Alþýðublaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 14
Spánarhtéf
Framhald al 7. siðii,
jþar sem vinnukonuherberg-
*n eru — og tekur til við
að sauma fyrir fólk úti um
bæ.
Auðvitað svíkst Luisa um
eftir beztu getu, skýzt upp
til sín og tekur til saum-
anna, þegar hún ætti að
síanda í matargerð og sníð-
ur af smjörinu. Auðvitað
hatar hún húsbændur sína
undir niðri, — þá, sem sitja
með fæturna uppi á stólum
og hvíla sig eftir matinn,
meðan hún er að þvo upp
og búa til kaffi, — en hún
kann að dyljast, hún kann
að skríkja auðmjúklega,
þótt uppreisnarandinn
brjótist um í hennar lítt upp
frædda höfði, en það er
'kannski líka það eina, sem
hún reglulega kann, auk
matargerðar, hreingerninga
Og síiuma,
Luisa er tákn hinna kúg-
uðu í þessa einvaldsríki, þar
sem nafn ríkisleiðtogans er
ekki nefnt upphátt í ókunn
ugra áheyrn. Barcelona er
undurhlý og falleg, borgin er
Ijósum prýdd, ljósin varpa
bjarma á hvítar, tígulegar
byggingar, alia vega litir
gosbrunnar sprautast upp í
Ioftið og spila með vatni
og litum, á krám og veit-
ingahúsum er sungið, leikið
á gítara og mandólín, dans-
að • • í kirkjunum krjúpa
þeir-háu og lágu, kannski í
hræsni, en þeir krjúpa samt.
Pálmakrónurnar vagga í
kvöldblænum, og runnar og
tré eru sum farin að blóm-
stra vorblómum.
Klukkan er tíu, — og þá
eru allar góðar seníórítur
komnar heim til sín. Bráð-
um fara þær að sofa, — en
kannski hafa þær þó fyrst
íalað í símann við ástina
sína, sem ætlar að bjóða
þeim í bílferð á morgun upp
á Tibidabo. — En Luisa,
hún er að taka af borðinu,
síðan fer hún sjálf að borða,
■hreinsa til, uppi bíða henn-
ar saumarnir og síðan nýr
morgun með sama boðskap
og gömlu morgnarnir, sá-frá
í dag og í gær.
Það hringir enginn í
hana, — og enginn býður
henni í bílferð upp á Tibida-
bo.
Þó er það hennar mikla
þrá í lífinu að ná sér í
mann. Það er hennar eina
von. Og þegar Luisa krýpur
í kirkjunni, — þegar Luisa
spennir greipar fyrir fram-
an hina heilögu guðs móður,
veit ég hvaða bæn hún bið-
ur. — Hún biður um mann.
Luisa getur auðvitað ekki
látið sig dreyma um annað
en fátækling, — en basl og
fátækt er betra en að vera
vinnudýr.
En á Spáni er einn, sem
er máttugri en guð. Ein-
valdurinn, Franco. Þess
vegna lifir Luisa enn á tím-
um þrælanna, — og Franco
hefur ekki gefið henni
mann. ....
(Ath.: — Hólmfríður var
komin til Stokkhólms í blað- [
inu í gær. Lesendur eru beðn
ir að láta það ekki villa sig, (
enda er þessi þáttur og sá
næsti skrifaður á undan eins
og dagsetningin segir til
um).
CHILE
Framhald af 4. síðu.
gífurleg. Þar eru lieiðar eins
og hcr á íslandi, þar er syðstr
hafnarbær heims, firðir eins
og í Noregi, tignarleg fjöll
og jöklar, hlýtt loftslag eins
og í Suður-Evrópu, og nyrzt
er eyðimörkrn Atacama, þar
sem aldrei hefur komið dropi
úr lofti. Sagt hcfur verið að
Chile hafi alla þá náttúru-
fegurð sem til er í hermi
nema eitt og það eru frum-
skógar sem hvergi finnast í
landinu. Langflestir íbúanna
lifa í miðhluta landsins, sem
er frjósamastur með ökrum
og aldrnlundum.
Nokkrar fatapressur
til sölu og sýnis
Efnalaugiii Giæsir
Laufásvegi 17—19.
Jarðarför föður míns tengdaföður og bróður
GAKÐAKS H. STEFÁNSSONAR
sam andaðist að Landakotsspítala 27. febr fer fram í Foss-
vogakapellu í dag, fknmtudaginn 9. þ. m. kl. 10,30. f. h.
Einar Þór Garðarsson Kristín Guðlaugsdóttir
Geir Stefánsson Hjálmar Steindórsson.
BELGÍA
Framh. af bls. 13.
fallegar byggingar í Brússel.
Elzti hluti borgarinnar er eins
og borg út af fyrir sig og er
ráðhús borgarinnar frá 1454
við Grand Place einna sérstæð
ust þessara gömlu bygginga.
Ég leit þarna inn og skoðaði
skrifstofur borarstjóra Brúss-
el, sem enn þann dag í dag
vinna þarna innan um alda
gömul listaverk. Einnig leit ég
á viðhafnarsalinn, þar sem
Boudoin konungur gekk að
eiga Fabiolu sína fyrir nokkru.
Fólkið í Brússel er mjög
líkt Frökkum, talar frönsku
og hegðar sér eins og Frakk-
ar. Eru nær eingöngu búsett-
ir Vallónar í Brússel og ná-
grenni. íbúar Brússel eru um
1 milljón.
Undanfarið hefur verið mik
ið um framkvæmdir í Brússel
í því skyni að bæta umferðar-
öryggið í borginni. Hafa ver-
ið gerðar margar neðanjarðar
brautir og segja þeir, sem ekki
hafa komið til Brússel í nokk-
ur ár, að öll umferð í borg-
inni hafi gerbreyzt við þetta.
Eru það ráðherrar liberala er
stjórnað hafa framkvæmdum
þessum og segja menn í gamni
hér í Brússel, að framkvæmdir
þessar séu þær einu, er stjórn
in hafi hlotið vinsældir af.
FORSETAR
Framhald af 7. síðu.
með Kennedy, sem hafði
safnað sanvan helztu sér-
fræðingunum I pólitík
Rússa eftir síðustu skiptin
á skoðunum við Krústjov.
Það kom í ljós, að Kennedy
hafði lesið skýrslurnar frá
sendiráðinu í Moskva, iað
hann þekkti Ihernaðar-
skýrslurnar og hafði lesið
öll skjöl um þau rússnesk-
amerísk mál, sem nú cru á
döfinni.
Kennedy hefur hrært
kröftuglega upp I skrif-
finnskunni og lýst því yfir,
að meira virði væri að
koma hlutunum í verk en
setja þá fallega og hrein-
lega upp. Hann hefur livatt
til afkasta og dugnaðar og
hefur ekld tekið það mjög
alvarlega, þó að dálítið rót
kæmist á hlutina um leið.
Sauðárkróki, 7. marz.
VÉLSKIPIÐ Skagfirðingur
landaði fyrir helgi um 26 lest-
um af fiski, sem fór til vinnslu
í frystihúsin. Slcipið er á línu-
veiðum. Vélskipið Ingvar Guð-
jónsson er að búa sig á togveið
ar og er ráðgert !að skipið fari
á veiðar um miðjan mánuðinn.
Veðrátta er óstillt og smærri
bátar róa lítið. Rauðmagaafli er
lítill, en sjómen vona, að loðna
gangi um miðjan mánuðinn. —
Fleiri bátar ætlá að veiða grá-
sleppu nú en undanfarið. M.B.
SLYSAVARÐSTOFAN er 09.
ln allan sólarhringinn. —
Læknavörður fyrir vitjanh
ðr á sama *taS kl. 18—8
Bókasafn Dagsbrúnar
að Freyjugötu 27 er opið
sem hér segir: Föstudaga kl.
8—10, laugardaga kl. 4—7 og
sunnudaga kl. 4—7.
Skipaútgerð
ríkisins:
Hekla er á Aust-
fjörðum á suður-
leið. Esja fór frá
Rvk í gær austur
um land í hring-
ferð. Herjólfur fer frá Vest-
mannaeyjum kl. 22 í kvöld
til Rvk Þyrill er á Norður-
landshöfnum. Skjaldbreið fer
frá Akureyri í dag á vestur-
leið. Herðubreið er á Aust-
fjörðum á norðurleið.
Skipadeild S.Í.S.:
Hvassafell er í Aabo. Arn-
arfell er á Húsavík. Jökul-
fell er í Calais, fer þaðan í
dag áleiðis til Rotterdam. —
Dísarfell losar á Vestfjarða-
höfnum. Litlafell er á leið til
Rvk frá Austfjörðum. Helga-
fell er á Reyðarfirði. Hamra-
fell fór 24. f. m. frá Rvk áleið
is til Batum.
Jöklar h.f.:
Langjökull er í New York.
Vatnajökull er í Amsterdam,
fer þaðan til Rotterdam og
Rvk.
Spilakvöld Borgfirðingafél.
verður fimmtudaginn 9. þ.
m. í Skátaheimilinu og
hefst kl. 21 stundvíslega.
Húsið opnað kl. 20,15. Góð
verðlaun. Mætið stundvís-
lega.
Næsta bastnámskeið Hús-
mæðrafélagsins byrjar föstu
daginn 10. þ. m. kl. 8,30 í
Borgartúni 7. Þæt konur,
sem sótt hafa um námskeið-
ið gefi sig fram í síma
11810.
Tæknibókasafn IMSÍ: Útlán:
kl. 1—7 e. h. mánudaga til
föstudaga og kl. 1—3 e. h.
laugardaga. Lesstofa safns.
ins er opin á vanalegum
skrifstofutíma og útláns-
tírna.
Minningarspjöld
Kirkjubyggingarsjóðs Lang
holtssóknar fást á eftirtöldum
stöðum: Goðheimum 3, Álf-
heimum 35, Efstasundi 69,
Langholtsvegi 163 og Bóka-
búð KRON, Bankastrætl.
Samúðarspjöld minningar-
sjóðs Sigurðar Eiríkssonar
og Sigríðar Halldórsdóttur
eru afgreidd í Bókabúð
Æskunnar.
Flugfélag
íslands h.f.:
Millilanda-
flug: Hrímfaxi
er væntanleg-
ur til Rvk kl.
16,20 í dag frá
Kmh og Glasg.
— Imnanlands-
flug: í dag er
áætlað að
fljúga til Ak-
ureyrar (2 ferðir), Egilsstaða
Flateyrar, Kópaskers, Pat-
reksfjarðar, Vestmannaeyja,
Þingeyrar og Þórshafnar. —
Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar, Fagur-
hólsmýrar, Hornafjarðar, ísa-
fjarðar, Kirkjubæjarklaust-
urs og Vestmannaeyja.
Loftleiðir h.f.:
Fimmtudag 9. marz er Leif
ur Eiríksson væntanlegur frá
New York kl. 08,30. Fer til
Glasg. og London kl. 09,00
og Edda er væntanleg kl. 20.
frá Hamborg, Kmh., Gauta-
borg og Stafangur. Fer til
New York kl. 21,30.
Félag Frímerkjasafnara: Her
bergi félagsins að Amt-
mannsstíg 2, II hæð, er op-
ið félagsmönnum mánudaga
og miðvikudaga kl. 20—22
og laugardaga kl. 16—18.
Upplýsingar og tilsögn um
frímerki og frímerkjasöfn-
un veittar almenningi ókeyp
is miðvikudaga kl. 20—22.
Fimmtudagur
9. marz:
12,50 ,,Á frívakt
inni“: Sjómanna
þáttur. 14,40
Við, sem heima
sitjum. 15,00
Miðdegisút-
varp. 18.00 Fyr-
ir yngstu hlust-
endurna. 18,30
Þingfréttir. —
Tónleikar. 19,30
Fréttir. 20,00
Frá tónleikum í
Austurbæjarbíói 15. febrúar
s. 1.: Þýzki píanóleikarinn
Hans Jander leikur. — 20,30
Kvöldvaka: a) Lestur forn-
rita: Hungurvaka; I. (Andrés
Björnsson). b) Lög eftir
Bjarna Þorsteinsson. c) Er-
indi: Hákonarstaðabók og
Skinnastaðaklerkar; fyrri
hluti (Benedikt Gíslason frá
Hofteigi). d) Kvæðalög:
Kjartan Hjálmarsson og Jó-
hann Garðar Jóhannsson
kveða. 21.45 íslenzkt mál —•
(Ásgeir Blöndal Magnússon
cand. mag ). 22,00 Fréttir. —
22,10 Passíusálmar (33). —•
22,20 Úr ýmsum áttum (Ævar
Kvaran leikari). 22,40 „Fúgu
listin“ (Kunst der Fuge) eft-
ir Bach; annar hluti. Dr. Hall
grímur Helgason skýrir verk
ið). 23,15 Dagskrárlok.
£4 9. marz 1961 — Alþýðublaðið