga er lokið og við búum við fullvalda lýðveldi; einangrun íslendinga er lokið, land okkar er í al- faraleið. Jafnfrarnt því, sem þjóðin hefur orðið bjarg- álna, hefur hún átt við magnaða velmegunarsjúk- dóma að stríða. Efnahagskerfi landsins hefur ver- ið í upplausn, stöðug verðbólga með margvíslegu hraski og óréttlæti, en hallarekstur út á við með stöðugri hættu á þjóðargjaldþroti, þeim örlögum, sem íslendingar sízt allra vilja láta yíir sig ganga. Ár eftir ár hafa landsmenn ljóst og leynt óskað eftir ríkisstjórn, sem læknaði þetta ástand og tryggði með „varanlegum úrræðum“ jafnvægi, festu og öryggi í efnahagsmálin. Menn hafa hik- ; laust sagt, að þjóðin yrði að herða nokkuð mittis- ólina, þegar til þeirra ráðstafana kæmi, en því I yrði að taka til að ná markinu. Stjórn eftir stjórn hefur lofað slíkum aðgerðum, en engin efnt þau loforð. Nú hefur verið gerð alvarlegasta tilraunin til að hina langþráðu festu í efnahagsmálin og bægja frá hættunni á þjóðargjaldþroti. Sú tilraun hefur kostað fórnir — án þeirra er lækningin ó- hugsandi. Það má vissulega deila um dreifingu byrðanna. Það er vissulega margt, sem laga þarf í hinu nýja efnahagskerfi. En hitt væri hin herfi- legasta ógæfa, ef þessari umfangsmiklu tilraun væri kollvarpað og aftur haldið inn á braut halla- reksturs, verðbólgukapphlaups c?g uppbótakerfis. j Stjórnarandstaðan stefnir því miður að þessari ógæfu. Um það verður ekki kvartað, þótt andstað- an sé óvægin og oft illskeytt. Hitt er verra, að hún er óheiðarleg, af því að Framsóknarmenn mundu vafalaust taka þátt í aðalatriðum viðreisn- arinnar, ef þeir hefðu stjórnartaumaa og völd í sín : um höndum,. en kommúnistar vilja beinlínis upp- lausn og ör.vinglan. Það er þáttur í þeirra baráttu, ! sem á að leiða til byltingar í einhverri mynd og kommúnistísks þjóðfélags. Það er ósk Alþýðublaðsins þjóðinni til handa ; við þessi áramót, að hið nýja efnahagskerfi takizt, að þjóðirini auðnist að feta þá braut, sem fært hefur nágrannaþjóðum okkar vaxandi velmegun og öryggi, meðan við stóðum í stað. Öruggur efna hagur er óhjákvæmilegt skilyrði þess, að íslend ingar geti notið óskerts frelsis í framtíðinni og mótað þjóðélag sitt í anda jafnréttis og mannúðar. Með þessum orðum óskar hlaðið landsmönnum öllum frelsis, friðar og farsældar á hinu nýja ári. 2 31 des, 1960 — AJþýðublaðið Áttatíu og fimm ára á nýársdag: Séra Sigurbjörn Á Gíslason SÉRA SIGURBJÖRN ÁST- VALDUR GlSLASON, sókn- arprestur á Elliheimilinu Grund í Reykjavík, er 85 ára á nýársdag. Hann er elzti starfandi prestur landsins. Séra Sigurbjörn fæddist á nýársdag 1876 að Glæsibæ í Staðarhreppi í Skagafirði, sonur hjónanna 'Kristínar Björnsdóttur og Gísla Sig- urðssonar, er iþar bjuggu. Seinna fluttust þau að Neðra- Ási í Hjaltadal. Hann fór ungur fil mennta, naut fyrst tilsagnar séra Hall gríms á Ríp, en fór svo fimmtán ára gamall í Lat- ínuskólann. Mestan hug hafði hann á að leggja fyrir sig stærðfræði og eðlisfræði, en til þess hefði hann þurft að leita háskólanáms erlendis, en á því voru vandkvæði. Eft ir stúdentspróf, sem hann tók 1897, fór hann í prestaskól- ann og lauk kandídatsprófi í guðfræði aldamótaárið. Árið 1901 fór hann utan og eftir heimkomuna hóf hann kennslustörf og prédikaði auk þess á vegum heimatrú- boðsins danska. Einnig starf- aði hann að bindindismálum, gaf út kristilegt rit og skrif- aði í blöð um þau efni, var m. a. lengi ritstjóri Bjarma. Áratugum saman kenndi hann við Kvennaskólann í Reykjavík og einnig Vélskól- ann. Séra Sigurbjörn gaf út reikningsbækur, sem um skeið voru notaðar við barna- og unglingakennslu. Þá var séra 'Sigurbjörn hvatamaður að stofnun ,,Sam- verjans11, sem safnaði gjöf- um handa gömlu fólki og fá- tæklingum og gaf þeim mat í Góðtemplaraihúsinu oe víðar. Samverjinn var undanfari Vetrarhjálparinnar. Og hug- myndin um elliheimili spratt upp úr því starfi. Stofnaði hann það og fjölskylda hans. Séra Sigurbjörn vígðist til elliheimilisins sem heimilis- prestur þar. en hafði óvígður haft með höndum mikið pré- dikunarstarf. Hann kvæntist Guðrúnu Lárusdóttur skáldkonu 1902. Voru þau mjög samhent um starf allt og hugsjónabaráttu. Hún lézt voveiflega ásamt tveimur dætrum þeirra hjóná árið 1938. Alls eignuðust þari tíu börn, og séra Sigurbjörn á mörg barnabörn og barna-« barnabörn. Hinn hvíthærði og kempu- legi prestur og baráttumaður fyrir mannúð og bróðurkær- leika vekur alls staðar at- hygli, þar sem ’hann sést á gangi um göturnar, teinréttur og heiður á svip, með óvenju1 lega langa starfsævi að baki. Það er ekki annað að sjá en hann eigi eftir mörg starfsár enn. Á áttatíu og fimm ára afmælinu fær séra Sigur- björn margar og hlýjar kveðj ur. Kunnugur. H a n n es á h o r n i n u Minnzt stærstu tíð''ur séð bata tc3ar á allt eínS' iVlinnzt stærsiu uu hagskerfið er litið _ 0g skiptir indanna við áramót. engu máli í því sambandi póli- tískur áróður eða tilraunir t:l Við erum á réttri leið. V, ~ ~ ~ •fe Um útvarp og slysa- fréttir á gamlársdag. STÆRSTU TÍÐINDIN, sem gerzt hafa hér á þessu ári, sem nú er að kveðja, eru tilraunirn- ar, sem gerðar hafa verið til þess að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á réttan kjöl, Á und anförnum íveimur áratugum höfum við eytt sem einstakling- ar of miklu og þjóðin um leið sem hcild, Hér hefur ekki verið um að ræða einangraða einstakl- inga, hópa eða stéttir, heldur heildina, hvernig svo sem hver einstaklingur hefur verið efn- um búinn, þó að t a u m 1 a u s hafi verið sóun einstakra stétta þjóðfélagsins. VITANLEGA HAFA ráðstaf anirnar komið mjög hart niður á mörgum, og þá fyrst og fremst þeim, sem áður höfðu við skarð- astan hlut að búa. Þó má alls ekki gleyma stórauknum elli- launum, örorkubótum og fjöl- skyldubótum, einnig skatta- lækkun og skattaafléttingu í mjög mörgum tilfellum. En þrátt fyrir þetta getur hver mað- þeir eru. GJALDERISAFSTAÐAN gagnvart öðrum löndum hefur batnað að mun, innlög í bank- ana hafa aukist stórkostlega, minna er keypt af brennivíni og lúxusvarningi. Kaup nauð- synjavara hafa ekki minnkað. — Þetta eru merkileg tímenna tákn. Þau sanna það, að við er- um á réttri leið, að fólkið hugs- ar meir um fjármuni sína en áður var, og því skilst, að krón- an er ekki fjúk eitt og þarf ekki að bráðna í lófa þess. EF ÞAÐ TEKST að halda þessari stefnu, þá verður hægt að auka öryggi atvinnuveganna og þar með allra heimila í land- inu. Þá er hægt að .byggja upp framtíðina á öruggan hátt. En ef þessar tilraunir verða eyði- lagðar, þá er voðinn vís fynr einstaklingana og heimili þeirra og fyrir þjóðina. Megi gæfan gefa okkur þolinmæði og þraut- seigju til þess að tryggja okk- ur þann grundvöll, sem við höf- um verið að leggja fyrir fram- tíðina. IIEYRANDI SKRIFAR: „SenU er þetta blessaða ár liðið í ald- anna skaut og í samband; við áramótin langar mig til þess að setja fram tvær óskir: Hin fyrrj er sú, að Slysavarnafélagið hætti þeim ávana að tilky.nna i i blöðum og útvarpi tölu drukkra j aðra tveim, þrem dögum fyrii; | áramót, og bíði heldur með þessai raunalegu skýrslu sína þar tili j árið er að fullu liðið. Það hef- j ur komið fyrir, jafnvel oftar era einu sinni, að sjóslys hafa orð- ið á gamlársdag, eftir að árs- skýrslan birtist. Þetta er kann- ske hjátrú hjá mér, en, hvað liggur á þessu? \ SÍÐARI ÓSK mín er su, að Ríkisútvarpið noti ekki síðustu mínútur ársLns til hagfræðilega þululesturs, heldur til útvarpa á einhverri hátíðlegri tónlist, t. d. áramótalögum eðá áramóta- sálmum. Einstaka útvarpshlust- andi hefur vafalaust gaman af statistik, en vissulega hlýtur að vera hægt að velja henni smekk- legri tíma en einmitt þau augna blik ársins, sem tilfinningar, flestra eru viðkvæmar og há- stemdar. Það er auðvitað hægt að loka fyrir — og það neyóast margir til þess að gera þegat, talnaþulan hefst — én notalegra væri samt að njóta órofinnar stígandi í dagskrá útvarnsina þetta síðasta kvöld ársins“. u ANNAÐ BRÉF hef ég fengiS um útvarpið frá G. S.: „Þú sett- ir út á upptökuna á Elliheimíl- inu. Aðfinnslur þínar voru aö mínu áliti að nokkru leyti rétt- ar, en öðru ekki. Konurnar voriS Framhald á 11. síðu. j

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.