Alþýðublaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 1
VEÐRIÐ í Washington að- faranótt föstudags var svo slænit, að um skeið leit út fyrir að fresta yrði útihátíða- höldum í sambandi við em- bættistöku Kennedýs. Þrjú þúsund manns vann að því um nóttina að ryðja snjó af aðal- götum borgarinnar. Alþýðublaðið fékk þessar upplýsingar í gærdag í stuttu símtali við Thor Thors ambassa dor. Hann og frú Ágústa kona hans voru að sjálfsögðu rneðal gesta þegar Kennedy sór embættiseiðinn og síðan í oþinberri hádegisveizlu í Blair House og mikilli kvöldveizlu í Mayflower höteli. Frú Ágústa var á skautbúningi. Kennedy, ráðiherrar hans og konur þeirra komu í May- flower-veiziluna cg 'heilsuðu upp á gesti. Þetta kvöld voru opinberar veizlur haldnar á fimm stöðum í Washington og kcmu Kennedyhjónin í þær allar. Mun nýi forsetinn ekki hafa komizt í háttinn fyrr en um þrjúleytið, en að skrifborði sínu var hann engu að síður kominn fyrir tíu daginn eftir. Thor Thors ambassador hef- ur þekkt Kennedy forseta per sónulega um alllangt árabil. Þá kynnist hann einnig, Jack- ie“, konu forsetans, þegar bún starfaði sem blaðamaður í Washington. Þetta er í sjötta skipti sem Thor fir viðstaddur þegar bandarískur forseti sver em- bættiseið sinh. Hann var tvisv ar við embættis'tcku Rosevelfs, hann var meðal gesta þegar Truman tók við stjórnartaum- unum og hann sá Eisenhower sverja eiðinn 1952 og aftur 1956. í símtalinu við Alþýðublað- ið kvað sendiherrann emþsett- istökuna hafa verið hátiðlegí og virðulega að vanda. Á pal'linum þar sem Kenm dy sór eiðinn sátu þeir fremsl ir forsetaefnið og fráfarandi forseti, varaforsetaefnið og fiiÉ farandi varaforseti, þ. e. Nix- on. Með þeim voru konm þeirra. í nsestu röð kom fjölskylda nýja forsetans, en þá dómarar hæstaréttar og diplómatar. Á sendiherrahekOc var skipað eft ir embættisaldri og voru ís- lenzku sendiherrahjónin þar í fremstu röð, enda hafa að- 11 af 94 erlendum sendi- herrum í Washington lengri embættisferil að baki þar á staðnum en Thor Thors. Thor tjáði Alþýðublaðinu, að Eisenhower hefði fyrstur óskað Kennedy til hamingju er hann hafði svarið embætt iseiðinn. Eftjr það höfðu þeir stólaskipti, cg sat hann nú fremstur á paHinum hinn nýi forseti. Thor Thors sagði að lokum, að ailt hefði gengið að ósk- um í sa'mbandi við forsetaskipt in þrátt fyrir herfilegt veður úrlit. En svo mikili Var.mannfjöld ínn og svo mikiil snjórinn,.að fólk Var fimm til sex klukku- tíma að komast heim til sín vegalengdir sem venjulega má fara á hálfri stundu. KEISARINN SEM BEITIR SVARTRI GESTAPO 7. SÍÐA SÁTT ATILLAGA Á DÖFINNI? SAMNINGAFUNDUR í sjó- niannadeilunni stóð til kl. 4 í fyrrinótt. Ekki boðaði sátta semjari nýjan fund í lok þess fundar eins og veiija hefur verið til og er talið,' að ástæð an sé sú, að í unSirbúningi sé sáttatillaga. Má ínú heita, að samkomulag hafþnáðst um öll önnur atriði eti aflapró- sentuna og tryggingúna. I nHMMUMHtMHMtHMmim* Á fundinum í fyrrinótt. Lækkuði sjómenn enn kröfu sína um aflaprósentuna. Fóru þeir með kröfu sína ni$ur í 33 % en áður höfðu þeir gert kröfu á 33.5%. Útvegsmenn halda hins vegar fast við 27.5 % sem hámark. | HMMttMMMMMMMMMMMM. MIÐLUNARTILLÖGUR. Samkvæmt vinnulöggjöfinni hefur sáttasemjari ríkisins heimild til þess að bera fram miðlunartillögu, beri samninga umleitanir milli dei'luaðila ekki árangur. Skal sl'ík miðl- unartillaga lögð fyrir félög launþega og atvinnurekenda, er í deilu eiga. Sátta'semjari skal þó ráðgast við fulltrúa að:la áður en miðlunartillag an er borin fram. Miðlunar- tillaga telst felld, ef minnst 50 % af greiddum atkvæðum hjá hvcrum aðila eru á móti henni enda hafi minnst 35% atkvæðisbærra manna greitt atkvæði. Á móti hverjum ein um af hundraði, sem tala greiddra a'tkvæða lækkar nið- úr fyrif 35%, þarf móttak- kvæðafjcldinn að hækka um einn af hundraði tU að fella tillöguna. HANN HANNES ÁJ HORNINU TEKUR LÍT- ILLEGA í LURGINN Á „YFIRSTÉTT ARDÖM U“ Á ANNARRI SÍÐU í DAG.' MMMMMMMMMMMMMMM* 42. árg. — Sunnudagur 22. janúar 1961 — 18. tbl. Veðurútlitið var afleitt en .. ALLT GEKK AÐ ÓSKUM Sunnudagsmyndin okkar í dag er af grænlenzkri telpu, sem kvað eiga færeyska fósturforeldra og er búsett hér í Reykja- vík. Myndin kom til okkar eftir, krókaleiðum sem of langt mál yrð’i að rekja. Nafnið telpunnar vitum við ekki. GAMAN!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.