Alþýðublaðið - 22.07.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.07.1961, Blaðsíða 13
Forsetafrú með úfið hár... FORSETAFRÚ Banda- ríkjanna, Jacqueline Ken- nedy, er talin bezt klædda kona heirns. Hér sést hún á hestaveðhlaupi með vin- konu sinni. Hún er í köfl- óttu ullarpilsi, einfaldri ullarpeysu, á sléttbotnuð- uni skóm og með úfið hár. Kannski þætti þessi klæða burður ekki áberandi fínn, ef það væri ekki for- setafrú, sem bæri hann, en einmitt einfaldleikinn er sagður aðalsmerki hinnar ungu forsetafrúar, og þyk- ir þar bregða til hins betra þar eð aðrar háttsettar frúr eru að jafnaði með tilgerðarviprur um munn inn og blómahatta hvar og hvenær sem er. En Jacqueline hefur kostað kapps um að koma eðlilega fram, en sú tízka liennar hefur ekki ein- ungis stuðlað að því, að hún er nefnd bezt klædda kona heims, held- ur og ein hin fegursta. Þýzkur skuttogari „DANSK FISKERI- TIDENDE“ (12.5) segja frá að hinn nýjasti skuttogari Vestur Þjóðverja „Heinrich Kerr 1244 br. lestir að stærð hafi komið úr fyrstu veiðiferð sinni frá Vestur-Grænlandi, af þorskbönkunum þar með nietveiði Hánn fiskaði 900 lestir af fiski, 600 lestir voru fullunn ár um borð, sem skiluðu 220 lestum af hraðfrystum flökum, að verðmæti 300 þús. mörk- um (2.880.000,00 ísl kr.). Ennfremur losaði skip'ð 4250 körfur (50 kgr. karfan) af öðr um neyzlufiski, mest þorskur, 1410 pokar fiskimjöl og 110 föt lýsi. Veiðiferðin tók alls 37 daga. Kalt var var þarna norður frá, oft 24° kuldi. Nokkrir þýzkir og enskir togarar voru þarna líka. Framhald á 14 síðu. Rétt utan við þriggja mílna landhelgi Svía, heldur sig ósjálegt skip með einkenni legum útbúnaði og heldur sig á svipuðum slóðum dag inn út og daginn inn. Lega þessa skips og starfsemi hef ur valdið nokkrum úlfaþyt í Svíþjóð og m. a. spunnist út af því sérstök umræða í sænska þinginu. Svo er mál með vexti, að í skipi þessu er komið fyrir útvarpsstöð, sem flytur mest megnis slagara og auglýsing ar, fréttir og annað af létt- ara taginu. Stöðin liefur orð ið mjög vinsæl, ekki sízt með sjómönnum og unga fólk inu, sem þykir sænska ríkis- útvarpið bjóða hlusttndum sínum upp á of lítið af létt ara cfni. ”Radio Nord”, svo heitir stöðin, er um borð í skipinu ”Bon Jour” og held- ur sig við Eystrasaltsströnd Svíþjóðar. Daglega kom þyrla og varpar niður hylkjum með fréttum, dagblöðum og seg- ulböndum, sem útvarps- mennirnir 9 um borð í skip inu vinna svo úr. Eru þeir oft á undan sænska útvarp- inu með fréttirnar. Finni nokkur og Bandaríkjamað- ur eiga hugmyndina að þessari útvarpsstöð, sem sænsku yfirvöldin líta illu auga, en geta þó ekkert við gert. EigendUrnir hafa þegar stórhagnast af sendingun- um, því mjög er sótzt eftir að auglýsa hjá þeim, enda tekur sænska útvarpið eng- ar auglýsingar. Sagt er að um helmingur Svía hlusti nú á þessa nýju útvarpsstöð. Alþýðublaðið 22. júlí 1961 |_3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.