Alþýðublaðið - 17.12.1961, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 17.12.1961, Qupperneq 3
Fjórða verzl- un Tómasar FYRIRTÆKIÐ Tómas Jóns son opnaði 4. verzlun sína í gær, Kjörbúð Tómasar að Grensásvegi 48. Þessi nýja verzlun fyriríækisins er nokk úð frábrugðin liinnm búðum þess, þar sem auk alira kjöt- vara, áleggs, grænmetis og á- vaxía fást allar tegundir ný- lendu og hreinlætísvara í þess ari nýju biið, enda um alhliða kjörbúð að ræða. Góðar barnabækur ÁSA JÓNSDÓTTIR uppeldis- fræðingur hefur sent frá sér litla og smekklega barnabók með sögum, sem hún hefur end ursagt, Bók;n heitlr ,,Barnasög ur“ og útgefandinn er bókaút- gáfan ,,Dögg“. Þessar barnasögur eru liðlega sagðar og mjög við hæfi barna. Slíkar sögur vilja börn heyra aftur og aftur, og er því óhætt að mæla með þeim við hvern sem er. Myndir eru í bókinni, sem Bjarni Jónsson hefur teiknað. Hún er prentuð í Seibergi. SH. Kjörbúð Tómasar mun bæta úr brýnni þörf húsmæðra á stóru svæði, því að mjög langt hefur þurft að sækja allar nauðsynjar til heimilanna í hinu nýja Háaleitishverfi, norðurhluta Bústaðahverfis og Smáíbúðahverfi, en kjörbúðinni er ætlað að þjóna viðskiptavinum í öllum bæn- um og fást vörur sendar heim. 'Verzlunarstjóri nýju búðar- innar verður Hilmar Svavars son, en eigandi- og fram- j kvæmdastjóri fyrirtækisins er! Garðar Svavarsson. Verzlanir fyrirtækisins í bænum eru alls fjórar, og eru búðir þess að Laugavegi 2 og Laugavegi 34 j gamalkunnar, en verzlunin að Ásgarði 22 tók til starfa fyrir um það bil einu ári. í hinni nýju verzlun að Grensásvegi 48 fæst allt í jólamalinn. Blaðamönnum var boðið að skoða þessa nýju verzlun, sem er bæði hagkvæm og smekk- leg. Búðin er 160 fermetrar og fyr:rkomulagið nýtízkulegt. — Arkitekt var Gunnar Ingi- bergsson, en yfirsmiður var Össur Sigurvinsson. Þórður Finnbogason sá um raflagnir og lýsingu, Óskar Ölason mál- arameistari sá um málningu og dúklagningu vann Ólafur Ól- afsson. Fjórar nýjar Helgafellsbækur IIELGAFELL heldur áfram af krafti að senda „jólabækur“ á markaðinn og komu út fjór- ar nýjar á vegum forlagsins j í gær. 1 „Island í máli og myndum“ heilir tæpra hundrað síðna bók, sem þrettán góðir íslend ingar eiga ritgerðir í, allt frá Haraldi Böðvarssyni útgerðar- manni, sem að sjálfsögðu skrifar um Akranes til Astu Sigurðardóttur, sem kallar 6Ína ritsmíð „Frá mýri, hrauni og fjörusandi.“ Bókin er prýdd talsverður safni litmynda. Helgafell gefur svipaða bók ■ út á ensku, með sama sniði ! og nokkurveginn sama lit- ! myndasafni. Þarna er þó höf- undalistinn breyttur frá ís- lenzku útgáfunni og tveimur nöfnum styttri. Þá er að geta smásagnasafns Ástu Sigurðardóttur : ,Sunnu- | dagskvöld til mánudagsmorg- uns.“ Bókin er 153 síður, tíu sögur. Ásta hefur gert myndir : í bókina og kápu. j Þá er Helgafell með nýja skáldsögu eftir Ragnheiði jjónsdóttur, „Mín liljan fríð.“ SÝNINGIN.. Framhald af 1. síðu, Svavari Guðnasyni. Við hittum ungu lista- konuna að máli — þessa átta ára, — en alls sýnir hún 10 verk. Hún heitir, sem fyrr er sagt, Herdís Björnsdóttir. — Hvenær byrjaðir þú að mála? — f fyrra, þegar Jonni frændi gaf mér liti og renn inga í sumargjöf. Endurminningar eina núlifandi farandsveinsins á Íslandi. Smiðsins sem ferðaðist um Evrópu með smíðatólin á bakinu, og varð síðan kennari við Iðnskólann í Reykjavík í nœstum hálfa öld. Meðai kaflaheita eru þessi: Æsku- og unglingsár. — Um Ara afa minn og syst- kini mín. — Til útróðra. — Snemma beygist krókur- inn. — Til náms í Reykjavík. — Iðnskólinn 1904— 1905. — Heima á bernskuslóðum. — Til Kaup- mannahafnar í skóla. — Smiður í Danmörku. — Aftur í skólann. — Farandsveinn í Þýzkalandi. — Farandsveinn í Sviss. — Kennari við Iðnskólann. — A gömlum slóðum og nýjum. Kjörin jólagjöf handa iðnaðarmönnum og öllum þeim, er unna skemmtilega skrifuðum endurminningum. — Formáli er skrifaður af Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni, rithöfundi. Bókaútgáfan LOGI Afgreiðsla Laugavegi 28, fí. hæð. Sími 38270. — Hvað finnst þér mest gaman að mála? — Agstrakt, en svo þykir mér líka gaman að teikna dýr. — Hver kenndi þér áð mála? — Eg lærði það bara sjálf en frændi minn hjálpar mér líka stundum. Svo teiknaði ég þegar ég var í Isaksskól anum. Eg teiknaði fyrst og svo fór ég að mála með jap- önskum pastellitum. — Hefurðu málað mikið? — Allt sem er hérna og svo á ég dálítið heima. — En vinkonur þínar, — mála þær líka? — Nei, en ég á frænku, sem ég leyfl stundum að mála. — Hvað heitir pabbi þinn? — Björn Jónasson. — Hvað gerir hann? — Hann er bílstjóri og hífir upp bíla, sem keyra út af. — Og hlakkar þig ekki til jólanna? — Jú. — Heldurðu að jólasveinn inn komi? — Nei, ég trúi ekki á jólasveina, en frændi mirin sem er sex ára og á heinja niðri, kemur kannski í jólasveinabúningi. Alþýðublaðið — 17. des. 1961 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.