Alþýðublaðið - 22.01.1961, Side 3

Alþýðublaðið - 22.01.1961, Side 3
Þjénar drottins frumsýnt hér N. K. FIMMTUDAG frumsýnir I>jóðIeikhúsi8#leikritiÖ „Þjón- ar drottins“ eftir norska skáld- ið Axel Kielland. Leikurinn var frumsýndur 1955 í þjóðleikhús inu norska í Oslo og var sýnd- ur 68 sinnum á sama leikárinu og hafði þá ekkert leikrit geng- ið jafn vel í því leikhúsi um langan tíma. Síðan hefur leik- urinn verið sýndur í flestum leikhúsum Noregs við ágætar viðtökur og á seinni árum hef- ur hann einnig verio sýndur í öllum helztu leikhúsum hinna Norðurlandanna. Leikurinn er byggður á sann sögulegum atburði, er gerðist í Svíþjóð fyrir nokkrum árum, eða nánar tiltekið máli Helan- der biskups. Þetta mál var Nýr rafmagns- stjóri ráðinn Á FUNDI bæjarráðs Reykjavíkur sl. fimmtudag, voru lagðar fram 4 umsókn- ir um starf rafmagnsstjóra. Þeir sem sóttu ium voru Bald- ur Steingrímsson, Jakrfi Guð- johnsen, Páll Sigurðsson og Valgarð Thoroddsen. Baejarriáð isamþykkti með sambijóða atkvæðum, að mæla með því við bæjarstjórn, að Jakob Guðjohnsen verði ráð- inn ráfmagnsstjóri. Valgarð Thoroddsen aftur- kallaði umsókn sína, en sótti um starf ytfirverkfræði ngs við rafmagnsveituna, ef það losn- aði. Bæjarráð samþykkti, að Valgarð yrði ráðinn í starfið. mjög mikið rætt á sínum tíma og mikið um það skrifað í blöð og tímarit. Það má segja, að þetta hafi orðið eitt mesta deilumál, sem risið hefur innan kirkjunnar á Norðurlöndum hin síðari ár. Eins og 'kunnugt er var Hel- ander biskup sakaður um að hafa skrifað níðbréf um keppi- naut sinn í biskupsembætti. Út af þessu spannst mikill mála- rekstur og margir álita, að aldrei hafi sannast hver hinn seki var í raun og veru. — 'Var Helander biskup dæmdur sak- laus? eða var hann sekur? Þetta er uppistaðan í leik- riti Kiellands „Þjónar drottins“ og finnur höfundur sína skáld- legu lausn við því svari. Kielland fléttar ýmsu öðru inn í leikinn, einkum kirkju- legum málum frá sínu eigin landi. Hann fer skáldlegum höndum um efnið og honum tekst að skapa spennu, sem helzt frá byrjun til leiksloka. Leikstjóri er Gunnar Eyjólfs son og er þetta þriðja leikritið, sem hann setur á svið hjá Þjóð leikhúsinu. Hin voru „Á yztu nöf og „Tengdasonur óskast“, sem sýnt var við miklar vin- sældir á s. 1. vetri. Þýðingin er gerð af séra Sveini Víkingi en leiktjöld mál- uð af Gunnari Bjarnasyni. Hlutverkin í leiknum eru 13 að tölu, Valur Gíslason leikur biskupinn, Anna Guðmunds- dóttir er biskupsfrúin, Rurik Haraldsson leikur dr. Forn- 'kvist, keppinaut um biskups- embættið. Auk þeirra fara með stórhlutverk Ævar Kvaran, Róbert Arnfinnsson, Lárus Pálsson, *Herdís Þorvaldsdóttir, Haraldur Björnsson o. fl. POKOK POKOK eftir Jökul Ja- kobsson, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi fyrir nokkru virðist ætla að hljóta vinsældir eftir undirtektuin á sýn- ingum að dæma. Á með- fylgjandi mynd sjást lag- anna verðir að störfum. Þcir eru leiknir af Brynj- ólfi Jóhannessyni og Valdimar Lárussyni og vekja þeir mikla kátínu. Næsta sýning á Pókók er í kvöld kl. 8,30. MMMWmVWMWWWVWWWVnMWMWVWVWVMW FiSKIMJOLSRAÐ- STEFNA IRÓM Verðlagseftirlitið vantar starfsfólk í BLÖÐUM í gær var aug- lýsing frá verðlagsstjóra, þar sem vcrðlagseftirlitið óskar cftir að ráða mcnn til eftirlits starfa nú þegar eða scm fyrst. Er umsóknarfrestur til 1. fe- brúar. I tilcfni af þessu sneri Alþýðublaðið sér til Kristjáns Gíslasonar, verðlagsstjóra, og spurðist frétta. Verðlagsstjóri sagði, að skrif stofan væri fyrst nú að fá að taka menn í skörð, sem mynd ast hafa í starfsliðið undan- farið. Hefði lengi verið allt of mannfátt á verðlagsskrifstof- unni og alltaf fækkað. Aðspurður sagði Kristján, að 3—4 menn hefðu haft eftir lit með verzllunum í Reykja- vík að undanförnu. Undir skrif- stofu hans heyrir svæðið s-uð vestanlands allt austur í Vík í Mýrdal, en nú vær-i í ráði að breyta skipulaginu nokk- uð. Mun umdæmi verðlagsstjór- ans í Reykjavík verða fært út alflt vestur í Dali og ráðinn einn maður til gæzlu á svæð- inu héðan vestur þangað. Kem ur hann í stað þriggja trún- aðarmanna verðlagseftirlitsins, sem verið hafa á Akranesi, Borgarnesi o.g í Ólafsvík. — a. ALÞJÓÐLEG ráðstefna vcgna hinnar miklu fram- leiðsluaukningar og verðfalls á fiskimjöli verður haldin í Rómaborg dagana 20. til 29. marz næstkomandi á vegum Matvæla og landbúnaðarstofn unar Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnan, sem er haldin vegna áskorunar nokkurra rík isstjórna, mun ræða hentugar leiðir til þess að auka eftir- spurn og neyzlu á fiskimjöli og reyna að tryggja sem stöðugastan markað. Möguleikar til framleiðslu fiskimjöls í heiminum hafa stór lega vaxið á undanförnum ár- um, eða frá 1,200 þús. tonnum árið 1954 í 1,900 þúsund tonn 1959. Peru, sem framleiddi 16,500 tonn af fiskimjöli ár- ið 1954 hafði tuttugufaldað framleiðslu sína árið 1959. Á sama tímabili hafði Chile fjórfaldað framleiðslu sína, Danmörk, ísland, S-Afríka og Rússland tvöfaldað sína fram- leiðslu og Bandaríkin aukið hana um fjórðung. Notkun ' l tskimjö!'/] hefur ekki aukizt að sama skapi og framleiðslan, einkum á tveim síðustu árum. Afleiðingin er sú, að birgðir hafa safnazt og árið 1960 neyddust nokkur lönd til að draga úr franv leiðslu sinni. Verðið hefur fallið frá 130 dollurum á tonnið í 75 doll- ara á tonnið. Tekjur sjó- manna og framleiðenda hafa því stórlega dregizt saman. Fjölmennasta jarðarför á Suðurlandi ÚTFÖR Egils Tliorarensen kaupfélagsstjóra, fór fram í gær að viðstöddu gífurlegu fjölmenni. Kveðjuathöfn fór fram frá Dómltirkjunni kl. 10. Var kirkjan fullsetinn og for- seti íslands og ráðlierrar og fleira stórmenni viðstatt. Kl. 1 hófst athöfnin í Selfoss- kirkju, þar sem séra Árelíus Níelsen flutti minningarræð- una. Kirkjukór Selfoss söng udir stjórn Guðmundar Gils- sonar organleikara. Síðan fór fram kveðjuathöfn á torginu fyrir framan Kaupfélag Árnes- inga. Björn Fr. Björnsson, al- þingismaður, flutti kveðjur Rangæingá, Páll Hallgrímsson, sýslumaður, kveðjur kaupfé- lagsstjórnar og Árnesinga, og Valdimar Pálsson, gjaldkeri KÁ, kveðjur starfsfólks félags- ins. Loks var ekið að Laugar- dælum, þar sem jarðsett var. Var bílalestin samfelld frá Sel- fossi að Laugardælum og munu hundruð bíla hafa verið í lest- inni. Á eftir var erfisdrykkja í Selfossbíói. Öll athöfnin var hin virðu- legasta útför, sem gerð hefur verið á Suðurlandi fyrr og síð- ar. Munu menn úr öllum hreppum sunnanlands og fjöldi fólks annars staðar að, einkum frá Reykjavík, hafa verið við útförina. BELGÍSKIR hnefaleikarar voru í gær viðstaddir útför fé- laga síns, Joseph Woussem. — Woussem þegsi var fyrrverandi léttvigtarmeitari í linefaleik og var 32 ára gamall. Hann lézt í óeirðum verkfallsmanna og lög- reglu í Chenee nálægt Liege á mánudaginn. Þúsundir verk- fallsmanna fylgdu honum til grafar. Á FIMMTUDAGINN varð vélbilun í olíuskipinu Þyril, þar sem það var á siglingu um 60 til 70 sjómílur suður af Vestmannaeyjum. Skipið var með lýsisfarm, sem átti að fara til Englands, en það varð að snúa við, og liggur nú í Vestmannaeyjahöfn. Þyrill hafði tekið lýsisfarm- inn i Reykjavík, á Siglufirði og í Hafnarfirði, og hafði ver ið á siglingu nokkurn tíma þeg ar tannhjói í kambás bilaði. Snéri skipið þá strax við til Vestmannaeyja, og komst þang að af eigin rammleik. Var þó bilar óttast að fieiri tann’hjól kynnu að fara. í gær lá skipið í Vest- mannaeyjum, og fór athugun fram á því, hvort hægt væri að smíða nýtt tannhjól hér á landi, en að öðrum kosti verð ur að panta það erlendis frá. Þegar Alþýðublaðið ræddi í gær við Skipaútgerð ríkisins, var ekki afráðið hvað gera skyldi, en taldar voru líkur á því, að varðskip yrði fengið til að draga skipið til Reykja víkur. Af þessari vélbilun hlýzt nokkur töf, og er enn ekki vit að, hve langan tíma það tekur að koma vél skipsins í lag aftur. — ár — Alþýðublaðið 22. jan. 1961 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.