Alþýðublaðið - 21.03.1962, Síða 13
Trygginga-
mál rædd á
alþingi
Birgir Finnsson framsögumað
ur lieilbrigðis- og félagsmála-
.nefndar neöri deildr aUhng:4
gerði í fyrradag grein fyrir áliti
nefndarinnar á frumvarpi ríkis
stjórnarinnar urn hækkun á
gjöldum þeim, er læknar
ftaka fyrir viðtöl og1 vitjanir I
'Mælir nefndin með samþykkt
frumvarpsins.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar
um þetta efni var flutt í sambandi
við samninga, sem gerðir hafa
verið milli ýmissa sjúkrasamlaga
og læknasamtaka um bætt kjör
lækna. Gerir frumvarpið ráð fyr
ir, að gjöldin hækki úr 5 kr. í
10 kr. fyrir viðtöl á stofum og
úr 10 kr. í 25 kr. fyrir vitjanir
Birgir Finnsson (A) sagði í
framsögu fyrir áliti heilbrigðis-
og félagsmálanefndar að almanna
Byggingarfélag á
ísafirði í bígerð
ísafirði.
Samþykkt var með sam-
hljóða atkvæðum á fundi bæjar
stjórnar ísafjarðar 7. þ. m. til-
laga um að athuguð verði stofn
un félags til að byggja leigu-
íbúðir.
Bæjarstjórnin samþykkir að
auglýsa eftir þátttöku fyrirtækja
og einstaklinga, sem hafa hug á
að stofna byggingarfélag í bæn-
Um ásamt bæjarsjóði og leggja
fram fé í því skyni að byggja
leiguíbúðir, er fyrst og fremst
tryggi húsnæði fyrir fjölskyldur
sem vildu flytja í bæinn.
Jafnframt verði á fundi með
þátttakendum í síðasta lagi 1.
apríl rætt um að fá aukna aðstoð
ríkisvaldsins til slíkra bygginga
og ieitað samvinnu við alla þing
menn Vestfjarðakjördæmis til
framgangs málsins.
tryggingar hér á landi væru orðn
ar mjög víðtækar og vegna þeirra
þyrfti nú enginn að fara á mis
við læknishjálp hvernig svo sem
cfnahagurinn væri. Hins vegar
væri sú hætta fyrir hendi, þar
sem sjúkratryggingar væru það
fullkomnar, áð læknishjálp væri
ókeypis, að kerfið væri misnotað
Læknar hefðu verið komnir á þá
skoðun hér á landi, að mikið
væri orðið um óþarfa kvabb
þess vegna hefðu þeir óskað eftir
gjöldum fyrir viðtöl og vitjanir.
Væru gjöld þessi það lág að eng-
inn þyrfti þeirra vegna að neita
sér um læknishjálp.
Samkvæmt tillögu nefndarinn-
ar verður heimilt að taka gjöldin
alls staðar á landinu, en áður
hafa þau aðeins verið heimil á 1.
verðlagssvæði og á nokkrum stöð
um á 2. verðlagssvæði
Hannibal Valdimarsson (K)
kvaddi sér hljóðs. Kvaðst liann
hafa ritað undir nefndarálitið
með fyrirvara þar eð hann væri
andvígur sérstökum gjöldum fyr
ir vitjanir og viðtöl og svo væri
einnig um annan nefndarmann,
Gísla Jónsson. — Hins vegar
kvað hann í rauninni hafa verið
búið að ganga frá hækkuninni
þegar málið hefði verið lagt fyrir
þingið, þar eð ríkisstjórnin hefði
er hún leysti læknadeiluna, sam
þykkt hækkunina á gjöldunum og
frumvarpið aðeins flutt til stað
festingar á því. Væri hér um
óeðlileg vinnubrögð að ræða og
hefði verið réttara fyrir ríkis-
stjórnina að gefa út bráðabirgða
lög um hækkun gjaldanna og
taka á sig ábyrgðina þannig í
stað þess að gera slíkan samning.
VÍSITALA
ÓBREYTT
Kauplagsnefnd hefur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar í
byrjun marzmánaðar 1962 og
reyndist hún vera 116 stig eða ó-
breytt frá vísitölunni í febrúar-
byrjun 1962.
r Laugarásbíó: Skuggi hins liðna
Hörkuleg mynd úr „villta vestr-
inu“ Aðalhlutverk: Ricliard Wid
mark og Robert Taylor.
Nýja bíó: Á fjöllum þúsund-
|kma. Mynd byggð á snjallrí
sögu, sem hefur þynnzt all mikið
út í myndgerðinni. Aðalhlutverk
Don Murray.
SKUGGI hins liðna — segir
frá gömlum vopnabræðrum og
ránsmönnum, sem hafa skilið að
skiptum, annar liefur orðið heið
arlegur borgari, en hinn haldið
fyrri iðju. Bankaránsfengur er
fólginn í fjöllum með vitorði hins
„heiðarlega", en hinn hefur full
an hug á að ná honum og af því
tilefni rænir hann vininum og
konu hans og heldur með þau upp
í fjöll með fulltingi glæpafélaga
sinna. Þau lenda í ýmsum ævin
týrum áður en marki er náð og
aðeins þrju eiga afturkvæmt til
byggða.
Háskólaprófessorinn Widmark
fer með hlutverk glæpamannsins
sem einskis iðrast og leikur vel
eins og hans er vandi.
Myndin er tekin í fallegu um
hverfi og hrikalegt baksviðið
mjög heppilegur rammi um
fólsku mannskepnanna.
Á FJÖLLUM þúsundanna —
segir frá ungum manni, sem kem
ur úr fámenni til frumstæðrar
borgar. Þar kynnist hann fjár-
hættuspilara og stórbónda, sem
leggur ást á nvgræðinginn. Ungi
maðurinn er ákveðinn í því að
komast til virðinga og tekst það
furðanlega, slær vinkonuna um
lán og giftist síðan annari, sem
betur er ættuð.
Hann auðgast að fé' og frama
en treður á vináttu fyrri félaga.
Hann gleymir þó ekki að fullu
fyrstu vinkonunni og þegar hann
fréttir að fjárhættuspilarinn hafi
misþyrmt henni sýnir hann að
hann er mannkostamaður.
Don Murray fer með hlutverk
unga mannsins og gerir því hlut
verki allgóð skil, hann virðist
hafa eilitla löngun til að apa
tækni James Dean, en hefur
ekki sömu hæfni.
Myndin er tekin í fögru um
hverfi og með sæmilegri hljóm
list hafi menn á annað borð eyra
fyrir hljómlist, sem höfðar beint
til tilfinninganna.
H.E.
Tveggja ára
Seyðisfirði, 19. marz.
Líklega liafa verið sett ís-
'landsmet í skíðalandsgöngunni
hér um lielgina. 81 árs gamall
maður gekk gönguna með einn
staf eins og tíðkaðist áður fyrr
í skíðagöngum, og tveggja ára
gamail kappi lauk göngunni í
dag.
Öldungurinn er Eiríkur Vig-
fússon, en sá tveggja ára heitir
Ólafur Ingi Mikkaelsson. Báðir
gengu einir og óstuddir og blésu
ekki úr nös að göngu lokinni.
Hér hafa 233 gengið í skíða-
göngunni, en það eru 31,% bæj-
arbúa.
í dag gengu nemendur barna
og unglingaskólans og var þátt-
taka 100%.
Leiðindatíð hefur verið að
undanförnu, en fyrir nokkrum
dögum kom hláka, og hefur nú
snjórinn sigið talsvert, og enn
er hlýtt í veðri.
Miklar framkvæmdir eru fyrir
höndum, þegar skánar í veðri.
VÉLASÝNING
OG SÓLSKIN
Hvolsvelli, 19. marz.
í gær var opnuð hér véla-
sýning á vegum SÍS. Voru þar
sýndar dráttarvélar og verkfæri
með þeim. Sóttu fjölmargir
bændur sýninguna, sem verður
opin í hálfan mánuð.
Á sýningunni var Internation-
al Harvester dráttarvél með
sláttuvél og ámoksturítæki. Enn
freinur var sýnd vél frá Dráttar-
vélum, Ferguson, með ýmis kon
ar tækjum og Banford múgavél
frá Englandi, sem þykir frábær-
lega góð. Bændur voru mjög
hrifnir af þessari vél og hyggja
ýmsir á kaup með vorinu.
Undanfarna daga hefur verið
sólskin og sunnanvindur í hér-
aðinu, en inflúenzan hopar ekki
fyrir slíku. Þ. S.
Aætluð er endurbygging síldar-
bræðslunnar og bryggjubygging
ar eru fyrir höndum. Hér verð-
ur því nóg um vinnu, og vantar
fólk, bæði konur og karla. G.B.
Bæjarsfjórnin
gengur
Siglufirði, 19. marz.
FJÖLMARGIR gengu í skíða-
landsgöngunni hér í gær. Bæjar-
stjórnin var fyrst á brautina, —
en í fótspor hennar fylgdu aðrir
bæjarbúar.
Veðrið var með eindæmum fal-
legt í gær — en undanfarna daga
hafa verið hér mikil hlýindi. Fé-
lagslífið er fjörugt um þessar
mundir, árshátíðir og aðrir dans-
leikir, — en um aðrar fréttir er
naumast að ræða. - J.M,
Árnesi, Hornafirði. 19. marz.
Bátarnir liafa aflað mjög vel
punktar
• • •
Grein Björgvins Guðmundssonar
um hrakfarir kommúnista í
verkalýðsfélögunum undanfar
ið hefur farið fyrir hjartað á
þeim Þjóðviljamönnum. Þjóð-
viljinn vcit, að fylgið liefur
hrunið af kommúnistum en ei
að síður reynir blaðið að bera
sig mannalega og segir, að
enginn ástæða sé fyrir komm
únista að örvænta uin völd
sín í ASÍ. Þeir hafi í rauninni
ekki misst nenia eitt félag
Sveinafélag pípulagningar
manna. Rétt er það að enn sem
komið er hafa ekki mörg félög
færst á milli. En ýmsar breyt
ingar liafa þó þegar orðið,
sem gefa vísbendingu og haldi
'fylgið áfram að hrynja af
kommúnistum fram að AI-
þýðusambandsþingi er vissu-
lcga ekki vonlaust að ná Al-
þýðusambandinu af kommún-
istum. En með því að Austri
(Magnús Kjartansson) virðist
ekki hafa fylgzt sérstaklcga
vel með í verkalýðsmálum und
anfarið er rétt að benda lion
uin á nokkur atriði, sem stang
ast örlítið á við liugmyndir
hans um næsta Alþýðusam-
bandsþing: Vegna ófara við
stjórnarkjör og breyttra að-
stæðna má bóka að kommún
istar hafa þegar tapað um
11 fulltrúum á ASÍ þingi í
þessum félögum: í Reykjavík
og Hafnarfirði: Bifreiða-
stjórafélaginu Frama, Hlíf
Hafnarfirði og Iðju Hafn-
arfirði. Auk þess eru góðar
horfur á því að kommúnistar
missi Trésmiðfélagið í haust.
Fari svo er fulltrúatap komm
únista í Rvík og Hafnarfiröi
komið upp í 18 fulltrúa en
það þýðir að bilið sem var
milli kommúnista og lýðræðis
sinna hafi minnkað um 36
fulltrúa. Og það mega komm-
únistar bóka að fylgishrunið
nær út á land Hka.
Viðreisnin er 2ja ára um þessar
mundir. Skýrsla Seðlabankans
um þróun efnahagsmála sl. ár
sýnir að árangur viðreisnarinn
ar er þegar orðinn mikill og
góður. Gjaldeyrisstaða bank-
anna batnaði s. 1. ár um 400
millj. kr. Aukning sparifjár-
innlána í bönkum og sparisjóð
um nam 550 millj. kr. á móti
374 millj. kr. 1960. Er það
meiri. aukning spariinnlána
en nokkru sinni fyrr. Þessi
góða þróun á rætur sínar að
rekja til þeirra róttæku ráð
stafana er ríkisstjórnin gerði
í efnaliagsmálum, þ.e. gengis
breytingarinnar og vaxtahækk
unarinnár.
að undanförnu. Sjónleikurinn
Lénharður fógeti var frumsýnd-
ur í félagsbeimilinu Mánagerði
á laugardagskvöldið við mikla
lirifningu áhorfenda, og hefur
leiknrinn verið sýndur alls 3var
um hclgina.
Handfærabátar hafa aflað
mjög vel síðustu dagana, — og
Austfjarðabátar hafa sótt hing-
að í fiskinn.
Lénharði fógeta var tekið
með miklum fögnuði á laugar-
dagskvöldið. Lénharður er leik-
inn af Rafni Eiríkssyni, skóla-
stjóra, Torfi í Klofa er leikinn
af Sigurjóni Bjarnasyni og Guð-
ný af Hólmfríði Leifsdóttur. —
Leikstjóri var Hrafn Eiríksson,
en leiktjöld og búningar voru að
hluta fengin að láni hjá Þjóð-
leikliúsinu, en að hluta heima-
tilbúin. — T. Þ.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. marz 1962 |,3