Alþýðublaðið - 21.01.1961, Page 10
VVWV>WtWWWVWVWWVWWWWMWW WVMVmVW WWWVVWiWUViM'MVMAWVVVVVVM
Kitstjóri: Örn Eiiisoa
Fhmakeppní SKRR
háb um helgina
í GLUGGUM Verzl. L. H.
Míiller eru þessa dagana út-
stilltir 10 silfurbikarar, sem
eru farandbikarar í hinni ár-
legu firmakeppni Skíðaráðs
Reykjavíkur, og er þetta í
fyrsta sinn, sem keppt er um
jafn marga silfurbikara í
firmakeppni Skíðaráðsins.
‘ Um 30 beztu Skíðamenn
Reykjavíkur taka þátt í keppn
inni. Mótstjóri er Bjarni Ein-
arsson, þaulvanur skíðakappi,
sem nýlega hefur orðið fyrir
meiðslum, en Skíðaráðið hefur
verið svo lánsamt að fá hann
samt sem áður til að standa
fyrir mótinu. Er þetta í fyrsta
skipti sem einn af okkar
beztu skíðamönnum hefur á
hendi mótstjóm. Líkur eru
fyrir því, að Bjami muni taka
þátt í öllum öðrum skíðamót-
um á vetrinum, ásamt lands-
móti skíðamanna.
Brautarstjóri er okkar vin-
saeli skíðakappi Stefán Kristj-
ánsson, sem undanfarandi hef
ur annast kennslu fyrir hönd
Skíðaráðsins.
Hinn gamalkunni skíðamað-
ur Ármenninga, Ólafur Þor-
steinsson, mun. verða kynnir
mótsins.
Eins og áður hefur verið
skýrt frá, eru 100 firmu skráð
til keppninnar.
Fyrirhugað var, að keppnin
færi fram í brekkunni við
Skíðaskálann í Hveradölum,
en þar sem útlit er fyrir að
ekki verði nægilegur snjór,
mun keppnin fara fram í
Hamragili við hinn nýreista
skála ÍR-inga.
Ferðir á mótstaðinn eru
auglýstar frá BSR.
Að mótinu loknu verður
sameiginleg kaffidrykkja í
Skíðaskálanum í Hveradölum,
fyrir firmun og keppendur og
starfsmenn mótsins.
Ungir íþróttamenn /.
ÞEIR, sem á undanförmun
árum hafa „sótt völlinn“ og
horft á knattspyrnukapp-
leiki, hvort heldur er í Is-
Iandsmóti eða milliríkja-
keppni, hafa veitt óskipta
athygli ungum Ieikmanni,
sem öðrum fremur hefur oft
gert þeim glatt í geði með
snerpu sinni, hraða og bar-
áttuhug. Þessi ungi knatt-
spyrnukappi heitir Orn
Steinsen, Reykvíkingur í
húð og hár, fæddur „fyrir
vestan Iæk“ og segir það
sitt um það, undir hvaða fé-
Iagsmerki hann niun hafa
skipað sér. Örn er rúmlega
tvítugur, fæddur 11. jan.
1940, sonur hjónanna Vil-
helms Steinsen bankafull-
trúa og konu hans, Krist-
ensu.
Örn hefur allt frá barns-
aldri haft mikinn áhuga á
íþróttum, einkum heillaðist
hann fljótt af knattspyrn-
unni.
Langt inni í Vesturbæn-
um, við Framnesveginn, var
dálítill völlur, sem brátt
varð ein aðalbækistöð Arn-
ar og félaga hans, svo
nærri stappaði að telja
mætti þar annað heimili
þeirra, og þyrftu foreldrarn-
ir eða aðrir að hafa upp á
snáðunum, mátti ganga að
þeim þar vísum alla daga.
Örn kom fyrst fram í al-
vöru, á knattspyrnusviðinu
árið 1954 er hann hóf að
leika með KR í 3. fl. Lék þá
þegar ekki á tveim tung-
um, að hér var á ferðinni
mikið knattspyrnumanns-
efni. Er hann hafði svo ald-
ur til, fór hann í 2. fl. og
loks árið 1958 hóf hann að
leika með meistaraflokld
félags síns, en þar hefur
Iiann jafnan Ieikið hægri
útherja og gert þeirri stöðu
betur skil en flestir aðrir.
Árið 1959 var Örn með að
vinna íslandsmótið fyrir KR
og varð þá íslandsmeistari í
fyrsta sinni. Þá hefur Örn
leikið 7 sinnum í landsliði
íslands, í fyrsta sinn árið
1959, sem hægri útherji og
vissulega brást hann ekki
þar frekar en endranær. —
Æðrulaus og jafnhugaður
hvernig sem stríðið þá og þá
var blandið, snöggur og
snar jafnt í sókn sem vörn.
Auk knattspyrnunnar hef
ur Öm tekið þátt í öðrum
íþróttagreinum, einkum
hlaupum, 1500, 200 og 100
stikna, cnda sérlega snarpur
á sprettinum, svo sem við-
brögð hans „á kantinum“
sanna. Einnig hefur hann
lagt stund á handknattleik
sem hann telur skemmtileg-
astan íþrótta. Hann liefur og
keppt bæði í hlaupum og
handknattleik fy.rir félag
sitt.
Á árunum 1955—56 lagði
Örn og tveir félagar hans,
þeir Þórólfur Beck og Skúli
B. Ólafs, mikla rækt við
knattþrautir KSÍ. Hlutu all
ir að launum fyrir erfiði
sitt gullmerki sambandsins,
sem er æðsta viðurkenning-
armerkið af þessu tilefni.
Kvað Öm knattþrautirnar
vera hina ágætustu undir-
stöðu hverjum knattspyrnu-
manni til að byggja á, en
þó því aðeins að vel og
dyggilega sé að þeim unnið
við æfingar allar. Hér komi
það sama til og við annað
nám, samvizkusamleg vinna.
Annað sé gagnslaust.
Vissulega má telja með
sanni, að allar íþróttir hafí
til síns ágætLs nokkuð, seg
ir Örn, en ég tel enga jafn-
ast á við knattspyrnuíþrótt-
ina, bætir hann við, hún er
allra íþrótta blæbdigða;rík-
ust og hefur upp á flest
skemmtilegustu tilvikin að
bjóða. En eins og sagt er ,að
enginn verði óbarinn biskup,
má fullyrða að enginn verð-
ur vel hlutgengur á
knattspyrnuvellinum nema
hann leggi sig allan fram.
Enginn skyldi telja sig um
of öruggan með stöðu sína í
flokki, þar á til að koma
samkeppni, byggð á árvekni,
dugnaði og samvizkusemi
við æfingar, segir þessi
Framh. á 14. síðu
aWVVUVVViVWWVmVWWVVWWVMUMWW VVUVVVWWVWVVWVVVVVVVVVWVmMWVMVVVVV
Vals-
mófiö
i kvöld. Keppnin hefst kl. 8,15.
i Þau félög, sem tapa eru úr leik
■ og er búizt við spennandi
j keppni. ■
í
Afmælismót Vals í handknatt
leik heldur áfram að Háloga-
landi um helgina og verður
keppt bæði í kvöld og annað
VWHWVWWWWWWVWWWWWW
VIÐ skýrðum frá því
nýlega, að rússneskur
fimleikaflokkur kvenna
hefði nýlega sigrað
bandarískar, en þær
hafa ferðast um Banda-
ríkin nýlega og sýnt fim-
leika við mikinn fögnuð
áhorfencía. Daman á
myndinni heitir Margar-
ita Nikolayeva og er ein
af þeim beztu í rúss-
neska flokknum. Rúss-
nesku stúlkurnar sigruðu
í keppninni með 153,199
stigum gegn 149,967.
HWWMHWVWHVWIMWVWWVW
SÆNSKA íþróttablaðið
birti bezíu afrek í stökk
greinum í heiminum sl.
ár sl. miðvikudag. — í
þriggja d'álka fyrirsögn
segir, iað Ísíendingur sé
fremstur allra Norður-
landabúa í einstakri
grein, en slíkt hefur
aldrei skeð áður. Er þar
átt við þrístökksafrek
Vilhjálms Einarssonar —
16,70 m. Sá næstbezti er
Svíinn Dan Waern, en
haun var þriðji í 1500 m
hlaupi í fyrra.
21. jan. 1961 — Alþýðublaðið