Alþýðublaðið - 21.01.1961, Síða 8

Alþýðublaðið - 21.01.1961, Síða 8
Bros frá LAOS STÖÐUGT berast fréttir af róstum í La os, en engu að síður brosir þessi litla stúlka af ætt Meu- manna út að eyrum þar sem hún stendur hjá fallegri opíum- jurt. Meu-menn búa hátt uppi f fjöllum og þar þrífst ópíum-jurt in Iíka einna bezt. — Frá Laos er flutt út um þriðjungur heims framleiðslunnar af ópíum. Þrátt fyrir það hagnast framleið endurnir lítð á því. Opíum hækkar fyrst í verði þegar það kemst í eigu kaup- endanna í Luang Pra bank og Vientianne. Þaðan berst jurtin á heimsmarkaðinn og hækkar í verði með hverjum áfangastað. CHAPLIN dáir stórkarla- hlátur KRÚSA TVEIR rússneskir rit- höfundar, þeir Lev Sjeinin og Nikolai Pogodin skruppu nýlega í heimsókn til Chaplins á heimili hans í Vevey í Sviss. Arangur- inn af heimsókn þeirra er nú kunnur. Fengu þeir leyfi til að þýða æviminn- ingar Chaplins á rússnesku og gefa bókina út í Rúss- Iandi. Chaplin skýrði hinum tveim sovéthöfundum frá því, að hann hefði hugsað sér að fara í kurteisisheim sókn til Sovétríkjanna á sumri komanda ásamt allri sinni fjölskyldu. — Chapl- in á alls níu börn. Chaplin sagði frá því, að hann hefði hitt Krústjov að máli í Englandi. Hefði hann dáðst mjög að mergj- aðri kímnigáfu hans, ráð- vendni hans og hressileik. Sem leikara kvaðst Chapl- in finnast mikið til um and- lit hans, það vær karl- mannlegt og dálítið hrjúft. Chaplin sagðist naumast eiga nógu sterk orð til þess að lýsa yfir aðdáun sinni á hlátrinum í honum, hann væri beinlín- is stórkostlegur. Mér geðj- ast vel að svona stórkarla- hlátri og fæ traust á mönn um, sem hlæja svona dátt, sagði Chaplin. Minnngar Chaplins munu birtast í tímaritinu ,;Okto- ber“, sem er bókmennta- rit. Hefur Tass-fréttastof- an skýrt frá þéssu nýlega. Tízkan trá Rómaborg FYRIR skömmu skýrði Opnan frá því sem nýjast er í Parísartízkunni. í dag er röðin komin að nýjustu Rómartízku. UPI-fréttastofan hermir, að tízkuhús Fontana-systr- anna vilji nú helzt, að kven fólkið klæðist sem mest skinni þennan árstíma. — Hafa þær framleitt mikið safn kjóla — allt frá „kokk teil-kjólum“ til hlýralausra kjóla. Systurnar segja, að þær hafi fengið hugmyndina að þessari nýju tízku í þotu- flugferð yfir Egyptalandi. Nokkrar tízkusýningadam- anna munu líka hafa greitt hár sitt í stíl við egypzku sfinxana. Kjólasíddin er sú sama og á síðasta ári og engar nýjar línur munu hafa komið fram. Svart og brún- rautt verða algengustu lit- irnir í vor- og sumar módel um. — Fontana-systurnar munu hafa komið fram með nýjan Ht, „Italíu- blátt“ — sem er eins kon- ar grá-blár litur. Hafa þær sýnt „skjört“ 0g sport- jakka í þessum lit. Kvöldkjólarnir er síðir og flestir hvítir með gull- bróderingum og perlum. Stráhattur nokkur vakti mikla eftirtekt, af því að hann var með „eyru“ og ekkert í hnakkanum. Sumarkjólarnir voru með jakka. Mikið bar á „cape“ úr skinni, sem „slög“ héldu saman. Þessi tízkusýning Fon- tanasystra er sú fyrsta sem þetta fræga tízkuhús held- ur í ár, segir UPI að lok- um. settans gömlu taugina? S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Herra Gæsahúö HITCHOK, — einn frægasti framleið- andi hryllingsmynda, ber svo sannarlega nafnið „herra Gæsa- húð“ með rentu, því að varla fyrirfinnst sú sála, sem ekki fær gæsahúð við að sjá einhverja mynda hans. Síðasta mynd- in, sem færir fólki ununina af hryllingi og gæsahúð, heitir „Psycho“. Þess var beðið í ofvæni í marga mánuði að myndin kæmi á mark aðinn, því að ekkert var látið uppi um efni og gang mynd- arinnar. Ekki mátti láta neitt uppi um töku myndarinnar, svo að ekki er að furða ofvæni á fólki. En bak við luktar dyr hefur Hitchok framleitt eitt mesta stórvirkið á sviði kvikmyndalistarinn- ar, að því sagt er. — Áhorfendur verða svo sannarlega ekki sviknir af góðri skemmtun við að sjá „Psycho“. Þessi merkilegi maður, sem eftir út- lítinu að dæma gæti verið barngóður frændi eða fjölskyldu vinur, en ekki fram- leiðandi hryllings- mynda, er fæddur í Lundúnum árið 1889 og hefur starfað í kvikmyndaiðnaðin um í hartnær 40 ár, fyrst sem handrita- höfundur og síðar sem leikstjóri 0g framleiðandi. Með myndinni „Konu- hvarf“ skömmu fyrir 1940 var sæti hans sem fremsti hryll- ingshöfundur kvik- myndanna tryggt. — Sagt er, að aðeins ein mynd eftir hann hafi tekizt miður, en það er myndin „Hver drap hann Harry“. S s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Eins og skýrt var frá hér í Alþýðublaðinu fyrir skömmu er efnt til ítalsks kvölds í Storkklúbbnum nú í kvöld, laugardag. — Munu ítalskir kokkar framreiða ítalskan mat og allur salurinn verðúr skreyttur á ítalskan máta, t. d. verður komið fyrir stórum gondól í salnum. Þar eð hér er um skemmtilega nýbreytni að ræða þótti Opnunni girni- legt til fróðleiks að kynn- ast þessu dálítið nánar. Brá hún sér því niður í Stork- klúbbinn 0g hafði tal af nokkrum þeim listamönn- um, sem skemmta þar í kvöld. En eins og kunnugt er hefur ítölsk’ hljósveit skemmt þar undanfarinn hálfan mánuð við miklar vinsældir gesta klúbbsins. Við vorum svo heppnir að rekast inn á miðri æv- ingu listamannanna. Við hljóðnemann stóð skeggj- aður maður með gítar og spilaði og söng. Við eitt borðið sáum við hvar útlendingslegt fólk sat og rabbaði saman. — Könnuðumst við strax við einn þeirra, en það var ít- alinn Salvadore Tola, sem hér hefur búið í nokkur ár og er Reykvíkingum að ýmsu kunnur. Við gengum að borðinu, heilsuðum Tola og bárum upp erindið. Leizt honum vel á það, og bauðst til að vera túlkur, þar eð útlend- ingarnir munu lítið annað tala en móðurmál sitt. — Kynnti hann okkur því næst fyrir þeim og reynd- ust þau vera hljómsveitar- stjórinn sjálfur, Gabrielli Ortizi, unnusta hans dönsk, sem þátt tók í dönsku feg- urðarsamkeppninni í fyrra og kom hingað til lands á þriðjudag, 0g loks söngvari hljómsveitarinnar, — Aldo Rinciotti. Sv0 skemmtilega vildi til, að Tola var einmitt að skrifa uppkast að matseðl- inum í kvöld, en sem fyrr segir verður eingöngu ít- alskur matur á boðstólum. Gaf hann okkur afrit af uppkastinu og birtum við það hér með til gamans: Apcritivo (Vermuth)/ — Antípasto Misto/ — Minc- strone/ Spaghetti/ Risotto — Cotolette alla Bolog- nesse/ Bistecche/ — Ara- gosta/ Cacciucco/ - Torta Reale/ Cliiaht. Því næst spurðum við nokkurra spurninga og hafði Ortizi aðallega orð fyrir þeim. Sagði hann, að þeir hefðu komið hingað 5. janúar og færu héðan um 5. febrúar. Aður en þeir komu hingað skemmtu þeir á Adlon í Kaupmannahöfn. — Við kunnum alveg á- gætlega við áh sagði Ortizi. Me þeir yfirleitt yng mennf gerizt t.d. Þeir hafa ef tii v öði’u vísi skapl engu að síður ku: alveg- ágætlega v Þetta er skemm breyting fyrir c okkur þykir gams ast í samband fólk. Píanóleikarinn g 21. jan. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.