Alþýðublaðið - 07.03.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.03.1962, Blaðsíða 2
' , , r. J litstjórar: Gísli J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttgstjóri: ] tjörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðjá Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. : - Viljum við hjálpa? EF ÓFRIÐARHÆTTA er frá skilin, er hinn gíf- 'urlegi munur á lífskjörum þjóðanna veigamesta vandamál mannkynsins í dag. Enda *þótt tæknin ■biómgist og hinar auðugu þjóðir verði ár frá ári auðugri. skortir tvo þriðju hluta af íbúm jarðar- innar fullnægjandi fæðu, klæði, húsnæði og tæki færi til menntunar. Áður fyrr var sarns konar munur á milli stétta innan 'hinna vestrænu þjóðfélaga. Með áratuga bar áttu 'hefur tekizt að fá gerðar stórfelldar félags- legar ráðstafanir til að jafna met:n. Nú á dögum viðurkenna allir, að atvinnuveitendum beri- <skylda til að greiða eins hátt kaup og fyrirtækin bera, svo og að ríkinu beri skylda til að jafna auðinn með skattlagningu, tryggingum og. marg- víslegum fleiri ráðstöfunum. Það er ekki lengur ■deilumál, að jafna beri auðnum, þar til allir hafa nóg að 'bíta og brenna og tækifæri til að komast áfram í lífinu. Nú verður að færa þessar sömu hugmyndir yfir Ú alþjóðlegan vettvang. Hinar efnuðu og fullþró- þðu þjóðir verða að láta stórfé til.að hjálpa hinum fátæku og vanþróuðu til 'betra lífs. Héfur raunar inikið verið gert á þess sviði, en hvergi nærri fióg. Kennedy Bandaríkjaforseti hefur í þessum ■málum tekið forustu og lagt til, að þjöðimar fáti af þjóðartekjum sínum til vanþróaðra landa. Það væri í raun réttri ekki óhófleg skattlagning og mundi verða mannkyni til ómetanlegs gagns í framtíðinni. Mál þetta er á dagskrá hjá öllum nágrannaþjóðum og ræða þær, hvemig unnt verði að gera mest gagn með fjárveitingum t:l hinna fátæku þjóða. Norðmenn veita til dæmis 30 mill- jónum norskra króna á fjárlögum f þessu skyni, og halda uppi liði í Indlandi við að kenna fiskveið ar. íslendingar hafa oft verið örlátir og geta verið fljótir til að rétta hjálparhönd, þegar hörmung- ar ber að dyrum nágranna okkar. En í þessu máli höfum v:'ð verið sofandi. Við höfum ekki tekið upp beina aðstoð við variþróuð lönd, en þvert á paóti verið duglegir við að krækja okkur í ýmsa hjálp og fé, sem er vanþróuðum ætlað. Við erum ekki vanþróað land, þótt margt sé hér éft.'r ógert. Við höfum góð lífskjör og tækifæri til flð öðlast það bezta, sem til er á mörgum sviðum. Þess vegna ættum við þegar að snúa við blaðinu og hefja þátttöku 1 hjálp Norðurlanda við van- Iþróuð ríki. Aðalatriðið er ekki, að upphæðirnar þéu háar í fyrstu, heldur að þjóðiri geri sér málið 'ljóst og sýni vilja til að verða að liði eins og hún íþezt getur. HANNES Á 'fe Því gleymi ég aldrei. Nýr þáttur í útvarpinu -ýf Verðlaunaþáttur flutt- ur. Í% Næstu tuttugu vikur. RÍKISÚTVARPIÐ efndi ’il ve ó- launasamkeppni meðal hlustenda um ritírerðir með nafninu: „Því gleymi ég aldrei“. — Ég varð dá- lítið undrandi þegar ég heyrði aug lýsinguna um þessa verðlaunasam keppni, því að fyrir nokkrum árum var stungið upp á því, að útvarpið efndi til slíkrar samkeppni, en þá var því ails ekki léð eyra. Það var vitað að íslendingar unna slíku efni, lífsreynslusögum, eins og Andrés Björnsson, nefndi það í fréttoþætti nýlega og ekki var hægt að efast um það, að þátttakan yrði mikil. ALLS BÁRUST um 90 ritgerðir vitanlega ákaflega misjafnar að gæðum,. en í nær • öllum þeirra kemur fram mjög forvitnilegt efni sem í frásögur er færandi, en kunnáttuleysi um útbúnað og frá sagnarmáta veldur því, að ekki er hægt að nota það nema þá með því að gjörbreyta. Þó mun útvarps ráð hafa ákveðið að taka til flutn- ings allt að tuttúgu frásagnir og flytja þær einu sinni á viku. Þetta er góður árangur og sannarlega þess virði að efna til slíkra sam keppna þegar reynslan er fengin fyrir því, að þær beri svo góðan árangur. ÚTVARPSRÁÐ hefur oft kvart að undan því, að erfitt sé að út- vega gott efni til flutnings óg það mun vera rétt, en útvarpsráð gerir líka allt of lítið að því að snúa sér til almennings. Það gerir það yfirieitt ekki, en leitar sjálft með upphringingum til einstaklinga, en það ber að sjálfsögðu ekki nógu góðan árangur. Útkoman vill því verða sú, að gripið sé til hljóm- plötusafnsins og dagskráin fyllt með músík af ýmsu tagi, en hið sér framfærsluskyldu sinfóníu hljómsveitarinnar — og yfirleitt músiklífsins í landinu. RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR rithöfundur hlaut fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppninni og flutti hún frásögn sína á sunnudags- HORNINU kvöld. Sagan hitti í mark. Hún fjallar um efni, sem allir hugsa um og lýsa atburðum, sem mikill f jöldi kvenna hefur lifað og reynsla skáldkonunnar er sögð íil fulls svo langt sem liún nær. Það birti talaða orð er vinsælast — og i raun og veru ómissandi, en það hefur orðið að þoka, eins og sagt var fyrir þegar útvarpið tók að aftur upp hjá henni, en angist hundraða kvenna, sem hafa beðið eins og Ragnheiður, hefur jafnvel fyrst byrjað þegar öll von var úti. , ÞETTA VAR prýðisgóð frásögn að vísu þung og sár, en sönn og heil, og ekkert dregið undan að því er séð vcrður. Ef til vill gagn rýnir einhver það, að slík frásögn skuli birtast einmitt nú, en um það er ekki að fást, og mætti frá sögnin gjarnan verða til þess, að hvetja almenning til þess að leggja fram sinn skerf til fjársöfnunar- innar, sem nú hefur verið efnt til stuðnings ekkjum og munaðar- ieysingjum. ÞAÐ FYLGDI sársauki og hryggð frásögn Ragnheiðar, en í ritgefðunum er sagt frá fjölda at- burða og munum við fá að kynnast þeim á næstu vikum, því að með þessari samkeppni hefur útvarpið efnt til nýs þáttar í dagskránni, sem mér kæmi ekki á óvart að yrði vinsæll og langlífur. Hannes á horninu Samfagningarvélar rafknúnar og handdrifnar. GARÐAR GÍSLASON H.F. Sími 11506 — Reykjavík. FYRIRLIGGJANDI Baðker 170 x 70 cm. Verð með öllum fittings kr. 2880.00. Mars Trading Company hf. Klapparstíg 20. — Simi 17373. FYRIRLIGGJANDI Þakpappi Verð kr. 265,30 rúllan 40 ferm. Mars Trading Company hf. . Klapparstíg 20. — Sími 17373. í 7. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ « . ' *#

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.