Alþýðublaðið - 01.06.1961, Side 10

Alþýðublaðið - 01.06.1961, Side 10
SKQZKA LIDID SÝNDI YFIRBURDI SKOZKA knattspyrnuliðið St. Mirren, sem hér er í heimsókn í boði Vals í tilefni af 50 ára af- mæli félagsins, lék fyrsta lcik sinn í gærkveldi. Fór leikurinn fram á Laugardalsvellinum og var við gestgjafana. Veður var ekki sem hagstæðast. Nokkur rigning sem jókst eftir því sem á leikinn leið. Var völlurinn því óvenju liáll og háði það leikmönnum allmjög. Leikslok urðu þau að Skot- arnir sigruðu. Skoruðu alls 3 mörk gegn engu. Eftir fyrri hálfleikinn var staðan 2:0. Fyrsta mark skotanna kom Slarkvörðurinn Brown þegar í byrjun leiksins. Það var v. útherjinn Miller, sem það gerði. Seinna markið í hálf- leiknum var gert úr vítaspyrnu, mjög strangt dæmdri. Knött- urinn hoppaði uppí hgndi ann- ars framvarðar 'Vals. Miðfram- vörður skotanna, Clunie, fram- kvæmdi spyrnuna og skaut bæði fast og örugglega. Upp úr miðjum síðari hálf- leik bættu Skotarnir 3. mark- inu við. Miðað við markatölu má segja að útkoman hafi ekki verið Val sérlega óhagstæð. En miðað við gang leiksins í heild, verður annað uppi á teningnum. Svo mjög hallaði á Valsmenn að mestu allan leikinn. Það var vörnin sem bjargaði því að ekki fór þó ver en raun bar vitni. Var hún öll mjög sam- taka og samstillt. Björgvin í markinu sannaði það enn einu sinni að hann er sá af mark- vörðum vorum nú sem einna mest traust verður að setja á. Árni Njálsson var þó sá í vörn- inni, sem mestan bar hitann og þungann af sókn mótherjanna, e auk hans átti Þorsteinn góðan leik og er sívaxandi í stöðu bakvarðar. Magnús Snæbjörns- son gætti eftir beztu föngum hins snögga miðherja Skot- anna, sem sannarlega er ekkert lamb að leika við. Framlína Vals var linari hluti liðsins og átti svo að segja aldrei mögu- leika til að jafna metin. — Skozka liðið er skipað mjög skemmtilegum leikmönnum, sem allir eru kunnáttumenn í listinni. Verður gaman að sjá þá gegn sterkari mótherjum en hér var um að ræða. Þeir leika næst við Akurnesinga, á föstu- dagskvöldið. Seint í síðara hálfleiknum fékk 'Valur vítaspyrnu en hún dugði ekki til að minnka bilið. Björgvin Dan skaut en alltof beint á markvörðinn, sem þann ig varði auðveldlega. Leikur gestanna einkenndist af hröðum leik og nákvæmum, en skotöryggi þeirra á markið var ekki að sama skapi. Guðbjörn Jónsson dæmdi leikinn og gerði bað af rögg- semi. Jjfr 1. júní 1961 — Alþýðublaðið Iíér eru myndir a£ mörkunum, sem skoruð vor í fyrri hálfleik leiks Vals og St. Mirren í gær- kvöldi. Á eftir myndinni sendir miðframv. Skot- anna, Clunie knöttinn í mark Valsmanna úr víta- spyrnu, óverjandi fyrir Björgvin. Neðri myndin er af fyrsta markinu (knötturinn er bak við Björgvin). Vinstri útlierj- inn Miller skorar óverj- andi. Ljósm.: Sveinn Þor nióðsson. LEIKURINN í TÖLUM: ♦ St.Mirren Valur Mörk 2+1=3 0+0=0 Markskot 9+17=26 4+7=11 Hornsp. 5+7=12 1+3=4 Vítasp. 1+0=1 0+1=1 Aukasp. 8+0=8 3+3=6 Sagt eftir leikinn: Tíðindamaður íþróttasíðunn- ar hitti þjálfara skozka liðsins að leik loknum og hann sagði m. a.: — 'Völlurinn ykkar er pr ði- legur, einn af þeim beztu, sem ég hef stigið á. Ég var ánægður með leik minna manna í fyrri hálfleik, en síðari hálfleikur var slakur. Ég vonast til, að við getum s nt betri leik síðar. Annars er mánuður síðan St. TVTirren hefur háð kappleik og það hefur sín áhrif. Dómarinn var góður, en vítaspyrnan, sem við fengum á okkur, var óskilj- anleg, Að lokum sagði þjálfarinn brosandi, sólarlagið var svo fallegt á mánudagskvöldið, að enginn svaf dúr um nóttina, — það var dásamleg stund. EÓP-mótið fer fram í kvöld HIÐ ÁRLEGA EÓP-mót, sem KR-ingar halda tií heiðurs Erlendi heitnum Péturssyni, — hinum vinsæla formanni þeirra, fer fram í kvöld á Melá- vellínum og hefst kl. 8 Þátttaka er allgóð í mótinu, en Rvíkurfélögin þrjú, KR, Ár- mann og ÍR senda keppendur, einnig eru nokkrir utan af landi. í 100 m. hlaupi er Valbjörn Þorláksson meðal þátttakenda og í 400 m. keppa m. a. Svavar Markússon. Kristleifur er með í 1500 m. ásamt nokkrum ung- um og efnilegum hlaupurum. í vænlegaslir í sleggjukasti og Guðmundur Hermannsson í 100 m. hlaupi er Rannveig Lax dal. Góð þátttaka er í 100 m. hlaupi unglinga og 80 m. hlaupi sveina. Þórður B. Sigurðsson og Jó- hannes Sæmundsson eru sigur- kúluvarpi, en Gunnar Huseby er einnig með keppenda. Hinn efnilegi Jón Þ. Ólafsson stekkur hástökk og Vilhjálmur Einarsson tekur þátt í lang- stökki en hann stökk nýlega 7,17 m. á æfigu. — Búast má við góðum afrekum í mörgum greinum, ef veður verður hag- stætt. Benefica sigraöi Bern, 31. maí (NTB—REUTER) Portúgalska liðið Benefica sigraði Barcelona í úrslita- leik um Evrópubikarinn í kvöld með 3 mörkum gegn 2.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.