Alþýðublaðið - 16.03.1962, Page 8
- SEGIR SONUR EICHMANNS
í ÖLLU ÞVÍ moldviðri æs-
inga, sem geisað hefur í sam-
bandi við handtöku og réttar-
höldin yfir nazistanum Adolf
Eichmann, hefur furðulega
lítið verið minnzt á fjöl-
skyldu hans í Argentínu og
viðbrögð hennar við þeim ó-
sköpum, sem yfir hana hafa
dunið.
í sambandi við handtöku
hans barst það að sjálfsögðu
út, að Eichmann var fjöl-
skyldumaður, en síðan þögðu
blöðin um það og það ar fyrst
nú, að fjölskyldan kemur aft-
ur fram í sviðsljósið, þegar
Ejchmann er að mestu horf-
inn inn í þögnina að nýju.
Nýlega gerði brezkur blaða
maður, Jack Anderson, sér
ferð vestur um haf til Banda-
ríkjanna í þeim tilgangi ein-
um að ná sambandi við son
Eichmanns, Nicolas, sem
dvelur vestra.
Auðvitað var það iíka gert
í þeim tilgangi að sefa for-
vitni fólks um heim allan
með því að láta það á þrykk
út ganga, sem Nicolas léti sér
um munn fara.
Þessi ferð Andersons varð
ströng og löng, eftir því sem
hann segir sjálfur frá, því til
þess að ná efni í þá stuttu
grein, sem hér fer á eftir,
varð hann að eyða þrem vik-
um með Nicolas í Washing-
ton og fylgja honum eftir tíu
til tólf tíma á dag.
En eftir þennan tíma segir
Anderson — og nú gefum við
honum orðið —. Eftir þennan
tíma veit ég hver arfleifð sú
var, sem Eichmann eftirlét
syni sínum.
Hvað hugsar hann? Ég skal
segja ykkur það:
UM sekt föður hans: „Þetta
er aðeins áróður. Gyðingar
gátu ekki náð til valdamestu
nazistanna, svo að þeir leit-
uðu uppi skálkaskjól. Þeir
urðu að fá einhvern til að
dæma“.
Um Þýzkaland: „Ég var
fæddur þar og ég hef þýzkt
vegabréf, en ég skoða mig
sem Argentínumann. Ég hef
enga löngun til að hverfa aft-
ur til Þýzkalands”.
Um síríðsglæpi: „Það voru
ekki drepnir nálægt því eins
margir Gyðingar og sagt hef-
ur verið. Faðir minn hafði
lista undir höndum um það.
Þeir voru ekki einu sinni
fimm milljónir”-.
Um stríðið: Ég get aldrei
fyrirgefið Bretum sprengju-
árásirnar, sem þeir gerðu á
Prag, meðan við bjuggum
þar. Einn af beztu vinum
mínum var drepinn í einni
árásinni. Hann var átta ára
gamall”.
Um réttarhöldin: „Ég mun
áfrýja dóminum til stríðs-
glæpadómstólsins í Niirn-
berg. Það er eini dómurinn,
sem hefur fordæmi til að
byggja á. Og ég mun um leið
biðja þá að taka þá til dóms,
sem stálu föður mínum, því
að þeir gerðu það þvert ofan
í öll lög”.
Um hann sjálfan: Ég vildi
bara, að ég gæti skipt um
nafn og falið mig. Mig myndi
langa til að eiga heima í
Ameríku með fjölskyldu
mína, fá mér góða vinnu við
raftækni, og týnast — bara
gleyma öllu, sem gerðist”.
Nicolas Eichmann er mjög
bitur. Samt er eins og flestu
fólki falli vel við hann strax
frá upphafi. Hann virðist full-
komlega eðlilegur. Hann er
vingjarnlegur' við alla og
hann talar góða ensku.
En ef minnst er á föður
hans, tekur hann strax varn-
arstöðu, verður þrjózkur og
á það til að láta sér allskonar
kaldhæðnar athugasemdir um
munn fara..
„Pabbi“, sagði hann einu
sinni, „hann var vanur að éta
Gyðinga til morgunverðar”.
Eitt sinn, þegar við vorum
saman á göngu, sá hann Ken-
nedy forseta í fjarlægð. Ni-
colas varð hrifinn. Hann sagð
ist langa til að liitta Kennedy.
En svo kom upp í honum
beiskjan. „Hann mvndi
kannski gera mig að ráðunaut
um samskipti hvítra og
svartra'.
Kvöld eitt tók ég Nicolas
með mér til að horfa á Mein
Kampf, ógurlega heimildar-
mynd um ógnarstjórn naz-
ista. Á eftir var hann lengi
þögull, en að lokum tókst
mér að fá hann til að segja
eitthvað.
„Þetta er allt löngu liðið”,
sagði hann. Meira fékkst
hann ekki til að segja.
Nicolas segir, að Eichmann
hafi aldrei minnzt á Gyðinga
á heimili sínu. Hann var
hreykinn af fortíð sinni sem
S. S. maður og stundum söng
hann hermannasöngva.
En þegar drengir hans
reyndu að fá hann til að
segja frá atburðum úr styrj-
öldinni, fór hann undan í
flæmingi og sagði: „Við lif-
um á friðartímum, verum
þakklát fyrir það”.
í augum Nicolas er faðir
hans hugrakkur maður.
„Hann vissi áreiðanlega, að
hann var eltur, annars hefði
hann sagt okkur sitt rétta
nafn”.
„Samt bar hann aldrei vopn
og virtist aldrei óstyrkur.
Að sumu leiti segist Nicol-
as vilja taka upp hætti föður
síns. „Hann var mjög strang-
ur við okkur systkinin og
FRÚ EICHANN.
móður mína á þann hátt, sem
karlmaður á að vera”.
Nicolas hreifst líka af á-
huga Eichmanns á listum.
Skyndifrægð Nicolasar hef-
ur gert hann stoltan, en
varkáran. Hann hælist um og
tekur stórt upp i sig, en ótt-
ast þó auðfinnanlega um
leið.
Nicolas veit, að ekkert verð
ur unnið að nýju, það sem
gerst hefur og erfitt mun
reynast að fela sig. Eins og
skyldurækinn sonur hefur
hann tekið við ábyrgð sinni
sem höfuð Eichmann fjöl-
skyldunnar.
En fyrirætlanir hans eru
ekki ákveðnar, hann óttast að
geta aldrei flúið arfleifð
sína. Hann talar um að skipta
um nafn, en efar, að bræður
hans muni fást til þess.
Þegar börnin hans eru orð-
in eldri, ætlar hann að segja
þeim allan sannleikann um
afa þeirra. „Hvernig getur
maður snúið baki við föður
sínum?”
Eftir að Anderson blaða-
maður hefur þannig kynnst
syni Eichmanns og eignast
trúnað hans að nokkru verð-
ur honum á að andvarpa og
segir 'að lokum. — Mér virð-
ist svo, að Adolf Eichmann
liafi tortímt enn einni fjöl-
skyldu, eftir að gasklefarnir
voru að fullu læstir — sinni
eigin.
g 16. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ