Alþýðublaðið - 09.07.1961, Side 8
|WaSther Tirel, som straks flyktet til
’Normandi. Senere vendte han tiibake,
F.N KONGES DQD I.
Den 2. august 1100 dro Vilhelm den
röde - tross advarsler - pá jakt i Ny- p* men ingen gjorde hamnde. Helejakt-j
skogen med hoffet sitt. Ved solned- selskapet ble spredt av frykt. • j
gang hadde han nettopp streifskudt ÆÍNeste: Beqrayelsen')
Fa
p>\
og han falt död om. VSdeskuddet t?)
kom fra hans nærmeste ledsaqer,
DAUÐI KONUNGS
2. ágúst árið 1100
fór Yilhjálmur
hinn rauði —- þrátt
fyrir aðvaranir — á
veiðar í Nýjaskóg ásarnt hirð
sinni. Um sólarlag hafði
hann rétt skotið hjört, þeg
ar ör hitti hann í brjóstið,
og hann fQll dauður niður.
Voðaskotið(?) kom frá nán
asta leiðsögumanni hans
Walther Tirel, seni flúði
strax til Normandi. Seinna
sneri hann aftur, en enginn
vegna ótta.
gerði honum mein. Allur
veiðiflokkurinn tvístraðist
Afmjæli fors/jórans.
Þar, sem enginn karlmaður
kemur, - en samt...
EIN er farin að syngja.
Ilún raular dægurlag, án
texta, án nokkurrar raun-
verulegrar stefnu. Hún bara
trallar sama lagið upp aftur
og aftur. Tra la la. Það er
einkennilegt að þarna eiga
lög sér sjaldnast nokkurt
verulegt upphaf né eiginleg-
an endi. Tra la la .... stefnu
laust, — enda er hugurinn
bundinn við burstann, pens-
ilinn, greiðuna, jafnvel kjól
faldinn, — eða þá eitthvað
frammi . . .
Inni á afhýsunum fer ein
bver að blístra með þeirri,
sem er að syngja. Mig hálf-
Iangar að taka undir þennan
skrítna samsöng, — en það
leyfist ekki nema þeim, sem
taldar eru í því ástandi, að
allt verði gleymt daginn eft
ir.
Nokkrar barmmiklar kon-
ur yfir þrítugu segjast hefðu
átt að setja á sig, a. m. k.
Iakka það, áður en þær fóru
að heiman. Þær eru í rós-
óttum sumarkjólum, — og
sumar eru furðulega brúnar.
Þær, sem hafa farið til að
borða, er.u oft að koma beint
frá laxveiðum eða með út-
lenda gesti.
Yngri stúlkurnar skiptast
nokkurn veginn í tvo flokka.
Þær, sem eru fljótar að Ijúka
sér af fyrir framan spegil-
inn, — og hinar, sem dunda
sér lengi, virða sjálfar sig
fyrir sér í löngu speglunum,
setja upp sérstakan spegil-
svip og toga til eða hissa upp
hér og þar. Þær eru ekki
eins sjálfsöruggar og ánægð
ar og hinar, sem sigla inn í
nokkurs konar skemmtisigl
ingu en ekki af því, að þeim
finnst, að þær þurfi betrum
bóta við.
Fyrst er það augnaskugg-
inn, — grænn, blár, brúnn,
silfurlitaður eða jafnvel
gylltur. Svo er það meikið
og púðrið, litur hér og litúr
þar, — litur alls staðar. Því
næst er dregið upp úr litl-
um, dúsulegum plastposun-
um ýmis konar tól með að-
skiljanlegustu Htum og
Iagi. Burstar af öllum stærð
um og gerðum, litstaukar ým
is konar og til ýmissa nota
hér og þar á andlitinu. Skrúf
gangar, klemmur, plokkarar
og greiðusköft. Allt eru þetta
gagnleg tól fyrir yndisþokk
ann. Snmar eiga meira að
segja sambland af töng og
einhvers konar þrýsti-
klemmu, sem notað er til að
koma lagi á augnahárin. Á-
haldinu er smeygt upp á
sjálf augahárinu, þar er þeim
haldið föstum og þrýst að
og upp á við. Að íoknum slík
um þrýsting eru augnahárin
dálítið upprúlluð, — og al-
veg eins og vera ber!
Skrúfgangurinn er líka fyr
ir augnahárin. Honum er
brugðið um þau, smurðum í
nokkurs konar, skóáburð, —
og árangurinn er eins og all
ir vita“. . . . Augnahárin
voru löng og svört. Þau köst
uðu skugga á mjallhvíta
vanga hennar og dimmblá
augun Þegar hún leit upp til
mín var eins og tjald væri
dregið frá! ....“
Flæking og reyting hársins
hefur líka sitt að segja. Ým
ist er notaður bursti eða
venjuleg greiða. Hver og
einn smálokkur er togaður
út og suður, — síðan er liann
reittur á kerfisbundinn hátt,
— þar til hann stendur stíf-
ur út í Ioftið, því næst eru
nokkrar tjásur greiddar
vandlega yfir flækjuna, —
þar til allt er slétt og fellt
á yfirborðinu, — en hálf-
leynd flækjan gefur fyllingu
í hárjð, þannig (að það lík-
ist heystakk, og andlitið verð
ur eins og smá kartafla í
tuggunni,
„Mikið anzans — ári þyk
ir mér gaman“, sagði kven-
maðurinn, sem sneri baki
að kvenfélagskonunum með
hendur á mjöðmum niður
í eldhúsi samkomuhússins í
sveitinni fyrir langa löngu.
Hún var búin að þveitast í
ræl og polka allt kvöldið.
Það var "spegilbrot þarna í
eldhúsinu þar sem allar
blómarósirnar gáðu að feg-
urðinni. Um annað var ekki
að gera.
— Finnst þér ekki ægilega
gaman? — spyr skvísan og
væntir ekki svars, en reyrir
að sér mittisólina, togar háls
málið á kjólnum út á axlir,
rekur totu á nýmálaðan
munninn framan í spegilinn,
dregur kolsvört strik í kring
um augun, dregur helsára
fæturna upp úr skónum og
lætur íærnar anda. — Það er
einkennilegt, livað það geta
komið stóri fætur upp úr
litlum skóm.
— Reykský líða upp í loft
ið. Sumar fá sér sígarettu,
og sumar eru í þr.öngum,
svörtum kjóhun með langa
fætur og svört sólgleraugu
í rafmagnsljósinu.
Sumar eiga keipa, sumar
eiga nýjan skjól. Sumar bíða
óþekkta ævintýrsins frammi.
— í augum sumra hinna er
ekki spenna, ekki ævintýra
glóð heldur vani, — kyrrlát
ur, blíður vani — cða
þreytulegur vani. Þessar eru
flestar með einbaug, — og
þær eru ekki að flýta sér svo
mjög. — En það eru hinar
með æsinginn í augunum,
með þytinn í pilsunum, sem
setja svipinn á, skapa spenn
una í Ioftinu. Hér fer stríðs
undirbúningurinn fram. —
Um endalok stríðsins veit nú
enginn maðus.
En það cr fegurðin og um
leið sjálfsöryggið, — það er
hamingjan, sem er mismun-
andi byr undir vængjum,
þegar skóhælarnir skella
við gólf á útleið — fram á
ganginn, — inn í salinn, þar
Framhald á 10. síðu.
WWMMWWWWWWMMilWWaWMWWIWMilMiWWMWWWWWIMWWWWWWIMMWWtWWWWWWWWWWIWMWWWWWWMWMWW
^ 9. júlí 1961 — Alþýðublaðið X\