Alþýðublaðið - 05.01.1962, Blaðsíða 7
Hver ræöur
Hvers vegna er svo sjaldan útvarpað messum
írá kirkjum og söfnuðum utan þjóðkirkjunnar?
HVER er það sem ræður
því frá hvaða kirkju er út-
varpað messu hverju sinni? Jú,
ég hef fengið þær upplýsingar
að út'varpinu sé það óviðkom-
andi (þótt undarlegt sé) og
Biskupsskrifstofan hafi þá vís-
dómslegu niðurröðun með hönd
um. Sem sagt að þessu ráði
b'skup Þjóðkirkjunnar.
Er þarna kannski að leita
skýringarinnar á því fyrirbæri,
sem ég hef þótzt veita athygli
undanfarin ár, að fríkirkju-
prestarnir í Reykjavík heyrast
tiltölulega mjög sjaldan, a. m.
k. sára sjaldan á hátíðum, og
svo var til að mynda um síð-
ustu jól og áramót. Ég tala nú
ekki um frikirkjuna í Hafnar-
f rði, þaðan er aldrei útvarp-
að guðsþjónustu og nær aldre'
útvarpsguðsþjónustum frá ut-
anþjóðkirkjusöfnuðum í Rvk,
svo sem kaþólskum, Aðventist
um og Hvítasunnumönnum. —
Það mætti ef til vill benda
biskupi landsins á það með
fuliri einurð, að fólk er far-
ið að veita þessu misréttí at-
hygli, misrétti, sem þjóðkirkj-
an hefur lítinn sóma af og sízt
ætti að þola á þeirri jafnrétt-
isöld sem við lifum á. Þetta
m'srétti er tilfinnanlegast um
hátíðar, •— og þá ber einmitt
mest á því, þegar fólk úr öll-
um söfnuðum, sem ekki getur
sótt kirkju vegna lasleika eða
elli eða af öðrum ástæðum, —
þrá'r að heyra útvarpað messu
frá s'nni sóknarkirkju alveg
sérstaklega, og fer vægast sagt
mjög illa á því að þá séu alltaf
sömu prestarnir í útvarpinu,
það er að segja þjóðkirkjuprest
arnir, en allir utanþjóðkirkju-
menn séu réttnefndir utangarðs
menn hjá biskupnum, eða út-
varpinu. Og það er einmitt við
útvarpið sem ég vil tala í þessu
sambandi, það verður að taka
að sér að sjá um réttlátari
HAPPDRÆTTl
HÁSKÓLANS
skiptingu i þessu efni úr því að
framkvæmd þessara mála er
með þessum hætti hjá biskups
embættinu. Útvarp ð á þó að
vera jafnt fyrir allan landslýð,
en þjóðkjrkjan er það ekki. —
Útvarpið ættj að muna það, a.
m. k. um hátíðar, að fjórðung-
ur eða fimmtusgur fólks í
Reykjavík og Hafnarfirði er
utan þjóðkirkjunnar o,g að þeir
borgarar eru jafn réttháir óg
liinir, sem eru í þjóðkirkjurini.
Nema þá að gefa e.'gi frrit spil
fyrir meira trúareinræði í land
inu en við því verður ekki tek-
:ð orðalaust og hefur raunar of
leng; verið þagað við því nvis-
rétti sem fólk í utanþjóðkirkju
söfnuðum hefur sætt sig við,
en þarf ekki og mun ekki sætta
s g við til frambúðar. Það er
ekki nóg að hola einstaka utan
þjóðkirkjupresti niður utan við
allar hátiðir í útvarpinu, það
ættp allir utanþjóðkirkjusöfn-
uðir að njóta hér sama réttar
og þjóðkirkjan og alveg sér-
staklega að útvarpa frá þeim
11 skiptis á hátíðum, eins og
þjóðkirkjunum að sjálfsögðu,
þegar allir þrá að heyra hátíð-
arboðskapinn hljóma frá þeirri
kirkju sem kærustu endurmirín
ingar þeirra eru bundnar við.
Ég er sannfærð um að öllu
sanngjörnu fólki í þjóðkirkj-
unn' þykir þetta sjálfsagt mál
þótt biskupsskrifstofan í nafni
biskups hafi látið sér anpað
sæma.
Óánægður
útvarpshlustandþ
MMtMUMMMMMUHHMMMW
Stór og
þungur
ÞETTA er myndarlegur
strákur og það í fleira en
einum skilningi. Hann er
ekki nema fimm mánaða
gamall, en vegur þó
hvorki meira né minna
en rúm þrjátíu pund.
Kannske er það ekJki að
furð-a, því liann á stór-
vaxna og þrekna að.
Pabbi hans er með allra
stærstu mönnum og hann
á níu bræður, sem allir
eru yfir sex fet á hæð. Sá
litli á myndinni heitir Ger
ald Rrookhouse og á
heima í Lancashire, Eng-
landi.
tWMMMWMWMMMMMHtHIM