Alþýðublaðið - 05.04.1962, Síða 13

Alþýðublaðið - 05.04.1962, Síða 13
sigur" New York í apríl. (UPI). — John Gunther kallar múrinn, sem kommúnistar reistu í Berl- ín í ágúst í fyrra, „raunveruleg- an sigur — en ef til vill bráða- birgða sigur“ kommúnista. í endurskoðaðri útgáfu af ,,In- side Europe Today" styður Gunther þessa skoðun sína iríeð þessum rökum: ★ „Rússar rufu opinberlega hið óbreytta ástand í Berlín og þeim helzt það uppi. ★ Vestur-Berlín er enn ein- angruð frá Vestur-Þýzkalandi og nú slitin úr sambandi við Aust- ur-Berlín. Borgin kann að hrörna í vaxandi mæli. ★ Það er næstum því víst, að gert hefur verið út um vonina um sameiningu hinna tveggja þýzku ríkja í framtíðinni. ★ Flóttalúgu flóttamanna frá Austur-Þýzkalandi var skellt aftur." Múrinn sjálfur, 'segir Gunth- er, „markar áhrifamikinn á- fanga í sögu kalda stríðsins — ef til vill hinn áhrifamesta síð- an á tímum loftbrúarinnar miklu árið 1948.“ Gunther telur, að með múrn- um hafi Berlínarmálinu verið „skotið á frest," með nokkrum undantekningum þó, í næstu framtíð. Hann tekur undir þau orð Willy Brandts borgarstjóra, að sérstakur friðarsamningur Rússa og Austur-Þjóðverja sé ekki yfirvofandi, og ef það gerð- ist, mundi bað ekki breyta á- standinu mikið. „Það eina. sem Krústjev mundi gera. væri að kvænast sjálfum sér,“ hefur Gunther eft- ir . Brandt. Um Brandt sjálfan segir Gun- ther, að hann sé „viðfeldnasti maður, sem ég hefi hitt í opin- beru lífi. Hann er vingjarnleg- •ur maður, alúðlegur og hefur trú á sjálfum sér, og er gersam- lega laus við alla uppgerð, sem er böl flestra manna, er hafa stjórnmál að atvinnu." Úm Þýzkaland sjálft segir Gunlher: „. ... það verða senni- lega tvö þýzk ríki um alllangt skeið, hversu sorglegt sem þatð kann að virðast .... þetta er það, sem Þjóðverjar verða fyrst og fremst að gjaldli fyrir að hafa átt upptökin að 'heimsstyrjöld- inni síðari og tapað henni. — Klofningur er það sem Hitler kostaði þá, og þeir munu greiða honum þennan ömurlega skatt um mörg ókomin ár.“ Svana Einarsdóttir (vinnukona) og Margrét Magnúsdóttir (ungfrú Skillon). KLERKAR I KLIPU, gamanleik- ur eftir Philip King. Leikfélag Hafnarfjarðar. Leikstjóri: Steindór Hjörleifsson. ÞAÐ er ekki oft að tveir leikir eru sýndir samtímis í höfuðborg inni og nágrenni hennar, sem rekja má til sama höfundar. Það hefur þó gerst nú, þar sem eru leikirnir Taugastríð tengda mömmu og Klerkar í klípu. Bend ir þetta óneitanlega til þess, að leikfélögum þyki nokkur akkur í verkum höfundarins. Sá akkur mun þó fyrst og fremst vera fjárhagslegur en ekki menningarlegur og er að sjálfsögðu ekkert við því að segja því leikfélög þurfa mikið fé til starfsemi sinnar og er erfitt að sjá hvernig þau eiga að geta^ gegnt menningarhlutverki sínu í svo smáu þjóðfélagi, án þess að hressa við og við upp á fjárhag inn, með sýningum, sem víst má telja öruggar til gróða. Hitt er svo matsatrði, hvort Philip King er heppilegastur manna til að styrkja budduna, þó vinsæll sé að vísu. Að mínum dómi eru leikir hans, þeir sein hér hafa verið sýndir einum um of hráir og öfgakenndir. Höfundurinn fetar að mestu troðnar slóðir í úrvinnslu efnis- ins, notar öfgafullan hraða, elt ingaleiki, skyndihvörf og skápa- feluleiki, en er þó sjálfum sér samkvæmur til loka og byggir upp af nokkurri rökvísi, hófsemi verður hann varla vændur um að þessu sinni. Slíkir leikir eru erfiðir.í með förum fyrir áhugaleikara og sú hætta nærtæk, að gamanið fari algjörlega úr böndum og verði ómenguð skrípalæti flestum til leiðinda. Þeim skerjum hefur ver ið sæmilega hjá stýrt að þessu sinni, bæði er það, að Leikfélag Hafnarfjarðar hefur mörgum á- gætum kröftum á að skipa, sem taka hlutverk sitt alvarlega og hins er ekki síður að geta, að leikendurnir hafa fengið í lið með sér mann, sem reynzt hefur traustur leiðbeinandi, sem vænta mátti — Steindór Hjörleifsson. Steindóri hefur tekizt að gæða leikinn nokkurri hófsemi og öll uppsetning hans ber vitni smekkvísi og glöggum skilningi á vandanum. Steindór hefur þó ekki látið við það eitt sitja að leiðbeina Hafnfirðingum, heldur hefur hann tekið að sér eitt hlut verk leiksins, lilutverk séra Toops, sem á köflum er eitt hið öfgafyllsta. Steindór fer vel með hlutverk sitt, en er þó varla hinn rétti séra Toop, að mínu áliti. í annan stað ber að nefna reyk vísku leikkonuna Margréti Magn úsdóttur, sem leikur ungfrú Skillon, dyggðaljósið og pipar- jómfrúna, sem gefur leiknum nýja dýpt með því að lenda á her legu fylliríi, sem endist henni allt til loka leiksins. Túlkun Mar grétar var furðulega eðlileg, — fyrst í hlutverki vandlætarai>s, síðar í hlutverki hinnar föllnu drykkjumanneskju. Drykkjulæti hennar voru óhugnanlega sann- færandi og eftirköstin ekki siðri. Henni á Leikfélag Hafnarfjarð ar mikið að þakka að þessu sinni. Frú Toop, leikur Auður Guð- mundsdóttir af miklu fjöri og leikgleði. Hún hefur góða rödd og framkoma hennar á sviði ó- þvinguð. Svana Einarsdóttir leikur Idu vinnukonu mjög skemmtilega og fjörlega, þrátt fyrir eilítinn við vaningsbrag stöku sinnum. Ragnar Magnússon fer með hlutverk gamals vinar frú Toop. Ragnar gerði margt forláta vel, og skemmti áheyrendum með mörgum hnyttnum setningum, en var ef til vill full þvingaður stundum og svipur hans of stein runninn. Sverrir Guðraundsson fer með hlutverk þýzks str-okufanga, lítið hlutverk en mikilvægt. Sverrir var fjári liörkulegur og illmann legur, en mannvonzkan náði ekki nándar nærri nógu djúpt, úr því að sú leið var valin, að gefa hon um þetta yfirbragð, sem reyndar er mjög vafasamt. Sigurður Kristinsson leikur biskupinn, frænda frúarinnar. Biskupinn hefur verið gerður hálf ankarjalegur, en Sigurður fór þó með hlutverk hans af smekk visi, en engum þrótti. Lítið hlutverk liðþjálfa er í höndum Gunnlaugs Magnússonar Gunnlaugur er algjör nýliði á sviði og gætti þess mjög. Loks kem ég svo að Valgeir Óla Gíslasyni, sem ef til vill sýndi eina athyglisverðustu persónu sköpun kvöldsins, ásamt Mar gréti Magnúsdóttur. Valgeir leikur séra Humphrey aðkomuprest, sem að óvörum og nauðugur verður þátttakandi í flókinni atburðarás, einföld og sauðmeinlaus mannskepna. Túlk un Valgeirs var mjög eftirminni leg í öllu sínu umkomuleysi, radd beiting og fas allt með ágætum. Bjarni Jónsson hefur unnið leiktjöldin af smekkvísi og natni. Högni Egilsson Duglegur sendisveinn óskast Vinnutími fyrir hádcgi. Þarf að hafa reið- hjól. Afgreiðsla Alþýðuhlaðsins. — Sími 14 900. son, þingmaður Framsóknar- flokksins, hefur barizt skel- egglega gegn því á alþingi, að Seðlabankinn fengi vaid til þess að ákveða gengisbreyt- ingar framvegis, þó það eigi að gerast í samráði við ríkis- stjórnir á hverjum tíma. Hon- um hefur verið bent á, að I nágrannalöndum okkar hafi rikisbankarnir nú slíkt vald. Honum hcfur einnig verið bent á, að Seðlabanki íslands sé nú sjálfstæð stofnun, sem fulla heimild hafi til þess að lýsa fyrir alþjóð sérskoðunum sinum, komi til ágreinings við ríkisvaldið. Ólafur sagði að- eins, er hann heyrði þessar á- bendingar: Seðlabanki íslands er ekki annað en „afgreiðslu- skrifstofa" ríkisstjórnarinnar. Ólafur virðist samkvæmt þessu telja Vilhjálm Þór og aðra bankastjóra Seðlabankans eins konar afgreiðslumenn hjá rík- isstjórninni, sem stjórnin geti skipað algerlega fyrir verk- um. Ekki virðist Ólafur hafa mikla trú á sjálfstæði flokks- bróður síns, Vilhjálms Þórs! Björn Pálsson, fyrrum kaup- félagsstjóri og nú þingmaður Framsóknarflokksins, er orð- inn frægur á alþingi fyrir að segja skemmtilega hluti og kemur hann oft skemmtilega á óvart í ræðum sínum. Virð- ist Björn ófeiminn við það, að segja hluti, sem ganga jafn- vel fram af Framsóknarmönn- um sjálfum. Á mánudag talaði Þórarinn Þórarinsson (F) um nauðsyn þess, að koma togara- flotanum á flot. Björn stóð j upp nokkru síðar og kvaðst hér algerlega ósammála flokks j bróður sínum. Það Iægi ekkert ' á að koina togurunum á flot. Það væri bara gott að þeir fengju að hvíla sig til vertíðar- loka. Vildi Björn meina að ella mundu togararnir aðeins spilla veiði bátanna. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki haft samráð við lögfróða menn um útgáfn bráðabirgðalaganna um að Seðlabankinn skyldi annazt gengisskráninguna. Ólafur Jó- hannesson lagaprófessor leyfði sér í þessu sambandi að halda því fram, að útgáfa bráða- birgðalaganna hefði verið stjórnarskrárbrot. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráð- herra benti Ólafi á, að menn virtust gleyma því, í þessu sambandi, að 3 lögfræðingar ættu sæti í ríkisstjórninni, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur í. Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen. Tveir þessara manna, þeir Bjarni og Gunnar eru fyrrverandi laga- prófessorar. Sagði Gylfi, að allir þessir menn hefðu að sjálfsögðu athugað útgáfu bráðabirgða- laganna með tilliti til stjórn- arskrárinnar, en ekki talið út- gáfu laganna brjóta gegn stjórnarskránni á nokkurn liátt. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. apríl 1962 J,3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.