Alþýðublaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 13
 i íslendingár veiða meiri fi^k en nokkur önnur þjóð í heimi, j miðað við fólksfjölda . . . Samkvæmt nýjustu tölum veiðum við 1 sem svarar ænr 4000 kg. árlega á hvert mannsbarn í landinu . . . Næstir eru Norðrdenn með 600 kg. aflamagn á íbúa. Næsta framhaldsleikrit útvarpsins verður liluti úr hinni frægu skáldsögu John Galsworthys „Forsythe Saga“ ogr hefst eftir 2-3 vikur . . . Brynjólfur Bjamason mun innan skamms : flytja nokkur sunnudagserindi í útvarpiff um heimspekilegr efnL | ÞÁTTUR Sigurðar Magnús scnar í Ríkisútvarpinu s. 1. sunnudag er mikið umtalað- ur, bæði manna á milli og í blöðum. Skal 'hér ékkert rætt um sterka bjórinn, en á hitt vildi ég minnast o? átelja leiðaragrein, sem birtist í dag (17/1.) í Alþýðublaðinu, þar sem vikið er hastarlega að Góðtemplarareglunni og um leið að þeim Freymóði og Gunnari Dal, sem töluðu á móti sterka bjómum. Ég verð að segja það sem hlutlaus hlustandi, að mér fannst allir fjórmenningarn- ir flytja mál sitt vel, mæltu vel og skarpt, hver frá sínu sjónarmið;. Slíkar umræður í útvarpssal eru nauðsynleg- ar, hlustendur hafa gaman að þeim og fá ofit veigamikilar upplýsingar um það málefni, sem um er rætt. Enda spyrj- andinn Sigurður Magnússon sérstaklega laginn að stjórna þessum sarntölum. En það er aldeilis ómaikSegt af leiðara- höfundi Albvðublaðstns að veitast að talsmönnum Góð- templarareglunnar, sem þarna komu fram. Ég skal taka það fram að ég er ekki , -eglunni, en hefi alla tíð fvigs-t með störfum hennar °g bvkist þess vegna dómbær um að ræða um starfsemi hennar, og þá ekki sízt þegar hún er löðrunguð í blaði því, er ég hefi stutt frá því fvrsit, er það hóf göngu sína. Greinarfhöfimdur spyr: ,,En hvert er starf hennar? Hvað gerir hún?“ 0. s. frv. Það er hart að þurfa að lesa svona snurningar frá greindum og gegnum mönn- um í ábyrgðarstöðum. Góð- templarar svara eflaust fyrir icig. Það er rí’ítum lýðum Ijóst, að Góðtemplarar hafa unnið ómetanlsgt þjóðnytjastarf meðal íslenzíku þjóðarinnar um marga undanfarna ára- tugi. Leiðarahöfundur ætti að fé uPplýsinvar um störf regl- unnar í Revkiarvik undan- fama áratugi Ég ætla ekki hér að benda honum á neina séibtc|ka menn, sem han,n ætti að eVq viðtal við. En ég vildi benda honum á. að fíestir fyrstu vmklýðsbaráttu mennirnir voru sannir Góð- templarar. Oir segja má, að innan reglunsr á þeim árum var hinn sterki kjarni, sem myndaði verVtvð=ihreyfinguna íslenzku. Þar- barf ekki að nefna nein nafn, en leiðara- höfundi vildi ég benda á að fletta upp í gömilum Alþýðu blöðum frá þeim tima, cg væri þá útaf fyrir sig óþarfi að segja: „En hvar er starf 'hennar? Þegar deilt er um málefni, er gott jafnan að líta á hlut- ina hið næsta sér. Hér í Hafnarfirði eru starf andi 3 Góðtemplarastúkur, Morgunstjarnan um 75 ára gömul, Daníelsher 72 ára og unglingastúka um tveggja ára gömúl. í gömlu stúkun- um eru á 4ða hundrað með- lima. Hafa þær uppi öflugt starf, aðallega á vetrum, með skemmtikvöldi hálfs- mánaðarlega, qg er öliium frjálst þar að koma. Auk þess halda þær svo sína fé- lagsfundi. Skemmtanir stúknanna eru viðurkenndar hér í Firðinum og myndi margur sakna, ef þessi þáttur í skemmtanalífi bæjarins niður leggðist. Þá hafa stúkurnar í félagi við bæjarfélagið og Áfengisvarn- arráð komið á fót tómstunda vinnu fyrir unglinga, sem virðist ætla að gefa ágætan árangur hér í Hafnarfirði. Auk þess leggja þær til hús- næði fyrir þessa starfsemi. Mér er ekki kunnugt um hve marga 'stúkup þessar hafa frelsað frá ofdrykkju. en ég iget ■ fullyrt að það andrúms- loft, sem þær ihafa skapað hér í bænum, Ihefir haft sín áhrif á móti ofnautn áfengis. Það má vel vera að starf- semi hinna ýmsu Góðtempl- arastúkna sé minni en áður fyi’r var, og nær það ef til vif’l upp í effjtu raðir reglunn ar. En það e,- nú svo um rnargar þjóðhollar hreyfing- ar, að úfchald’ð vill oft vanta. T. t. var ungmennahreyfingin á fyrstu áratugum þessarar aldar miklu öflugri en nú, enda átti hún þá eldheita for- 's.varsmenn og ieiðtcga. Og é-v myndi ekki þora að segja við þá imenn, er henni stjórna nú: Hvað er starf ykk ar? Ekkert frekar en demba svona sPurningum yfir alla Góðtemplarar á íslandi. Nýir siðir, nýir þjóðfélags- hættir hafa torveldað starf góðtsmplara hin síðari ár. Og allar góðar félagsmáia- hreyfingar í Iheiminum, Ihvar sam er, eiga sína fram farasögur, afturkippi, o. s. frv. En við megum ekki sparka í þjóðho]lar hreyfing- ar og gera þeim starfið erfið ara. Og sízt af öllu mega blöð in, sem hafa mikil áhrif á fólkið í landinu, vega ódrengi lega að þeim. Ég vil að lokum segja það, að það hryggði mig mikið, mjög mikið, að Alþýðuhiiaðið, 'sem alla jafna frá fyrstu tíð, með sárafáum undantekning um, hefur léð reglunni fylgi sitt, skyldi nú vega svona heiftarlega að Góðtemplara- reglunni á íslandi. Og ósíka vildi ég þess, að ég þyrfti ekki að lesa slíkar árásir framar í því blaði. Með þöklk fyrir birtinguna. “ Hafnarfirði 17/1. 1961. Óskar Jónsson. Einar Benediktsson hefur verið skipaður deldarstjóri í efnahagsmálaráðuneytinu frá 1. ianúar 1961 . . . Guðmundur Magnússon hefur verið settur skólastjóri barnaskólans við Laugalæk í Reykjavík frá 1. sama mánaðar . . . Úlfur Ragnars- son hefur verið ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Eski- fjarðarhéraði frá 7. jan. til 1. febr. 1961. ★ Árið 1960 voru byggðir 97 bílskúrar, geymslur o. fl. því j um líkt í Reykjavík . . , Aðeins 6 þeirra voru úr timbri . . . ' Stærðin í heild var 4.233 fermetrar eða 11.055 rúmmetrar. I - • ! Oftlega heyrist kvartað yfir því, að hin eða þessi félög haldi • ekki aðalfundi svo árum skipti... Til dæmis mætti nefna: verkalýðsfélagið í Tálknafirði, kvikmyndafélagið Filmíu og ; brúðuleikhúsið Alþýðubandalagið ... Orðstír Filmíu til bjarg- ‘ ar verður þó að taka fram, að henni er ekki stjórnað af komm- ; únistum og er ekki félag í venjulegri m/ferkingu-.-.-. En það er Alþýðubandalagið raunar ekki heldur, að því að leikhússtjór- inn, Finnbogi Rútur Valdimarsson, upplýsti nýlega. ATHUGASEMD RITSTJÓRA. Alþýðublaðið vill vera vettvangur fyrir skoðanir og koma umræðum af stað með al lesenda sinna. Þess vegna setur það stundum fram spurningar eða fullyrðingar til að kalla fram andsvör. Svo v3r um spurningar þær um Góðtemplararegluna, sem höllvinur cikkar Óskar hér hefur svarað. Enginn máður efast um hið mikla starf sem reglan hefur unnið, þá miklu félagslegu þýðingu, sem hún áður fyrr hafðí fyrir þjóðina. Allir vita Framh. á 14. Bíðu. Þcssa dagana er mikið rætt og ritað um „sterkan bjór“ í tilefni af frumvarpi Péturs alþingismanns Sigurðssonar .... í þessu sambandi gætir nokkurs misskilnings, því að Pétur vill aðeins „veikan bjór“ — 314 ... Slíkt bætti Tékkum þunnur drykkur, því að þeir brugga allt að 18% bjór... Svipaða skoðun tjáir Sigurður Þórarinsson í ljóði: Vatnið er leiður vökvi, sem að varast ber! Slökkviliðið á Akureyri var kallað út 28 sinnum á síð-i astliðnu ári. ... Þar af þrisvar vegna ttveggja heybruna. ..., Engir stórbrunar hafa orðið á Akui’eyri síðustu tvö árin. Bandarískt fyrirtæki hefur fullkomnað tæki, sem límir saman alls konar plastfilmur og gervivefnað með hljóð- bylgjum, . . . Aðalkostir þessarar nýju tækni eru þeir, að engin hitun á sér stað í efninu, og því engin hætta á i skemmdum af völdum hans.". .. Þessi hljóðlíming er sögð mynda loftþétt samskeyti plasts, gervivefnaðar og ann- arra gerviefna. Fróðlegar þóttu mönnum útvarpsumræðumar um bjór- málið, sem fóru fram sl. sunnudag. Höfðu menn þó frekar gaman af heldur en fróðleik, þar sem mikill hluti ræðutímans drukknaði í æsingi og málæði þátttak- enda, sem töluðu oft allir í senn. Höfðu málsvarar „móti- bjórmanna11 þar algera yfir- hönd í vanstillingu og öfg- um. Það er alltaf svo með menn, sem taka öfgafulla af- stöðu til málanna, að þeir missa stjóm á sjálfum sér, þegar þeir verða varir við heil brigð andsvör. Þeir feta allt af einstigi heimskunnar á enda hvað sem á dynur, rök- semdir, sannanir eða góðar bænir. Þannig er einnig fram koma þeirra aðilja, sem berj- ast gegn því að íslendingar fái þann ótvíræða rétt, að geta valið á milli brennivíns, 40 % sterku og bragðvondu, og 3Þá% sterks bjórs, sem flestum þykir bragðgóður og mun vera hollur, sem mjólk, þegar hans er neytt eins og lög gera ráð fyrir. Þeir menn sem hafa sjálfir krýnt sig sið ferðispostula þjóðarinnar verða að horfast í augu við þá staðreynd, að þeir hafa ekk- ert umboð né neinn rétt til þess að reyna með misjöfn- um ráðum að taka fram fyrir hendur þjóðfélagsþegna, sem standa í einu og öllu við skuld bindingar sínar gagnvart þjóð félagi sínu og mannfélagi. Það samrýmist ekki mann- réttindaskrá lýðræðisins að þeir fái skert sjálfsákvörðun manna í kaupum og vali vöru tegunda. Á meðan vínföng eru seld hér á landi, sem lög- leg og viðurkennd verzlun- arvara á það að vera skýlaus réttur manna að geta valið á milli 3Vá% áfengis og 40% áfengis. Öfgar í hverri mynd, eru hæítulegar og sízt til þess fallnir að leiða þjóðina á betri vegu. Góðtemplarar eru sjálfsögð og ágæt samtök manna, sem einhverra ástæðna vegna treysta sér ekki til að neyta eða fara með áfenga drykki. Það er mjög skiljanlegt að að slík samtök manna séu til, en að þessir sömu menn heimti það af samlöndum sín um að þeir geri slíkt hið sama, er þeinlínis út í hött og verður alltaf. Sérhyggju- brölt Góðtemplara fellur ekki í jarðveg almennings, hér eru önnur samtök sem al- menningi fellur betur í geð, en það eru AA-samtökin og Framhald á 12. síðu. Alþýðublaðið —- 22. jan. 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.