Alþýðublaðið - 17.04.1962, Blaðsíða 15
efiir Jean Carceau
Clark var sjálfur stríðinn. Eg
komst að því að ég þekkti al/rei
rödd hans þegar hann hringdi
til Carole. Mér fannst það leitt
því ég hafði haldið að ég væri
fær í að þekkja mannsraddir í
síma. Loksins fór ég til Carole
og sagði: ,,Af hverju þekki ég
aldrei rödd Clarks í síma?“
„Hann breytir henni vilj-
andi”, svaraði Carole. „Honum
finnst gaman að leika á þig og
jafnvel þó þú farir að þekkja
liann skaltu láta sem þú gerir
það ekki“.
Snemma í nóvember sagði
Carole: „Við skulum fara að
kaupa jólagjafir Jeanie“.
Og svo fórum við til Beverly
Hills eða Los Angeles til að
kaupa inn allan daginn og ég
starði af undrun þegar Carole
lék innkaupastjórann. Hún lét
sér aldrei nægjá að kaupa eina
gjöf, hún keygti margar handa
liverjum meðlim fjölskyldunnar
og ölium vinum sínum.
Carole lét aldrei verzlanirnar
sjá um innpökkunina. Gjafirnari
voru allar sendar í húsið á Bel
Air og settar inn í eitt svefn-
herbergið. Áður en hún var bú
in að kaupa allt var varla hægt
að ganga. um lierbergið fyrir
kössum og pökkum.
Ég gleymi því aldrei þegar
hún sagði í fyrsta skipti: „Nú
skulum við fara að pakka inn.
„Ég hafði aldrei palckað inn
pakka á ævinni.
„Ég get það ekki. Ég veit ekki
hvar, ég á að byrja", sagði ég.
„Vona nú“, svaraði hún.
„Seztu hérna á gólfið og ég skal
kenna þér það“.
Hún hafði keypt til ósköp af
fallegum pappír og borðum og
pakkaði mun betur in en nokk
ur atvinnumaður, hún setti merk
isspjald á hverjá gjöf og merkti
við á listanum og sá um að hún
yrði send.,
Ég verð að játa að ég var
mesti klaufi og að Carole varð
að pakka flestum gjöfunum inn
en þetta var upphafi? að mörg
um jólaum, afmælum og öðrum
merkisdögum sem við sátum við
að pakka inn gjöfum og mér
lærðist að elska það starf. Smátt
fór mér fram og með tímanum
fór ég að standa mig vel.
Carole átti brúnleitan peking
ser sem kallaður var Snoti og
sem hafði leikið í „Godfrey".
Snote var farinn að eldast og
liann dó rétt fyrir jólin. Ellie,
sem var ein af þernunum hafði,
þótt mjög vænt um hundinn og
hún' sagði 'Carole að hún skyldi
sjá um hann.
Carole ætlaði að haldá jólin
hátíðleg heima hjá sér og bjóða
fjölskyldu sinni og Clark. Hús-
ið var skrautlega búið og stórt
jólatré á miðju gólfi.
• Þó ég þekkti vel örlæti henn-
ar kom mér á óvart fallega persí
an skinnkápan sem Carole gaf
mér í ljóagjöf svo ég ekki minn
ist á ávísunina sem ég fann síð
ar í einum vasanum.
Clark var lieima hjá henni þeg
ar ég kom eftir jólin. „Það gekk
mikið á hér“, sagði hann. „Ellie
lét stoppa Snata upp og setti
hann í einn stóíinn í borðstof-
unnj_og Ma veinaði af skelfingu
þegar hún sá hann“.
„Sérðu hvað ég fann á tröpp
unum á jólam.orgun", sagði~®ar
ole jog benti á stóra gipsstyttu
af Clark. Styttan vóg nokkur
hrundruð pund og var nijög lík
honum. Carole elskaði þessa
stytVi og notaði hana m. a. til
að hengja hattinn sinn á hana.
„Raunverulega“ gaf Clark
henni fallegan gulan kádiljálk.
Þó ák’.ieðið hefði verið að
Clark léki Rliett gekk mikið á
unz hin rétta Scarlett fannst.
Það var ekki fyrr en í desember
sem David Selznick ákvað að
Vivian Leigh léki hana. Clark
naut þess að vinna með Viyian
og Oliviu de Haviland en sér-
staklega naut hann að leika á
móti Cammie litlu King sem lék
Bonnie. Einu sinni þegar Carole
kom til að horfa á upptökuna
kom Clark með Cammie til
hennar og sagði: Þetta er hjarta
gullið mitt“, og Carole þóttist
verða mjög afbrýðissömu. Clark
elskaði börn og hann gleymdi
Cammie aldrei. (Hann hitti hana
mörgum árum síðar í London.
Þá var hún átján ára og var ný
búin í skóla í Sviss. Clark dáð
ist .að fegurð hennar og því að
hún skildi muna eftir honum
og enn kalla hann „Rhétt
pabba“).
Upptakan var erfið og ein-
hverju sinni ákváðu leikararnir
að leika á Cíark. Á meðan at-
riðið þegar Rhett bar Carlett
upp stigann var tekið létu þéir
Clark bera hana upp hvað eftir
annað undir því yfirskyni aðiat
riðið hefði mistekist þó í raun
og veru væri það fyrsta upp-
taka sem notuð væri. Clark varð
dauðþreyttur en hann mótmælti
ekki, hélt aðeins áfram, upp og
niður aftur og aftur.
„Þetta gekk vel í fyrsta sinn
Clark“, sagði Fleming loks.
hin skiptin voru aðeins upp á
grín“.
í marz 1939 fékk Clark skilnað
frá Riu. Þau Carole giftu sig
tuttugasta og níunda marz og við
fluttum á búgarðinn um sumar
ið.
7.
David Celznick ákvað að frum
sýning á „IJverfandi liveli” skildi
verða í Atlant 15. desember 1939
og hann gerði ráðstafanir til að
stjörnurnar, sem léku í mynd-
inni gætu verið viðstaddar. Þetta
átti að vera stórkostlegur atburð
ur og landstjóri Georgia ákvað
umsvifalaust að hafa almennan
frídag. Auk frumsýningarinnar
áttu að verða dansleikir og alls-
kyns hátíðarhöld.
Howard Strickling hafði yfir-
umsjón með ferðum Clarks og
Carole og Irene sem teiknaði öll
föt Carole teiknaði kjóla fyrir
ferðalagið og vann nótt sem dag
til að hafa a.it til reiðu.
Það gekk mikið á áður en við
lögðum af stað. Hárgreiðslukona
Carole hafði flogið til Atlant
til að bí^ia hennar þar svo éjg
hringdi til An Meredith og bað
hana um að senda stúlku til
að greiða hár Carole. Stúlkan
sem kom var nefnd Brownie.
Meðal Carole var í þurrkunni
sprakk þurrkan og efri hluti
hennar lenti framan í Browine
og hún missti meðvitund. Við
urðum öll skelfingu lostin. Ég
hringdi á lækni og hann kom að
vörmu spori. Hann neyddist til
að sauma fáein spor í andlit.
Bownie en hann fullvissaði okk
ur um að fegurð hennar myndi
ekki bíða neinn l\nekki af slys-
inu. Okkur létti öllum mikið og
Brownie kom fram eins og hotja.
Hún krafðist þess meira að segja
að fá að greiða hár Carole og
loksins gátum við lagt af stað.
Clark, Carole, Kay Kyser og
Howard Strickling flugu til At-
lanta í flugvél sem merkt var
méð nafninu „Á hverfanda
hveli“.
Gífurlegur mannfjöldi fagn-
aði okkur þegar við komum á
Ævisaga CLARK GABLE
leiðarenda og nefnd borgaranna
kom strax til okkar undir for-
ystu borgarstjórans. Carole fékk
blómvönd úr gulum rósum. Hún
var mjög fögur í svartri dragt
með svartan hatt og skinnfeld.
Cark var í gráum tvidfötum og
með rautt blóm í hnappagatinu.
Lögreglan átti í erfiðleikum við
að halda aftur af aðdáendaskar-.
anum.
Innan örfárra augnablika kom
önnur flugvél með Vivian Leigh,
David Selznick, Olivia de Havl
land og Laurenee Oliver innan-
borðs.
Stjörnurnar og fylgdarlið
þeirra óku til borgarinnar í opn
um bílum. Clark, Carole Kay og
Howard voru í fremsta bílnum.
Clark og Carole sátu í aftursæt
inu og veifuðu og brostu til
mannfjöldans.
Þegar þau óku á frumsýning
una um kvöldið hefði mannfjöld-
inn rifið þau í tætlur ef lögregl
an hefði ekki gætt þeirra. Meira
en fjörutíu þúsund beiðnir höfðu
borist um aðgöngumiða sem þó
voru seldir á tíu dali stykkið.
Carole var glæsileg í kampavíns
litum satínkjól og hún bar rú-
bina. Clark var í kjól og hvitt.
Clark sagði fáein orð inn í
magnarann. „Þetta er kvöld Mar
garet Mitchell og ykkar“, sagði
hann. „Leyfið mér að vera einn
af áhorfendunum og horfa á „Á
hverfandi hveli“.
Átta þúsund aðgöngumiðar á tíu
dali stykkið voru seldir á dans-
leikinn sem haldinn var næsta
kvöld en þangað fóru allar stjörp|
urnar. Carole sem var í svörtum
flauelskjól og með silfurref
vafeti álíka athygli og Clark. <
Daginn eftir voru haldnar /
veizlur og kokteilboð og Clark;
hitti þar Margaret Mitehell og
veittist tækifæri til að þakka
fyrir áritað eintak af „Á hverf-
andi hvel“, sem hún sendi hon-i
um þcgar ákveðið hafði verið að
hann léki hlutverk Rhetts. Ung
frú Mitchell fannst leikur hans
sem Rhett stórkostlegur, hún.
sagði að hann væri alveg eins:
og hún hefði hugsað sér Rhett.
Dætur Amerísku Frelsisbarátt
unnar gáfu Clark og Carole fall
egt liandofið rúmteppi og fá-
gæta bolla og undirskálar.
Bucket hefur sagt mér sögu
um það, sem gerðist eftir að
Clark og'Carole.yfirgátu hótelið.
Bucket var við afgreiðsluborðið
og heyrði litla gamla konu
spyrja afgreiðslumanninn hvort
hún gæti fengið á leigu herberg
ið sem Clark hafði verið í.
Afgreiðslumaðurinn bað hana
um að skrifa nafn sitt í bókina'
meðan verið væri að skipta á
rúminu. '
■„Eruð þér vissir um að ég fái.
herbergið sem HANN ~*fði“,.
spurði gamla konan. ,
Auk þess eru fáanleg ýmiss önnur hjálpartæki, sem
tengja má viff vélina á augabragoi, svo sem: liakka-
vél, grænmetis- og ávaxtakvörn, kaffikvöm, ávexta-
pressa. rifjárn, dásaupptakari o. fl.
L A T I Ð
Chef
LETTA
S T Ö RFIN
Austurstræti 14
Sími 11687
Þaff er hverri húsmóffur í blóð boriff aff háfa gaman
af bakstri og matreiffslu — en undirbúningsstörfin
eru þreytandi og leiðinleg, en hafi liún eignast
KENWOOD hrærivél, þá verða þau leikur einn. —
KENWOOD hrærivélin hrærir, hnoðar og pískar
V E R Ð K R. 4.890.00
AFBORGUNARSKILMÁLAR
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. apríl 1962 |,5