Alþýðublaðið - 26.01.1962, Side 7

Alþýðublaðið - 26.01.1962, Side 7
LögfræÖi fyrir olmenning TIL verndar og viðhalds rétt- arskipuninni heimila lögin valdbeitingu gegn þeim, sem raska eða leitast við að raska lögvernduðum hagsmunum. Skiptir þar ekki máli, hvort hagsmunirnir eru eign ein- slaklings eða hins opinbera. aldbeiting þessi er nefnd rétt- arvarzla. Réltarvarzlan er nær ein- göngu í höndum umboðs- manna ríkisvaldsins. Þó er einstaklingum heimilað að framkvæma sérstakar tegund ir réttarvörzlu, þegar sérstak lega stendur á. Eitt þessarra sjaldgæfu tilvika, og senni- Iega það mikilvægasta, er neySarvörnin. I núgildandi hegningarlög- um frá 1940 segir, að það verk sé refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn. Svipuð ákvæði voru í gömlu hegningarlög- unum frá 1869, og fyrirmæli í þessa átt hafa vafalaust gengig í gegn um refsirétt allra þjóða frá ómunatíð. ••. Réttmæti þeirrar hugsunar, sem liggur að baki vítaleysi neyðarvarnar, þarfnast raun- ar ekki útskýringar. Sú lög- gjöf fengi ekki staðizt,. er byði það, að menn ættu að halda að sér höndum að við- lagðri refsiábyrgð, þegar hætta vofir yfir, sem e. t. v. ógnar lífi þeirra og limum. — Slík löggjöf væri andstæð réttarmeðvitund almennings og manneðlinu yfirleitt. Það er skilyrði neyðarvarn ar, að hún sé nauðsynleg til að afstýra ólögmætri árás, sem er byrjuð eða vofir yfir, enda sé ekki beitt vörnum, sem eru augsýnilega hættu- legri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til. Fari menn út fyrir’ leyfileg takmörk neyðarvarn- ar, er sú háttsemi yfirleitt refsiverð. Þó er hún refsilaus, ef ástæðan er sú, að viðkom andi varð svo skelfdur eða for viða, að hann gat ekki full- komlega gætt sín. . Neyðarvörn má beita til NAMSKEIÐ H AND A VINNU-kennsIa á vegum Kvenfélags Al- þýðuflokksins í Reykjavík hefst í næstu viku. Fröken Ingigerður Guðnadóttir kennir ýmsar eldri og yngri gerðir af útsaum. — Upplýsingar veitir formað nr félagsins í síma 12930. twwwwwwvwwww verndar hvaða lögvörðum hagsmunum sem er, þótt al- gengast sé, að henni sé beitt til varnar líkamsárás. Eljjki er það skilyrði fyrir beitingu neyðarvarnar, að árásin sé gerð á hagsmuni þess, sem vörninni beitir. Neyðarvörn miðar að því að koma í veg fyrir ólögmæla árás með varnarárás. Til þess að varnarárásin sé lögmæt, þarf hin ólögmæta árás að vera byrjuð eða vofa yfir. Sé hún liðin hjá, kemur neyðar- vörn ekki til greina, því að þá væri um hefnd að ræða, sem nútímalöggjöf viðurkennir alls ekki, nema í því tilfelli að gjalda líku líkt í orðum samkv. meiðyrðalöggjöfinni. Enda þótt menn geti verið samdóma um nauðsyn á neyðarvarnarákvæðinu, þá rísa tvær vandasamar spurn- .. iiigar í þessu sambandi- En þær eru: Hvenær eru fyrir hendi lögmæt skilyrði neyð- árvarnár? Hver eru lögleg tákmörk neyðarvarnar? Þess- um spurningum verður bezt svarað með úrlausnum dóm- stóla á raunverulegum við fangsefnum. . Hinn 1. des.1934 var hald in skemmtun í barnaskólahús inu í Neskaupstað. Þar var staddur VJ, löggæzlumaður, sem hafði bréf upp á það, að hann ætti að annast lögreglu slörf á Auslfjörðum undir yf- irstjórn lögreglustjóranna. í forföluum bæjarfógeta tók VJ að sér lögreglueftirlit á umræddri skemmtun í Nes- kaupstað. Þar var hann ókunn ugur og spurðist fyrir um það, hverjir væru líklegastir til að valda óspekium. 'Var hann sér staklega varaður við bræðr- unum R. og Ó. Bjarnasonum. Eftir miðnætti kom R. á dansleikinn, eitthvað undir á- hrifum áfengis, en þó ekki mikið. Hann keypti aðgöngu miða við útidyr, gekk síðan upp á efri hæð hússins að dyr um danssalsins, en þar mein- aði VJ honum inngöngu, enda hafði hann þá aflað sér vit- neskju um, hvaða maður var hér á ferð. Meðan þeir áttu orðaskipti þarna við salar- dyrnar, greip VJ að því er virð ist að tilefnislausu kylfu úr barmi sér og sveiflaði henni. En í sama bili var gripið und r hendur hans aftan frá og hann hafinn á loft, en tveir menn réðust framan að hon- um og náði annar þeirra kylf unni. 'Var lögreglumaðurinn síð- an borinn niður stigann og út úr húsinu, látinn falla niður af steinpalli yfir grindverk, sem var 2.46 metrar á hæð, niður á frostna og grýtta jörð. í fallinu náði VJ þó til hand riðrins og kom standandi nið ur. En ógnandi mannfjöldinn sótti eftir honum og hótaði því, að lögreglumaðurinn skyldi hýddur, settur í poka, grýltur og jafnvel drepinn. Myrkur var úti fyrir sam- komuhúsinu. Tók nú VJ skammby.ssu úr vasa sínum og skaul úr henni 5 skotum, eftir því sem næst verður komizt. 'Við þessar skotæfingar fékk einn við- staddra skot gegn um hægra lærvöðva ofarlega, annar særðist grunnum sárum á tveimur fingrum, en sá þriðji fékk skot í handarbak og gegn um hendina. Einn maður hruflaðist á gagnauga og taldi skammbyssukúlu hafa valdið, en það þótti ósannað. Við málarekstur taldi VJ, að notkun byssunnar þetta kvöld hefði verið alger nauð- vörn. Með tilliti til hinnar illu meðferðar á sér og eftir farándi hótana hefði hann átt líf sitt að verja. Hann kvaðst hafa skotið fyrsta skot inu í jörðina til aðvörunar, en hinum ávallt niður við jörð, svo að skotin kæmu fyrir fæt ur mannfjöldans. Héraðsdómarinn tók þessa málsvörn til greina og sýkn- aði VJ af ákæru réttvísinnar fyrir líkamsmeiðingar á grundvelli neyðarvarnarsjón armiðsins. Hæstiréttur taldi, að VJ hefði að vísu verið heimilt að grípa til byssunnar í nauð- vörn sinni með hliðsjón af því, sem á undan var gengið. Hins vegar hefði ekki verið þörf svo margra skota, og eins hefðu skotsárin sýnt, að VJ hefði ekki gætt ýtrustu varkárni við beitingu svo hætlulegs varnartækis, sem skotvopn er. Hann hefði því farið út fyrir takmörk leyfi- legrar neyðarvarnar, en með því að orsökina til þess mætti telja hina miklu geðshrær- ingu og æsingu, sem hann komst í vegna hinna stór- felldu og ólögmætu árása, sem hann hafði orðið fyrir, svo og ókvæðisorða og hót- ana, þá var honum ekki gefið þetta að sök. í báðum rétlum var 'VJ dæmdur fyrir brot á lögreglu samþykkt Neskaupstaðar með því að bera hlaðið skotvopn í lögsagnarumdæminu. í HR. var sektin ákveðin tuttúgu krónur. Fram skal tekið, að sjö árásarmannanna á VJ hlutu fangelsisdóma. Eitt sinn voru tveir lög- reglumenn hér í Reykjavík að fylgja tveim ölvuðum sjó- mönnum til skips. Gekk ferð in ekki nema í meðallagi vel. Kom þá 3. lögreglumaðurinn KG félögum sínum til hjálp ar. Annar sjómannanna VV snerist þá gegn KG, greip framan á honum og sagði: „Þennan mann þarf; ég að slá“. Lenti nú í nokkurri brýnu milli þeirra, en hvorki framkvæmdi V'V hótun sína né sinnti fyrirmælum KG um að sleppa takinu. Tók þá KG upp kylfu og laust VV með henni höfuðhögg, en hann féll á bak aftur í grjótharða götuna og var þegar í óviti. Síðar kom í 1 jós, að höfuðkúp an hafði brotnað eða sprung- i og olli þa miklum blæðing- um, sem VV stafaði lífshætta af. Með skurðaðgerð varð lífi hans þó bjargað. KG taldi sig hafa unnið verk þetta af nauðvörn, en í báðum réttum var þeirri skoð un hafnað, og á það lögð á- herzla, að honum hefði ekki stafað slík hætta af atlögu VV, sem var meðalmaður að stærð og burðum, en mikið ölvaður og bareflislaus, að rétt lætt gætu þessar harkalegu aðfarir. Hlaut lögreglumað- urinn því refsidóm. !Maður nokkur HÞ ætlaði austur yfir Fjall, en varð af bifreið. Hann taldi, að JS, af- greiðslumaður á bifreiðastöð, ætti sök á þessu. Kom hann ölvaður á stöðina til að- skamma JB fyrir svikin. Hafði hann nokkurn rosta í frammi, en JS ýtti honum út úr stöðinni, en HÞ féll á gang stéttarbrún og fótbrotnaði. 1 vitni kvað HÞ hafa þrificJ- í axlírnar á JS og hrist hann, en annað vitni kvað sig rninna, að HÞ hafi.steytt hnef ann framan í JS. Dómstólar töldu, að JS hefði hér ekki farið út fyrir mörk neyðar- varnar, en slysið hefði hlotizt af framferði HÞ sjálfs og á- standi hans. Ef maður er ákærður fyrir verknað, sem hlutlægt séð cr refsiverður, t. d. líkamsmeið- ingar, en hann ætlar að nota það sem varnarástæðu, a<> verkið hafi verið unnið: af~' neyðárvörn, þá er hohum brýn nauðsyn á að sannánir eða sterkar líkur fyrir þessari staðhæfingu komi fram vl(S> rekstur málsins. Bregðist þessi sönnun, er viðbúið; aiS- upp verði kveðinn áfellisdóm- ur. MER að Kiljan segir, aff engir menn á íslandi séu dýrkaffir eins og fyllibytturnar. Þetta er ugglaust Iaukrétt, — og Itannski mætti bæta því við aff engir dýrka fyllibytturnar meira en þær sjálfar. í .dag er mánudagur, — og annar hver maffur fölur á vangann en þaff gerir ekkert til. Hitt er verra, meffan ósköpin standa, — því aff sumir fá ótrúlegustu hluti á heilann, sem hvorki eru skemmtilegir né viffkunnanlegir. Einn veit ég, sem getur ekki áu þess veriff aff hanga í þakrennum, — þegar Iiann er „á því“, ann ar tyllir sér á tær annars fót ar og gólar eins og hani. Hann hefur efalaust verið hani í * fyrra lífi, — og þaff rifjast upp fyrir honura í þessu ann arlega ástandi. Flestir telja sjálfa sig skemmtilegri meff vínj, — en þaff er líklega versta sjálfsblekking, — sem um getur. „En áfengisböliff verffur að hafa sinn gang“, segir ungur maffur hér í bæn um, og ekki ætla ég mér þá dul aff hamla því. Hitt er ann aff að þetta böliff ér víst ekki alveg nýtt af nállnni. A.m k. segir Rannveig Ólafsdóttir Briem svo í bréfi tl bróffur síns, sr. Eggerts, — áriff 18—: Hún var þar aff tala um áfeng iff,—og segir, aff hann mum ekki hafa rétt fyrir sér í því máli, aff bindindl sé bölvaldur —- heldur sé þaff öfugt, að yin iff sé hinn versti vágestur í i hverju húsi. En hún segir, aff ] hún treysti sér ekki til aff \ verja neitt mál fyrir honom, > — jaíáivel H t malstaérr | hennar sé réítur en hans rarg i ur. Og svo segir hún eins og til aff afsaka ástandið: „Þessi i þorsti liggur líklega í ættiimi Ég hef heyrt, að amma mín, hafi einu sinnj orffiff svo þyrst_ að þegar hún var básn. aff reyna aila aðra drykki, þá hafi hún lokaffsig uppi á skemmulofti í þrjá daga og drukkiff brennivín, — cn þaff’ brenndi ekki úr henni þorst ann heldur, svo hún mátti hætta við svo búiff, — cg þá fór hún og barði og danglaðit í einni dóttur Sinni, þó meff' þeim ummælum, aff Mn gjörffi það affems til aff svala, sér og baff hana aff tak.i þaö ekki illa upp. Viff það slotaff* þó þorstinn lítiff, og þá reyndi hún að svala sér á iái um, »g svo á kærleiksatioi um svo á kaffi, svo á höfuð verk, og seinast varff það þrcytan, sem misknnnaði iA% yfir hana og gaf henni hváldfc Og svo kom tómleiki og þögJ» og svo friffur næst, og sv| ljós, svo trú, og svo ánægja, og svo dauffi, og svo líf, og. þaff er þaff seinasta, sem ég. frétti til hennar. Ég hefi fáa daga lifaff skemmtilegri e» greftrunardag hennar.“ Þetta er nú verri þorsti, — en heyrist. nú á dögum — og svo segja nöldrararnir: Hesnv ur versnandi fer H wwwwtwwwwwwwtwwwwwwwwww Alþýðublaðið — 26. jan. 1962

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.