Alþýðublaðið - 11.01.1961, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 11.01.1961, Qupperneq 2
íSBWíJér*!; GlaU 3. Astþóraaan (áb.) og Benedlit GrPndaL — rulltrúar rl»- Mtaaaz: SlgvalcU Hjáliaarsson og Indriðl G. Þúrsteinsson. — Fréttastjón. Wðrgvin Guðmundsson. — Símar: 14 300 — 14 902 — 14 903. Auglýsingaslm. -JÍMt. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðslns. Hveríia- jBta 8—10. — Áskriítarglald: kr. 45,00 á mánuðl. í lausasðlu kr. 3,00 eint Jtaafasdl: AiþýBuiiokkurlnn. — Framkvarmdaatióri: Sverrir Kjartanaaon VERTÍÐIN ] VETRARVERTÍÐIN er nú að hefjast. Eru bátar . þegar byrjaðir róðra frá Keflavík, Sandgerði og i Grindavík. Annars staðar er undirbúningur í full- i um gangi, en óvissa um kjarasamninga veldur t því, að ekki er alls staðar farið að róa enn. Fyrstu i aflafréttirnar benda til þess, að afli gæti orðið góður þegar í janúar og yrði það því mikill skaði Í fyrir þjóðarbúið, ef dráttur yrði á því, að róðrar i hæfust almennt. Vitað er, að útgerðin hefur átt í nokkrum örð- j ugleikum undanfarið vegna aflatregðu á sl. ári, j og verðfalls á lýsf og mjöli á erlendum markaði. Hefur ríkisstjórnin gert sitt ýtrasta til þess að stuðla að laúsn vandamála útvegsins án þess að l taka upp uppbóta- og styrkjakerfi á ný. Hefur ríkisstjórnin nú gert tvennt, sem gerbreyta á allri ; aðstöðu útvegsins. í fyrsta lagi hafa verið gefin út bráðabirgðalög um það, að útvega útgerðinni j lán til langs tíma, samtals að upphæð 300 millj. kr. Eiga lán þessi að gera útgerðinni kleift að losa sig við lán til skamms tíma, sem ha'fa verið að - sliga útgerðina. Og í öðru lagi hafa almennir út- lánsvextir bankanna verið lækkaðir um 2% og mun það koma útgerðinni til góða eins og öðrum, er þurfa á lánsfé að halda. Þess er að vænta, að þessar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í þágu út- gerðarinnar verðil til þess að gera útvegsmönnum auðveldara að semja við sjómenn um einhverjar kjarabætur. Munu útgerðarmenn almennt hafa reiknað með því að þeir yrðu að veita sjómönn- um kjarabætur. Á Suðurnesjum hafa samninganefndir útvegs- 1 manna og sjómanna náð samkomulagi um nýjan bátakjarasamning. Gerir sá samningur ráð fyrir talsverðum kjarabótum fyrir sjómenn og munu báðir aðilar eftir atvikum ánægðir með samkomu- ■ lagið. Eftir er hins vegar að bera samkomulagið upp á fundi sjómanna og verður beðið með það þar til úr því hefur fengizt skorið hvort samn- inganefnd sjómannasamtakanna innan ASÍ tekst að semja um enn meiri kjarabætur fyrir bátasjó- ! menn. Takist að semja um rneiri kjarabætur fyrir sjómenn á þann hátt, að útgerðin taki á sig að ’■ greiða þær, en þær verði ekki greidd'ar af al- * mannafé, mun Alþýðublaðið fagna því. Hins veg- ar héfur Alþýðublaðið margoft lýst yfir því, að það telur þær kjarabætur gagnslausar, sem velt er yfir á almenning aftur annaðhvort í hækkuðu ' vöruverði eða hækkuðum sköttum. Þessi stefna : Alþýðuflokksins er skýr og hún gengur í berhögg ! við þá stefnu kommúnista að reyna að espa til í verkfalla og kauphækkana alveg án tillits til þess ! hvort atvinnuvegirnilr beri þær kauphækkanir sjálfir eða ekki. VARLA líður svo vika, að Tíminn hafi ekki einhver ný hörmungartíðindi að færa af Akranesi, Ef trúa má frásögn- um blaðsins, er allt í kalda koli hjá bæjarstjórninni, ó- reiða og sukk hvarvetna, út- gerðin í upplausn og fjár- dráttur lijá bæjarsjóði. Það er j>ví von að menn spyrji: Hvað er að gerast á Akranesi? Það er að vísu alltaf eitt- hvað að gerast á Skaga, en höfuðatriði málsins cr það, að Daníel Ágústínusson, fyrrver- andi bæjarstjóri, er haldinn sjúklegu hatri á pólitískum andstæðingum sínum og stend ur á bak við öll þessi skrif í Tímanum. Þau bera með sér, að allt er þetta Hálfdáni Sveinssyni bæjarstjóra að kenna. Ef jarðskjájfti gengi yf ir og Akrancs hryndi í rúst, má ganga út frá því sem vísu, að Daníel mundi skrifa grein í Tímann og segja, að það væri Hálfdáni að kenna, Svo langt hefur Daníel þegar gengið, að um jólin sat liann við að skrifa skammargrein um þau jóla- kort, sem Hálfdán sendi vin- um sínum! Um þau efnisatriði, sem fram hafa komið innan um svívirðingarnar í Tímanum er rétt að taka þetta fram: 1) Það hefur komizt upp, að innheimtumaður hjá Akra- nesbæ, sem er meðal fovustu- manna FUJ á Akranesi, hefur dregið sér fé. Tíminn segir frá þessu mcð þeirri viðbót, að Hálfdán Sveinsson hafi barizt fyrir því, að þessi ungi maður fengi kauphækkun, og leynir sér ekki sá tilgangur blaðsins, að sverta Hálfdán fyrir mál þetta. Hins vegar skýrir Tím- inn ekki frá því, að upp komst nokkurt misferli hjá sama manni fyrr á árinu. Þá sagði Daníel ekki orð og skrifaði enga grein í Tímann, en veitti liinum unga manni launaupp- bót. Annars er mál þetta enn á rannsóknarstigi. 2) Tíminn dylgjar óspart um það, að rekstur bæjarins sé í óreiðu og f jármál í vandræð- um. Þetta er hrein fjarstæða, því rekstur bæjarins hefur gengið vel, og ráðizt hefur ver ið í miklar gatnaframkvæmd- ir, þótt hinn nýi bæjarstjóri hafi aðeins setið f jóra mánuði. Það hefur komið í ljós, að fjármálastjórn Daníels var engan véginn eins glæsileg og hann vildi vera láta. Hann skildi éftir sig skuldir í ó- reiðu hjá ýmsum aðilum, og fór frá galtómum bæjarsjóði. Hins vegar liefur tekizt að standa í skilum og fjármál bæjarins eru í föstum skorð- um. 3) Tíminn gerir mikið úr því, að fiárhagsáætlun bæjar- ins hafi enn ekki verið af- greidd, Að vísu hafa aðeins tvcir kaupstaðir á landinu af- greitt sínar áætlanir fyrir ár.a- mót, og Akranes væri í þeim hópi, ef ekki hefði verið talið nauðsynlegt að fá heildarupp- gjör á fjárreiðum bæjarins fyrst, vegna viðskilnaðar fyrr- verandi bæjarstjóra í haust. 4) Bæjarútgerð Akraness á í miklum erfiðleikum, það er rétt. Svo er að vísu um alla togaraútgerð í landinu, og eru mörg fleiri skip bundin en Bjarni Olafsson og Akurey. Hinir sérstöku erfiðleikar tog araútgerðarinnar á Akranesi eru ekki nýtt mál, og hefur breyting á meirihluía í bæjar stjórn í haust engu breytt um það mál. Meðan Daníel var bæjar- stjóri, fannst Tímanum allt leika í lyndi og vera til fyr- irmyndar á Akranesi. Eftir að h’ann fór frá, og aðrir tóku við stjórn, finnst sama blaði allt í ka'da koli. Trúi hver slikum málflutningi, ssm vill. H a n n es á h o r n i n u Um Tómas sextugan. ☆ Og það, sem sagt hef- ur verið um hann. ýV Leit að æsku og fegurð. 'yV Draumar og draum- sýnir. SEXTUGSAFMÆLI Tómas. ar Guðmundssonar skálds er af- staðið. Ríkisútvarpið og blöðin hafa hyllt hann og fjölmargir hafa tekið til máls. Skáldið er víðs fjarri. Það er í Skotlandi og fBr til Spánar og þar ætlar það að dvelja um sinn. Tvær bækur hafa komið út af tilefni afmæl- iílins: Ljóðasafn, heildarútgáfa með fonnála eftir, Kristján Karlsson — og Svo kvað Tóm- as, nokkurskonar viðtalsbók Matthíasar Jóhannessens, rit. stjóra. ÉG HEF IIITT Tómas þúsund sinnum í Miðbænum. Við höf- um mætzt þar á góðum dögum í leit að æsku, liðinni tíð, og það hefur allt'af farið'vel á með okk. ur. Lengi setti hann upp grænan hatt snemma á vorin, eiginlega fyrsta vordaginn og hélt á gul- um liönzkum, st’undum fannst mér þetta fyrsti vorboðinn og það birti jafnvel í borginni við það. Nú hefur hann lagt hvort' tveggja niður fyrir löngu. Samt er hann onn ungur — og alltaf í leit að æsku sinni, en sú leit er ætíð leit að fegurð. . EINIIVERN VEGINN finn ég ekki Tómas í því sem aðrir segja um hann. Ég kveinka mér þegar ég les bók Matthíasar — og veit þó varla hvers vegna ég geri það. í hvert sinn, sem Matt'hías tekur til máls birtist mér tónn, sem ég kannast ekki við — og þessi til. finning verður sterkar; þegar ég hnýt um fingraförin á bókinni. Ég get ekki gefið myndunum annað nafn. ÞESSAR MYNDIR eiga alla ekki heima í bók þar sem Tómas Guðmundsson leggur fram meg_ inhluta efnisins. Hefðu hinar tár hreinu myndir Jóhanns Briems úr Fornum dönsum, eða álíka myndir, prýHt þessa bók, þá hefði verið öðru máli að gegna. Eins mundu myndir eins og þær sem Jón Engilberts samdi viS viðhafnarútgáfu Helgafells af Jónasi Hallgrímssyni, eða sami stíll, hafa hæft vel bók um Tóm. as. KRISTJÁN KARLSSON skrij ar af mikilli vandvirkni um ljó5 Tómasar. En mig grípur sama tilfinning við lestur ritgerðar- innar og við kynni af bók Matt_ híasar og þó.er hún alls ckki eins sterk. Þessar kenningar, rannsóknir og niðurstöður Krist. jáns eru eins og útreikningar. Tómas Guðmundsscin er í öllu eðli sínu eins og draumur, Ég get ekki fellt mig við þá skoðun, að Tómas semji ljóð sín á reikní vél, reikni út myndir og líking- ar, orð og setningar. ALLAR HANS MYNDIR, bll hans orð, allar sýnir eru draum- ar hans, draumsýnir. Hann er þannig sjálfur — og þannig eru ljóð hans. Kristján segir á ein- um stað: „Tækni og formsnilld Tómasar er svo þjálfuð og frum_ Framh. á 14. síðu , 2 jan. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.