Alþýðublaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 14
Fólk fær bata Framhald aí 7. síðu. að sætta sig við þessar reglur í sjúkrahúsi. Ég dvaldi lengi í sjúkrahúsi í haust — og þar var ekki leyft: að reykja og þar var slökkt ljós á slaginu. Það er þó ekki gert hér. Það .getur verið að flestir sakni þess að fá ekki kaffi. Það stendur ekki neitt oim kaffi í reglunum. Ég 'hef ekki skoðað öll her- bergi Hælisins, en þau, sem ég Jief kynnzt, eru stór og björt. Kýjustu herbergin eru með inn . byggðu salerni og steypibaði, IVeimur rúmum, legubekk, tveimur stólum, náttborðum við hvort rúm, skrifborði og hátalara. Hvað vilja menn heimta meira? Gluggar eru miklir og hiti nægur, að minnsta kosti í mínu herbergi, en mér er sagt að við og við komj það fyrir að vatn renni dræmt — og þá ekki aðeins hér, heldur yfirleitt í Hvera- gerði. Tvær hjúkrunarkonur vinna hér og hafa eftirlit með sjúkl- ingum, koma oft í heimsóknir og stjórna böðum. Ráðskonan virðist vera hinn mesti snill- ingur í eldhúsinu, eins og ég hef raunar sagt áður. Hér er yfirleitt allt eins og bezt verður á kosið. IV. Ég sagði í upphafi, að Jónas Kristjánsson læknir hafi verið iiugsjónamaður. Hann hóf starf sit't með eftirfarandi ávarps- orðum: „ . . . Náttúrulækningastefn- n* boðar trúna á lífið, á heil- brigði, jafnvægi og lífsgleði, en afneitar trúnni á sjúkídóma. Þar, sem friður ríkir, samræmj og heilbrigði, þar eru guðsveg- ir . . . .“ í inngangsorðum í lögum Náttúrulækningafélags íslands segir: „Tilgangur sambandsins er: a) að efla og útbreiða þekk- ingu á lögmálum heilbrigðs lífs og á heilsusamlegum lifnaðarháttum. b) að kenna mönnum að var- ast orsakir sjúkdóma og út- rýma þeim. c) að vinna að því, að þeir, sem veiklaðir eru orðnir eða sjúkir, geti átt kost á hjúkrun og lækningameð- ferð hér á landi með svip- uðum aðferðum og tíðkast hjá náttúrulæknum erlend- is. d) að stuðla að stofnun nátt- úrulækningafélaga víðs- vegar um landið. e) að st!yrkja bandalagsfélög- in í starfsemi þeirra og efla kynningu og samvinnu þeirra í rnilli". Þetta er grundvöllur þessara samtaka, og á þessum grunni byggist starfsemi Heilsuhælis- ins i Hveragerði. Sögurnar um sérvizku og oftrú eru ekkert annað en vanþekking, en van- þékking leiðir menn oft til þess að amast við því og af- flytja, sem þeir þekkja ekki. vsv. Op/ð bréf Framhald af 4 síðu. hér í Keflavík lítur al-menning ur á málið, sem sjálfsagða rétt lætiskröfu, sem raunar fyrr hefði mátt fram bera. Með vinsemd og virðingu, Hilmar Jónsson. Hannes á horninu. Framhald af 2. síðu. þúsund sem nú þegar sé allt fall- ið í gjalddaga. HVAÐ veldur þessu? Eftir upplýsingum skattstofunnar staf ar þessi hækkun af því, að íbúð- in er að þeirra dómi of ódýr, með öðrum orðum þið hafið unnið of mikið sjálf, notað of lítið af fagmönnum og ykkar vinna ó- dýrari og þess skuluð þið gjalda. ER EKKI dálítið misræmi í svona vinnubrögðum? Er verið með þessu að styrkja einstakl- ingsframtakið? Geta þessir menn með góðri samvisku varið gerðir sínar? Er ekki frekar þörf að hvet'ja menn til ýtrustu sparsemi og hagsýni? Eru það yfirvöld Reykjavíkurbæjar sem skipa svo fyrir? Eru þetta fyr- irmæli hæstvirtrar ríkisstjórn- ar? Eru þetta viðreisnaráform hennar til handa íslenzkum verkalýð?“ Hannes á horninu. Árás Framhald af l. síðu inu, með fyrrgreindum afleið ingum. Maðurinn greip þegar um hendi árásarmannsins og tókst að h^lda honum um hríð. Hon- um tókst þó að slíta sig laus- an og komast burtu, Mun hann hafa farið heim til 'sín. Maðurinn, sem fyrir árásinni varð kannast við árásarmann- inn. Hann gerði lögreglunni þeg- ar aðvart. Hún kom á vett- vang, en af einhverjum óskilj anlegum ástæðum gerði hún ekkert í málinu, tók hvorki árásarmanninn né vopnið af honum. Maðurinn kærði málið þá daginn eftir til rannsóknarlög reglunnar, þar sem það er nú til athugunar. ■t SKlPAUH.tRB KIMSINS Hekla ( vestur um land í hringferð 10. þ. m. Vörumóttaka siðdegis í dag og á morgun til Patreksfjarð- ar, Bíldudals, Þingeyrar, Flat- eyrar, Súgandafjarðar, ísafjarð ar, Siglufjarðar, Dalvíkur, Ak ureyrar, Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar og Þórslhafnar. Farmiðar seldir á miðviku- dag. Rúmdínur barnadínur. Baldursgötu 30. SLTSAVARÐSTOFAN er op- in allan aólarhringinn. — Læknavörður fyrir vitjanir er á sama staS kl. 18—8 Skipaútgerð ríkisins: Hekla kom til R- víkur í gær að austan úr hring- ferð. Esja fer frá Rvk kl. 22 í kvöld aut'sur um land í hringferð. Herjólfur fer frá Vestmanna- eyjum í dag til Rvk. Þyrill er væntanlegur til Manchester á morgun frá Rvk. Skjaldbreið er væntanleg til Akureyrar í dag á vesturleið. Herðubreið er á Autsfjörðum á suðurleið. Eimskipafélag fslands h.f.: Brúarfoss fór frá Antwerp- en 3.2. til Rvk. Dettifoss kom til Oslo 5.2. fer þaðan til Gtb. og Hamborgar. Fjallfoss fer frá Hull 7 2 til Rotterdam og Hamborgar. Goðafoss fer frá New York 6.2, til Rvk. Gull- foss fór frá Rvk 3.2. til Hamb. og Kmh. Lagarfoss kom til Rvk 6.2. frá Kotka. Reykja- foss fer frá Akranesi í kvöld 8 2. til Keflavíkur og Hafnar- fjarðar. Selfoss fór frá Rvk 3.2. til Hull, Cuxhaven, Ham- borgar, Rotter*dam, Rostock og Swinemunde. Tröllafoss kom til Rotterdam 6.2, fer þaðan til Hamborgar, Hull og Rvk. Tungufoss kom til Rvk 31.1. frá Hull. Jöklar h.f.: Langjökull fer í dag frá Frederikstad til Sandnes. — Vatnajökull fór væntanlega í gær frá London til Rvk. Kvenfélag háða safnaðarins: Skemmtun verður í Kirkju bæ laugardaginn 21. febr. n. k. Þorramatur. Þátttaka tílkynnist fyrir 12. þ. m. í síma 10246 og 34465. Allt safnaðarfólk er velkomið. Kvenfélag Laugarnessóknar: Munið aðalfundinn í kvöld kl. 8,30 i fundarsal kirkj- unnar Venjuleg aðalfundar- störf og skemmtiatriði. Frá Ferðafélagi íslands: — Ferðafélag íslands heldur Kjalarkvöldvöku í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld — þriðjudag, kl. 8. Fjölbreytt dagskrá. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar og ísafoldar. Verð kr. 35.00. Samúðarspjöld minningar- sjóðs Sigurðar Eiríkssonar og Sigriðar Halldórsdóttur eru afgreidd í Bókabúð Æskunnar. Bókasafn Dagsbrúnar að Ereyjugötu 27 er opið sem hér segir: Föstudaga kl. 8—10, laugardaga kl. 4—7 og sunnudaga kl. 4—7. Minningarspjöld í Minningar- sjóði dr. Þorkels Jóhannes- sonar fást í dag kl. 1-5 f bókasölu stúdenta í Háskól- anum, sími 15959 og á að- alskrifstofu Happdrætti3 Háskóla íslands í Tjarnar- götu 4, sími 14365, og auk þess kl. 9-1 í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og hjá Menningarsjóði, Hverf- isgötu 21. Styrktarfélag vangefinna: — Minningarspjöld félagsina fást á eftirtöldum atöðum í Reykjavík: Bókabúð Æsk- unnar, Bókabúð Braga Bryn jólfssonar. Minningarspjöld Kirkjubyggingarsjóðs Lang holtssóknar fást á eftirtöldum stöðum: Goðheimum 3, Álf- heimum 35, Efstasundi 69, Langholtsvegi 163 og Bóka- búð KRON, Bankastræti. Tæknibókasafn IMSÍ: Útlán: kl. 1—7 e. h. mánudaga til föstudaga og kl. 1—3 e. h. laugardaga. Lesstofa safns. ins er opin á vanalegum skrifstofutíma og útláns- tíma. Þriðjudagur 7. febrúar: 12,50 „Við vinn- una“: Tónleikar 14,40 „Við, sem heima sitjum“ - 18,00 Tónlistar- tími barnanna. 20,00 Daglegt mál (Óskar Hall dórsson cand. mag.). 20.05 Er- indi: Faraó og Móse; síðari hiuti (Hendrik Ottósson fréttamaður). 20,30' Tónleikar: Músík eftir Jón Sigurðsson. 21,05 Raddir skálda: Úr verkum Braga Sig urjónssonar. 21,50 Tónleikar. 22,10 Passíusálmra (8). 22,20 Erindi: Frá trúflokki vitring anna (Séra Emil Björnsson). 22,30 Tónleikar. 23,00 Dag- skrárlok. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hjálp við andlát og jarðarför BENEDIKTS JÓNSSONAR Austurgötu 21. Ástríður Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vin- ai’hug við andlát og útför mannsins míns og föður okkar PRÓFESSORS TRAUSTA ÓLAFSSONAR efnaverkfræðings María Ólafsson Asa Traustadóttir, Jóhanna Traustadóttir, Pétur Traustson Ólafur Traustason. Utför ÓLAFÍU VILBORGAR HANSEN fer fram frá Dómkirkjunni miðviikudaginn 8. febrúar kl. 2 e. h. — Þeir sem vildu minnast hennar eru minntir á Styrkt- arsjóð læknisekkna eða aðrar líknarstofnanir. Halldór Hansen og fjölskylda. 14 7- febr. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.