Alþýðublaðið - 21.03.1962, Page 5
Hermann endur-
kosinn formaður
Aðalfundur Verkamannafélags
ins Iilífar í.Hsfnarfirði var hald
inn s.l. sunnudag. Hermann Guð
mundsson var endurkjörinn for
maður.
Þar þar flutt skýrsla félags-
stjórnar og samþykktir reikning
ar. 64 nýjir félagsmenn höfðu
gengið inn i félagið á árinu
Samþykkt var -að ársgjadl fél-
agsmanna skyldi vera 400 kr.
innheimt í tvennu lagi og að viss
hluti þess skyldi renna í vinnu
deilusjóð félagsins
Þá var lýst kosningu stjórnar
Reytií)gs-
atli báta
APLI Eyjabáta, Keflavíkur- og
Akranessbáta er yfirleitt lélegur.
Af Akranesbátum var Höfrungur
hæstur í fyrradag með 33 tonn og
af Keflavíkurbátum Eldey með 26
tonn.
Afli netabáta frá Keflavík hefur
verið lélegur. Næsthæsti báturinn
þar var með C tonn í fyrradag, en
hinir voru með allt niður í 1 tonn
Og jafnvel minna. Einn línubátur
fékk 12 tonn. Tveir bátar frá
Keflavík eru að skipta yfir í net,
og nokkrir bátar róa ekki vegna
veikinda áhafnanna.
Á Akranesi bárust á land 190
tonn úr 16 bátum í fyrradag, og
voru þeir flestir með reytings-
afla. Flestir hafa hætt línuveið-
lim, og er þessi vika er liðin verða
aðeins 3—4 bátar enn á línuveið-
um.
Blindþoka hefur verið á miðun-
um, en í fyrrinótt var nokkuð
bjartara. Eftir hádegi í gær var
bjart veður á miðum Keflavíkur
Og Sandgerðis báta, en ennþá mik-
11 þoka þar sem Akranesbátar
halda sig, en þeir eru oft 3—5
tíma að komast á miðin.
Eyjabátar voru flestir á sjó í
fyrradag, og fengu 8—12 tonn. Nú
eru 2 bátar frá Eyjum á línuveið-
um.
og annara trúnaðarmanna Hlífar
en þar sem aðeins hafði komið
fram ein tillaga, tillaga uppstill
ingarnefndar og trúnaðarráðs
og þeir menn, er á þeim lista
voru sjálfkjörnir en það eru:
Hermann Guðmundsson, for-
maður Ragnar Sigurðsson, vara
formaður Hallgrímur Pétursson,
ritari Sveinn Georgsson, gjald-
keri Gunnar Guðmundsson vara
ritari Helgi Kr. Guðmundsson,
fjármálaritari Reynir Guðmunds
son meðstjórnandi Varastjórn:
Árni Jónsson, Bjarni Jónsson,
Benedikt Ingólfsson.
Aðalfundur V.m.f. Hlífar hald
inn 18. rnarz telur að lífskjör
‘almer;nings hafi versnað svo
mjög að urrdanförnu að eigi verði
við unað sérstaklega þegar tekið
er tillit til þess að á sama tíma
hafa þjóðartekjurnar aukist veru
lega en séð hefur verið um að sá
.Verðmætisauki hefur lent hjá
öðrum en þeim sem hafa átt
mestan þátt í að skapa hann.
Lýsir fundurinn yfir megnri
óánægju yfir þvi að Ríkisstjórn
in skuli í viðræðum sem verka
lýðssamtökin hafa átt við hana
allt frá því að gengislækkunin var
gerð s.l. sumar eigi hafa í neinu
komið til móts við kröfur verka
fólks, á sama tíma og breytt er
skattalögum til þess sérstaklega
að auðvelda auðsöfnun fyrirtækja
\ Hvetur fundurinn til þess, að
samtök verkalýðsins taki til at-
hugunar aðrar aðgerðir til úr-
bóta, ef viðræður við Ríkisvaldið
beri ekki fulln?2gjandi árangur
nú alveg á næstunni.
Aðalfundur V.m.f. Hlífar hald
inn 18. marz 1962 vekur athygli
á þeirri uggvænlegu þróun sem
átt hefur sér stað í byggingamál
um hér í bæ sem annarsstaðar
á s.l. ári en í Hafnarfirði var á
árunum 1954-1959 hafin bygging
á um 90 íbúða á ári, en á árinu
1961 aðeins byrjað á byggingu 13
íbúða.
Telur fundurinn að með þessu
sé stefnt til húsnæðisskorts og
hækkandi húsaleigu auk minnk
andi atvinnu við byggingarstörf
ef ekki verður að gert.
Sýnt í næst 3
síðasta sinn 1
* LEIKFÉLAG Reykjavík-
ur sýnir „Hvað er sannleik-
ur“, eftir Priestley í 14. sinn
í kvöld, miðvikudag. — Það
verður í næstsíðasta skipti,
sem leikurinn verður sýndpr.
Myndin sýnir, talið ifá
vinstri, í hlutverkum sínum:
Helgu Bachmann, Guðrúnu
Stephensen, Guðrúnu Ás-
mundsdóttur og Sigríðlir
Hagalín.
Höfðakaupstað, 20. marz.
IIÉðan er fátt að frétta. Bátarnir
reyndu veiðar hér úti á flóanum
Iögðu nokkrar lagnir en fengu
ekkert. Fóru þeir þá norður og
Skipverjar d
Mai mótmæla
★ ENN BERAST mótmæli frá tog-
arasjómönnum úti á sjó, vegha til-
mæla FÍB um breytingar á vöku-
lögunum.
Sjómannafélagi Hafnarfjarðar
barst í gær eftirfarandi skeyti frá
hásetum á b.v. Maí:
„Skipverjar b.v. Maí mótmæla*
eindregið breytingum á hvíldar-
tíma háseta á togurum".
ÍMMMWMIHiMMMMMMtMIW
23000 manns
,r<.. „ haía séð
^ "'Skugga Svein
IJM 23 þúsund manns hafa
séð Skugga Svein í Þjóðleik-
liúsinu. Leikurinn v'erður
sýndur í 37. sinn n. k. föstu-
dagskvöld. Uppselt hefur
verið á allar sýningar.
Á næstunni vcrðúr Skugga-
Sveinn sýndur síðdegis á
sunnudögum. — Myndin er
af Ævari Kvaran og Haraldi
Björnssyni í hlutverkum sín
um.
tónleikar
SINFONIUHLJOMSVEIT Islands
íslands heldur tónleika á morgim
(fimmtudagskvöld). Verður þar
fluttur EGMONT-FORLEIKUR,
op. 84 eftir Beethoven, TAPjOLA.
op. 112 eftir Sibelius, MOUVE-
MENT SYMPHONIQUE eftir
Ivan Rezac og SKOZKA SIÍ|ÍFÓN-
ÍAN og. 56, í a-moll eftir Mendel-
sohn.
Tónleikar þessir áttu að vera sl.
fimmtudag en var frestað vegna
veikinda. Aðgöngumiðarnir, sem
seldir voru á þá tónleika, gilda nú,
— en annars er aðgöngumiðasala
að venju í Háskólabíói og í bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar,
og Bókabúð Lárusar Blöndal,
Skólavörðustíg og Vesturveri.
reyndu úti- fyrir Eyjafirði, en þar
var ekki heldur neinn fisk að fá.
Nú eru þeir farnir suður til að
freista gæfunnar.
Rauðmaga- og grásleppuveiði
er í þann mund að hefjast út af
Kálfshamarsvík, — en enn veit
ég ekki, hvernig veiðist. B.B.
Tálknafirði. 20. marz.
HÉR er flensan að koma öllu í
strand. Horft hefur til vandræða
á ýmsum bæjum, hvernig ætti að
gegna skepnunum, því að sums
staðar hafa allir legið mikið veik-
ir í einu. Hinir heilbrigðxi hjálpa
þeim, sem erfiðast eiga, og þann-
ig bjargast þetta einhvern veginn.
Arinars er ekkert að frétta, —'
nema blíðviðri síðustu daga.
K. II.
Selfossi, 20. marz.
SKÓLAR eru enn lokaðir vegna
inflúenzufársins, — en þeir voru
opnaðir aftur eftir fyrstu lokun,
— en svo lokið að nýju. þegar
sást að enn vantaði óviðunandi
marga bæði af kennaraliði og
nemcnda. En ætlunin er að byrja
aftur kennslu á morgun. G. J.
Skemmtim SUJ
* IIIN ÁRLEGA skcmmtun
SUJ vcrður í Lidó n.k. sunnu
dagskvöld. Til skemmtunar
verður bingó og dans til kl. 1.
Meðal vinninga verður svefn
herbergissett, ferð á Edin-
borgarliátíðina o. m. fl. glæsi
legra vinninga. Skemmtunin
hefst með borðhaldi kl. 7, en
z bingóið hefst kl. 9.
Stadinn
að verki
LÖGREGLAN stóð mann affii
þjófnaði úr sýningarglugga veralV;
unarinnar Goðaborg í Hafnar-
stræti um tvöleytið í fyrrinótt.
Lögregluþjónar, sem voru á'
vakt á þessum slóðum, tóku eftiri
manninum og fannst hann undar-f
legur i háttum og íylgdust því meSii
honum. |
Alaðurinn var svo gripinn eftirj
að hafa brotið rúðu í glugganumj
og tekið þar út ýmislegt smádót;
sem metið er á rúmar þúsund}
krónur. Hann hefur ekki verið teki
inn fyrir þjófnað áður.
á ráðsteínu
Esbjerg I
JON SIGURÐSSON, formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur, Ter
utan í dag til Esbjerg til að sitja
þar ráðstefnu fiskimannadeildar
ITF (Alþjóðasamband flutúinga-
verkamanna), sem haldin verður
dagana 22.—24. marz.
Jón mun ennfremur ræða þar
við framkvæmdastjóra sambands-
ins, Peter Devries, sem verður á
ráðstefnunni.
Sjómannafélag Reykjavíkúr er
aðili að Alþjóðasambandinu .pg-er
Jón Sigurðsson fulltrúi þcss hér
I á landi.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. marz 1962 g