Alþýðublaðið - 30.12.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.12.1961, Blaðsíða 2
cístjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fréttastjórl: círgvin Guömundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14*906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu C—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Dularfull \bögn | ] HEIMUR kommúnismans virðist vera að klofna. Ðeilunum linnir.ekki milli Krustjovs og fylgis manna íhans og hinna gömlu Stalínista undir for . ustu Kínverja. Víða um lönd standa yfir heiftarleg ar deilur um þessi mál, tiíl dæmis í ítalska kommún .; istaflokknum. .Alþýðublaðið varpaði nokkru fyrir jól fram ; þeirri spurningu til íslenzkra kommúnista, hver afstaða þeirra sé í þessu veigamikla máli. En Þjóð viljinn hefur þagað. Hann fæst ekki til að segja eitt orð um það, hvort forustumenn íslenzkra kommún ista standa með Krustjov eða fylgja Stalínslínunni ,gömlu. Kommarnir okkár eru eins bundnir hinum al þjóðlega kommúnisma og aðrir flokksbræður þeirra víðs vegar um heim. Þeir senda ávallt full trúa á meiri háttar ráðstefnur heimskommúnis :.nans, og hafa birt samþykktir þaðan, sem þeir neita ekki að séu bindandi fyrlr þá. Af þessum sök um hljóta ráðamenn flokksins hér á landi að hafa myndað sér skoðun á þessu máli. Hvers vegna vilja þeir ekki skýra frá því opinberlega, hver sú skoð un er? Eiga ekki flokksmenn þeirra, sem trúa á kommúnismann, heimtingu á að heyra, hver af staða forystunnar er til slíks máls Stafar þessi dularfulla þögn af því, að hún eigit að dylja deilur innan flokksins? Alþýðublaðið spyr Þjóðviljann enn einu sinni: Hver er afstaða íslenzkra kommúnista á deilunni milli Krustjovs og Stalínistanna? Stendur allt það, sem íslenzkih kommúnistar hafa skrifað um Stalín fyrr á árum — eða er það ómerkt? Góð og vond fjárfesting OECD, Efnahagssamvinnustofnunin, hefur látið frá sér fara skýrslu um efnahag íslendinga, en slík ar skýrslur eru gefnar út árlega um þátttökuríkin. Þar er enn einu sinni bent á, að íslendingar þurfi að byggja mjög upp atvinnuvegi sína og auka fjöl ibreytrii þeirra. Er sérstaklega lögð áherzla á, að gæta verði þess í fjárfestingu hér á landi, að hún sé arðvænleg og skili þjóðinni' aukinni framleiðslu. í þessari áherzlu felst sú réttmæta gagnrýni, að ís lendingar hafi fest fé óhyggilega og oft ekki feng ið fyrir þá aukningu á framleiðslu, sem þörf er á. Þess vegna hefur framleiðsluaukningin ekki verið pema um 3% á ári, þrátt fyrir gífurlega fjárfest ingu. Ríkisstjórnin ætlar nú að setja markið 5% pg undirbýr framkvæmdaáætlun til að ná því marki. i HANNES Á HORNINU 'fc Orðsending til foi“ stjóra Strætisvagn- anna. 'jSj’ Nauðsynlegar breyt- ingar. Enn um aðstoð við fatlaða til bifreiða- kaupa. R. Rj. skrifar: Mig langar að biðja þig um, að koma þessum línum fyrir mig á framfærj, við forráðamenn Strætisvagna Reyk javíkur. Ég er búsettur í Haga- hverfinu, og er einn þeirra óláng sömu borgarbúa, sem ekki eiga bíl. Ég þarf því mikið að nota strætisvagna, þar sem ég sæki vmnu inn í Múlahverfi VIÐ HÉR í Hagahverfinu höf um 3 strætisvagna, leiðir 16, 17 og 19. Þeir hafa þann leiða vana, að þeir leggja allir af stað úr miðbænum á sama tíma. Svo líð ur % tími á milli ferða þeirra. Það þarf nú enga skarpskyggni til þess að sjá, hvað þetta er ó- þægilegt. Værl ekki hægt að koma leið 19 eins og 10 mín. fyrr af stað úr miðbænum? Veit ég að það myndi mörgum að gagni koma. Það ætti ekki að stangast á við áframhaldandi akstur vagnsins, sem þá er leið 20, því hann fer úr miðbænum á sama tíma og leið 8, og þeir fara báðir inn Miklubraut, inn í Bústaðahverfi. SVO ERU ÞAÐ vagnarn:r sem fara inn Suðurlandsbrauc, sem mér finnst að mætti lagfa'ra burt farartímann á. Á drorterinu frá 5 mín. fyrir, til 10 mín. yfir heil an og hálfan tíma, ganga 5 stræt is vagnar þá leið, en á næsta korteri enginn. Sömu sögu er að segja um ferðir þeirra niðureftir Þar sem veturinn er nú genginn í garð, með sinni breytilegu veðráttu, væri mjög æskilegt að fá lagfæringu á þessum galia sem er á áætlunum þessara strætisvagna." ÖRYRKI skrifar: ,,í pistlum þínum fyrir nokkru er vakið máls á hinni svolcölluðu tollaeft- irgjöf af bifreiðum tii fatlaðra manna, og jafnframt óskað eftlr að flestir láti til sín heyra um það mál. Þessi ráðstöfun ríkis- valds'ns, var og er svo sjálfsögð að ekki þarf um það að ræða. En reglur þær sem farið er eftir við vehingu þessara hlunn.nda eru svo gallaðar að hæpið er að sá fatlaði maður sem vegna van- máttar síns fær að njóta þeirra, hafj nokkurn hag af því að eign ast bifreið með þessum hætti. Sá kostnaður, og sú kvöð, sem fylg ir slíkum bílakaupum, étur fljót lega upp þá fjárhæð, sem kaupandinn í bili sleppur við að greiða. ÉG ER EIN af þeim, sem feng ;ð hef slíka eftirgjöf, það var fyr ir 7 árum, nú er bifreið mín þrátt fyrir góða meðferð, og gott viðhald orð n léleg og óseljanleg fyrir nokkurt fé, en á henni hvíl ir óbreytt aðflutningsgjalda- skuldin kr. 65,500,00. Nú þarf ég að fá nýjan bíl til þess að geta starfað og séð heimili mínu farborða, en heilsu minni er þannig háttað að bíllaus get ég ekki leyst starf mitt af hendi. Þá bifreið sem ég nú þarf að fá, verð ég skv. núverandi reglum að greiða að fullu og til viðbótar verð eg að greiða þá tollaskuld, i sem á gömlu bifreiðinni hvílir. ; Þetta er langt fram yfir það sem mér erm ögulegt, og býst ég við að margir liafi svipaða sögu að segja. ÞAÐ MUN ÓEFAÐ vera ósk okkar allra sem vanmátta erum og vilji allra landsmanna, að ráðamenn þjóðarinnar stuðli að því, að þeir, sem orðið hafa fyrir. helisutjóni fái stuðning hins opin bera, til þess að geta nýtt þá' starfskrafta, sem þeir hafa yfir að ráða, sjálfum sér og þjóðinni til hagsbóta. Það er mín tillaga að ríkisstjórnin, Tryggingast., ríkisins og félagssamtök fatlaðra og lamaðra, vinni að því nú í jóla fríinu að leiðrétta þá galla, semi nú eru á reglum um eftirgjöf á aðflutningsgjöldum bifreiða tili fatlaðra manna, þannig að alla^ kvaðir og endurgreiðlsuskyldun verði úr gildi fellt, og að hlunn- indi þessi verð; eftirleiðís ekkí bundin við áérstaka bifreiðateg- und. Slík lagfærng yrði vissu* lega vel þegin. Emn b'ilaður ! AF TILEFNI þess bréfs vil ég segja þetta: Það er engum blöð- um um það að flétta, að með þvS að binda lánsstuðninginn við rússneska eða tékkneska bíla he£ ur ríkisvaldið gert svo að segja að engu þann stuðning, sem það vildi veita öryrkjum. Þá er þaS og ófært, að ekki skuli verða ár- leg fyrning á eftirgjaldsláninu. Ríkisstjórnin þarf að endurskoða reglurnar um þetta og bæta umJ án þess þó að beinar gjafir sé umj að ræða til öryrkja, heldur fvrsfi og fremst stuðning til sjálfsbjarg ar. Iíannes á horninu Flugeldar Flugeldar Sólir og Blys Kaupfélag Hafnfirðinga Strandgötu 28 — Vesturgötu 2. * JEPPI til sölu, mikið skemmdur eftir árekstur. Til sýni's að Síðumúla 20 (Vaka h.f.) í dag frá kl. 10—16. Tilboðum sé skilað á afgreiðslu blaðsins merkt „JEPPI“. Keflavik — Kefiavík. lingur óskast til að bera út Alþýðublaðið. Upplýsingar í síma 1122. 30. des. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.