Alþýðublaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 11.01.1961, Blaðsíða 16
mmWMMMMMMIHWIMIIHM HÚN FLAU ÞOTU í GÆ MYNDIN: Elmer Ehr- licli, flugkapteinn, óskar Astrid Kofoed-Hansen til hamingju, eftir að hún flaug herþotu frá Kefla- víkurflugvelli. — Astrid heldur á heiðursskjali og veifu flugsveitarinnar. — Astrid er fyrsta íslenzka konan, sem stjórnar her- þotu. tvvvmwMWMiwwiMMim ED^áMlíI) 42. árg. — Miðvikiudagur 11. janúar 1961 — 8. tbl FYRSTA íslenzka konan til að stjórna herþotu gerði það í gær. Það var 4strid^ dóttir Agnar Knfocd-iHansen, flug- fnálastjóra. Hún stjórnaði í kiukkutíma þotu af gerðinni I^ockhéed T-33, sem varnarlið- €ð á Keí'lavíkurfulgvelli notar til æfingaflugs. Með Astrid í þotunni var Elmer Ehrlich, flug kapteinn. Atsrid, sem hefur flugstjórn- arréttindi, er flugfreyja hjá Alþingi hvatt saman 16. jan. FORSETI íslands hefur sam Icvæmt tillögu iforsaetisráð- herra, kvatt aiþingi til fram haldsfundar mánudaginri 16. janúar 1961 kl. 13.30. Forsætisráðuneytið. sættir Loftleiðum, en flugvélar félags-. ins koma að jafnaði við á Kefla víkurflugvelli. Astrid hefur lengi haft mikla löngun til að stjórna þotu og kom þeirri ósk sinni á framfæri við varnarlið- ið á Keflavíkurflugvelli. Astrid flaug þotunni í gær, fyrst íslenzkra- kvenna. Með henni í þotunni var, sem fyrr segir, Elmer Ehrlich, flugkapt- einn. sem hefur yfir 1500 flug- stundir Astrid Kofoed-Hansen flaug í klukkutíma og m. a. til Heklu, Vestmannaeyja, Mýr- dalsjökuls, Þingvalla, Hvalfjarð ar og yfir Reykjavík. Sem fyrr segir, var Astrid fyrsta íslenzka konan til að stjórna þotu, en sú fyrsta ís- lenzka til að fljúga í herþotu var fyrrverandi blaðakona Al- þýðublaðsins, Hólmfríður Gunn arsdóttir. Hún lýsti því ævin- týri á sínum tíma í Opnunni. BRUSSF.L, 10. jan. (NTB—REUTER—AFP). Fyrsta vísbendingin um til- raun til að koma á sáttum í hinu þriggja vikna langa verk- falli í Belgíu sást í kvöld, cr hinn 74 ára gamli, fyrrverandi forsætisráðherra jafnaðar- manna, van Acker, mælti með samningaviðræðum um livort ekki mætti takast að finna aðra lausn á deilunni en þá, sem ríkisstjórnin hefur stungið upp á Hann lagði álierzlu á nauð- syn þess að fást við vandamálin á málefnalegan og rólegan hátt. Eyskens, forsætisráðherra, — greip þegar í stað orðið á þing- fundinum á eftir van Acker og kvaðst vera fylgjandi málefna- legum samningum um deilumál in, eins og van Acker. Hann féllst einnig á beiðni frá van Acker um, að taka til athug- unar breytingartillögur frá jafnaðarmömium við sparnaðar áætlun stjórnarinnar, sem var orsök verkfallsins, en hann lagði áherzlu á, að ekki kæmi til mála að draga frumvarpið til baka. Ræður þeirra van Ackers og Eyskens á þingfundinum gerðu menn í Brussel bjartsýna, og telja ýmsir, að nú sé í fyrsta sinn síðan deilan hófst, von um skjóta lausn, segir AFP. í nótt voru belgískir her- flokkar fluttir frá Vestur- Þýzkalandi til Belgíu og tóku Skemmtikvöld FUJ í Reykjavík FYRSTA skemmtikvöld Fé- lags ungra jafnaðarmannía í Reykjavík á nýja árinu verð- ur í kvöld, miðvikudag, að Freyjugötu 27 og hefst kl. 8,00. Þá lýkur fjögurra kvölda spilakeppninni og afhending heildarverðlauna fer fram. Spilað verður bingó, teflt verð- ur að venju o. f!.. Félagar eru hvattir til að f jölmenna og taka með sér gesti. sér stöðu fyrir utan opinberar skrifstofur í Mons, þar sem verkfallsmenn höfðu daginn áður reynt að taka völdin. — Hermennirnir komu yfir landa- mærin í sama mund og nýjar óeirðir brutust út í ýmsum belgískum borgum. í Antwerp- en særðist einn verkfallsmaður, er lögreglan beitti kylfum til að dreifa um 5000 manna hóp. Átökin hófust í Antwerpen eftir að sjálf kröfugangan var afstaðin. 'Verkfallsmenn klifr- uðu upp á vagn frá brugghúsi og köstuðu tunnum og ölflösk- um í götuna. Þeim var dreift. Jafnaðarmenn gerðu harða hríð að lögreglunni á þingi í dag fyrir grimmd. Þá setti Re- nard, verkfallsforingi, fram hótun um algjört verkfall, — þannig að hætt yrði að halda við eldi undir stálbræðsluofn- um og öðrum vélum í námum og verksmiðjum. na se Vestmannaeyjum, 10. jan. í DAG var kveðinn upp dóm- ur í máli skipstjórans á belg- íska togaranum Maria Jose Ros ettc, sem varðskipið Oðinn tók í landhelgi austur af Ingólfs- höfða í gærmorgun. Kom varð- skipið með togarann hingað seint í gærkvöldi og var mál skipstjóra tekið fyrir í morgun. Maurice Brackz, skipstjóri á Maria Jose Rosette frá Ostende, var dæmdur í 34 þúsund króna sekt, en fangelsi í þrjá mánuði til vara. Togarinn var með um 400 kassa af fiski. Afli og vei'ð- arfæri, sem metið er á ea. 100 þús. kr., var gert upptækt í rík- issjóð. Hér er um að ræða hámarks- dóm, sem lög leyfa, þar sem tog- arinn er aðeins 168 tonn, en lægri viðurlög við landhelgis- brotum gilda um skip undir 200 tonn. Þetta var þriðja landhelg isbrot skipstjórans, en fangelsis dóm hlaut hann ekki gð þessu sinni fyrir ítrekað brot, þar sem ósannað þótti vera, að um ásetn ignsbrot hefði verið að ræða. Maurice Brackz var dæmdur hér 6. des. 1954 í 75 þús. kr. sekt. Var haqn þá með togar- ann Van Eyck, sem er stór. —- Næst var hann dæmdur í Rvík 17. febrúar 1956 í 90 þús kr. sekt. Þá var skipstjórinn með Curie, sem einnig er stór togari. — P. Þ. HMHMMMMMMMVMMMIMM Tillögur um stjórn Al- þýðuflokks- félagsins TILLÖGUR hverfis- stjóra Alþýðuflokksfélags Rvíkur um næsta formann og meðstjórnendur í félag inu liggja frammi á skrif- stofu Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8-10. inmmiiiiiimiiiiiimiiill

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.