Alþýðublaðið - 17.12.1961, Page 16
\Lmsm>
42. árg. — Sunnudagiir 17. des. 1961 — 285. tbl.
þúsund
tunnur
FINS og kunnugt er liafa síld-
veiðarnar vestanlands og sunn
an gengið mjög vel ]>að sem af
er. Nú hafa borizt á land rúm-
tega 400 þúsund uppmæJdar
tunnur, og hefur töluveröur
htut; a£ þessu magni farið í
Drangajökull
kemur í kvölú
DRANGAJÖKULL, hið nýja
skip Jökla h.f. kemur hingað
tií Reykjavíkur í kvöld. Þetta
skip var sm«ðað í stað Dranga
jökuISj sem ' fórst á Pentlands
firði í fyrra. Þetta nýja skip
er 2000 brúttótonn, og er sniíð
að í Dest í Hollandi.
Það var afnent félaginu í
Rotterdam 8. desember sl. og
veitti Ólafur Þórðarson fram-
tioæmdastj óri félagsins skipinu
fnóttöku. Skipstjóri á því er
Ingólfur Möller, en 1. vélstjóri
er Höskuldur Þórðarson.
Skipið er mjög fullkomið
frystiskip og er m. a. sérstak-1
■fðga ' útbúið til ávaxtaflutn- j
inga. Hingað flytur það vörur;
frá Rotterdam og Hamþorg.
salt. Þá hefur nokkur hluti afl-
ans farið í frystingu, einnig hef
ur síldin ver‘3 nýtt á annan
hátt, t. d. súrsuð og fleira.
Enn er eftir að salta upp' 1
gerða samninga, og munu vera
eftir um 30 þúsund tunnur. Þá
vantar mikið upp á að súrsildin
hafi verið verkuð uop i samn-
inga. Um þessar mund.r er ver
ið að lesta fyrsta fatminn af
saltsíld, sem á að far.a til Rúss
lands, og er skip að taka hana
í Keflavík og á Akranesi.
Sérstakir matsmenn frá síld-
armati ríkisins ásamt fulltrúa
frá Rússunum hafa verið að at-
huga síld na, sem á að fara á
Rússlandsmarkað, en hún má
ekki vera undir 15% að fitu-
magni. Flokkarnir eru raun-
verulega tveir annar frá 15 upp
í 18%, en hinn frá 18% og upp
úr. f gær hafði verið saltað á
Akranesi í 26.639 tunnur, en
þar hefur verið saltað á 6 stöðv
um. í Reykjavík hafð; verið
saltað á fimmtudag í 10.360
tunnur. Ekki er kunnugt um
bræðslusíldarmagnið.
Um frekari sölusamninga er
ekkl vitað, en samningaumleit
anir munu standa yfir.
fwmwwwitwwiwtvvww
dagsr
ti!
HAB-
dags!
ýt Jólavinningur: Volks-
wagenbíll.
Kaupið miða strax!
WÍMMWVWVWWWAWJVVWtV
Fljúgandi
jólasveinn
Húsavik í gær.
Á MORGUN er væntanlcg
liingað flugvél frá Flugfélagi
íslands, og með henni kemur
gestur, sem öll börn hér
hlakka mikið til að sjá. Er það
jólasveinn, scm kemur og
heilsar upp á börnin, og fær-
ir þeim jafnframt einhvern
glaðning. Þessi heimsókn er á
vegum flugfélagsins.
Síðustu viku hefur verið
hér gott veður, og hafa bátarn
ir aflað mjög vel, Mikil og góð
vinna hefur skapazt af þessu.
Nú er orðið fært um allar
sveitir, enda nær auð jörð.
Skólafólk og aðrir eru nú að
flykkjast' hingað til að eyða
jólaleyfinu með fjölskyldum
sínum. — Einar. 1
RÁÐGERT er að kaupa 5 nýja
strætisvagna í Reykjavík á ár-
inu 1962 tll endurnýjunar á
eldri vögnum. Kaupverð þeirra
mun verða um kr. 5 milljónir.
Frá þessu er skýrt í greinar-
gerðinni, sem fylgir fjárhagsá-
ætlun Reykjavíkur 1962.
ÁrlS 1960 voru greidd 2,9
m:Ilj. kr. í einstökum fargjöld-
um fullorðinna, seldir voru 10,5
m.llj. kr. í afsláttarmiðum til
fullorðinna. Þá var greidd í
milljón í fargjöld barna og af-
sláttarmiðar fyr:r 1,2 millj.
Með hliðsjón af hækkun far-
gjaldanna 1. sept. 1961 og fjölg
un á strætisvagnaleiðum áætlast
tekjurnar kr. 29 millj. 1962 og
er þá frádreg'nn söluskattur.
Aðrar tekjur SVR eru hagnaður
j af söluturni í biðskýli við Kalk-
ofnsveg og eru tekjur þar af á-
ætlaðar 100 þús. næsta ár. Gert
er enn fremur ráð fyrir 3ja
millj. kr. framlagi frá bæjar-
sjóði.
uwwwvwwwwwwwwwwww
Teiknar
ÞESSI unga stúlka
heitir Steinunn Þórisdótt
ir til heimilis að Hring-
braut 27. Hún var að
teikna jólamyndir á skóla
tt\fluna á laugardaginn,
en allur skólinn var að
færast * í hátíðarbúning
fyrir litlu jólin barn-
anna, senr haldin eru í
dag og á morgun.
Steinunn er 11 ára. —
Hún getur , ekld aðeins .
teiknað heldur líka lesið
kvæði. Hún ætlaði að lesa
Jólasveinavísur Jóhann-
esar úr Kötlum á jóla-
hátíðinni í dag, — og
hún sagðist vera bú>n að
æfa sig ósköpin öll. -—
Henni var ekkert að van-
búnaði að taka á móti
jólunum, — búin að fá
jólakjól og allt hvað eina.
Það verða myndir frá
litlu jólunum í þriðjudags
blaðinu.
^MHWWWWWWWWWWMWI
SVR kaupa 5
nýja vagna
Kveikt á
norska
jólatrénu
í DAG kl. 16 verður kveikt
á jólatré því, sem Oslóborg
hefur sent Reykvíkingum að
gjöf og reist hefur verið á
Austurvclli. Lúðrasveit Reykja
víkur mun leika á Austurvelli
stundarfjórðung áður, ef veður
leyfir.
Sendifulltrúi Norðmanna,
Bjarne Solheim, mun afhenda
Iréð í fjarveru ambassadors
þeirra, en Geir Hallgrímsson
borgarstjóri, veitir því viðtöku
fyrir hönd bæjarbúa. Ungfrú
Solheim kveikir á trénu, og
dómkirkjukórinn syngur und-
ir stjórn Páls ísólfssonar tón-
skálds.
FRIÐRIKSBERG, vinabær
Hafnarfjarðar í Danmörkii,
hefur scnt Hafnfirðingum jóla-
tré eins og undanfarin ár.
Kveikt verður á jólatrénu í
aag, sunnudag, klukkan 5 síð
degis, þar sem því hefur verið
komið upp á Thorsplani.
. Hr. Jens Ege, sendiráðsfull
trúi Dana, mun afhenda jóla-
tréð í fjarveru sendiherrans.
Stefán Gunniaugsson bæjarstj.
v’eitir því viðtöku og séra Garð-
| ar Þorsteinsson talar.
I Karlakórinn Þrestir syngur
nokkur lög og Lúðrasveit Hafn
arfjarðar og Lúðrasveit
drengja leika.
Bingó í Keflavík
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖG-
IN í Keflavík hafa bingó í
Ungmennafélagshúsinu í kvöld
kl. 9.
Aðalverðlaunin, ferð fyrir 2
til Kjuupmannahafnar með
Gullfossi, auk margra smærri
vinninga.
Fjölmennið stundvíslega.