Alþýðublaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 2
I IRitstjórar: Gísli J. Ástþói*sson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rit- ' «tjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundí son. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími ! 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis- | Kötu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. J Ctgefandi: Alþýðuflok-.urinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson. Hvað um grunnlínurnar ? GETUM við breytt grunnlínunum án þess að fá viðurkenningu annarra þjóða — eða getum við það ekki? | Þetta er eitt þeirra atriða landhelgismálsins, I þar sem stjórnin og stjórnarandstæðingar eru á | bndverðum skoðunum. Lesendur verða að kynna | sér sjónarmið beggja og dæma um þetta atriði og j bnnur. í því sambandi viH Alþýðublaðiíð benda á j eftirfarandi; 1) Ef það er rétt hjá stjórnarandstöðunni, að grunnlínur séu alíslenzkt mál, hvers vegna gerðu íslendingar þá alþjóðlegan samning um grunnlínur á fvrri Genfarráðstefnunni? Af hverju mótmæltu kommúnistar og Framsókn- armenn ekki þeim samningi? Telja þeir rétt, að við gerum alþjóðlega samninga um mál, sem er okkar innanríkismál? 2) Jafnframt því að kalla grunnlínur innanríkis- mál, vitna stjómarandstæðingar í samninginn frá Genf og vilðurkenna þar með sjálfir, að á- kvörðun þessara lína sé EKKI innanríkismál. 3) Þeir vitna oft í samninginn fró Genf, sem þeir fullyrða, að heimili okkur meiri grunn'línur en nú eru teknar (kommar þurfa alltaf að yf- irbjóða). Hvorki Tíminn, Þjóðviljinn né neinn ræðumaður andstöðuflokkanna hefur nokkru sinni birt eða lesið upp þá grein samningsins, ) sem um þetta atriði f jallar. Alþýðublaðið eitt \ hefur birt þessa grein, svo að lesendur geti sjálfir dæmt. 4) Kjarninn í 4. grein Genfarsamningsins er þessi orð: „Slíkar grunnlínur mega ekki víkja að nokkru leyti frá hinni almennu stefnu strandlengjunnar ...“ Ef litið er á kort sést greinilega, að allar hinar nýju grunnlínur víkja verulega frá hinni almennu stefnu strandlengjunnar. sérstaklega þó línumar á Selvogsbanka og í Faxafóa. Sérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að við gætum með dómi fengið hluta af grunnlínuútfærslunum á Húnaflóa og sunnan Langaness, en alls ekki hinar tvær. 5) Ef.við eigum grunnlínurnar (og meira) — af hverju sleppti Lúðvík þeim í reglugerð þeirri, sem hann gaf út 1958? Ej Ef við eigum grunnlínurnar, hvers vegna hafa þá stjórnarandstæðingar flutt frumvarp á al- þingi um að lögfesta gömlu grunnlínurnar? Hvers vegna fluttu þeir ekki frumvarp um að breyta þeim grunnlínum, sem við eigum svo skýlausan rétt til? Löggilding bif- reiðaverkstæöa veldur deiium MIKLAR umræður urðu um löggildingu bifreiðaverkstæða í Neðri deild í fyrrad., en frv, um það efni var til 2, umræðu í deildinni. F(mm þingmienn létu Ijós sitt skína og voru skoðanir skiptar um mörg at- riði, cn að lokum var umræð- unni frestað og málið tekið út af dagskrá að tiimælum þing- manns. Fyrstur talaði Jón Pálmason, framsögumaður meiri hluta alls herjarnefndar, sem leggur til að frumvarpið verði samþykkt, eins og blaðið hefur áður skýrt frá. Þá gerði Gunnar Jóhanns- son grein fyrir nefndaráliti sínu um að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Björn Fr. Björnsson, sem var fjarverandi er nefndin afgreiddi málið og stóð því að hvorugu álitinu. tók í sama streng og minni hlut- inn. Gísli Jónsson gagnrýndi frum varpið og kvað meirihlutann ekki hafa skilið málið, enda hefði nefndinni verið vandi á höndum Fór ræðumaður fram a á, að málinu yrði frestað og nefndin atihugaði frumvarpið betur. í sama streng tók Hall- dór E. Sigurðsson og kvaðst styðja tillögu um að vísa mál- inu til ríkisstjórnarinnar. Loks talaði Jón Pálmason aft ur og gerði ýmsar athugasemd ir við málflutning annarra ræðu manna. Aðal tilgang frum- varpsins kvað hann vera, að gefa mönnum kost á þjónustu fyrsta flokks verkstæða, en önnur ætti þó ekki að banna. Jón sagðist geta haldið, ef hann þekkti ekki Gísla Jónsson sem' greindan og glöggan mann, að hann hefði ekki lesið frumvarp ið eða a. m. k. ekki skilið það! i Varði Jón frum\rarpið svo vask lega, sem hann mátti, og kvað allt fara eftir framkvæmdinni, ef að lögum yrði. Enga ástæðu sagðist hann sjá til að vísa mál- inu vísað til nefndarinnar að ! nýju. Hannes ýý- Ekki kvalur heldur hvalur. ^ Er leyfilegt að sundra dagskránni? & Afbrot einstakra flytj enda. Um fiskirækt og ung- viðið í sjónum. MÉR VAR SAGT, að það sé alveg rangt að saka Jónas Jón- asson, útvarpsþul um að segja kvalur í útvarpinu í staðinn fyr- ir hvalur og kvelja í staðinn fyr- ir hvelja. — Þessu var haldið fram í pistli minum nýlega. — Þesu hefur, verið mótmælt úr fieiri en einni átt. Það blívur, en það er hins vegar víst, að ég hef sjálfur hlustað á það í máli útvafpsþula oftar en einu sinni, að þannig hefur verið klæmst á þessum orðum. En vonandi verð ur því hætt. EN FYRST ég er að minnast á útvarpið, þá er bezt að ég ræði nokkuð vaxandj galla á stjórn þess og verða aðfinnslurnar að koma þar niður, sem þær eiga upptök sín. Nýlega flutti Hall- grímur Helgason erindi í útvarp ið um músíkefni — og fór tæp- ar 15 mínútur fram yfir tímann. Þetta er gjörsamlega ófært. Ég veit ekki betur, en að það sé skýrt tekið fram við alla, sem tala eða lesa í útvarpið, að kanna nákvæmlega áður en flutt er hvað langan tíma efnið taki, og ef það taki of langan tíma þá verði að stytta það. Þetta hef ég sjálfur orðið að gera æ of- an í æ. h o r n i n u ÉG HEF áður minnst á það hvernig starfsmenn útvarpsins leyfa sér, að sundra dagskránni að fullu með því að útvarpa lófa klappj af músíkfundum í nokkr ar mínútur, og þannig brjóta all- af reglur. Ég er alls ekki and- vígur erindum dr. Hallgríms, en ég mótmæli því, að hann eða nokkrir aðrir sleppi við það, að sundra dagskránni, og ég mót- mæli, að konsertar njóti þeirra sérréttinda yfir annað efni, að það sé gert að hornrekum fyrir þeim. — Er búið að breyta regl- um útvarpsins? Ef svo er ekki, þá verður dagskrárstjórnin að fyrirskipa sérstakt eftirlit með þeim mönnum, sem reynast sek- ir um það að fara ekki eftir j þeim — Ég mun ekki láta þetta mál niðurfalla. H. H. SKRIFAR mér á þessa leið: „Nýlega var í útvarpinu fréttaauki um væntanlegt sam- starf íslendinga og Þjóðverja að karfarannsóknum. Þessi fregn vakti hjá mér ýmsar spurningar. Að hverju stefna þessar rann- sóknir? Stefna þær fyrst og fremst að því, hvernig hægt sé að veiða meira af karfa um tíma, hvernig sem fer með stofninn? Ótrúlegt að vísu, þar sem mér skilst að þetta sé vísindaleiðang- ur, en það var talað um hugs- anlegar uppsjávarvæiðar á karfa. Er það ekki gotkarfi? EN OKKUR leikmönnum í þessum efnum virðist mörgum að vísindi fiskifræðinnar miði að verulegu leiti að því að kynna sér lifnaðarhætti og göngur fiski, í þeim tilgangi, fyrst og fremst, að geta gengið sem næst stofninum. Vonandi er þetta mis skilningur, og væri þá gott að fiskifræðingar leiðréttu hann, okkur til hugarhægðar. í því til- efni væri gaman að fá svarað nokkrum spurningum. HEFUR HAGLENDI sjávar- ins, svif, plöntugróður o. fl. geng ið til þurrðar á síðari árum hér í kringum landið, og mundi það fóðra fiskistofninn sæmlega, þó hann ykist að mun? Hefur þorsk klakið farið minnkandi, og hvaða áhrif munu netaveiðarn- ar á hraununum hafa á það? Ef lifan'di hrygningarþorskur er slægður, um leið og hann kem- ur í bát, svo svif og hrogn bland ist saman á þilfari, mundi þá eitthvert magn af hrognum geta frjóvgast og mundi þess nokkuð I gæta í klaki? MIG MINNIR að Bjarni heit- inn Sæmundsson héldi þessu fram. Er smásíldin, sem veiðist t. d. á Eyjafirði, sérstök síldar- tegund sem ekki verður stærri, eða á hún fyrir sér að vaxa, og er þá nokkurt vit í að veiða hana til bræðslu? Er það ekki hrein rányrkja að ausa upp smáufsa í tugum og hundruðum tonna og mala í verðlítið fiskimjöl? Hvað ] mörg prósent af því fé, sem var- ið er til fiskirannsókna, fer til þess að leita að fiski og auka veiðimagn líðandi stundar, og hve mörg % fara til rannsókna á því, hvernig viðhalda mætti stofninum eða auka hann, vegfia framtíðarinnar. OG SVO að síðustu þetta: Fiskur er auðvitað ekki stað- Framh. á 12. síðu. í KLOBBURINN i i ■ Opið í hádeginu. — ■ ■ Kalt borð — einnig úr- g S val fjölda sérrétta. £ s S KLÚBBURINN ■ Lækjarteig 2 - Sími 35355* s 4. marz 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.