Alþýðublaðið - 16.03.1962, Side 2
5íltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri:
BJörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
8—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef-
andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson.
♦ » •
Ofugstreymi Moggans
MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið upp baráttu fyr-
ir þáirri kröfu togaraeigenda, að vökulögin skuli
afnumin, ella muni togaraútgerð leggjast niður á
íslandi. .Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart,
en það leiðir í ljós dálítið ósamræmi í baráttu blaðs
ins ýarðandi kjör verkalýðsins, sem sagt þetta:
FYRIR LANDVERKAFÓLK telur Morgunblaðið
nauðsynlegt að tryggja sama kaup fyrir styttri
vinnutíma. Þar á að gera 8 stunda vinnudag raun
vérulcgan.
FYRIR TOGARASJÓMENN telur blaðið nauðsyn
legt að afnema 12 stunda vinnudag og taka upp
enn l«ngri vinnutíma. Þeir menn, sem leyfa sér
að mótmæla þessu, eru sagðir 40 ár á eftir tím-
an.um!
Hvorri afstöðunni skyldi nú hjartað fylgja 'hjá
þeim á Mogganum? Er ekki afstaða þeirra sjálfra
til V.ökulaganna nákvæmlega sú sama, sem útgerð
•armenn höfðu fyrir 40 árum, þegar jafnaðarmenn
knúðu lögin fram?
í fyrra málið var um jólin skipuð 'voldug nefnd,
■serrúá að rannsaka, hvernig hægt er að greiða fólki
ftiærra kaup fyrir 8 stunda vinnudag. Formaður
iþeirrar nefndar er Pétur Sjguðrsson, stýrdmaður
og alþmgismaður. Hvað segi'r hann og meðnefnd-
armenn hans um þetta öfugstreymi, að ein stétt
manna skuli allt j einu þurfa að vinna meira en 12
tíma til að togaraútgerð ekki leggist niður?
\1ökulögin banna útgerðarmönnum ekki að hafa
færri menn en 31 á togurum, enda hafa yfirleitt
verið mun færri síðustu mánuði, allt niður í 25.
Hips vegar hafa togararnir orðið undir í kapp-
hlaupi við bátana um mannskap. Þau met verður
að jafna, en fáist góðir menn almennt á togara, er
veLhægt að fækka þeim.
,t
Skattamálin
FÍJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fyrir Al-
iþirigi veigamikil frumvörp um tekju- og eigna-
skajta ríki'sins annars vegar, en tekjustofna sveita
félaga hins vegar. Saman og í heild eru þessi frum
. • ^ r
vörp stórfelld endurbót á skattakerfi, sem var orð
ið: órelt og fól í sér margvíslegt óréttlæti. Deila
má um einstök atriði, og önnur rirun þurfa að hefla
óiáéjtu árum, þegar reynsla fæst. En heildarmynd
in blífur: Þetta er fyrsta stórfellda tilraunin í ára
tugi til að umbæta skattakerfi íslendinga í heild.
A'. • -
g 16V marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SVEÍTAFÉLÖGIN fá nú nýja
tekjustofna og þurfa ekki að vera
eins háð útsvörunum og áður,
sagði Gunnar Thoroddsen f jár-!
málaráöherra, ér hann fylgdi úr
hlaði frumvarþi um tekjustofna
sveitarfélaga.
Ráðherrann sagði, að það
hefði lengi verið áhugamál þeirra
er við sveitastjórnarmál fást, að |
sveitarfélögunum væru útvegaðir !
nýir tekjustofnar. í rauninni
hefði það verið svo, að útsvörin
hefðú verið eini tekjustofninn og
hefði hann hjá flestúm sveitarfé-
lögum numið meira en 90% tekn
anna. Sagði ráðherrann, að þetta
skipulag hefði vcrið óheppilegt,
þar eð ef illa
hefði árað og
atvinna verið
lítil, hefðu
bæjarfélögin |
átt erfitt með1
að ná inn.
nauðsynlegum I
tekjum eftir
útsvarsleiðinni. |
Ráðherrann sagði, að núverandi
ríkisstjórn hefði skipað 5 manna
nefnd til þess að endurskoða
giidandi útsvarslög og athuga með
nýja tekjustofna um leið. Hefði
nefndin sent frá sér frumvarp
um jöfnunarsjóð sveitarfélaganna
1960 og sama ár frumvarp um
breytingu á útsvarslögunum.
Gunnar Thoroddsen sagði, að
eitt helzta nýmælið í frumvarpinu
væri það, að nú væri lögfest, að
ítarf
V 21
a nyja
félög skuli
sveitarfélögin
skatt, en áður hefði aðeins verið j 1/5 hluta söluskatts í jöfnunar-
heimild til þess. Skattur þessi, sjóð og áfram verða að sjálfsögðu
skal miðaður við fasteignamats- lögð á tekjur útsvör.
vorð og vera sem liér segir:
a. 2% af virðingarverði bygging-
arlóða,
b. 1% af virðingarverði húsa og
annarra mannvirkja,
c. "/2% af virðingarverði túna,
garða, reita, erfðafestulanda og
annarra lóða og lendna.
Ráðherrann rakti einnig önnur
nýmæli frumvarpsins, meðal
þeirra er það, að veltuútsvar verði
afnumið en aðstöðugjald og lands
útsvar tekið upp í staðinn. Verð-
ur aðstöðugjaldið miðað við sam-
anlögð útgjöld vegna atvinnu-
rekstursins, næstliðið almanaks
ár, þar með talin efni- og vöru-
kaup, svo og fyrningarafskriftir
samkvæmt ákvæðum skattalaga.
Ræða fjármálaráðherra var
löng og ítarleg, en ekki gefst rúm
til þess að rekja hana hér nán-
ar.
Halldór E. Sigurðsson (F) talaði
næstur. Hann gagnrýndi það, að
aðstöðugjaldið skuli eiga að
leggjast á gjöldin. Kom hann í
því sambandi með dæmi og sagði:
Ef bátur missir öll sín veiðarfæri
j og verður að stofna til aukinna
gjalda við kaup á nýjum, fær
^ hann hærra aðstöðugjald en bát-
ur, sem ekki hefur orðið fyrir
| slíku óhappi. Báturinn, er fyrir ó-
I happinu varð, fær því ekki að-
S eins skaðann af aflamissi við að
1 glata veiðarfærunum, heldur og
hærra aðstöðugjald, en bátur,
sem aflar vel og ekki verður fyr-
I ir veiðarfæratjóni.
HÁNNES
Á HORNINU
★ Málspilling fer vax-
andi.
★ „West side story“
★ Dragðu ennið niður á
fætur þér“!
KENNARI skrifar: „Fyrir mörg-
um áruni, meðan hernámsliðin
voru hér f jölmennast, var því spáð
að tungan mundi spillast. Það var
sagt, a? alþýðan mundi fyrst vegna
sambúðarinnar við herina, afbaka
málið, — og síðan týna því smátt
og smátt. Ég var um þetla leyti að
byrja nám mitt við Kennaraskól-
ann og ég verða að játa, að ég var
líka hræddur uni- að svona mundi
þetta fara.
EN EINHVERN veginn hefur
reynslan kennt mér að óttast þetta
ekki svo mjög af hálfu alþýðunnar,
eða þess fólks, sem sumir'tala uni
í tíma og ötíma, og að röngu, ó-
rpenntað fólk. Mér virðist að verka
iólk tali nú hreinna-mál og betra
en aðrar stéttir og þegar ég tala
um verkafólk, þá á ég ekki ein-
göngu við hafnarverkamenn, held-
ur og sjómenn, bændur og iðnað-
arverkafólk.
HINS VEGAR verð ég þess var
í auglýsingum og í blöðum, að ensk
an ryður sér til rúms og það svo
freklega ,að undrun sætir, en jafn-
framt spillist málsmekkurinn og er
þýðingarmeira heldur en það þó að
notuð séu einstök erlend heiti eða
nöfn. Úr blöðum gæti ég nefnt
mörg dæmi, en ég geri það ekki
vegna þess, að allir hljóta að taka
eftir því.
ÞAÐ ER ef til vill ekki tiltöku-
mál þó að Þjóðleikhúsið. hafi tek-
ið þann kostinn að nota hið enska
(eða öllu lieldur ameríska) heiti á
söngleiknum, sem það ^ýnir nú.
Einhver sagði að þýðendurnir
hefðu valið honum annað nafn og
rammíslenzkt, en það er aldrei
notað í auglýsingum og ég sé held-
ur ekki að leiklistargagnrýnendur
hafi notað það í sínum greinum.
t
ÞÁ VIL ég benda á það, að vin-
sælt vikublað er nú farið að birta
ameríska kvikmyndasögu. Blaðið
hefur ekki valið henni íslenzkt
heiti, heldur notar það hið ame-
ríska lieiti sögunnar og kvikmynd-
arinnar: „West Side Story“. Og
mun þetta vera í fyrsta sinn i sög-
unni, sem íslenzkt blað velur er-
lent heiti á framhaldssögu þegar
ekki er um að ræða mamisnafn.
HVORT TVEGGJA finnst mér
vottur um, að virðingarleysi fyrir
íslenzkri tungu fari vaxandi. Þarna
er mikil hætta á ferðum. Það er
ritstjórum til skammar þegar þeir
birta liugsanavillur og erlendar
slettur í blöðum sínum. En þaS er
ekki síður skaðlegt þegar blöð og
þjóðarstofnanir gera slíkt hið
sama.
EN ER VON á góðu? Einn morg-
uninn hlustaði ég á leikfimisþátt-
inn. Allt í einu skipaði kennarinn
mér að „draga ennið niður að fót-
um“. Ég reyndi ))að, en tókst ckki.
Ennið sat fast á höfðinu. Hvers
vegna skipaði kennarinn mér ekki
að lúta niður svo að ennið snerti
fætur mína. Það hefði ég áreiðan-
leg getað gert. Það væri ástæða til
að gagnrýna mál svokallaðra mús-
íkfræðinga, en ég læt þetta nægja
að sinni“.
Hannes á liorninu.
Verölækkun á
■WÖIATO
Kostar nú um kr. 175.000,00
■fe- Kraftmikil vél
■£■ Bólstrað mælaborð
4ra hraða hljóðlaus gírlcassi
•£■ Öflug miðstöð
Öryggisbelti
^ Rafknúin rúðusprauta
Endursöluverð á notuðum
er hærra en á flestum öðrum
vo uwo
bifreiðum.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16, sími 35200.
Söluuniboð á Akureyri:
Magnús Jónsson
Sími 2700.