Alþýðublaðið - 07.03.1962, Blaðsíða 5
Fréttir utan af landi:
Deyfð vegna
gæftaleysis
SÓLSKIN og bjart veður var í gær
í Reykjavík, — en fréttaritarar Al-
þýðublaðsins úti á landi höfðu ýms-
ir hverjir aðra sögu að segja um
veðurfarið heima hjá sér, - víða
er mikið gjæftaleysi hjá bátum og
atvinnuleysi í sjávarþorpum.
STYKKISHÓLMUR:
Mikið gæftaleysi hefur verið
hjá þeim 6 bátum, sem róið er frá
Stykkishólmi. Róið var fram á
föstudag, — en síðan hefur ekki
gefið á sjó. Gæftaleysið leiðir af
sér atvinnuleysi í landi og deyfð
í plássinu. Hér ganga á sortaél
annað slagið, veður er kalt og
nokkur snjókoma.
Á. Á.
HELLISSANDI:
Gæftir hafa verið slæmar það
sem af er vertíðinni, en þó gaf á
sjó alla sl. viku. Fimm bátar róa
frá Hellissandi, og í gær kom
llingað bátur í stað Skarðsvíkur,
sem sökk fyrir skömmu. Hinn
nýi bátur er gamall í hettunni,
þótt hann sé nýr hér. Það er Sval
an frá Fáskrúðsfirði, sem sóttur
var í slipp í Reykjavik. Sigurður
Krisjánssori sem var skipstjórí
á Skarðsvík verður skipstjóri á
Svölunni.
Unnið hefur verið að því að
dýpka höfnina hér síðan í sept
ember í haust. Hefur dýpkunar-
skipið Leó unnið að .hafnardýpk-
uninni, — en það hafa verið úr-
tök hjá þeim, sem að þessu hafa
unnið, þegar þurft hefur að ná
úl bátum hingað og þangað. Það
er Björgun h.f., sem að verkinu
hefur staðið.
Heldur fjölgar fólkinu hér á
Ileilissandi. Unga fólkið sezt hér
um kyrrt, og það sem áður hef-
ur farið snýr margt heim aftur
Sex nýjar fjölskyldur hafa fluttzt
hingað af Gufuskálum og tólf
fjölskyldur eru hér vegna Lór-
anstöðvarinnar, — Það ’er að
hygg.iast upp í Rifi, fjórar fjöl
skyldur hafa flutzt að.
K. G.
i
GRAFARNESI I GRUNDAR-
FIRÐI:
Hér hefur verið landlega síðan
fyrir helgi. Sjö bátar hafa róið
að undanförnu en bráðlega mun
éinn bætast við. Þrátt fyrir slæm
ar gæftir hefur nokkur vinna ver
ið í fiskvinnslustöðvunum, því að
Lagarfoss kom hér fyrir helgi og
tók hér skreið og frysta síld. Er-
ient skip er hér nú og lestar fiski
mjöl, — 300 tonn frá Grafarnesi
og 200 tonn af fiskimjöli frá
fiskimjölsverksmiðju Ólafsvíkur.
Grundarfjörður er nú að verða
nckkurs konar útflutningshöfn
fyrir Ólafsvík, þar eð illt er að
komast þar að höfn í norðanátt-
um. Það er hinn nýi og góði veg
ur, sem gert hefur mögulega
mikla flutninga milli Grafarness
og Ólafsvíkur, en lokið var við
veginn á sl. sumri. í allan vetu
hefur verið opinn vegur til Rvíkur,
eða svo má bað kalla, en sá kafli
vegarins, sem snjóþungur er, —
er svo stuttur að það er leikur
einn að halda veginum opnum all
an veturinn. Að það sé bílfært
til Reykjavíkur árið um kring
er nýtt fyrir okkur hér.
Einn bátur héðan er í útilegu
unum 26 tonn eftir þrjá daga.
Loks má telja til frétta, að hér
voru tveir menn á ferðinni um
daginn á vegum bindindisfélag-
anna, — og var þá stofnuð barna
stúka hér á staðnum. Gæzlumað
ui hennar mun vera Svavar Jóns
son, skólastjóri.
S. II.
FLATEY Á BREIÐAFIRÐI:
Héðan er ekkert að frétta —
ekkert er róið héðan á vetrum,
en menn gæta búa sinna. I dag
er norðan norð-austan hvassviðri
og mikil snjókoma.
F. S.
Geqn skattalækkun
samvi
. FRAMSOKNARFLÖKKURINN
hefur nú loksins tekið afstöðu til
frumvarps ríkisstjórnarinnar um
tekjuskatt og eignarskatt. Leggst
flokkurinn gegn lækkun tekju-
skatts félaga úr 25% af skattskyld
um tekjum í 20% og virðist flokk-
urinn því andvígur því að tekju-
skáttur samvinnufélaga verði
lækkaður.
Frumvarpið var til 2. umræðu í
efri deild alþingis í gær og lágu
þá fyrir nefndarálit. Fjárhags-
nefnd deildarinnar hafði klofnað
í þrennt við afgreiðslu nefndar-
álits. Meirihlutinn, Ólafur Björns-
son, Jón Þorsteinsson, og Magnús
Jónsson lögðu til, að frumvarpið
yrði samþykkt með nokkrum
breytingum, Björn Jónsson (K)
skilar sérstöku áliti og leggst gegn
samþykkt frv. og Karl Kristjáns-
son (F) skilar einnig séráliti og
leggst gegn lækkun skattprósent-
unnar en mælir með breytingu á
fyrningarreglum. Sagði Karl
Kristjánsson, er hann talaði fyrir I
áliti sínu í gær, að hann teldi, að
með breytingunni á fyrningar-
reglunum yrði rekstursaðstaða
o
Framsókn ;
tekur rögg
á sig
fyrirtækjanna bætt það mikið, að
óþarfi væri einnig að lækká tekju
skattinn úr 25% -í 20%.
Samkomulag varð í fjárhags-
nefndinni um bréytinga.tillögur
þær, sem fluttar eru við frv. Með-
al þeirra er tillaga um viðauka
við 38. gr. svohijóðandi: Hafi
skattsljóri 'grun um að stórfelld
skattsvik hafi verið framin skíil
hann hefja rannsókn þegar i-
stað og tilkynna ríkisskattstjóra
jafnframt um rannsóknina. Og til-
laga er um að aftan við 49. gr.
bætist svohljóðandi málsgrein:
Fyrir endurtekin og stórfeB.l
skattsvik má dæma mann í allt að
2ja ára varðhaldsvist.
Sumaráætlun millilandaflugs F.Í.:
24 ferðir í
hverri vikú
Ftiðrik vann Stein
STOKKHOLMI, 6. marz.
FRIÐRIK vann glæsilega skák
sína við Stein í 23. umferð milli-
svæðamótsins, Friðrik vann í 32
leikjum.
umferð við Portisch lauk með
jafntefli, en biðskák Benkös og
Bileks úr 22. umferð vann Ben-
kö.
Friðrik er feginn að mótinu er
Bilek vann Aaron, en jafntefii lokið. Hann biður að heilsa heim.
grerðu Petrosjan og Cuellar, Gell-
er og German, Filip og Schweb-
er, Pomar og Bertok, Fischer og
Uhlmann. Biðská Benkös úr 21.
Tugir fyrir-
spurna á
degi hverjum
í VIÐTALI er fulltrúar Flug-
félags íslands, áttu við blaða-
menn í grær var skýrt frá því, að
aldrei fyrr á sama árstíma hafa
verið . pantaðar eins margar ferð
ir með millilandavélum félagsins
eins og nú.
Skrifstofa félagsins í London
fær daglega marga tugi bréfa og
fyrirspurna um íslandsferðir, os.
ej ljóst að áhugi manna erlend'-!
fyrir íslandi fer ört vaxandi.
Væntanlegir eru ferðamenn frá
Miðjarðarhafslöndunum, og m. a.
kemur 50 manna hópur fr: Míl-
anó.
Þá eru væntanlegir nokkrir hóp
ar, svokallaðra náttúruskoðara en
Flugfélag íslands lét fyrir nokkru
gera fjóra bæklinga og er einn
um jarðfræði íslands, einn um
fluglalífið, einn um flóru íslands
og einn um íslenzka hestinn og
hestamennsku. Hafa bæklingar
þessir verið prcntaðir á fjórum
tungumálum og vakið mikla at-
hygli meðal náttúruskoðara er
lcndis.
Haraltlur.
★ STOKKHÓLMUR: Katangaher
menn hófu skothríð á sænska orr-
ustuþotur nálægt Kamina-herstöð-
inni á mánudag, og ein þeirra lask
aðist. Henni tókst þó að lenda á
flugvellinum.
★ LONDON: Bretar hafa viður-
kennt hina nýju stjórn Ne Wins í
Burma.
SUMARÁÆTLUN Flugfélags ís-
lands er nú komin út, og gengur
hún í gildi hinn 1. apríl n.k. Sam
kvæmt henni fljúga vélar félags
ins 24 ferðir í viku til og frá ís-
landi, en ferðum verður fjölgað í
iáföngum.
í sumaráætluninni er gert ráð
fyrir nýjum viðkomustað í Noregi
sem ekki hefur verið flogið til |
áður. Er það Bergen, og verður i
fyrst lent þar hinn 7. apríl. Við
komustaðir millilandaflugvélanna
verða sex.
Til Kaupmannahafnar verða 10
ferðir í viku, til Glasgow sjö, t.il
Osló þrjár, til London tvær og til
Hamborgar og Bergen ein ferð.
Til Kaupmannahafnar verður íl»g
ið alla daga vikunnar og tvisvar
á dag, mánudaga og miðvikuaaga
og laugardaga. Til Glasgow verða
ídaglegar ferðir, til London er
flogið á þriðjudögum og föstudög
um, til Oslóar verður flogið á
mánudögum, miðvikudögum og
láugardögum og til Bergen og Ham
borgar verður flogið á laugardög
um.
Brottfarar- og komutímar breyt
ast i sumaráætluninni frá vetrar-
áætluninni. Brottfaratímar verða
frá kl 08.00 til 12.30 og komutímar
frá 22.15 til 23.30, nema sunnu-
dagsferðin frá Hamborg, Kaup-
mannahöfn, sem kemur til Reykja
víkur kl. 17.20
Samkvæmt sumaráætlun mii’i-
landaflugs félagsins í ár, fjölgar
ferðum til Osló, KaupmannahairV
ar og London um eina ferð á viku
til hvers staðar miðað við s.L
sumar.
Ófært til
Dalvíkur
Akureyrí, 6. marz.
TALSVERT hafði fennt í Ey;a-
firði í gær, og var færðin þutog.
Svo til ófært var til Dalvíkur.
Hér er ágætt veður í dag. en
smáél öðru hverju. Undanfama
daga hefur veður verið gott, en
nokkurt frost. Snjór er yfir öliu
og ágætt skiðaveður.
Jeppabíll fór yfir Öxnadals-
heiði í gærkvöldi, og var færffin
nokkuð þung niður í dalinn. en-
heiðin hefur verið fær stórum b:l-
um. Áætlunarbifreið Norðurleiða
fór að sunnan í morgun, og kemst
hún tvímælalaust leiðar sinnar.
G. St.
FU J-félagar
VIRDULEG MINN- RE™JAVlK
INGARATHÖFN
MINNINGARATHÓFN um
mcnnina, sem fórust með vélbátn
um Stuðlabergi, fór fram frá
Keflavíkurkirkju í gær. Mikill
mannfjöldi var viðstaddur athöfn-
ina, scm var mjög hátíðleg og
fór virðulega fram.
Keflavíkurkirkja var yfirfull og
stóð mikill fjöldi á göngum henn
ar.
Fjórir prestar voru við athöfn
ina, en ræður fluttu, séra Björn
Jónsson prestur í Keflavík og séra
Bjarni Jónsson, vígslubiskup.
Einnig voru þeir. séra Guðmund-
ur Guðmundsson, frá Útskálum
og séra Jón Árni Sigurðsson
prestur i Grindavík, hempuklædd
ir í kirkjunni.
Kirkjukór Keflavíkurkirkju
söng og Guðmundur Jónsson
söng einsöng.
Eins og fyrr segir, var athöfn
in mjög hátíðleg ög fjölmenn.
SKEMMTIKVOLD FUJ í Reykja-
vík verður 1 Burst, Stórholti 1, í
kvöld klukkan 9.
Margt verður til skemmtunar,
m. a. félagsvist og dans. Fjölmenn
ið og takið með ykkur gesti.
AKUREVRI
FUJ á Akureyri efnir til skennníi-
fundar fyrir félaga og gesti mið-
vikudaginn 7. marz kl. 8,30 e. h. á-
Hótel IÍEA. Til skemmtunar verð-
ur: Spurningaþáttur, bingósplY
o. fl. — Fjölmennið og takið rrteS
ykkur gesti. ★
Bingó verður á Ilótel KEA fösitt-
j daginn 9. marz kl. 9 e. h. Glæsileg
! verðlaun, svo sem Yalbjarkar-hös-
I gögn, búsáhöld o. m. fl. — FUJ.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. marz 1962 g