Alþýðublaðið - 16.03.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.03.1962, Blaðsíða 7
ÍKASTI maður Spán- ar, Senor J u a n March^ sem kom Franco til valda og hefur síðan verið iiinn ónafngreindi bakhjarl í efnaliagspólitík Spánar, er dauður. Þessi 82 ára gamli milljarðamæringur dó af afleiðingum bílslyss, sem hann lenti í 25. febrúar síðastliðinn. Þar með lauk einhverri furðu- iegustu mannsævi seinni tíma. Ef í dag er leitað upplýs- inga um Juan March, geta menn leitað árangurslaust. Þó að hann hafi án nokkurs efa lagt til spennandi kapítula í heims- söguna, lifði hann ailtaf rólegu Iífi og lét lítið á sér bera. Það er álíka lítið vitað um fortíð hans sem um síðustu ár hans, og þeir fáu, sem eitthvað vita um líí hans, hafa ekki liaft að- stöðu til að trúa öðrum fyrir þeirri vitneskju. Einu sinni var einhver búinn að skrifa bók um Juan March, en áöur cn hún komst til bókbindarans var sjálf aðalpersónan búin að kaupa upp upplagið og liafði Iátið eyðileggja það. Hollenzki blaðamaðurinn Daniel Rops, sem kom fram með „Dagbók Önnu Frank“, hcfur kannað líf þessa merki- lega manns í smáatriðum. Hann hefur samið handrit eítir þess- um athugunum og selt það kvikmyndafélaginu 20th Cent- ury Fox, en ekki verður það kvikmyndað fyrr en bæði March og Franco eru komnir undir græna torfu. Aðeins þrjú eintök af bók- inni um Juan March, gem koin út 1947, undir náfninu „Síðasti sjóræninginn á Miðjarðarhafi", komust hjá þeim örlögum, sem fyrr getur, og eru öll í eigu Mallorcabúa, því að ibúar Mall- orca hafa sérstakan áhuga á Juan March. Þar fæddist hann /nefnilega og þeir eru mjög stoltir af honum. Saga Juan March liefst á suðurliluta Mall- orca í fiskibænum Santa Marga- rita. ★ SVIKARI Iíann var fátækur sjó- mannssonur, sem byrjaði á dá- lítilli svínarækt með það fyrir augurn að geta síðar eignazt sinn eigin bát. Þegar hann hafði loks safnað nægu fé til að kaupa bátinn, sneri hann sér að sjó- ránum i stað fiskveiða, og reyndist sá atvinnuvegur stór- um ábatasamari. Öll stríðsár- in fyrri verzlaði M a r c h við Þjóðverja og seldi þeim vopn. Þ e g a r flutningaskipin, sem venjulega voru hans eign, voru komin nokkuð út á haf, réðist liann sjálíur um borð með menn sína. Þannig fékk hann trygginguna greidda og gat þar að auki selt „partíið" aftur. Þessu hélt Juan March áfram allt fyrra stríðið. Smám saman varð Juan March svo ríkur, að hann mátti teljast ráða öllu á Balearísku- eyjunum, og þar með ö 11 u smyglaranetinu, sem kennt var vindiignaverksmiðjur bæði í vindlignaverksmiðjur bæði í Tanger og á Kanaríeyjum, þar sem enginn gat skipt sér neitt af honum. í litla fríríkinu And- orra í Pýreneafjöllum kallaði hann framleiðsluvörur sínar nöfnum þekktra amerískra vindlinga. Hann gróf svo algjór- Iega undan spönsku tóbaks- einkasölunni, að þávérandi ein- ræðisherra, Primo dc Rivicra, sá sér ekki annað fært 'en kaupa heila skíttið af honum. Juan March blandaði sér dálítið i stjórnmál áranna milli stríðanna, keypti tvö dagblöð og smám saman keypti liann þar að auki meirihlutann í öll- um iðnaði Spánar, þar til Primo de Riviera varð hræddur vi® völd hans í efnahagslífinu. Juan March var nú hand- tekinn og sakaður um spillingu og mútugjafir, en dag nokkurn hvarf hann úr fangelsinu og flúði til Portúgal. Næstu árin stjórnaði hann tóbaks-, olíu- og skipafélögum sinum frá Paris. ★ HERMANGARI B o r g a r a styr jöldin á Spáni reyndist hið mikla tæki- færi Juan March til að snúa aft- ur til ■ föðurlands síns. Hann stóð straum af stríðsrekstri Francos og hefur síðan gefið Spáni mikinn liluta af skipa- flota þeim, sem það land á. Juan March hélt alltaf góðu sambandi við Franco og JUAN MARCH vinátta þeirra stóð föstum fót- um í fjárhirzlu Spánar, en ný- lega flutti March megnið af auðæfum sínum til Sviss. Slík fjármagnshreyfing finnst fljót- lega á spánska markaðnum, auk þess sem stríðir gegn sjón- armiðum einræðisherra. Þetta varð til þess að miklar fyAr- spurnir voru gerðar, og þegar spánskur stjórnmálamaður var alla Evrópu og var talinn eínn March hefði haldið hinu góða sambandi sínu við Franco, svar- aði hann, að' sem betur færi hefði Franco haidið sínu góða sambandi við Juan ðlarch. March átti hallir út um all aEvrópu og %'ar talinn einn af sex ríkustu mönnum heims. Á fyrstu velmektardögum sínum lét March skóburstara eitt sinn bursta skó sína með 1000 peseta seðli, sem hann síðan leyfði honum að halda. En smám saman lærði March að umgangast peninga af meiri skynsemi. Han hefur t. d. rcist menntastofnanir fyrir unga Spánverja út um allan Spán, og hann hélt uppi mikilli góð- gerðarstarfsemi, sem þó er sögð hafa starfað af hjartagæzku konu hans. Hún dó fyrir tæp- um fimm árum og var ,grátin af allri spænsku þjóðinni". Hún stundaði mikla góðgerðastarf- semi, en var einkum og sér í lagi gjafmild við kirkjuna. í minningu hennar lét Juan March reisa Maríulíkneski úr silfri í dómkirkjmmi á Mall- orca, og er hún talin hafa kostað nálega 2 milljónir króna. Iler- sýning fer fram á fæðingardegi hennar hvert ár. Juan March var einhver furðulegasti maður seinni tíma. Eftir „beztu erfðavenjum" lærði hann ekki að lesa eða skrifa fyrr en hann var orðinn fer- tugur. Allt fram á áttugasta og fyrsta aldursár stjórnaði hahn fyrirtækjum sínum, sem tvcir synir hans hafa nú tekið Við stjórn á. I l $ MADRID eftir loftárás í JjprgarstyrJöldinni. Myndin efst á síðunni sýnir hersveitir frá Marokkó sækja fram til liðsauka við Franco í bardögunum um Madrid. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. marz 1362,jj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.