Alþýðublaðið - 09.07.1961, Qupperneq 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ efnir nú — þriðja sumarið í röð — til
verðlaunakeppni fyrir síldarstúlkur. Verðlaunin eru þrenn:
3,000 króna aðalvinninigur og tveir 1,000 króna aukavinning
ar. Keppnin er þátttakendum algjörlega að kostnaðarlausu.
Alþýðublaðið setur aðeins eiltt skilyrði: Að stúlkan hafi farið
í síld í sumar, unnið einhvers konar síld'arvinnu.
Þetta er „innanfélagskeppni“ síldarstúlkna; öllu kven-
fólki öðru er stranglega bannaður aðgangur. Alþýðublaðið
efnir til keppninnar tifl. heiðurs síldarstúlkum; vill með þessu
votta þeim virðingu sína fyrirvel og rösklega unnið starf um
marga áratugi.
Jæja, stúlkur, takið nú eftir.
Alþýðublaðið mun öðru hvoru næstu vikurnar birta með
fylgjandi happdrættibseðil. Þátttakandi þarf að klippa seð
ilinn úr blaðinu, skrifa á hann nafn sitt og söltunarstöð,
gleyma ekki að láta getið um lögheimili, fá á hann stimpil
eða uppáskrift söltunarstöðvar ilnnar og senda okkur hann í
umslagi með svofelldri áskrift: ALÞÝÐUBLAÐIÐ, SÍLDAR-
IiAPPDRÆTTIÐ, REYKJAVÍK.
Það er allur galdurinn, þar með ertu orðin þátttakandi í
happdrættinu.
Við drögum úr seðlunum í sí ldarlok í haust og verðlaunin
eru peningarnir sem fyrr segir.
Og megi gæfan fylgja ykkur!
Aliar með!
Samtaka nú!
Síldarstúlknahappdrætti
Alþýðublaðsins
NAFN ....... ......
SÖLTUNARSTÖÐ ..••..••..••••...
LÖGHEIMILI ....................
3TAÐFESTING ATVINNUREKAND A: ofanrituð stúlka hefur unnið hjá
okkur í sumar og hefur því öll réttindi til þáttöku í sfldardappdrætti AJþýðu-
blaðsins
AlþýðublaðiS — 9. júlí 1961