Alþýðublaðið - 05.04.1962, Page 3

Alþýðublaðið - 05.04.1962, Page 3
Stokkseyri, 1. apríl. HÉR hafa verið óvenju góðar gæft ir í vetur, og fiskirí sæmilegt, annars mjög tregt síðustu daga, 4 bátar eru gerðir hér út, og er afli þeirra 31. mars sem hér segir. Holmsteinn 306 tonn, Hásteinn II. 240, Fróði 188, Hásteinn 108. Þess skal getið, að Hólmsteinn var búinn að fá um 60 tonn, er hinir byrjuðu. H.G.J. Stjórnmála- námskeið ★ SUJ og FUJ í Árnessýslu liaida stjórnmálanámskeið á Selfossi n. k. sunnudag í Iðn- skólanum kl. 3 e. h. Erindi flytja: Unnar Stefánsson um stjórnmálaviðhorfið, Baldur Tryggvason xun Alþýðuflokk inn og samvinnuhreyfing- una, Þórir Sæmundsson um skipulagsmál og Einar Elías- son um hreppsmál. Ungir jafnaðarmenn á Selfossi og í Árnessýslu eru hvattir til þess að fjölmenna og taka með sér gesti. NRÁS ■GUIN Djakarta, 4. apríl: SUKARNO Indónesíuforseti sagði í dag, að hann væri bjartsýnn á friðsamiega lausn deilunnar um Vestur Nýju-Guineu við Hollend- inga, og kvaðst telja, að friðarvið- ræðurnar yrðu teknar upp að nýju en ekki kvaðst hann vita hvenær. í gær tilkynnti landvarnaráð- herra Indónesíu, Nasution hers- höfðingi, að innrásarher Indónesa hefði stigið á land á strönd Vest- ur Nýju-Guineu. Hér mun ekki vera um mikinn her manna að ræða, og má því líta á laifdgöngu þessa sem tilraun af Indónesa hálfu til þess að leggja harðar «ð Hollendingum í fyrirhuguðum við- ræðum, sem Sukamo talaði um. Ekki er alveg hægt að útiloka möguleika Indónesa á að leggja Hollenzku Nýju-Guineu undir sig, en baráttan yrði löng og blóðug. Sukarno Iiefur viljað forðast slíka baráttu samtímis því sem hann hefur liótað henni. Indónesar vona enn, að SÞ muni koma í veg fyrir slíka styrjöld, þannig að Indónesar geti látið hótanir nægja til þess að fá vilja sínum framgengt. Grikkir í kolasamsteypu ★ AÞENA: Grikkir hafa sótt um upptöku í Kola- og stál- samsteypu Evrópu. Damaskus og London, 4. apríl STJÓRNMÁLAÁSTANDIÐ í Sýr- landi er nú orðið eðliiegt, og stjórnin tilkynnir, að uppreisninni í Norður-Sýrlandi sé lokið. Að eig in sögn nýtur stjórnin í Damaskus stuðnings aimennings í Sýrlandi. Þó er enn útgöngubann eftir kl. 23,00 í nokkrum bæjur í Sýrlandi. Þá eru útifundir og mótmælagöng ur bannaðir. Stjórnin lýsir yfir því, að húu vilji sameiningu Arabaþjóða. — Fyrst verði þó að fara fram þjóð- aratkvæðagreiðsla. Uppreisnin í Norður-Sýrlandi var barátta „gamalla” og „ungra” lierforingja, segja fréttaritarar. — Liðsforingjaklíka ungu mannanna hafði völdin í stærsta bæ Norður- Sýrlands, Aleppo, og ef til vill einnig í Latakíu og nokkrum öðr- um bæjum, en „gömiu” mennirn- ir réðu í Damaskus — og ráða enn því að þeir fóru með sigúr af hólmi í baráttunni. Helzti skoðanamunur ungu og gömlu mannanna var sá, að hinir ungu vildu ríkjasamband Sýrlands og Egyptalands, en „öldungarnir” vilja bandalag við írak. En báðar klíkurnar vilja stríð við ísrael, segja fréttaritarar. Liðsforingjarnir, sem skipulögðu byltinguna gegn Nasser í haust, fengu ekki völdin og byltíngin lýsti sér fremur í, að brugguð voru launráð í Damaskus, en bar- dögum. Það var klíka fjármála- manna undir forystu auðugasta manns Sýrlands, Homassia, sem fékk hin raunverulegu völd. Fréttaritarar segja, að „ungu” liðsforingjarnir hafi verið hrifnir af hinum svonefnda arabíska sósí- alisma Nassers, en hugmyndir „gömlu” liðsforingjanna séu gam- aldags. Þeir hefðu ekkert á móti einkafé svo framarlega sem þeir fengju nóg af því sjálfir. Þess vegna steyptu þeir sýr- lenzku stjórninni af stóli í fyrri viku, en á laugardaginn kom til óeirða í bænum Homs í Norður- Sýrlandi. Það voru fylgismenn fyrrverandi stjórnar, sem hér stóðu að baki. En á sunnudaginn tóku „ungu“ liðsforingjarnir völdin í Aleppo, sem er annar stór bær í Norður- Sýrlandi, og báðu Nasser um að- stoð til að hrinda liðsforingjaklík- unni í Damaskus- frá völdum. í þess stað hétu þeir því, að ríkja- samband Egypta og Sýrlendinga yrði endurreist og hétu einnig fylgi við utanríkisstefnu Nassers. Flestir arabískir liðsforingjar berjast fyrir sameiningu Araba- þjóða, og yngri liðsforingjar í Ar- abalöndum líta á Nasser sem for- ingja sinn. Nokkrir hinna eldri liðsforingja í Sýrlandi vilja aftur á móti hernaðarbandalag við írak. Þeir fengu fyrrverandi stjórn til þess að semja við Kassem um slíkt bandalag, en gerðust óþolin- móðir þegar bandalagið veitti þeim ekki aðstoð gegn ísraels- mönnum í landamæraskærunum við þá. íraksmenn eiga sjálfir fullt í fangi með að berjast gegn Kúrd- um. „Hinn sterki maður” í Damask- us, og maðurinn að baki bylting- arinnar þar, er sagður vera ofursti nokkur, Nilawi að nafni, þó að Za- hreddin hershöfðingi komi fram fyrir hönd byltingarstjórnarinnar. Þannig var það í Egyptalandi einn ig eins og menn muna. Þar var Na- guib hershöfðingi „toppfígúra”, en Nasser ofursti réði öllu að tjaldabaki. Barátta liðsforingjanna hefur þau áhrif, að Rússar eiga auðveld- ara með að skipta sér af ástand- inu, og flokkur kommúnista í Sýr- landi er bezt skipulagði flokkur kommúnista í Austurlöndum nær. Kussein Jórdaníu konungur ótt- ast ætíð, að Egyptaland og Sýr- land færist nær hvort öðru, og styður Damaskus-stjórnina. Þessi kritur Arabalandanna er bezta trygging ísraelsmanna gegn Pal- estínustyrjöld. Hættunni á árás Araba á landamæri ísraels hefur verið afstýrt um óákveðinn tíma. WIWWWMMWVMVWWWMW EINS og við sögðiun frá síð- astliðinn laugardag, eru Bandaríkjamenn nú byrjaðir að fiytja inn leigubíla með Lundúnasniði, og þykja þeir hafa ýmislegt fram yfir bandaríska leigubíla, meðal annars smjúga umferðina betur og taka mun minna pláss á götunum. Myndin, sem er af fjórum brezkum bílum við hlið f jögurra banda rískra, sannar þessa kenn- ingu. Alþýðublaðið varpar nú fram þeirri spurningu, hvort íslenzkir leigubílstjór- ar vilji ekki athuga mynd- ina vandlega. Og ennfremur, hvort yfirvöldin í Reykjavík, sem horfa fram á sívaxandi umferðaröngþveiti, vilji ekki yfirvega þá lausn, sem birt- ist á myndinni. ★ ALGEIRSBORG: OAS- menn gerðu margar skyndi- árásir í Algeirsborg og myrtu marga vegfarendur. Einn mað ur af evrópskum ættum mun liafa beðið bana á miðviku- dag og 3 Serkir. Þá frömdu OAS-menn 2 bankarán. Mörg um evrópskum mönnurn mun hafa blöskrað blóðbaðið í sjúkraliúsinu á þriðjudag, en þótt ýmsir þeirra kunni að hafa snúizt gegn OAS þora þeir ekki að láta það í ljós. ★ WASHINGTON: Goulart Brazilíuforseti er kominn í heimsókn til Bandaríkjanna. Hann sat veizlu Rusks utan- ríkisráðherra á miðvikudag og ræddi við Kennedy for- seta. ★ HAVANA: Réttarhöldum í málum 1100 manna, sem gerðu innrásina í Kúbu, mun nú vera lokið, og hefur sak- sóknari krafizt dauðadóms yfir sumum þeirra. Hann krefst þess að hinir verði dæmdir í 20 ára fengelsi. — ekki er vitað hvenær dómur verður kveðinn upp. ★ NEW YORK: Krústjov notaði skóinn þegar hann hélt sína frægu ræðu hjá SÞ þar eð armbandsúrið brotnaði, þegar hann lamdi með því í borðið. Bandarískur blaða- maður hefur skýrt frá þessu og kveðst hafa það eftir Krúst jov sjálfum. ★ BIRMINGHAM: Verkfall- ið í Austin-bílaverksmiðjun- um í Birmingliam kostaði at- vinnurekendur milljón sterl- ingspund á dag. ★ HONG KONG: Flóttamenn frá Kína segja, að 1000 her- menn hafi gerzt liðhlaupar í Suður-Kína til þess að mót- mæla lélegum lífskjörum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. apríl 1962 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.