Alþýðublaðið - 07.05.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.05.1961, Blaðsíða 4
MELAVÖLLUR í kvöld (sunnudag) kl. 8,30 keppa: Dómari: Baldur Þórðarson. Línverðir: Haukur Óskarsson og Halldór Sigurðsson. AnnaS kvöld (mánudag kl. 8,30 keppa: Valur-Víkingur Dómari: Magnús Pétursson. Línuverðir: Hannes Þ. Sigurðsson og Guðbjörn Jónsson. Nú eru allir leikir úrslitaleikir. Gólfteppi Tegund: Olymp Primad Alesia Stærð: 60x120 cm 70x140 — 70x140 — 90x180 — 90x180 — 140x200 — 200x280 — 270x360 — 200x300 — 200x300 — 250x350 — 250x350 — 250x350 — 250x350 — 366x457 — Verð 163,80 222,50 239,70 369,75 370,10 636,60 1253,10 2275.30 2069.30 2288,70 2694,50 3015,90 3338,25 4533,00 7317,00 Dregill 61x124 — 170x241 — 70 cm. br. 90 cm. br. 408,90 2318,55 176,20 pr. m. 233,10 pr. m. Kristján Siggeirsson h.f. Laugavegi! 13 — Sími 13879. Óryrkjabandalag íslands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Umsókni'r ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Öryrkjabandalagi ís- lands pósthólf 515 fyrir 18. ma, n.k. Nánari upplýsingar gefur Oddur Ólafsson. Reykjalundi. sími 22060. HVERNIG stendur á því, að við byrjum á byggingu þriggja, stórra sjúkrahúsa í Reykjavík, en skortir fé til að ljúka nokkru þeirra, svo að þau eru öll árum saman í smíðum? Af hverju eru í mörgum útgerðarstöðvum tvö eða þrjú frystihús, öll byggð af vanefnum og fjár- skor.ti, þegar eitt væri hag- kvæmara og fullkomnara? Af hverju reisum við tvær fiskimjölsverksmiðjur í smá bæjum, þar sem varla er nóg' hráefni fyrir eina? Slíkar spurningar heyrast af vörum greinagóðra alþýðu manna, sem skilja ekki, 'hvers vegna uppbygging okk ar «r svo skipulagslaus og tilviljanakennd, og sjá hversu stórkostleg verðmæti fara forgörðum vegna slíkra vinnubragða. Svarið er á þá lund, að hér hefur aldrei verið gerð viðhlýtandi framkvæmda- áætlun, jafnvel ekki þegar fjárfestingarleyfi þurfti fyrir öllum framkvæmdum. Árum saman hefur verið talað um þetta mál, flestir eða allir flokkar eru fylgjandi endur- bótum í einhverri mynd, rík- isstjórnir hafa lofað úrbót- um, en ekkert hefur verið gert. Núverandi ríkisstjórn lof- aði í stefnuskrá sinni að gera láætlun um þjóðarbú- skapinn, og hún hefur hugs- að sér að láta það verða meir en orðin tóm. 'Viðreisnin var ekki gerð til að svelta og "kúga þjóðina og gera fáa menn ríka, heldur til að koma efnahagskerfinu á fastan grundvöll, þannig að hefjá mætti .nýja stórsókn til upp- byggingar í þjóðfólagi okkar. Þess vegna hafði viðreisninni varla verið hleypt af stokk- unum, þegar byrjað var að undirbúa framtiðarskrefin. Taldi ríkisstjórnin, að fyrst yrði að gera ítarlega og fulll- komna framkvæmdaáætlun fyrir nokkur ár, og síðan byggja á henni. Var byrjað að tala við alþjóðlegar lána- stofnanir um fjárhagshlið málsins, og voru þær á sama máli og ríkisstjórnin um að hér yrði að vera til ítarleg framkvæmdiaáætilun, &Vo að við vissum, hvað við værum að gera, og værum ekki kóf- sveittir við að reisa þrjú sjúkrahús í einu í sama bæ og annað eftir því. Nú hafa íslendingar verið félagar í Efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu (OEEC), en eitt meginhlutverk þeirrar stofnunar er einmitt að veita aðstoð við gerð slíkra áætlana, sem hér um ræðir. Var því haft samband við þá stofnun, 0g hún féllst greið- lega á að aðstoða íslendinga í • þessu efni, meðal annars með því að greiða kostnaðinn við erlenda hjálp, sem er ó- hjákvæmileg við svo um- fangsmikið verkefni. Til að vinna slíkt verk þarf að velja hóp sérfræðinga, sem ein- beita sér að verkinu og ljúka því með áhlaupi á nokkrum mánuðum, Ríkisstjórninni stóðu til boða ýmsir erlendir sérfræð- ingar, en hún valdi þrjá Norðmenn .til verksins af mjög sterkum og augljósum ástæðum. Norska ríkisstjórn- in lætur á fjögurra ára fresti gera „lángtidsprogram“ eða framkvæmdaáætlun, sem síðan er stahfað eftir. Eru árin látin standast á við kjör tímabil norska þingsins. í lok kjörtímabils leggur stjórnin fram yfirlit yfir framkvæmd áætlunarinnar, svo að þjóðin geti dæmt um og jafnframt fengið að heyra fyrir kosn- ingar, hvernig næsta áætlun hljóðar. Nú eru kosningar í haust -í Noregi. Hafa staðið yfir umræður ujn síðustu áætlun og stjórnin hefur lagt fram áætlun næstu fjögurra 'ára. Þeir sérfræðingar, sem hafa unnið að hinni nýju áætlun, eru því einmitt nú á milli verka, og er það ástæðan til þess, að íslenzka stjórnin gat, fyrir vinsemd norsku ríkis- stjórnarinnar, fengið fremstu sérfræðinga Norðmanna til að koma hingað í sex mán- uði og vinna þetta verk með okkur. Þetta verður að telj- as sérstakt happ, því engir eiga eins hægt með að setja sig inn í íslenzkar aðstæður og Norðmenn. Hingað koma nú þrír Norð menn, sem munu dveljast hér ásamt fjölskyldum í sex mánuði, en OEEC greiðir kostnaðinn. Einn þeirra er Per Tveite, sem stjórnaði framkvæmdaáætlun Norð- manna, en verður eftir að hann kemur héðan embættia maður 'hjá Noregsbanka. Ann ar er Olav Sætersdal, sem lengi starfaði hjá OEEC og mun síðar taka við forstöðu þ j óðhagsáætlunardeildar norska fjármálaráðuneytis- ins, Hann hefur komið til ís- lands á vegum OEEC og er þegar nákunnugur íslenzku efnahagslífi. Hinn þriðji er Rolf Thudesen, embættis- maður úr norska iðnaðarmála ráðuneytinu, sem er nákunn- ugur iðnaði, landbúnaði og sjávarútvegi. Þessir menn eiga «kki að semja óskalista um nýjar framkvæmdir, sem íslend- ingar ættu að takast fyrir hendur. Þeir eiga ekki að segja okkur í einu eða öðru, hvað við eigum að gera. En þeir munu vinna ítarlega á- ætlun { samvinnu við íslenzka embættismenn um fjárfest- ingarþörf á hverju einasta sviði þjóðlífsins: húsbygging- ar, þjóðvegi, brýr, hafnir, síma og samgöngur, verzlun, iðnað, Jandbúnað, sjáviarút- veg, yfirleittt allar greinar íslenzks atháfnalífs. Þannig verður í fyrsta sinn gerð heildarmynd af fjárfestingú og fjárfestingarþörf þjóðar- innar, þannig, að íslensk yfir völd geti síðan dæmt um og ákveðið, hve miklar fjárhæð ir sé rétt að leggja fram á •hverju sviði. Síðan kemur auðvitað það atriði, sem ým3 ir mæna á: möguleikar á nýj um atvinnugreinum. Þatta er sú sta.rf^aðferð, sem höfð er nú um allan heim þar sem um mikla uppbygg- ingu er að ræða. Það er sama hvort litið er til stórfyrir- tækja Bandaríkjanna eða á ríkisskrifstofur. sósíalistiskrá landa: alls staðar er viður- kennd þörfin á að hafa slíka heildarmynd og taka ákvarð- anir á grundvelli hennar, Hitt er svo annað mál, hvern ig framkvæmdin er, hvort 'hún miðast við allsráðandi ríkisvald eða samvinnu ríkia bæj arfélaga, samvinnufélaga og einkafyrirtækja, eins og tíðkast í okkar blandaða hagkerfi. Hitt gera engir skyn samir menn, að hamast í fjár festingu áh þess að 'hafa heild armynd af því, sem þeir eru •að gera. Skortur á slíkum undir- búningi framkvæmda hjá okkur á vafalaust þátt í því, hve miklu fé hefur verið var- ið illa í framkvæmdir, sem ekki hafa reynzt arðbærar og því ekki skilað þjóðinni þeim árangri í auknum tekjum og batri lífskjörum, sem hefði átt að verða. Framhald á bls. 7. 7. maí 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.