Alþýðublaðið - 22.07.1961, Qupperneq 11
Gleymum ekki
litla bróðurnum
Þórður Jónsson að Látrum,
vestra ritar í Morgunblaðið
hinn 19. þ. m. athyglisverða
grein, sem ábyggilega á hljóm-
grunn meðal velflestra ís-
lendlnga.
Hann ræðir þar mjög við
kvæmt mál, sem nú er komið
á dagskrá, og meira að segja
færeyskir sendimenn hingað
heim komnir, að semja við ís-
lenzk stjórnarvöld um aðild
færeyskra sjómanna að mega
stunda fiskveiðar innan ís-
lenzkrar landhelgi
Færeyingar eru vissulega
okkur skyldastir, næstu ná-
grannar okkar hér nyrst í At-
lantshafi. Sameiginlegt með
báðum þjóðunum í dag er að
þær byggja afkomu sina á því,
sem úr sjónum fæst.
Þessi litla þjóð býr við knöpp
kjör, er nægjusöm, rík af
sjálfsbjargarviðleitni og spar-
söm, svo að þar gætum við ís-
lendingar af lært.
Nú höfum við samið við tvær
stórþjóðir um að opna viss tak
mörkuð svæði innan tólf mílna
fiskveiðilögsögunnar um mjög
takmarkaðan tíma, og fengið
um leið viðurkenningu þeirra
fyrir réttmæti 12 mílna land-
helginnar um alla framítð. —
Allir þeir, sem ekki þurfa að
hugsa of hápólitískt, fagna
þessum málalokum
Nú koma fulltrúar þessarar
litlu frændþjóðar okkar með
sínar óskir, sem mér eru í dag
ókunnar. En hverjar sem þær
kunna að vera, þá tek ég und
ir með Þórði Jónssyni í fyrr-
nefndri Morgunblaðsgrein, að
það mundi ekki „skipta okkar
landhelgi, úr því sem komið er,
þótt færaskip Færeyinga
fengju að veiða innan hennar
inn að fjórum mílunum".
Fyrst er nú það, að alltaf
fækkar færaskipum þeirra, og
aðallega yrði færaveiðin stund
uð yfir vetrarvertíðina við
Suður- og Suðvesturströnd ís-
lands.
Ég hygg að örfáar færaskút-
ur færeyskar gerðu minni
spjöll á fiskistofninn hér við
land en 5—10 bátar, sem veiða
með þorskanetjum á vertíðinni,
og er það saga út af fyrir sig
um þá eyðingarhættu á þorsk-
stofninum hér við land, sem
hin skefjalausa netjaveiði er
völd að, en út í þá sálma verð
ur ekki farið hér í þessari smá
klausu. Heldur vildi ég með
þessum fáu orðum undirstrika
þetta, að við eigum að rétta
þessari litlu þjóð bróðurhönd
og láta þá ekki synjandi frá
okkur fara í því felst marin-
dómur og getur verið öð'rum
stærri þjóðum til fyrirmyndar |
um það hvernig tvær a£ adra
minnstu þjóðum veraldarinnar
semja um mál sín með sönnum
bróðurhug. Ó. J.
Vikulegar
veiðiferðir
á Ai-narvatns'heiði. Farið á
þriðjudagsmorgun, komið á
föstudagskvöld. Um helgina:
I Þjórsárdal og Þórsmörk. —
Um verzlunarmannahelgina:
í Breiðafjarðareyjar og Þórs'
mörk.
ferðaskrifstofa
ÚLFARS JACOBSEN
Austurstrætl 9. Sími 13499.
Bifreiðasalan
er flutt úr
Ingólfsstræti
að
Frakkastíg 6
Símar 18966 - 19092
- 19168.
Guðlauqur Einarsson
Málflutningsstofa
FREYJUGÖTU 37.
Sími 19740.
M.s. „Gullíoss"
fer frá Reykjavík kl. 5 síðdegis í dag til
Leith og Kaupmannahafnar. — Farþegar
eru beðnir að koma til skips kö.. 3.30.
H.f. Eimskipafélag íslands
GRISSOM
Framhald af 3. síðu.
það var fullt af sjó og hvarf í
djúpið
Tilraun þessi, sem er liður
í hinni svokölluðu Mcrcury-
áætlun, tókst að öliu leyti sam
kvæmt áætiun og munu Banda
rikjamenn ru'x einbeita scr að
því að senda mannað geirnfar
á braut umhverfis jörðu i
haust.
Kennedy Bandaríkjaforseti
undirritaði í dag lög. sem hei;r.
ila 5800 milljón doilara fjár-
veitingu til a'í undirbúa send
ingu manna til tunglsns á
hæstu þrem árum.
Forsetinn sagði, að það væri
rnjög vel viðeigandi að undir-
rit a þes öglísdaé n
rita þessi lög í dag, um leið
og Grissom hefði farið hina vel
heppnuðu för út í geiminn.
VÍXLUM
BREYTT
Framahld af 5, síðu.
1- gr.
Veðdeild Búnaðarbanka ís-
lands er heimilt að gefa úr nýj-
an flokk bankavaxtabréfa.
Bankavaxtabréf þessj skulu
eingöngu notuð til þess að
breyta í föst lán lausaskuldum
bænda, sem hafa ekki fengið
nægileg lán til hæfilegs tíma
til framkvæmda, sem þeir hafa
ráðizt í á jörðum sínum á árun
um 1956—1960, að báðum ár-
unum meðtöldum
2. gr.
Lán samkvæmt lögum þess-
um skulu aðeins veitt gegn veði
í fasteignum þænda, ásamt
mannvirkjum, sem á jörðinni
eru.
Lánstími skal vera allt að 20
ár.
Vaxtakjör skulu ákveðin af
stjórn veðdeildarinnar. nð höfðu
samráði við ráðherra.
3. gr.
Lán samkvæmt lögum þess-
um, að viðbættum veðskuldum
þeim, sem hvíla á fyrri veðrétt
um, skal ekki nema hærri fjár-
hæð en 70% af matsverði veðs
ins.
4. gr
Ákvæði 16. gr. 3. mgr laga
nr. 115, 7 nóvember .1941, teknr
ekki til bankavaxtabréfa, sem
út eru gefin samkvæmt lögum
þessum
5. gr.
Að því leyti, sem ekki brýtur
í bága við ákvæði laga þessara
gilda ákvæði III. kafla laga nr.
115, 7. nóvember 1941, u.n ján-
veitingar samkvæmt lögum þess
um.
6. gr.
Ráðherra setur í reglugerð
nánari ákvæði um framkvæmd
laganna, svo og um frtkari
LOKAÐ
vegna sumarleyfa
S. ágúsf — 28. ágúst
Kassagerö Reykjavíkur hí
Simi: 3-83-83
Verksmiðjur v/ Kleppsv., skrifstofur Laugav. 178
í Ferðahappdrætti Félags ungra jafnaðarmanna t
Reykjavík eru vinningarnir fjórar glæsilegar ferðir
innanlands og utan. Ferðast verður á hestum, með
skipum og flugvélum. Verðmæti vinninga er sam~
tals um 20 þús. krónur. Dregið 15. ágúst. Kaupið
miða og styðjið þar með félagsheimili FUJ í Stór-
holti 1. Þeir sem hafa fengið miða senda heim eru
beðhir áð greiða há sem fyrst á flökkskrifsstofunni
í Albyðuhúsinu.
skilyrði fyrir lánveitingum, ef
þurfa þykir.
7. gr.
Lög þessi öð’ast þegar gildi.
KAUPUM TUSKUR
Gjört á Bessastöðum,
15. júlí 1961.
Ásgeir Ásgeirsson
(sign.)
Alþýðublaðíð
Ingólfur Jónsson
(sign.)“
ALþýðublaðið — 22. júlí.1961 --
' ? »* S