Alþýðublaðið - 16.03.1962, Blaðsíða 13
Haraldur Óíafsson: MILLISVÆÐAMÓTIÐ
IpÍÐUSTU þrjár umfcrðirnar
<J voru allspennandi, enda
höfðu lengi 8-9 menn mögu-
leika á að komast í hóp þeirra
sex, sem áfram komast. Uhl-
mann, sem lengi vel var v
fyrsta sæti tapaði enn í 21.
umferð og möguleikat; lians
_ voru þar meö að engu gerðir.
Rússarnir börðust innbyrðis,
en aðeins f jórir þeirra komust
áfram, einn varð að sitja eftir
og það var ekki fyrr en í sið-
ustu umferð, að Kortjnoj tókst
að komast upp fyrir Stein.
Friðrik tefldi við Cuellar í
21. umferð og liafði betri
stöðu er skákin fór í bið, en
lið var hið sama, hrókur og
biskup hjá Cuellar gegn hrók
og riddara hjá Friðrik, og
slangur af peðum. En sigur-
inn var ekki auösóttur, Friðrik
taldi að ser hefði yfirsézt vin.i-
I ingsleið eftir rúma 50 leiki,
en áfram hélt hann ótrauðar,
þrengdi smám saman að Suð •
ur-Ameríkumaninnum, sem
u stöðugt hélt því fram að þetta
væri jafntefli! En eftir 99 leiki
gafst hann upp, hafandi tapað
biskup sínum og öllum peðitra.
Fischer sýndi gegn Bolbo-
chán, að hann getur kombíner-
að á við livern sem er og vann
fallega.
í 22. umferð gerðust þau
furðulegu tíðindi, að Aaron
vann Fortisch, sem þar með
missti algerlega af strætis-
vagninum. Aaron tókst aðeins
að vinna tvær skákir á mót-
inu og það voru engir smá-
karlar, sem hnn tók á bónda-
beygju, Uhlmann og Portisch.
í þessari umferð lauk aðeins
einni skák með jafntefli, Fil-
• ip og Gligoric sömdu snemma
í mjög jafnri stööu.
Síðasta umferðin var drama
tísk eins og við mátti búast.
Þrír voru þegar öruggir um
að komast áfram, Fisclier,
Geller og Peírosjan. Filip,
Kortjnoj og Stein voru með
13V2 vinning, og Benkö og
Gligoric með 13. Baráttan
stóð nú milli þessara fimm,
og svo þar að auki milli Kortj-
noj og Stein innbyrðis. Filip
tryggði sig með jafntefli við
Schweber og hafði þar með
náð 14 vinningum, sem átti að
duga. En hinir áttu allir erfið-
an dag. Stein varð að vinna
Friðrik, ef hann átti að hafa
möguleika á að verða fyrir
ofan Kortjnoj. Friðrik vár í
árásarhug og varð staðan
brátt ærið glæfraleg á báða
. bóga. Friðrik hrókaði ekki
- og. vair kóngur hans allt að
því berskjaldaður. Stein var
skiljanlega ekki síðnr framt
um að vinna og kom með ýms-
ar liættulegar hótanir. Friðrik
var vana sínum trúr og notaði
vel tímann, og Stein gerði þá
skyssu að ætla sér að nota
tímahrak Friðriks. En hann
lj hafði sitt hvað í pokahorninu,
i| og var allt í eínu með gjör-
unna stöðu, drottningu Stein
varð ekki Tjfjargað og hann
r.étti fram hönd sína til upp-
gjafar. Nú var tími til að gá
að hverju fram færi við hin
borðin. Og viti menn, Kortj-
noj var með koltapaða stöðu
gegn Yanofsky og Gligoric
komst ekkert áfram gegn Bol-
bochán, — og Benkö stóð sízt
betur en Barzca! Stein hafði
sem sagt enn möguleika á að
komast áfram þrátt fyrir tap-
ið. En margt fer öðru vísi en
ætlað er. Yanofsky rataði ekki
á réttu leiðina gegn Kortjnoj
og jafnteflið blasti við er
liann innsiglaði biðleikinn. —
Gligoric vann peð af Bolbo-
chán, en það dugði ekki nema
til jafnteflis. Eftir var Benkö
og þrátt fyrir góðan vilja tókst
honum ekki að vinna Barcza.
Er teflt hafði verið í rúma 80
leiki voru kóngarnir eftir, —
hvíti kóngurinn með riddara
sér við hlið en hinn svarti,
sem Benkö stýrði með hrók.
Benkö puðaði í 117 leiki, en
hætti þá hinni vonlausu bar-
áttu.
Þannig var þá staðan, Fis-
cher langefstur, Petrosjan,
Géller, dr. Filip og Kortjnoj
í fimm efstu. sætunum. Nú
urðu Benkö, Gligoric og Stein
að tefla innbyrðis um 6.—8.
sæti. Vinni Stein þá keppni
verður hann varamaöur Kúss-
anna á kandidatamótinu, það
er að segja, geti einhver
þeirra ekki tekið þátt í mót-
inu kemur hann í staðinn. —
Benkö og Gligoric keppa uin
hvor á að fara í kandidáta-
mótið. Ákveðið var að þre-
menningarnir tefli tvæt; um-
ferðir innbyrðis. Fjórum skák
um er lokið þegar þetta er
skrifað, Benkö og Stein hafa
tvívegis gert jafntefli en báð-
ir unnið Gilgoric. Það eru því
Iíkur á, að Benkö komist í
kandidatamótiö.
Millisvæðamót er alltaf stór
viðburður í skákheiminum,
þar mætast meistarar hvaðan-
æva úr heiminum og keppnin
er hörð um efstu sætin. —
Hinn 19 ára
Bobby Fis-
cher vann
yfirburða-
s i g u r á
móti þessu,
hlaut 171/2
vinning af
22 mögu-
legum! —
Kempurnar
Geller og
Petrosjan
hlutu „að-
eins“ 15
vinninga. --
Ilann er nú
hættuleg-
asti keppi-
nautur Rúss
anna um
heimsmeist-
aratignina,
þótt váfa-
laust verði erfitt fyrir hann að
ná toppinum næsta ár.
Stein vakti mikla athygli er
leið á mótið, hann byr jaði illa,
en sótti sig gífurlega er á leiði
Hann hlaut verðlaun fyrir
beztu skák mótsins er hann
tefldi við Portisch.
Friðrik sótti sig er á leið,
en lokaspretturinn dugði ekki
nema til 11,-12. sætis Hálfur
annar vinningur skildi hann
frá þeim, er áfram komust.
En hann sýndi hvað eftir ann-
að hinn mikla styrkieika sinn
og það skapandi ímyndunar-
afl, sem einke<mir skákmeist-
ara.
Frh. á 11. síSu
I
1 Ég heiti Snjór - þaS er af því aff ég er hvítingur (aibino) og auSvitaS er ég heims-
frægur. En þaS er ekki nóg meS þaS, aS ég sé undrabarn á þessu eina sviSi, ., nei, sái-
I /V fræSingar hafa komizt aS þeirri niSurstöSu, aS ég sé iangtum skarpari öllum mínum frænd-
um aS gáfum. En ég væri ekki jafnframt svona óhemju karaktersterkur, þá vásri ég sjálf-
$agt kcmihn meS allskonar komplex (sálfiækj ur) út af þessu öllu saman.
imWHWWMWMMtMWWMWWWWM'iMWWMMMWMMWWWMWMMWWMWMWW
I
Hafið þið aldrei orðið fyrir
því, að líkt og hverfa út úr
heiminum allra snöggvast, —
aðeins andartak, — en þegar
þið komiö til sjálfra ykkar
aftur, þá lítur þetta, sem áð-
an rann saman í eitthvað,
sem kallað er liversdagsleiki,
| framandi út, — og þið farið
að liugsa meira út í það en
i áður. Þið takið allt í einu eft-
| ir því, að þið eruð að ganga
á götunni meðal fólks, sem
stefnir hingað og þangað og
sem lifir í sínum eigin heimi
— eins og þið. Hafið þið aldr-
ei orðið hissa á því, að það
skuli alltaf vera þessi sömu
þið, sem þið sjáið í speglinum
og sömu vandamálin er í raun
inni við að etja sí og æ. En
það er víst ekki mn annað að
gera en halda áfram að stríða
svolítið á móti erfiðleikun-
um, — og þótt það, sem tak-
ast átti í dag, mistakist þvert
ofan í allar fyrirætlanir og
vonir, þá má ekki láta hug-
fallast. Það að lifa er í raun-
inni eins og að ganga upp
brekku. Þeir, sem vilja gera
sitt bezta, haida á brattann,
og þótt þeir kunni að hrasa
og hrapa niður á við, halda
þeir enn á ný upp í átt til
brúna. „En sá, sem hræðist
fjallið og einlægt aftur snýr,
fær aldrei leyst þá gátu, hvað'
hinum megin býr”. Það eru
ekki nema tiltölulega fáir,
sem leyfa sér þann „lúxus”
að fara í hundana, — því að
eins konar „Iúxus“ er það. Sá,
sem er augljóslega í hundun-
mer
í hug
um á samúð samborgaranna,
það er enginn, sem stcndur
að baki hans með rýting öf-
undarinnar tilbúinn að
stinga í bakið, — og vesal-
ingar liafa einhvern „sjarma”,
sem hrífur skáldin og gerir
þá að dálitlum hetjum i aug-
um góðborgaranna, sem þora
ekki að láta það eftir sér að
fara í hundana.
Aftur á móti á hið venju-
lega fólk, sem reynir að
klóra I bakkann, hvað sem
tautar og raular, samúð fárra
og aðdáun engra. Hver sekk-
ur sér niður í vandamál ná-
ungans, sem ekki eru á allra
vitorði, —, og hver hugsar
um stríð hins venjulega
manns? Það er ekki fyrr en
hann.er kominn á einhverskon
ar hæli eða á götuna sem hann
„slær í gegn”. „Smáborgari“
er nafnið, sem hinum venju-
borgara er stundum gefið, —
og það orð á þá að hafa niðr-
andi merkingu. En hvað er
„smáborgari”? Það er maður,
sem reynir af fremsta megni
að sjá hjálparlaust fyrir sér
og sínum, sem borgar skuldir
sínar, sem heldur orð sín og
sem ekki bcr sorg sína á torg.
Það er óneitanlega þægilegt
fyrir vindblásna auðnuleys-
ingja að hirða lítt um fé og
ganga á lagið með sníkjur
við „smáborgarana’, sem eru
að puða við að vinna!
En til hvers er þessi bar-
átta? Því ekki að sitja um
kyrrt niðri í brekkunni, með-
an þetta líf er að líða -hjá?
Hvað hefst upp úr þessum
þæfingi, þegar upp er stað-
ið? — Kannski skrifar ein-
hver bréf eða skráir sögu um
æðrulausan útkjálkamann
eða „smáborgara”, — sem
varð að hetju, — en slíkt
fyrnist fljótt... Og þó! Sig-
ríður, kona Þorsteins Helga-
sonar prests í Keykholti, hóf
sjálf að syngja útfararsálm-
inn við jarðarför hans, þéSrar
aðrir gátu ekki komið upp
orði fyrir gráti, en sr. Þor-
steínn var öllum harmdauði.
Þegar prestur, sem eitt sinn
bjó norðanlands, missti konu
sína frá fimm ungum börn-
um, sást hann ekki gráta.
Framhald á 12. síðu
'mWWWHtUWWMHWHWWtWVWWtWWHWWtWWWWWWWWMWHWM
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. marz 1962 13