Alþýðublaðið - 17.04.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.04.1962, Blaðsíða 5
 næsta hæjar FRÚ Brigida Acquaviva, sem er búsett í Bari á Ítalíu, fékk fyrir skemmstu tilkynningu urn það.frá skattstofunni, að hún ætti vangoldnar þrjár iírur frá síðasta skattári. eða sem svarar rösklega tuttugu aurum. Frú Brigida var beð in að láta ekki bregðast að greiða þessa upphæð — t. d. með þremur jöfnum a'fborg- unum á sex mánuðum. iWWMMWWVW>ty«WVMMW IVIildar skemmdir af völdum flóða Framhald af 1. síðu. fyrramorgun. Hvergi fór hún þó upp fyrir bakka við Blönduós, en í Laugadal flæddi hún yfir veg- inn. Nokkur ís var á ánni, og þegar flóðið kom lyftist ísinn upp og skaut áin honum fram, án þess að hann gerði nokkurn óskunda. HVÍTÁRVALLASKÁLl: Hvítá flæddi yfir bakka sína hjá Hvítárvöllum og hjá Ferjukoti. Á sunnudag lá vatn á veginum, en í gær var flóðið mikið í rénun, en þó lá vatn yfir engjum. Allt vatn var horfið af veginum, en hann nokkuð skemmdur, þó fær öllum bílum. 4 BÍLAR SKEMMDIR FRA því á föstudag og þar til á hádegi í gær, var ekið utan í f jór- ar mannlausar bifreiðar og þær skemmdar töluvert. Ökufantarnir, sem þessum skemmdum ollu, stungu af og hafa ekki gefið sig fram. Nær því á hverjum degi fær umferðardeild rannsóknarlögregl- unnar kærur út af málum sem þessum, en oft gengur erfiðlega að upplýsa þessi mál, ef engir sjónar- vottar gefa sig fram. Á föstudaginn milli klukkan 10 — 12 stóð bifreiðin R-5798 á Grandagarði. Er eigandi hennar kom að henni um hádegið, liafði verið ekið utan í hana og hún tölu vert skemmd. Frá því uih miðjan laugardaginn og fyrri hluta sunnudagsins, stóð bifreiðin R-4164 á Laugavegi á móts við hús númer 40. Á sunnu- dag tók eigandi hennar eftir þvi, að ekið hafði verið utan í hana og hún skemmd. Bifreiðin R-8685 stóð í Thor- valdsensstræti milli klukkan 1—2 á laugardag. Á þessari.einu klukku stund, sem eigandinn var búrtu frá bifreið sinni, var ekið utan í hana, og hún skemmd alvarlega. Þá stóð bifreiðin R-3500 á Vatns veituveginum á laugardag og sunnudag. Á þessu tímabili var ek- ið utan í bifreiðina og hún skemmd. Nú eru það vinsamleg tilmæli umferðardeildarinnar, að allir þeir ; sem einhverjar upplýsingar gætu gefið í sambandi við þessar á- keyrslur, gefi sig þegar fram. Kosningaskrifölofa Alþýðuflokksins í Kópavogi SKRIFSTOFA Alþýðuflokksins í Kópavogi er í félagsheimilinu Auðbrekku 50, sími 38130. Er hún daglega opin kl. 16—19 og kl. 20—22. en á öðr 11 um tíma að Auðbrekku 25, sími 19955. — Alþýðu- flokksmenn, Kópavogi. komið á skrifstofuna og vinnið vel í komandi bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi. DALVIK: Nokkur flóð urðu í Svarfaðar dalsá um helgina. Vegurinn írá Dalvík, fyrir austan brúna á ánni skemmdist eitthvað, en hann lá undir vatni í gær á um 400 metra kafla. Þar var gersamlega ófær' fyrir alla bíla, nema trausta fjalla- bíla. Flóðið virtist ekkert vera í rénun í gær. Ekki var þar kunn- ugt um frekari flóð eða skemmdir. VARMAHLÍÐ í SKAGAFIRÐI: Þar voru flóðin mjög í rénun í gær. Flóðin náðu hámarki í fyr”i- nótt og fyrradag. Hjá Húsabökk- um varð að hafa vakt við útihús, þar sem óttast var að vatn kynni að flæða inn í þau. Þar sem vegur- inn liggur á Vallarbökkur urðu töluverðar skemmdir á honum, og er hann ekki fær minni bílum. Mest flóð var þar í gær út undir Hegranesi, en víðast hvar var vatn- ið að mestu horfið. Ekki var kunn- ugt um neinar alvarlegar skémmd- ir. HUSAVIK: Þar var mikil úrkoma um helg- ina, og flæddi vatn víða inn í kjall- ara. Nokkur lausasnjór var þar á láglendi, en hann er nú næsta horf- inn. Um helgina mynduðust víða smá upþistöður við hús, sem stóðu lágt, og flæddi þar inn í kjallara. Engar alvarlegar-' skemmdir hafa þó orðið. % HELLISSANDI: Um helgina rigndi þar mikið, en engin flóð urðu. Símalínan, sem liggur j'fir fjallið frá Ólafsvik til Hellissands slitnaði og var síma- sambandslaust á laugardag. Vegir eru mjög blautir og gljúpir og hafa víða farið nokkuð illa. STYKKISIIÓLMUR: Engar alvarlegar skemmdir hafa orðið þar af vöidum flóða. Þó hef- ur töluvert runnið úr vegum, og færð af þeim sökum spillst tölu- vert. Á sunnudag gerði mikið úr- felli þar og hefur snjó tekið nær alveg upp á láglendi. HORNAFJÖRÐUR: Mikil úrkoma var þar um helg- ina, en hún olli engum flóðum eða skemmdum. Aftur á móti hefur in- flúenzan valdið þar miklum erfið- leikum. Þriðjungur af öllum bæjar búum lá þar um fyrri helgi, og hef- ur orðið að fá sjómenn frá Akur- eyri, svo hægt væri að róa. ..KIUANSAFMÆU Á 2. PÁSKADAG HALLDÓR Kiljan Laxness verð- ur sextugur annan í páskum, 23. apríl. Þá efnir Helgafell til „Kilj- ansafmælis“ í Háskólabíó klukk- an 2 síðdegis. Þar flytur mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, afmæliskveðju til skáldsins og Ieikflokkur sýnir þætti úr 5 skáld- sögum afmælisbarnsins. Leikflokkurinn er undir stjórn Lárusar Pálssonar 'og ásamt hon- um leika Helga Valtýsdóttir, Rúr- ik Haraldsson og Haraldur Björns- son þætti úr íslandsklukkunni, Heimsljósi, Brekkukotsannal, y W M NRNKÁN Sr A s s s s s s s s s s s s s s s s hóf f e a f b r rmingar mæiis , ú ð k a u p s veizluhúsið samsæfi gesíaboð VEIZLUR HÁBÆR Sími 17779 fundir í, andrúmslofti velsæmis, heimilis, matar og veitinga eftir ströngustu kröfum Skólavörðustíg 45 Sölku Völku og Paradísarheimt. Leikþættirnir eru þeir sömu og voru á svonefndu Kiljanskvöidi, sem sýnt var sl. haust. Efnisskráin tekur um 2 tíma. Aðgöngumiðar (kr. 60) fást hjá Lárusi Blöndal, Vesturveri og Háskólabíó. í tilefni afmælisins gefur Helga- fell út þrjár bækur. Þeir Jakob Benediktsson, Sigurður Þórarins- son, Kristján Karlsson og Tómas Guðmundsson hafa annast útgáfu bókarinnar „Afmæliskveðjur heiman og handan”, sem í eru á- vörp og kveðjur til skáldsins frá mönnum úr 18 löndum á jafn- mörgum tungumálum. Þessi bók verður að mestu send til útlanda, en um 200 eintök verða, seld í Helgafélli. Þá kemur út annað í'it, Halldór Kiljan Laxness, sem er með rit- gerðum á íslenzku og ensku um HKL, og skrá um útgáfur verka hans í ýmsum löndum. i bókimji er fjöldi mynda. __ a Loks kemur út ný útgáfa af rit- gerðasafninu „Vettvangur dagá- ins”, sem ófáanlegt hefur verið í mörg ár. Enn fleiri bækur, ailt að 2000 blaðsíður, munu væntanlegar £ þessu ári, þar á meðal ritgerðar- safnið ..Dagleið á fjöllum”, sem ekki hefur verið til í yfir 20 ár. Myndin: HIÍL í hópi stúdenta á Nóbelshátíðinni 1955. V ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. apríl 1962 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.