Alþýðublaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 8
BYGGÐ væri orðin samfelld milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, ef ekki væri einn stað ur milli þessara bæja, Arnar nesið, enn ósnert af jarðýtum og öðrum þeim verkfærum, sem fyrst taka til starfa við byggingarframkvæmdir nú á dögum. Fram til þessa hefur stað- ið á því að eigendur Arnarness ins, létu jörð sína fala til íbúða húsabygginga, en nú hefur það verið gert og þeir látið gera skipulagsuppdrátt af öllu nesinu að Hafnarfjarðarvegi. þá, sem skipulagt hafa ýmis svæði, hefur ekki rennt grun í allar þær miklu breytingar sem orðið hafa á Reykjavík undanfarið, og skipulagning þessara svæða því ekki orðið með þeim hætti, sem æskllegt hefði verið. Þar við bætist, að ýmis svæði hafa verið iila skipulögð og reglur um bygg- ingar einstrengingslegar, und- antekningar gefnar um of eða þá að hver hefur fengið að byggja nærri því eins og hon- um hefur þóknast, án þess að nokkuð tillit væri tekið til dæmi um sun'durlaust og lé- legt skipulag er Kársnesið i Kópavogskaupstað, sem þó bæði er fagur byggingastaður og vel í sveit settur af náttúr- unnar hendi. Þróunin virðist ganga í þá átt að meira byggist í átt ti! Hafn arfjarðar, en austur á bóginn og verður þess því varla langt að bíða að öll strandlengjan byggist til Hafnarfjarðar, og því mikilvægt að vel takist þar sem þungamiðja borgarinnar færist stöðugt meira í suð vestur. Arnarneslandið nær hins veg- ar mun lengra upp í landið. — Enn hefur ekkert verið ákveðið um framtíð þess hluta landsins, þótt sjá megi í hendi sér, að það land, sem ann að í næsta nágrenni Reykjavík ur, hljóti að byggjast innan ekki mjög iangs tíma, ef höf- uðborgin heldur áfram að vaxa jafnört og hún hefur gert síð- ustu 2—3 áratugi. Mikið hefur verið ritað og deilt um skipulag bæjarins og nágrennis hans og auðséð, að legu staðarins, og þeirra bygg inga sem í nágrenni væru. Af- leiðing þessara hátta hafa orð ið þær, að sums staðar er svo að sjá sem ólíkustu húsagerð- um hafi verið dritað niður úr háloftunum og tilviljun ein ráð ið hvar hver og ein lenti. Sérstaklega er hryggilegt að sjá þetta á fögrum og áberandi stöðum sem koma til með að standa í framtíðinni svotii í miðju þeirrar borgar sem upp hefur verið að rísa hér við Flóann að undanförnu. Gott Arnarnesið er eitt þeirra svæða, sem munu mynda Reykjavík framtíðarinnar. Nú stendur aðeins eitt gamalt hús á nesinu, sem er notað sem geymsla, auk lítils hrörlegs fjárhúss, sem er að detta niður Allstórt og grösugt tún er á nes inu, en annars er það allt ó- ræktað, mest þýfðir móar og melar á stöku stað. Útsýni er fagurt bæði til Reykjavíkur, Álftaness og á haf út, mjög skýlt fyrir veðr- um og engin hafalda kemst upp að ströndinni því lygnir vogar eru beggja vegna við nesið, og allar stærri öldur brýtur langt úti í Skerjafirði Arnarnes vogur mun vera einn lygnasti vogur í nágrenni Reykiavíkur, en samt dýpri en flestir aðrir — svo ekki mun finnast annar betri staður til skemmtsiglinga og sjóskíðaferða en hann, þótt enn kunni þess að verða nokk- uð langt að bíða, að Reykvík ingar fari að ráði að leggja stund á þessar skemmtilegu í- þróttir, en að því hlýtur þó að líða fremur fyrr en seinna. í Arnarvoginum er g'óð sand fjara á nokkru svæði innst í voginum, sem jafnframt er í skjóli við norðanátt af háum bökkum og því mjög heppileg, sem baðströnd þegar sólskin og hiti leyfir slíka skemmtun. Arnarnesið'hefur því af nátt úrunnar hendi mjög góð skil- yrði til að verða eftirsótt íbúða hverfi. Nú hefur verið gert mjög gott og skemmtilegt skipulag af svæðinu og er þar að finna ýmis nýmæli, enda hægara um, þar sem þetta svæði er alveg ósetið af eldri byggingum. Að sögn eiganda er hið nýja skipulag fyrst og fremst miðað við það að hverfið verði sem þægilegast fyrir íbúa þcss, bæði friðsælt, snyrtilegt og fag urt. Þar verður m a. sú ný- lunda að aðeins einn vegur verður inn í hverfið, og verða verzlanir við hann og önnur þjónusta sem nú þykir nauðsyn leg íbúum hvers hverfis. Þzr verður einnig skóli, leikvöllur dagheimili og íþróttavöllur. Ofan við þá baðströnd sem við nesið er af náttúrunnar hendi, verður komið fyrir al- menningsgarði, með trjálund- um, sundlaug og tjörn og skammt þaðan á að gera lysti- bátahöfn. Nokkur halli er á öilu r:es- inu, svo hægt verður að byggja húsin þannig, að þau spilli ekki útsýni hvert fyrir öðru. Til frekara öryggis er það telc ið fram í afsali við lóðasölu, að ekki megi víkja frá þeim regl- um, sem gerðar hafa verið um byggingu húsanna, t. d. má’ að eins byggja þarna einlyft hús eða hús með lágum kjallara og Framhald á 10. jj Myndin efst á síðunni er |! af fjárhúskofanum, sem er jj annað tveggja mannvirkja, % sem stendur nú á Arnarnesi. j; Kóllinn hér. til hliðar heitir |l aftur á móti Álagahóll, en j; íbúana á að henda ógæfa sé Jl hann sleginn. Aftur á móti !; veit enginn hvað ger'ist, sé J; honum rutt um með jarðýtu, !; enda hafa álfar sjálfsagt J[ ekki haft nein viðurlög við !; jarðýtum, þegar álögin ;! gengu í gildi. Að neðan sést !j yfir nesið, Kópavogur í bak ;! sýn. Liósm.: G. Gests. ) f -- - ' x ■ ' y ,\ : 0 12. júlí 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.