Alþýðublaðið - 17.04.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.04.1962, Blaðsíða 3
ar tillögur * Framhald af 1. síðu. línar og Vestur-Þýzkalands. Sagt er í Washington, að Rusk muni í viðræðum, sem nú munu hefjast um Berlinarmálið, einnig ræða við sovézka sendiherrann um önnur vandamál, sem nú ógna heimsfriðnum. Sérstaka áherzlu mun Rusk leggja á tillögur sínar varðandi eftirlit með frjálsum samgöngum til Vestur-Berlínar. Áður en Rusk átti fund sinn með sovézka sendiherranum sátu þeir Rusk og Kennedy fund sam- an, sem stóð í 25 mínútur. Munu Engin hátíðarhöld Framhald af 16. síðu. SÓLSKIN verður afgreitt til sölubarna frá kl. 10 f. h. síðasta vetrardag úr tjaldi við Útvegs- bankann. 10 söluhæstu börnin fá bókaverðlaun, auk 10% sölulauna, sem allir fa. SUMARDaGURINN. FYRSTI, - blað félagsins, verður minna en áður, aðeins skýrsla stjórnarinn- ar " um starfsemina á liðnu ári. Fylgir það Sólskini ókeypis til þeirra, sem þess óska. WWWMWWWMWWVAW Gerlar í vatninu ★ VIÐ rannsókn á vatninu úr Gvendarbrunnum kom í ljós, að í því eru svouefndir Choli-gerlar, og er fólk varað við að drekka þaS ósoðið. Borgarlæknir mun tilkynna hvenær óhætt verður að drekka vatnið ósoðið, en talið er að enn sé mengað vatn í vatnsleiðslum borgarinnar. imwwwwwwwwww* þeir hafa rætt um tillögurnar og óánægju Frakka og Þjóðverja með þær. Kennedy hefur að und- anförnu nokkrum sinnum rætt í síma við Adenauer um tillögurn- ar. Kennedy forseti og bandarískir embættismenn eru ævareiðir stjórninni i Bonn fyrir að láta til- lögurnar síast út, áður en þær höfðu verið afhentar Rússum, en tillögurnar hafa að undanförnu verið til athugunar hjá ríkisstjóm um NATO-ríkjanna. Talsmaður v.-þýzku stjórnarinn ar sasði í dag, að stjórnin 'nefði á- hyggjur út af samningatilraunum Bandaríkjanna vegna Beriínardeil unnar og óttaðist stjórnin að aust- ur-þýzka stjórnin hlyti óbeina við- urkenningu af væntanlegum samn ingum, en þar með fær tvískipting Þýzkalands þjóðréttariega viður- kenningu. Eitt þekktasta dagblað í þýzka sambandslýðveldinu, Hamborgar- blaðið „Die Welt” segir í dag, að Kennedy og ráðgjafar hans beri ábyrgð á stirðri sambúð milli Bonn og Washington. Segir blaðið í stórri fyrirsögn á forsíðu: „Ken- nedy er sekur”. Mótmælir blaðið síðan hinum nýju tillögum og seg- ir þær vera mikið undanhald fyrir Vesturveldin. Blaðið segir, að Þióðveriar hafi litlar mætur á hinum svokölluðu „gáfumönn- um”, sem séu ráðgjafar Kenne- dys forseta, en þeir vilja komast að samkomulagi við Rússa, hvað sem bað kosti. Málgagn austur-þýzku stjórnar- innar segir í dag, að hinar nýju tillösrur Bandáríkjanna séu óraun- hæfar. Allir samningar um lausn Berlínardeilunnar, hljóti að bvggj ast á tillögum Ulbrichts, foringja a.-bvzkra kommúnista. Margir fréttamenn telja, að Ulbricht sé með bessu að stappa stálinu í Rússa í væntanlegum samninga- viðræð"m og hvetja þá til að hvika hvergi frá fyrri afstöðu. ndesinsrfyriafstö Á SAND- SKEIÐINU ÞESSI MYND var tekin á Sandskeiöinu í gærdag, og sýnir vegavinnuflokk að starfi við viðgerð á vegin- um. Var verið að kqma fyrir nýrri.brú, og eins.gert við ræsi og fyllt upp í yeginn á mörgum stöðum. ALVARLEGT UMFERÐAR- SLYS í GÆR ALVARLEGT slys varð á Tryggva götunni í gærmorgun rétt fyrir klukkan 9. Gamall maður varð þar fyrir bifreið, og mun hann hafa slasast alvarlega á höfði. Maður þessi var á leið norður yfir Tryggvagötuna, er bifreið, sem kom vestan götuna ók á hann. Maðurinn kastaðist í götuna og hlaut þung höfuðhögg. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna og síð- an á Landakotsspítalann. Alsír og París, 16. apríl. (NTB-AFP). í MORGUN var dreift flugritum í Alsír, þar sem skýrt var frá því, að Georges Bidault, fyrrverandi for sætisáðherra Frakklands, hafi tek- ið að sér stjórn Frakklandsdeildar OAS. Jafnframt hafi Bidault ját- ast undir yfirstjórn Salans hers- höfðingja. Talið er að Bidault dvelji nú £ Sviss undir fölsku nafni. Hann var áður formaður kaþólska flokksins MRP og á sér langa sögu í stjórn- málum landsins síðustu áratugina. Bidault er nú 62 ára gamall. Georges Pompidou, hinn nýji forsætisráðherra Frakklands, sat í dag sinn fyrsta ráðuneytisfund. — Fundurinn var stuttur. Á fimmt' daginn eftir páska mun hann kynna þjóðþinginu hina nýju stjórn. Hermdarverkamenn í Alsír boð- uðu víða til verkfalla um helgina til þess að mótmæla dauðdómnum yfir Jouhoud. Allsherjarverkfall var gert í Oran í dag og varð borg- in gas- og rafmagnslaus og síma- samband við hana rofnaði. í gær fóru OAS-menn fylktu liði um Or- anborg. Hertóku þeir aðalsímstöð- ina og héldu henni í 6 klukku- stundir. Kom ekki til átaka og höfðu OAS-menn sig á brott. Lög- reglulið stutt herflokkum hefur að undanförnu gert húsleit í mið- hluta Oran. Hefur þar fundizt mik ið magn skotfæra, perntsmiðja hermdarverkamanna og mikið af flugritum. í dag réðust OAS-menn á herbú ir í nágrenni Oran. Hugðust þeir ræna þaðan skotfærum. Fáir menn voru til varnar, en tókst þeim þó að téfja fyrir árásarmönnum þar til liðsauki barst og hermdarverka- menn voru hraktir á flótta. Mann- fall var lítið. I gær börWust '■“••kneskir menn við fólk af evrópskum stofni í A geirsborg og drápu tvo þeirra. Eru þetta fyrstu bardagarnir, sem serk ir hafa átt frumkvæðið að, síðan vopnahlé var samið. Hafa þeir á aðdáunarverðan hátt hlýtt skipun- um foringja sinna um að foröast átök, en OAS-menn hafa reynt mik ið til að egna þá upp í þeirri von, að Serkir hefji aðgerðir gegn fólki af Evrópustofni, svo að upplausn- arástand myndist og fresta verði að veita landinu sjálfstæði. Framsóknar tillaga um sjónvarp felld SJÓNVARPIÐ kom enn við sögu á Alþingi í gær, og var tillaga Fram- sóknarmanna um það felld. Hafði fyrsti flutningsmaður hennar, — Karl Kristjánsson, óskað eftir nafnakalli um fyrsta lið, sem f jall- aði um stöðvun á stækkunarleyfi Keflavíkurstöðvarinnar, og féll hann með 29 atkvæðum gegn 25, Mun Karl hafa ætlað að lokka stjórnarliða til að fella síðari lið- inn þegjandi og hljóðalaust, en hann fjallaði m. a. um íslenzkt sjónvarp. Báðu ráðherrar þá um nafna- kall um þann lið, og gerðu stutta grein fyrir atkvæðmn sínum. Guð- mundur í. benti á, að tillaga Karla talaði um skilyrði frá 1954, sem aldrei hefðu verið til. Gylfi Þ. Gíslason skýrði frá, að Ríkisút- varpinu hefði verið falin fram- kvæmd sjónvarpsmála og væru þau þar í undirbúningi, svo að tillaga Karls væri þar með öllu óþörf. Voru seinni liðirnir einnig felldir, með 29 atkvæðum gegn 24. Var allt brölt komma og fram- sóknarmanna í þessu máli þar- með á enda á Alþingi. Þrír ungir piltar urðu strandaglópar í Viðey ÞRÍR ungir piltar fóru að heim- an frá sér klukkan tvö sl. laugar- dag. Skömmu fyrir miðnætti, þeg- ar þeir voru ekki komnir heim, var liafin mikil leit að þeim. Einn þeirra hafði haft það á orði, að hann ætlaði út í eyju með ein- hverjum manni — en hvaða eyju vissi enginn. Lögreglan tilkynnti Slysavarna- félaginu hvarf drengjanna. Voru þegar gerðar ráðstafanir til að hefja leit að piltunum, og datt mönnum helzt í hug, að þeir hefðu farið út í Viðey. Var lóðsbátur fenginn og fór lögreglan ásamt að- standendum drengjanna út í eyj- una. Sími er í Viðey, en hann var lokaður. Voru gerðar ráðstafanir til að hann yrði opnaður, og síðan hringt út í eyju, en enginn svaraði. Er leitarmenn komu út í Viðey, fundu þeir strákana strax. Höfð- ust þeir við í einu húsinu þar, og höfðu kveikt sér eld. Voru þeir allir blautir og heldur illa til reika. Þeir höfðu stolið bát, og róið út í eyju, en ekki komizt til baka, enda var veður orðið slæmt og hafði bátinn flætt uppi. Höfðu strákarnir heyrt í símanum, og tek- ið upp tólið, en ekkert heyrt. i i Var komið með þessa ungu skip- brotsmenn til Reykjavíkur um klukkan fjögur um nóttina, og mátti ekki tæpara standda, þar eð einn þeirra átti að fermast klukk- an 10 á sunnudagsmorguninn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. apríl 1962 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.