Alþýðublaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 13
landinu. En Belgía liefur ætíð orðið að flytja inn mikið af hráefni í járn- og stálfram- leiðsluna. Þess vegna kom það sér vel fyrir Belgíu er sex- veldin, Belgía, Holland, Lux- emburg, V.-Þýzkaland, ítalía og Frakkland komu árið 1953 á fót kola- og stálsamsteypu samkvæmt hinni svonefndu Schuman áætlun. Belgía verð ur ætíð að vera upp á grann- þjpðir sínar komin með hrá- efni og því hefur nánara sam- starf við þær komið sér mjög vel fyrir Balgíu. Kola- og stál- samsteypan leiddi sem kunn- ugt er til en nánara samstarfs sex-veldanna og árið 1957 und irrituðu þessi ríki hinn svo- nefnda Rómarsáttmála um að koma á hiá sér sameiginleg- um markaði brjóta niður alla innbyrðis tolla á 12—15 árum og koma á sameiginlegum toll um gagnvart öðrum rikjum. f þriðja lagi hafa svoþessi sömu ríki komið á fót nánu sam- starfi á sviði atómrannsókna og stofnað EURATOM. Mið- stöð allra þessara samtaka er í Bríissel. Heimsótti ég höfuð- stöðvar EURATOM, Sem til- tölulega nýlega- hafa verið reistar. Er þetta mikil bygg- ing, eða réttara sagt miklar byggingar, þar eð mörg stór- hýsi eru samföst. Vinna þama þúsundir manna eingöngu í þágu EURATOM en álíka byggingar og með ámóta miklu starfsliði eru svo einn- ig hér í Brússel fyrir mark- aðsbandalagið og kola- og stál- samsteypuna. Brússel er mjög falleg borg. Hún er eins og smækkuð mynd af París enda oft nefrid ,,Litla París“. Það er mikið um Framhald á 14. síðu. ÞESSI MYND sýnir turn ráðhússins í Briissel, Hot- el de Ville. Bygging þess hófst 1412 undir stjórn arkitektsins Jacques Van Eftir Björgvin Guðmundsson Thienen. Turnarnir voru hyggðir 1449 en endanlega var smíði hússins lokið 1454. Bríissel í febrúar. NOKKRAR brotnar rúður í aðaljárnbrautarstöðinni og auglýsingaspjöld á húsveggj- um er það eina, er 'minnir á verkfallið mikla, sem hér var fyrir rúmum tveim mánuð- um. Allt er fyrir löngu komið aftur í eðlilegt horf hér í Brússel og þegar maður virð- ir fólkið fyrir sér getur mað- ur varla ímyndað sér, að það Nýr bók- menntasjóður FÉLAG íslenzkra rithöf- unda hélt aðalfund sinn þriðju daginn 7. marz. Stefán Júlíus- son, sem verið hefur formað- ur félagsins síðastliðinþrjú ár, baðst undan endurkosningu, með því að hann gegnir nú for mennsku Rithöfundasam- bands íslands. í hans stað var Ingólfur Kristjánsson kjörinn formað- ur Félags íslenzkar rithöf- unda og aðrir í stjórnina: Þór oddur Guðmundsson, ritari, Ármann Kr. Einarsson, gjald- keri og meðstiórnendur Stef- án Júlíusson og Gestur Guð- finnsson. í varastjórn voru kjörnir Indriði G. Þorsteins- son og Hannes Pétursson. í stiórn Rithöfundasam- bands íslands fyrir næsta kjörtímabil voru kosir Stef- án Júlíusson og Guðmundur G. Havalín og varamaður Indriði Indriðason. Á aðalfundinum var sam- þvkkt að stofna Bókmennta- sjóð Félacrs íslenzkra rithöf- unda, og sUó-ninni falið að ganga frá sióðsstofnuninni og semja skinulassskrá fyrir sjóð inn. Ingólfur Kristjáasson hafi nýlega tekið þátt í því að velta strætisvögnum og brjóta rúður í stórbygging- um, svo friðsamt virðist fólk- ið vera. Erfitt er að gizka á hversu mikið tjón hefur hlotizt af verkföllunum í Belgíu en einn af ráðherrum liberala flokks- ins lét þó svo ummælt fyrir nokkru í belgíska þinginu, að tjónið hefði numið a.m.k. 600 millj. belgískra franka á dag. Meðan á verkföllunum stóð voru unnin alls 2800 skemmd- arverk, stór og smá og sýnir það út af fyrir sig hversu mik- il ólgan hefur verið í fólkinu. Óánægjan í verkfallsmönnum var svo mikil, sagði einn af leiðtogum jafnaðarmanna við mig, að vel hefði verð hugs- anlegt, að verkfallið leiddi til byltingar. Hvernig má það vera, að í einu hinna helztu ríkja Vestur-Evrópu skuli á- standið vera þannig? Ég fékk svarið í samtgli, sem ég átti við einn af leiðtogum ungra jafnaðarmanna í Belgíu. Hann benti mér á, að hvergi í Vest- ur-Evrópu væru kjör verka- manna eins slæm. Og hvergi í Vestur-Evrópu væru ríkisaf- skipti eins lítil. Það finnst bók staflega ekkert ríkisrekið fyr- irtæki, ekki einu sinni al- gengustu þjónustufyrirtæki. — Rikið hefur ekki mátt koma nálægt neinum at- vinnurekstri í Belgíu en.hins vegar hefur það mátt greiða stórfé í hallarekstúr á kola- námunum. Frá árinúj.1945 hef ur belgíska ríkið greitt 66 mill jarða belgískra franka í beina styrki til kolanámanria, sagði þessi ungi jafnaðarmaður. Við teljum, að ríkið hafi greitt svo miikið til kolanámanna, að það ætti að yfirtaka a. m. k. 40% af hlutabréfunum í kolanám- unum endurgjaldslaust, sagði hann. Ég spurði hvernig jafnaðar- menn í Belgíu hefðu viljað leysa það fjárhagsvandamál, er missir Kongó hefði skapað í Belgíu og var ein helzta und irrót verkfallanna. Hann sagði: Við viljum koma á áætlunarbúskap í Belg íu og láta ríkið fá hlutdeild í námunum og stóriðjufyrir- tækjunum. Á þann hátt væri leikur einn að leysa fjárhags- vandamál ríkisins. JJndanfar- ið hafa einstaklingar hirt gróð ann af þeim stóriðjufyrirtækj um, sem haguaði hafa skilað, en ríkið hefui' greitt hallann á rekstri kolanámanna. Þann- ig má segja, að Belgía hafi verið einskonar paradís kapi- talismans í Evrópu. Þannig talaði þessi ungi jafnaðarmaður í Belgíu og hann vildi meina. að óánægj- an meðal verkamanna væri svo mikil, að ekkert mætti út af bera til þess, að ekki syði upp úr. En hvernig er nú á- standið í Belgíu eftir hin miklu verkföll? Hver er vfg- staða jafnaðarmanna? Vinna þeir á í kosningunum, sem fram fara í marz eða tapa þeir vegna afskipta sinna af verkföllunum? Um þetta ererf itt að fullyrða nokkuð. Ekki munu jafnaðarmenn hafa unn ið sér neinar vinsældir fyrir stuðing sinn við verkföllin. — Hitt er komið i ljós, að verk- föllin hafa um sinn hindrað framkvæmd sparnaðarlaga stjórnarinnar. Stjórn Eyskens hefur ekki treyst sér til þess að framkvæma lögin enda þótt þau hafi verið samþykkt í þing inu. Veldur þar mestu hin mikla andstaða þjóðarinnar er kom fram í verkföllunum en svo og að ágreiningur kom upp í sjálfri ríkisstjórninni um sparnaðarlögin og var svo komið, að ráðherrar lib- erala flokksins vildu segja af sér. En með því; að komið var að þinglokum og þingkosning- ar fyrir dyrum tókst ráðherr- um liberala flokksins ekki að sleppa úr stjórninni. Boudoin Belgíukonungur leysti upp þingið og stjómin verður að sitja þar til kosningar hafa farið fram. Hefur þessi ágrein ingur innan ríkisstjórnar Eysk ens að sjálfsögðu orðið vatn á myllu jafnaðarmanna. Horfa þeir bjartsýnir til kosning- anna ekki sízt vegna þess, að þeir fá nú Spaak heim aftur og hann mun skipa efsta sæti á lista þeirna í Brússel. Auk þess benda jafnaðarmenn á það í kosningabaráttunni, að verkföllin hafi ekki verið neitt einkafyrirtæki jafnaðar- manna, heldur hafi verka- menn áf öllum flokkum tekið þátt í þeim af óánægju með sparnaðarfrumvarp ríkis- stjórnarinnar. Er sannleikur- inn einnig sá, að kaþólskir verkamenn tóku einnig þátt í verkföllunum a. m. k. lengi framan af. En á jóladag sagði biskup kaþólskra í predikun, að það væri ekki guði þókn- anlegt, að kaþólskir tækju þátt í skemmdarstarfsemi gegn ríkinu, slíkri sem verk- föllin væru. Höfðu þessi orð biskups mikil áhrif á kaþólska verkamenn og upp úr jólum brá svo við, að fyrsta losið bafði komið á verkföllin. Lauk verkföllunum að mestu 5. jan. en þau stóðu þó til 14. janúar í ýmsum héruðum Vallóníu. Höfðu verkföllin staðið þá, síð an 20. desemiber. Belgía er eitt minnsta en jafnframt þéttbýlasta land Evrópu. Það er aðeins 30.500 km2 að stærð. íbúarnir eru um 9 milljónir. Um það bil 60% landsins er ræktað og Belgía hefur ætíð verið mikið landbúnaðarland. Þó hefur landbúnaðinum heldur hnign- að síðustu áratugina að sama skapi og íðnaður hefur aukirt í landinu. Munu nú um 60% vinnufærra manna í Belgíu hafa atvinnu við iðnaðinn i landinu. Það eru hinar miklu kolanámur landsins, sem gert hafa Belgíu að miklu dðnaðar landi en einnig hefur járn- og stálframleiðsla verði mikil í Alþýðublaðið — 9. marz 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.