Alþýðublaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 16
Kvartar um áheyranda- skort! HANNIBAL hefur ver ið sjálfum sér líkur á al- þingi undanfarin sólar- hring. í fyrrinótt gerSi hann uppsteit gegn for- seta og neitaði að tala af því, að honnm þóttr ekki nógu margir vera tii að hlusta á sig, og sérstak- lega sýndu ráðherrar sér ekki nægilegan sóma. Kom til áiaka við forseta Sameinaðs þings, Friðjón Skarphéðinsson, sem varð að víta Hannibai fyrir framkomu hans. I gær tal aði Hannibal og var hinn dólgslegasti að vanda, réð ist á menn með persónu- Iegum dylgjum og svívirð ingum og hrópaði hátt á köflum. Eitt sinn, þegar Hanni- bal hætti ræðu sinni trl að heimta tilgreindan ráð- herra á fundinn, kallaði Ólafur Thors fram í: Ég mundi hvorki taka við þingmennsku eða ráð liérrastarfi, ef því fylgdi sú kvöð að verða að hlusta á Hannibal! Hló þá þing- heimur, en fát kom á Hannibal. Hann hafði auðvrtað *--■ ekkert nýtt að scgja um landhelgismálið, en tókst að auglýsa rækilega það höfuðvandamál stjórnar- andstöðunnar, að hvorki þingmenn né áheyrendur á pöllum hafa enzt til að hlusta á þá tíma eftir tíma flytja sömu ræðuna upp aftur og aftur. Hann varð sjálfum sér og þing- rnu til skammar. WMttMtttMtttttMtttttMtttttMtttttttttttWtMMtttttMtttMtMttttMttttttMttttttttMMtV Þriðji nætur- fundur Þegar blaðið fór í prentun í nótt, stóð fundur sem hæst á alþimgi og var tallt útlit á 4»riðja næturfundinum í röð ttm landhelgismálið. Voru enn tnargir á mælendaskrá og töl- «uða flestir 1—2 klukkustund ir. í gækrvöldi voru reyndar viðræður milli stjórnar og Stjórnarandstöðu um að Ijúka Framhald á 13. síðu. SÞ-LIÐSAUKI FRÁ TÖNIS Leopoldville, 8. marz. ! anga, er biðu eftir að vera Framsveit SÞ-hermanna frá scndir heim, hefðu neitað að Túnis, sem á að styrkja SÞ-; beygja sig fyrir skipunum um herinn í Kongó, kom í dag til | að styrkja SÞ-herrnn í Leo- Leopoldville. Allt liðið er sam- poldville. Meðan hinn nýi tals €00 manns og hefur með-; Túnis-Iiðsauki settist að í hin- ferðis mikrð magn af eldflaug- ”um nýju herbúðum, tóku Day- um. Á það að styrkja SÞ-her- inn í Leopoldville-héruðum. SÞ-stöðvarnar sendu út til- kynningu um komu Túnis- mannanna eftir að komin var á krerk orðrómur um að 800 marokkanskir hermenn í Kat- al, fulltrúi Hammarskjölds, og McKeown, hrnn írski SÞ-yfir- hershöfðingi, formlega við skilyrðum Kongóstjórnar fyr- ir því að SÞ fái að senda her- sveitir sínar aftur til liafnar- bæjanna Banana og Matadr. 42. árg. — Fimmtudagur 9. marz 1961 — 57. tbl. Mælir með ánasjóðs- frumvarpi „FRUMVARP þetta gerir ráð fyrir, að námsstyrkir falli: að mestu niður, en stóraukin lán komi í þeirra stað. Um þetta atriði hafa reynzt vera mjög skiptar skoðanir. Bæði háskóla- ráð og stúdentar við Háskóla Islands hafa mælt með sam- þykkt frumvarpsins óbreyttu, en stúdentar á nokkrum stöð- um erlendis hafa eindregið mælzt til, að styrkjunum verði haldið“. Á þessa leið segir í áliti menntamálanefndar Neðri deildar alþingis um frumvarp til laga um lánasjóð íslenzkra námsmanna. Síðan segir, að með tilliti til þess, sem að fram an greinir, hafi menntamála- ráðherra tekið málið til endur- skoðunar og flutt breytingar- tillögu þess efnis, að styrkir skuli haldast, en lánakerfið end urskipulagt og stóraukið, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. í fylgiskjali með nefndarálitinu er gerð grein fyrir hvaða áhrif þessi breyting mundi hafa á fjárhag og lánamöguleika sjóðsins, en nefndin mælir ein- róma með samþykkt frumvarps ins ásamt breytingartillögu menntamálaráðherra. í fylgiskjalinu segir, að þess hafi verið óskað, að veitt væri svar við eftirfarandi spurn- ingum: 1. Hvaða áhrif hefur það á meðallánsupphæð áætlunarinn ar, ef „dreifðu styrkirnir“ yrðu látnir halda sér? ALÞÝÐUFLOKKURINN ;.i ALÞÝÐUFLOKKURINN er 45 á.i'a í þessum mánuði, og í tilefni af því efna flokksfélögin í Rvik til sameiginlcgrar skemmtunar í Iðnó á laugardaginn kemur. Þessir aðilar standa að skemmtuninni: Fulltrúaráð Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur, Kvenfélag Alþýðuflokksins og Félag ungra jafnaðarmanna. Alþýðublaðið hefur verið beðið fyrir þau skilaboð til flokks- manna, að þeir dragi ekki að tryggja sér miða. Þeir eru til sölu í skrifstofu Alþýðuflokksins. Afmælisskemmtunin er fjölbreytt og vel til hennar vandað. Hún hefst með borðhaldi kl. 7. Emil Jónsson, formaður Alþýðuflokksins, flytur ávarp. Emelía Jónasdóttir og Áróra Halldórsdóttir fara með skemmtiþátt. Óperusöngvararnir Kristinn Hallsson og Þuríður Pálsdóttir syngja einsöng og tvísöng með undirleik Fritz Weisshappel. Og svo verður dunandi dans! 2. Hvaða áhrif hefur það á lánsþörf Mns fyrirhugaða lána- sjóðs; ef „dreifðu styrkimir" væru látnir halda sér? Upphæð sú, sem varið var í „dreifðu styrkina“ á sl. ári, mun hafa verið kr. 1.375.000.00. ef gengið er út frá fjárlcgum Framhald á 15. síðu. MttMMMMttttttttttttMtttM Hér eru vinn- ingsnúmerin í ÞAÐ var dregið í HAB í fyrrakvöld. Aðalvinning- urinn: Mallorkaferð, kom upp á miða nr. 1323. Hús- munir fyrir 5000 krónur, kom upp á eftirtalin núm- er: 3136, — 4253, — 3829, — 1093, — 4455, — 2759, — 758, — 1281. Þeir sem eru svo lánsainir að eiga HAB-miða með þessum núinerum í fórum sínum, geta vitjað vinninganna á skrifstofu HAB í Alþýðu- liúsinu. MttttttttttttttMttttttttttttV landsflokkaolíman verður háð mánudaginn 20. marz n. k. í Reykjavík. Keppt verður í þrem þyngdarflokk- um og tveim aldursflokkum. — Þátttaka skal tilkynnt til Lár- usar Salomónssonar fyrir 14. þ. m., og skal þátttökutilkynn- ing greina frá í hvaða flokki viðkomandi keppa. Blaðið hefur hlerað — Að varnarmálanefnd sé flog- in til Parísar í boði At- lantshafsbandalagsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.