Alþýðublaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 14
laugardagur RÆÐA GUDMUNDAR i. Framhald af 7. síSu. _ lagi um nauðsynlegar ráðstaf anir til að vernda fiskistofna á hinum ýmsu veiðisvæðum. Beri slíkar viðræðuri ekki ár- angur innan tiltekins tíma, get ur hlutaðeigandi ríki gert ein- iiliða verndarráðstafanir. — Gerðardómur sker úr, ef á- greiningur verður. ísland r amþykkti þennan samning 1958 og undrritaði liann. Á þessari ráðstefnu var einnig samlþykkt ályktun, þar sem mælt var með, að hlutaðeig- andi þjóðir hefðu samvinnu um að tryggja forgangsrétt strandríkis, þegar nauðsyn legt væri að gera ráðstafanir gegn ofveiði og var þá einnig ákveðið, að gerðardómur skyldi skera úr áreiningi. fs- land samþykkti þessa tillögu- Á seinni Genfarráðstefn- unni 1960 var samþykkt álykt un, þar sem gert var ráð fyr- ir því, að strandríki, sem hyggðu afkomu sína að veru- legu leyti á fiskveiðum, gætu krafizt forgangsréttar til fisk- veiða á svæðum utan hinna eiginlegu fiskveðitakmarka. Ennig liér skyldi ágreiningi fikotið til gerðardóms. Island greiddi þessar tillögu atkvæði. fslendingar hafa þannig lagt til á báðum Genfarráðstefnun- um, 'að alþjóðlegur gerðardóm- ur úrskurðaði um réttmæti út- færslu fiskveiðilögsögu, og eft ir að tillaga þeirra var felld, tóku þeir þátt í að samþykkja og undirrituðu þær ályktanir allar, sem gerðar vToru og hyggðust á því að gerðardó111- ur skeri úr ágreiningi. Sameinuðu þjóðirnar hafa stofnsett Alþjóðadómstólinn í Haag. Öll þátttókuríki Sam- einuðu þjóðanna eru aðilar að þessum dómi. Það er smáríkj- um, sem ekki geta fylgt rétti sínum eftir með valdi, mikil vernd og öryggi, að slíkur dóm stóll skuli vera til og á þetta ekkisízt við um vopnláusa smá þjóð eins og íslendinga. Allar aðgerðir íslendinga í fiskveiði lögsögumálinu hafa byggzt og hljóta að byggjast á réttar- grundvelli. Þeir eiga þvrí ekki að vera því fráhverfir, að Al- þjóðadómstóllinn fjalli um gerðir þeirra. Þvert á móti. — Það er eftirsóknarvert fyrir ís lendinga, að sú þjóð, sem verið hefur þeim örðugust í land- helgismálinu, skuldbindi sig til að grípa ekki til ofbeldis framvegis en þess í stað hlýða úrskurði Alþjóðadómstóls, ef ágreiningur verður þegar ís- lendingar hefjast handa um útfærslu út fyrir 12 mílurnar, sem nú er verið að viðurkenna frá hinum nýju grunnlínum. Ríkisstjórn Steingríms Steinþórssonar sýndi það við útfærsluna 1952 að hún fór að réttum reglum, er hún bauð Bretum að leggja ágreining- inn undir Alþjóðadómstólinn. Þar var stefnan mörkuð. Bret- ar voru þá ekki skuldbundnir gagnvart okkur til að hlýða lögsögu dómsins og þessvegna gátu þeir neitað og sett á lönd- unarbann Prófessor Ólafur Jóhannes- son hafði vissulega rétt að mæla er hann sagði í hv. Efri deild er rætt var um landhelg- ismálið 14. nóvember s. 1. þann ig orðrétt: „Og ég verð að segja, og vil láta það koma fram í sam- bandi við þetta, að ég tel raun ar eina veikleikamerkið í okk ar málstað hér vera það ef rétt er hermt, að við höfum neit- að að leggja þetta mál til úr- lausnar hjá Alþjóðadómstóln- um“. Og síðan í sömu ræðu segir prófessorinn orðrétt: „Og vissulega er það svo, að smáþjóð verður að varast það að ganga svo langt, að hún geti ekki alltaf veri við því búin að leggja mál sín til úr- lausnar alþjóðadómstóls því að sanneikurinn er sá, að smá þjóð á ekki annars staðar frek ar skjóls að vænta heldur en hjá alþjóðasamtökum og al- þjóðastofnunum, af því að hún hefur ekki valdið til að fylgja eftir sínum ákvörðunum eins og stórveldin. Og þessvegna hefði, að mínu viti, hvert eitt spor í þessu máli átt að vera þannig undirbúið, að við hefð um verið við því búnir að leggja það undir úrlausn al- þjóðadómstóls“. Hér lýkur tilvitnun í ræðu prófessors Ólafs Jóhannesson- ar. Sá, sem heldur því fram, að réttindum og hagsmunum sé fórnað með því að fela Alþjóða dómstólnum úrskurð ágrein- ings vegna framtíðar útfærslu fiskveiðitakmarkanna, er að lýsa því yfir, að í framtíðinni skuli ekki unnið að útfærslu á grundvelli lagar og réttar heldur ofbeldis. Slíkur hugs- unarháttur hæfir ekki íslend- ingum. Okkur skortir bæði mátt og vilja til að íbeita of- beldi. Réttur er styrkur okkar eins og annarra smáþjóða. íslendingar eiga 'nú um tvennt að velja í landhelgis- málinu. Annarsvegar að hafna þessu samkomulagi og taka af- leiðinsmnum af þv. Hinsvegar að fallast á það, hljóta óaftur- kallanlega viðurkenningu 12 mílna markanna, geta fært grunnlínurnar út svo að fisk veiðilögsagan stækki 5065 km2, fá skuldbindingu Breta um að ofbeldi verði ekki haft við framtíðar útfærslu en Al- þjóðadómstóllinn skeri úr á- greiningi gegn því að veita Bretum umþóttunartíma á tak mörkuðum svæðum og um tak markaðan tíma, sem jafngilti því að þeir stunduðu veiðar í 9,6 mánuði á öllum ytri 6 míl- unum. Þetta val er ekki erfitt þeim, sem vill sinni þjóð vel, vill farsælan framgang land- helgismásins. Hinum, sem leggja höfuðáherzlu á fjand- skap og illyndi við grannþjóð- ir okkar verður friðsamleg og okkur hagkvæm lausn fví- mælalaust þyrnir í augum. Stjórnarandstaðan heldur því mjög á lofti, að óþarft sé að gangi til samkomulags við Breta. Þeir séu búnir að tapa deilunni, farnir með herskipin og myndu hljóta slíka fordæm ingu um allan heim, ef þeir kæmu með þau aftur, að slíkt myndu þei raldrei gera. Hér gætir alvarlegs misskilnings. Á Genfarráðstefnunni s. 1. vor vantaði aðeins eitt at- kvæði til að nægur au'kinn meirihluti fengist fyrir tillögu um 12 mílna fiskveiðilögsgu með 10 ára umþóttunartíma á 6 til 12 mílna belti. Allir þeir, sem greiddu þessari til- lgu atkvæði töldu það sér- staka ósanngirni af íslending- um að vilja ekki veita Bret- um nokkurra ára umþóttun- artíma. Það kom og fram hjá ýmsum þeim, sem greiddu at- kvæði gegn tillögunni, að enda þótt þeir viðurkenndu þörf ís lands fyrir 12 mílna fiskveiði- lögsögu og vildu veita okkur allan stuðning í því efni, þá teldu þeir okkur sýna ósann- girni er við neituðum um nokk urn frest. Þessir vinir okkar og samherjar vöruðu við siík- um vinnubrögðum. Með þá við vörun fórum við frá Genf. — Samúðin, sem íslendingar höfðu notið, var í hættu vegna vinnuaðferða okkar. Ætti nú ofan á þetta að bætast, að ís- lendingar neiti að taka við við urkenningu á 12 mílunum frá Bretum, stórkostlegri út- færslu grunnlína og sam'komu lagi um Alþjóðadómstólinn gegn því, að Bretar megi veiða í sem svarar 9,6 mánuði alls á 6 til 12 mílunum, þá þurfa íslendingar ekki að vera í neinum vafa um, að þeir verða taldir sýna frámunaleg- an þjösnaskap og ósanngirni. íslendingar þurfa ekki að ef- ast um, að er þeir hafna slíkri lausn, þá eiga Bretar samúð heimsnis en íslendingar ekki. Eftir það væri 12 mílna fisk- veiðilögsagan við ísland hald lítið pappírsgagn. Til slíks kemur þó ekki. ís- lendingar vita, hvenær þeir hafa sigrað. Þeir leysa fisk- veiðideiluna á 'grundvelli framlagðrar orðsendingar og treysta á samstarf og sam- vinnu við grannþjóðir sínar og bandamenn. BLTSAVAKtíSXOFAM ero*. In allan sólarhringinn. — Læknavörður fyrir vitjanii ar i sama stafi kl 18—8 MESSUR Dómkirkjan: Kl. 11 Æsku- lý ðsguðsþj ónusta. Sr. Jón Auðuns. Kl. 5 messa í forn- um stíl. Sr. Sigurður Páls- son, Hraungerði, sr. Arn- grímur Jónsson, Odda, sr. Guðmundur Óli Ólafsson, Skálholti. Kirkjukór Selfoss kirkju og Dómkirkjukórinn flytja tón og söng. Barna- guðsþjónusta í Tjarnarbíó kl. 11. Sr. Óskar J. Þorláks son. Aðventkirkjan: Sunnudaginn 5. marz kl. 5 síðd. talar Svein B. Johansen um efnið Að baki dauðans. Allir vel- komnir. 5fv. W-WAwIv.V.V,*! V.v.v.v.v.v.v.v.v Flugfélag fslands h.f. Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Oslóar, Kaupm. hafnar og Ham- borgar kl 8.30 í dag. Væntan- leg aftur til R- víkur kl. 15:50 á morgun. Inn- anlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Ak ureyrar (2 ferðir), Egilsstaða Húsavíkur, ísafjarðar, Sauð arkróks og Vestm.eyja. Á tnorgun er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestm.eyja. Loftleiðir h.f. Leifur Eiríksson er vænt anlegur laugardag 4. marz kl. 21.30 frá Helsingfors, Kaup mannahöfn og Osló. Fer til New York kl. 23.00. Tjarnarlundur, Keflavík. Svein B. Johansen talar um efnið: Sköpun eða þróun? sunnudaginn 5. marz kl. 20.30. Laugarneskirkja: Æskulýðs- guðsþjónusta kl. 2 e. h. Barnaguðsþjónusta kl 10.15 f.h. Séra Garðar Svavarsson. Háteigsprestakall: Barnasam- koma í hátíðasal Sjómanna- skólans kl. 10.30. Æskulýðs- guðsþjónusta á sama stað kl. 2. Séra Jón Þorvarðsson. Hallgrímskirkja. Barnamessa kl. 10. Æskulýðsmessa kl. 11. Séra Sigurjón Þ. Árna- son. Æskulýðsmsesa kl. 2. Séra Jakob Jónsson. Ungt fólk les guðspjallið. Ræðu- efni: Einkunnarorð dagsins. Bessastaðir: Æskulýðsguðs- þjónusta kl. 2. Skátar úr Hafnarfirði og söngflokkur í Garðahreppi aðstoða. Hafnarfjarðarkirkja: Æsku- lýðsguðsþjónusta kl. 5. Skát ar aðstoða við guðsþjónust- una, og skátakór syngur. Samkoma á vegum kristni- boðssambandsins kl. 8,30. Lokasamkoma kristniboðs- vikunnar. Séra Garðar Þor- steinsson. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 10.30. Æskulýðsmessa kl. 11.15. Séra Jón ísfeld. Messa kl. 2. Séra Jón Thorarensen. Kaþólska kirkjan: Lágmessa kl. 8.30 Hámessa og prédik- un kl. 10. BústaðaprestakalR Messa í Háagerðisskóla kl. 2. Æsku- lýðsguðsþjónusta. Séra Ól- afur Skúlason. Messa kl. 11, æskulýðsguðsþjónusta. Sr. Gunnar Árnason. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Æskulýðsmessa kl. 2. Séra Kristinn Stefánsson. Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 10 árd. Séra Bragi Friðriks- son. Heimilispresturinn. Fríkirkjan: Æskulýðsguðs- þjónusta kl. 2. Séra Þor- steinn Björnsson. Evenfélag Háteigssóknar: Skemmtifundur félagsins verður þriðjudaginn 7. þ. m. í Sjómannaskólanum og hefst kl. 8.30 stundvísiega. Félagskonur mega taka með sér gesti, karlmenn eða konur. HJÓNAEFNI: Nýlega opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Sigríður S. Tryggvadóttir, starfsstúlka Jaðri og Guðmundur Gunn- steinsson Klakksvík, Fær eyjum. Bókasafn Dagsbrúnar að Freyjugötu 27 er opið sem hér segir: Föstudaga kl. 8—10, laugardaga kl. 4—7 og sunnudaga kl. 4—7. Laugardagur 4. marz 12.50 Óskalög sjúklinga. 14.30 Laugardagslög in. 15.20 Skák- þáttur. 16.30 Danskennsla 17.00 Lög unga fólksins. 18.00 Útvarpssaga barnanna. 18.30 Tómstundaþátt ur barna og ung linga. 20.00 Töfraboginn, Mic hael Rabin fiðluleikari og Hollywood Bowl hljómsveit- in leika þekkt lög. 20.20 Leik rit: Haustmynd eftir N. C. Hunter, í þýðingu jóns Ein- ■rs Jakobssonar. — Leikstj. lelgi Skúlason. 22.20 Dans- ög, þ. á. m. leikur hljómsv. Svavars Gests úrslitalög nýju dansanna í síðustu danslaga- keppni SKT. 24.00 Dagskrár lok. 4. fnarz 1961 — Alþýðúblaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.